Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 42
FÓLK Í FRÉTTUM 42 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 20.07. 2002 12 5 1 4 6 4 4 5 3 2 6 21 22 36 38 30 17.07. 2002 9 36 40 44 46 48 26 41 Fyrstu vinningar fóru til Noregs. Fjórfaldur 1. vinningur í næstu viku Gasol® Heimsendingarþjónusta ÍSAGA nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins. Heimsendingargjald er kr. 500,- Afgreiðslan Breiðhöfða 11 er opin virka daga frá kl. 8 til 17. 800 5555 Hluti af Linde Gas Group ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11 Sími 577 3000 • Fax 577 3001 www.aga.is IS A -2 43 .1 – ÍD E A meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI ÁKVEÐIN forskrift hefur skap- ast að hinni dæmigerðu tónlistar- heimildarmynd, forskrift sem birtist í sinni ýktustu mynd í háðsádeilunni sígildu This is Spinal Tap. Nobody Someday, spónný heimildarmynd gerð sérstaklega fyrir mynddisk og -band, fer í nær flestum atriðum eft- ir þessari „öruggu“ forskrift, með svolitlu aukakryddi af sérstæðum heimildarmyndastíl Nicks Broom- field, aðallega hvað snýr að málrómi þularins og á tíðum pínlega opin- skáum viðtölum og efnistökum. Myndin er að upplagi þessi dæmi- gerða tónleikaferðasaga og á sér kannski nánastan ættingja í In Bed With Madonna myndinni alræmdu þar sem hún rembdist eins og rjúp- an við staurinn við að telja manni trú um að hún tæki ekki eftir myndavélinni, væri bara alltaf svona hress og ástúðleg við samstarfsfólk sitt. En maður keypti það sko ekki. Williams ku hafa farið fram á að sér yrði í engu hlíft, að allt yrði látið flakka, og hann leggur sig sjálfur sannarlega fram um að vera hreinn og beinn, væntanlega í þeim tilgangi að almúginn fái loksins innsýn í hans sanna eðli. Og svei mér þá ef hann er ekki bara býsna sannfær- andi. Alltént náði hann alveg að telja mér trú um að hann væri ekk- ert sérlega mikið að leika einhverja týpu sem hann þráir að vera, eða vill að aðrir haldi að hann sé. Mun- urinn á Robbie og Madonnu er nátt- úrlega sá að hann er lúmskur húm- oristi og á köflum vellur upp úr honum, að virðist ósjálfrátt, hin skondnasta þvæla. En sjálfumglað- ur er hann og at- hyglissjúkur – þótt hann leggi mikið upp úr því að sannfæra mann um að hann hati athygli og þrái ekkert heitar en að verða einhvern tímann enginn, sbr. heiti mynd- arinnar. En þetta þarf vart að tilkynna Íslendingum, eftir stormasama heimsókn hans hingað. Svo virðist þó sem þessi Robbie sem kom hingað og bölvaði ljósmyndurum, móðgaðist við blaða- menn og fór í fýlu út í áhorfendur hafi þroskast töluvert síðan þá. Að minnsta kosti gerir hann sérstak- lega að umtalsefni að á sínum tíma hafi hann ekki hikað við að storma út af sviðinu og slíta tónleikum flygi flaska í átt að sér. Í dag sé hann hins vegar hættur að láta slíkt setja sig út af laginu, sé umburðarlyndari og taki frekar tillit til allra hinna, meirihlutans, sem hagar sér ekki svona og er kominn til að skemmta sér á Robbie-tónleikum. Á þessari mynd er hvort tveggja, stórir kostir og gallar og fer það eiginlega fyrst fremst eftir viðhorfi manns til Robbie Williams hvort manni tekst að leiða gallana hjá sér, því það er auðveldlega hægt sé vilj- inn fyrir hendi. Sjálfur lét ég kapp- ann lítið fara í taugarnar á mér. Hann er stjarna af guðs náð, eig- inlega einstakur í dag. Fyrir unn- endur er myndin því algjör hvalreki. Aðrir sem horfa á myndina for- dómalaust ættu að kynnast mann- inum mun betur, en þeim sem ekki þola hann er ráðlagt eindregið að verja tíma sínum í annað. Aukaefnið á mynddiskinum er af skornum skammti. Ljósmyndir eru hálftilgangslaust fyrirbrigði á mynddiski, finnst mér, en afgangs- aðriðin eru skemmtileg og vel þess virði að bera sig eftir þeim. MYND:  AUKAEFNI:  Einhvern tímann enginn Robbie Williams Nobody Someday Tónlistarmynd Bretland 2002. Innihald: Heimildarmynd um Evróputúr Robbie Williams 2001 í leikstjórn Brian Hill. Gagnvirk spurn- ingakeppni, afgangsatriði og ljósmyndir. 140 mín alls. Skarphéðinn Guðmundsson Robbie Williams Mynddiskar                                                                  !"  #  $  %&'() !$(   !"   !"   !"  #    !"  #  $    !"   !" $    !"   !"   !" $  $  $  *  + + + + ,   ,   + + *  ,   + ,   + ,   ,   ,   + ,   ,                       ! !  "     # $%  &   '  & ()*+ ,-$,. & ()*+ -/$-0  1   3  #       HLJÓMSVEITIN Jet Black Joe steig eftirminnilega inn á sjón- arsviðið á nýjan leik í fyrra, eftir um 5 ára hlé. Nú hyggjast þeir fé- lagar endurtaka endurkomuna og hófu tónleikaferð sína um landið síðastliðinn fimmtudag á skemmti- staðnum NASA. Jet Black Joe er skipuð hinum upprunalegu Gunnari Bjarna Ragn- arssyni og Páli Rósinkranz, auk Kristins og Guðlaugs Júníussona og Þórhalls Bergmann. Áhorfendur voru sýnilega ánægðir að endurheimta Jet Black Joe fram á sjónarsviðið og tóku undir og dilluðu sér við rokktóna sveitarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Páll Rósinkranz hefur engu gleymt. Jet Black Joe leggur upp í tónleikaferð Endurkoman endurtekin Morgunblaðið/Sverrir Jet Black Joe tryllti lýðinn á NASA. Á DÖGUNUM var haldin Hem- ingway-tvífarakeppnin á kránni Sloppy Joe’s á Key West í Flórída í Bandaríkjunum. Þessi vinsæla keppni er hluti af árlegri Hem- ingway-hátíð sem haldin er til minningar um rithöfundinn Ernst Hemingway sem bjó lengi og starf- aði á Key West. Á myndinni sjást sigurvegarar í keppninni, þeir George Burley, Jack Waterbury, Fred Burnham og Fred Johnson fagna í undan- úrslitunum. AP Allir eins og Hemingway LEIKARINN Jude Law var nýlega sakaður um bíl- þjófnað þar sem hann er við kvikmyndatökur í Rúmeníu. Það var rúmenski stjórn- málamaðurinn Dinu Patr- iciu, sem er einn ríkasti maður Rúmeníu, sem sakaði Law um að reyna að stela Land Rover jeppa bróður síns á Otopeni-flugvelli í Búkarest. Patriciu mun hafa hrópað að Law og slegið til hans þannig að líf- vörður Laws varð að skerast í leik- inn og skilja þá að. Síðar kom í ljós að bróðir Patriciu hafði selt bílaleigu jeppann og hefur Patriciu beðið leikarann afsök- unar á atvikinu. Hann segir fram- komu leikarans þó alls ekki hafa verið til fyr- irmyndar þar sem hann hafi bölvað og töngl- ast á því að hann væri að koma með peninga inn í landið. Law vinn- ur nú að gerð myndarinnar Cold Mountain en þar leikur hann á móti áströlsku leikkonunni Nicole Kid- man. Sakað- ur um þjófnað Peningarakarinn Jude Law. VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.