Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tvöfaldur hraði – lægra verð H Á H R A Ð A S Í T E N G I N G V I Ð N E T I Ð Lágmarkshraði 512 Kb/s. ADSL II mótald að verðmæti 11.900 kr. fylgir með 12 mánaða áskrift að ADSL II. ADSL II mótald 11.900 kr. Hringdu strax í síma 800 1111. VERSLUNIN Nanoq var opnuð að nýju eftir hádegi í gær, og eins og sjá má var handagangur í öskjunni. Almenningur hafði greinilega ekki látið auglýsingar nýs eiganda versl- unarinnar, Rekstrarfélagsins Nan- oq ehf., fram hjá sér fara og fjöl- mennti í Kringluna. Að sögn Arnar Gústavssonar, sem er í forsvari fyr- ir Rekstrarfélagið Nanoq þurfti að hleypa viðskiptavinum inn í hópum, til þess að þeir gætu athafnað sig í versluninni. Fyrst og fremst væri verið að koma versluninni aftur í gang, en einnig væru íþróttavörur á rýmingarsölu þar sem end- urskilgreina á vöruúrval verslunar- innar og hætta að selja íþróttavör- ur. Í framtíðinni verða eingöngu útivistarvörur til sölu í versluninni. Þess má geta, að Rekstrarfélagið Nanoq ehf. hefur ákveðið að taka við inneignarnótum og gjafabréf- um viðskiptavina eldra Nanoqs, þrátt fyrir að nýja fyrirtækinu beri ekki skylda til þess, að sögn Arnar. Handagangur í öskjunni hjá Nanoq Morgunblaðið/Sverrir FIMM íslenskir skákmenn hafa verið samþykktir af Alþjóðaskák- sambandinu FIDE sem alþjóðlegir titilhafar. Stefán Kristjánsson var útnefndur alþjóðlegur meistari, en bræðurnir Bragi og Björn Þor- finnssynir, Sigurbjörn J. Björns- son og Magnús Örn Úlfarsson voru útnefndir FIDE-meistarar. Allir eru þeir, að Birni Þorfinns- syni undanskildum, nú staddir í Tékklandi á Opna tékkneska meistaramótinu. Stefán Kristjáns- son var efstur Íslendinga að lokn- um sjö umferðum á mótinu. Magn- ús Örn Úlfarsson hafði fjóra vinninga, Arnar E. Gunnarsson og Sigurbjörn J. Björnsson höfðu þrjá og hálfan vinning að lokinni 7. umferð. Víða Íslendingar á skákmótum Dagur Arngrímsson og Guð- mundur Kjartansson taka nú þátt í Politiken Cup í Kaupmannahöfn. Þeim hafði gengið vel fram að þessu, en töpuðu báðir í 10. um- ferð. Dagur hafði að henni lokinni fimm og hálfan vinning, en Guð- mundur 5 vinninga. Helgi Áss Grétarsson og kona hans, Lenka Ptacnikova, eru á skákhátíð í Dresden í Þýskalandi. Í fyrradag vann Helgi Áss Þjóð- verjann Armin Wolf, í áttundu og næstsíðustu umferð skákhátíðar- innar. Alþjóðlegir titilhafar FIDE Fimm nýir ís- lenskir skák- meistarar SVEINN Valfells, stofnfjáreigandi í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, hefur sent stjórn spari- sjóðsins bréf þar sem hann óskar eftir að á fyrirhuguðum fundi stofnfjáreigenda 12. ágúst næst- komandi verði tekin fyrir tillaga um vantraust á stjórn sjóðsins. Verði tillagan samþykkt verður ný stjórn kjörin. Í tilkynningu segir Sveinn ástæðu vantrauststillögunnar vera ummæli stjórnar SPRON á opin- berum vettvangi um að hún hygg- ist ekki samþykkja viðskipti á grundvelli samnings fimm stofn- fjáreigenda við Búnaðarbanka Ís- lands hf., þótt slíkt gengi í ber- högg við vilja meirihluta stofnfjáreigenda auk þess sem Fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað í greinargerð um lögmæti þess að stofnfé skipti um eigendur á yf- irverði en þau viðskipti séu háð samþykki stjórnar sparisjóðsins. Morgunblaðið birtir hér í heild bréf Sveins til stjórnar SPRON. Bréf Sveins til stjórnar SPRON „Frá því hefur verið skýrt op- inberlega, að stjórn Spron hyggist boða til fundar stofnfjáreigenda þann 12. ágúst 2002. Svo sem yður er kunnugt, er ég undirritaður einn þeirra fimm eig- enda stofnfjár í sparisjóðnum, sem hafa gert samning við Búnaðar- banka Íslands hf. um kaup og sölu á stofnfjárhlutum. Með vísan til 3. mgr. 16. gr. samþykkta fyrir Sparisjóð Reykja- víkur og nágrennis leyfi ég mér að krefjast þess að á dagskrá fund- arins 12. ágúst 2002 verði tekin til- laga um vantraust á stjórn spari- sjóðsins og, verði hún samþykkt, kjör nýrrar stjórnar. Skoða ber mig, undirritaðan, sem flutnings- mann tillögu um vantraustið. Óska ég eftir að sú tillaga verði tekin fyrir sem fyrsti dagskrárliður á fundinum og verði hún samþykkt, þá kjör nýrrar stjórnar strax á eft- ir. Fallist stjórnin ekki á þetta, mun ég í upphafi fundar flytja dagskrártillögu í því skyni að þetta verði röð dagskrárliða á fundinum. Ætlar ekki að samþykkja viðskiptasamninga Ástæða þessarar kröfu er sú, að núverandi stjórn hefur á opinber- um vettvangi skýrt frá því, að hún hyggist ekki samþykkja viðskipta- samninga með stofnfé í sparisjóðn- um, sem gerðir verða á grundvelli samnings okkar fimm stofnfjáreig- enda við Búnaðarbanka Íslands hf., þó að forsenda þess samnings sé að eigendur 2⁄3 hluta stofnfjár samþykki hann. Virðist þá engu máli skipta fyrir stjórnina, þó að hún sæki umboð sitt til þessara sömu stofnfjáreigenda. Hún lýsir því einfaldlega yfir, að hún hyggist hundsa vilja þeirra verði hann sá að gera viðskiptin. Jafnframt ligg- ur fyrir það álit Fjármálaeftirlits- ins, að tillaga, sem tekin hefur ver- ið á dagskrá fyrirhugaðs fundar, þess efnis að gerð verði almenn samþykkt um að stjórnin leggist ekki gegn þessum viðskiptum, sé ekki tæk til afgreiðslu á fundinum. Taka verði afstöðu til hverra við- skipta fyrir sig. Án þess að fallist sé á réttmæti þessa álits Fjár- málaeftirlitsins, er nauðsynlegt að tryggja, að fundurinn hafi tæki- færi til að bregðast við þessu, standi vilji meirihluta stofnfjáreig- enda til þess, með þeim hætti sem örugglega dugar, þ.e.a.s. með því að víkja núverandi stjórn frá og kjósa nýja, sem ekki hefur þá fyr- irfram afstöðu til viðskipta á þess- um grundvelli, sem núverandi stjórn hefur lýst sig hafa, heldur verður reiðubúin að hlíta vilja svo mikils meirihluta stofnfjáreig- enda.“ Tillaga um vantraust á stjórn SPRON HIN NÝJA fræðslumiðstöð þjóð- garðsins á Þingvöllum var opnuð að viðstöddu fjölmenni í gær. Fræðslumiðstöðin á Hakinu er um 220 fermetrar að stærð og þá er um 60 fermetra útirými undir þaki. Kostnaður vegna arkitektasam- keppni, hönnunar, byggingar og lóðaframkvæmda var um 55 millj- ónir króna og innan fjárhagsáætl- unar. Við opnunina var undirrit- aður samningur milli Þingvallanefndar og Landsbanka Íslands um samstarf við að efla fræðslu í þjóðgarðinum. Björn Bjarnason, formaður Þingvalla- nefndar, minnti í ræðu sinni á að Þingvellir eru lögum samkvæmt friðlýstur helgistaður allra Íslend- inga og skuli hið friðlýsta land æv- inlega vera eign íslensku þjóðar- innar undir vernd Alþingis. „Í ár hefur Þingvallanefnd þó ekki að- eins staðið að því að þetta hús verði fullbúið heldur einnig ráðist í að reisa skála fyrir starfsmenn sína við þjónustumiðstöðina á völl- unum. Þá hafa þau merku tíðindi einnig gerst í ár, að langþráð ósk Þingvallanefndar um að ríkið eign- aðist Valhöll og þar með allt land innan þjóðgarðsins hefur ræst. Bíður það verkefni nú ríkisstjórn- arinnar í samráði og samvinnu við Þingvallanefnd að ákveða framtíð þessa reits innan þjóðgarðsins og hvernig mannvirkjum og rekstri skuli háttað þar.“ Björn sagði að vegna hins mikla áhuga á fræðslu- starfi hafi Þingvallanefnd leitað leiða til að auka alhliða þjónustu á þessu sviði með samstarfi við aðra. Fyrir nokkrum árum hafi tekist samvinna við Landsbanka Íslands um að hann stæði undir kostnaði við merkingar á leiðum innan þjóð- garðsins og samvinnan hafi síðan þróast en markmið samningsins sé að auka áhuga og skilning á stór- brotinni sögu og náttúru Þingvalla. „Það er von Þingvallanefndar og allra, “sagði Björn,“ sem hafa komið að því að reisa þetta hús og vinna að sýningunni sem það hýs- ir, að þessi verk standi undir mikl- um kröfum staðarins og hér hafi tekist með góðum hætti að tengja meginþræði sögu hans og nátt- úru.“ Ný fræðslumiðstöð opnuð Morgunblaðið/Jim Smart Halldór J. Kristjánsson og Björn Bjarnason, formaður Þingvallanefnd- ar, handsala samninginn um eflingu fræðslustarfs á Þingvöllum. JEPPABIFREIÐ valt í Hrútafirði í gær rétt við Akurbrekku, stutt frá Reykjaskóla. Talið er að hjólbarði hafi sprungið og missti ökumaður stjórn á bílnum, lenti út á túni og velti bílnum þar. Engin slys urðu á fólki en bif- reiðin er mikið skemmd ef ekki ónýt. Bílvelta í Hrútafirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.