Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.07.2002, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 9 Verðhrun á útsölu                   Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsalan í fullum gangi aukaafsláttur Ný haustsending - Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag kl. 10-14 Sumarútsala allt að 50% afsláttur 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst fimmtudaginn 8. ágúst – þri. og fim. kl. 20:00 Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 864 1445, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni BLINDRAVINNUSTOFAN ehf. og Rekstrarvörur ehf. hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér breytingar á starfsemi Blindravinnustofunnar. Rekstrar- vörur taka að sér alla dreifingu á framleiðsluvörum Blindravinnu- stofunnar fyrir stofnanamarkað, svo sem til skóla, sjúkrahúsa og annarra opinberra stofnana. Sam- starfssamningurinn felur í sér aukið samstarf milli fyrirtækj- anna, en þau hafa átt mjög gott samstarf í rúman áratug. Nýi samningurinn gerir Blindra- vinnustofunni kleift að einbeita sér að atvinnusköpun fyrir blinda og sjónskerta og efla pökkunardeild vinnustofunnar, meðal annars með pökkunarverkefnum frá Rekstrar- vörum. Einnig hefur vinnustofan tekið að sér fjölbreytt pökkunar- verkefni fyrir ýmis fyrirtæki, og hefur sú þjónusta mælst mjög vel fyrir. Lager vinnustofunnar verður seldur Rekstrarvörum og þar með öll umsýsla hans einnig. Mikilvægt að skapa atvinnu fyrir blinda og sjónskerta Að sögn formanns Blindrafélag- ins, Gísla Helgasonar, er mikil- vægt að skapa atvinnutækifæri fyrir blinda og sjónskerta á Ís- landi. Á Blindravinnustofunni fá blindir og sjónskertir mjög góða þjálfum í ýmsum störfum, sem síð- ar geta nýst vel á almennum vinnumarkaði. Áætlað er að stöðu- gildum á Blindravinnustofunni fjöldi um allt að sjö á þessu ári, með nýja samningnum, en Blindrafélagið á í samningaviðræð- um við félagsmálaráðuneytið vegna endurnýjunar þjónustu- samnings um verndaðan vinnu- stað. Töluverður fjöldi blindra og sjónskertra bíður eftir starfi hjá vinnustofunni, að sögn Valgeirs Hallvarðssonar, stjórnarformanns Blindravinnustofunnar. Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, fagnaði nýja samn- ingnum og sagði hann sannarlega báðum fyrirtækjunum til góðs. Samsvarandi samningar milli Blindravinnustofunnar og fyrir- tækja hafa verið gerðir á und- anförnum árum. Starfsmenn Blindravinnustofunnar að störfum. Samstarf Blindravinnustofunnar og Rekstrarvara Starfsemi eflist í kjölfar nýs samnings Morgunblaðið/Arnaldur Kristján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara (t.v.), og Valgeir Hallvarðs- son, stjórnarformaður Blindravinnustofunnar, undirrita samninginn. RÚMLEGA sautján hundruð manns hafa hringt í söfnunarsíma Rauða kross Íslands, 907-2020, og stutt þannig hjálparstarf á hungursvæðum í sunnanverðri Afríku. Í fréttatilkynningu frá Rauða kross Íslands segir að féð verði notað til að koma matvælum til hungraðra, einkum fjöl- skyldna sem enga fyrirvinnu hafa og til barna og alnæmissmitaðra. Hver sem hringir leggur 1000 krónur til söfnunarinnar sem eru dregnar af símreikningi viðkomandi. Þannig hafa nú safnast rúmlega 1,7 milljónir króna í símasöfn- uninni. Í fréttatilkynningunni segir að deildir Rauða krossins um allt land hafi einnig brugðist hratt og vel við með framlögum sem nema samtals rúmum tveimur milljónum króna. Þar af hefur Reykjavíkurdeild lagt fram eina milljón og Kópavogsdeild 400.000 krónur. Rauði krossinn hefur einnig farið fram á það við ríkisstjórn Íslands að hún styðji hjálpar- starfið. Segir í tilkynningunni að hungursneyð ógni þrettán milljónum manna í sunnanverðri Afríku og að næsta uppskera sé ekki fyrr en í mars á næsta ári. Rauði kross Íslands tilkynnti á mánudag um fjögurra milljóna króna framlag úr Hjálparsjóði félagsins. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir að alls hafi því rúmar sjö og hálf milljón króna safnast. Hann segir neyðina á þessu svæði mjög mikla. Hjálparstarf á svæðinu sé stærsta einstaka verkefni alþjóðasambands Rauða kross félaga síðan í Balkanskagastríð- unum. Hann segir að ástandið geti orðið álíka slæmt og í hungursneyðinni í Eþíópíu 1984. „Þá brugðust menn of seint við, þá dóu um 800 þús- und manns úr hungri og eitthvað svipað getur gerst núna ef menn bregðast ekki við í tæka tíð. Það er mikilvægt að þetta starf hefjist strax,“ segir Þórir. Hann segir að söfnunin standi út vikuna. „Við vonumst til að ríkisstjórnin bregðist myndar- lega við, það hefur komið í ljós að Ísland er eitt af sjö ríkustu löndum í heimi og ég held að okk- ur beri skylda til að bregðast við þegar neyðin er mikil, sem hún er þarna núna,“ segir Þórir. Rúmar 7 milljónir hafa safnast í söfnun RKÍ vegna hungursneyðar í Afríku Ógnar 13 milljónum manna NICK Nicholson, sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni (FBI), hefur í vikunni kynnt sér starfsemi lögreglunnar í Reykja- vík og haldið fyrirlestra um stjórnunarhætti fyrir yfirmenn hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík og hjá ríkislögreglustjóra. Nicholson er með doktorspróf í stjórnun lögregluliða og er pró- fessor við FBI-skólann í Quantico í Virginiu auk þess sem hann heldur námskeið fyrir ýmis lög- reglulið. Alls hefur hann unnið við löggæslu í hátt í 30 ár og var m.a. yfirmaður öryggismála hjá orkumálaráðuneyti Bandaríkj- anna og sat í nefnd um baráttu gegn hryðjuverkum. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn segir að Nicholson hafi m.a. rætt um þjálfun stjórn- enda, samskiptaferli innan emb- ætta og reglur um stöðuhækk- anir. Hann mun síðar skila lögreglustjóranum í Reykjavík tillögum til úrbóta á ýmsu sem lýtur að stjórnun embættisins. Á undanförnum árum hafa nokkrir tugir íslenskra lögreglumanna sótt námskeið hjá FBI en Karl segir að samstarfið hafi aukist til muna eftir fund Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra með Janet Reno, þáverandi dóms- málaráðherra Bandaríkjanna. Kennir stjórn- endum stjórnun Morgunblaðið/Júlíus Nick Nicholsson frá bandarísku alríkislögreglunni kennir íslenskum lögreglumönnum stjórnun. HELGA Jónsdóttir borgarritari seg- ir að bréf Hreggviðs Jónssonar, til borgarstjórnar þar sem hann skorar á borgarstjóra að hafa forgöngu um að borgarlögmanni verði falið að gera kröfu til fjármuna Reykvíkinga sem felist í SPRON, verði vísað til borg- arlögmanns. Hann muni fara yfir lagalega þætti málsins með tilliti til hagsmuna Reykjavíkurborgar og svara bréfi Hreggviðs. Í bréfi Hreggviðs kemur fram að í þeim átökum sem staðið hafa um SPRON að undanförnu hafi komið skýrt fram í máli þeirra hópa sem berjast um yfirráðin að talið sé að um 2,8 milljarðar króna séu í sérstökum sjóði, sem verja eigi til menningar- og líknarmála. Samkvæmt nýjum lögum um sparisjóði jafnt sem eldri á að nota stofnfé sparisjóða í viðkomandi bæj- arfélagi. Hreggviður bendir á að í þessu tilviki sé það Reykjavík. Því til stuðnings bendir hann á að bæjar- stjórn og síðar borgarstjórn Reykja- víkur hafi í fjölda ára skipað menn í stjórn SPRON. „Við fljótlega skoðun á lögunum virðist mér sem sjóður eða sjálfseign- arstofnun af þessum toga verði þá fyrst til, ef Sparisjóðnum verður breytt í hlutafélag og hafi þá þann megintilgang að stuðla að viðgangi og vexti í starfsemi Sparisjóðsins. Verði sjálfseignarstofnuninni slitið skal verja fjármunum hennar um til menningar- og líknarmála á starfs- svæði viðkomandi sparisjóðs. Meðan SPRON er rekinn í því formi sem nú er sýnist mér því varla reyna á þetta- ,“segir Helga. Bréf Hreggviðs Jóns- sonar um málefni SPRON Borgarlög- maður mun skoða málið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.