Morgunblaðið - 27.07.2002, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
22 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is
MERKILÍMBÖND
Sérstaklega hentug og
þægileg merkilímbönd til
notkunar í lagnakerfum.
Merking og litir samkvæmt
stöðlum RB
Heildsala - Smásala
„ÞÆR unnu auðvitað mótið, stelp-
urnar, og eru því Tivoli Cup-
meistarar 2002 í 3. fl. kvenna. Þetta
var auðvitað glæsilegt hjá þeim og
góður árangur og ferðin var í alla
staði mjög góð, góður hópur, gott
veður, góður þjálfari og gott skipu-
lag,“ sagði Eygló Pétursdóttir, einn
forsvarsmanna stúlknanna frá Sel-
fossi í þriðja flokki kvenna sem
tóku þátt í Tívolí Cup-mótinu í Dan-
mörku og báru sigur úr býtum. Ár-
angur stúlknanna er mjög góður og
athyglisverður því þær settu sér
það markmið þegar þær voru í
yngri flokki að fara í keppnisferð
til útlanda. Þessu markmiði náðu
þær með mikilli vinnu, góðri sam-
heldni sem sýndi sig í allri fjáröflun
þeirra og vinnu með þjálfara og
foreldrum.
Veruleg aukning hefur verið á
þátttöku stúlkna í knattspyrnu á
Selfossi undanfarin ár og því
skemmtilegt verkefni framundan
fyrir Knattspyrnudeild Selfoss að
halda utan um þann áhuga og ár-
angur sem nú er kominn fram.
Selfoss-
stúlkur
Tívolí Cup-
meistarar
Selfoss
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Aftari röð frá hægri: Anita Guðlaugsdóttir, Kristjana B. Birgisdóttir, Sunna Stefánsdóttir, Hjördís Olga Guð-
brandsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Rebekka Pálsdóttir, Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, Díana Gestsdóttir. Fremri
röð f.v.: Heiðrún Erna Hlöðversdóttir, Sunna Kristín Óladóttir, Harpa Íshólm Ólafsdóttir, Ásdís Auðunsdóttir,
Álfheiður Guðjónsdóttir, Þórleif Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Antoine Van Kasteren þjálfari.
„HVER einasta fæðing er alveg
stórkostlegur atburður, það er
ekkert sem jafnast á við það.
Þetta er heilög stund í hvert
skipti sem barn fæðist og dregur
andann í fyrsta sinn. Ég upplifi
þetta alltaf þannig þegar ég tek á
móti barni,“ segir Svanborg Eg-
ilsdóttir, yfirljósmóðir á Sjúkra-
húsi Suðurlands á Selfossi, þar
sem hún hefur starfað síðan 1982
og tekið á móti hátt í 600 börn-
um. Hún segir hverja einustu
fæðingu greypast í hugann. „Ég
man eftir öllum börnum sem ég
hef tekið á móti, það er bara
þannig að þetta greypist í hugann
í hvert einasta sinn,“ segir Svan-
borg.
Hún segir miklar breytingar
hafa orðið á þeim tíma sem hún
hefur verið við störf á Sjúkrahúsi
Suðurlands. „Áður var öll tækni
notuð í hámarki en þetta hefur
þróast í að konan ræður meira
um sína fæðingu en áður var. Við
fengum vatnspott 1993 sem konur
geta farið í á meðan á aðdrag-
anda fæðingar stendur og við
vorum frumkvöðlar að þessu. Við
vorum líka fyrst að leyfa vatns-
fæðingu en þá fæddu konurnar,
sem það vildu, í pottinum.
Í tengslum við nýjar áherslur
höfum við lagt áherslu á að gera
fæðingardeildina eins heimilislega
og hægt er fyrir konurnar og fjöl-
skyldur þeirra. Okkar markmið
er að leyfa konunni að ráða hvar
og hvernig hún vill fæða barnið.
Við styðjum konuna í að taka
ákvörðun varðandi fæðinguna og
heimilum henni að eiga hvar sem
er ef allt er með eðlilegum hætti.
Mér finnst konurnar hér á Suð-
urlandi hafa kunnað vel að meta
þessar áherslur og aðstæður sem
við höfum skapað. Með þessari
aðferðafræði fáum við öruggari
og ánægðari konur og minni
hætta er á inngripi þegar konan
ræður fæðingunni sjálf. Konur í
dag eru betur upplýstar en áður,
þær eru búnar að búa sig vel
undir fæðinguna og eru afslapp-
aðar og öruggari í fæðingunni. Á
meðan á þessu stendur reynum
við að horfa sem minnst á klukk-
una, þetta hefur allt sinn tíma.
Öll þessi skipulagning okkar er í
þágu beggja, barnsins og kon-
unnar, og reyndar einnig föðurins
því feðurnir taka virkan þátt í
ferlinu og undirbúa sig líka undir
þennan einstæða atburð sem fæð-
ingin er.
Eftir fæðinguna bjóðum við
konunum upp á sængurlegu á
sjúkrahúsinu og heimaþjónustu.
Þær geta valið um að fara heim
eftir fjóra tíma eða að liggja á
fæðingardeildinni í 7 daga. Það er
í þessu eins og við fæðinguna, við
styðjum konuna og hennar eigin
ákvörðun. Velji hún heimaþjón-
ustu fær hún heimsókn ljosmóður
í níu skipti en velji hún sæng-
urlegu fær hún val um hversu
mikið barnið er hjá henni á stof-
unni. Við erum á sólarhringsvökt-
um og konurnar geta alltaf hringt
í okkur, það hefur gefist vel og
við veitum mikla símaþjónustu
við konur á Suðurlandi,“ segir
Svanborg Egilsdóttir, yfirljós-
móðir á Sjúkrahúsi Suðurlands.
Það er heilög stund í hvert
skipti sem barn fæðist
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Með nýfætt barn á fæðingardeildinni á Sjúkrahúsi Suðurlands,
Svanborg Egilsdóttir yfirljósmóðir, nýfædd stúlka Gísladóttir, Sig-
rún Kristjánsdóttir ljósmóðir og móðirin Sólveig Gunnarsdóttir.
Selfoss
Svanborg Egilsdóttir, yfirljósmóðir á Selfossi,
hefur tekið á móti um 600 börnum
ÞRÁTT fyrir rigningu og þoku var
glatt á hjalla á Fosshóteli Ingólfi í
Ölfusinu 21. júlí sl. Þá var haldin fjöl-
skylduhátíð. Boðið var upp á ýmislegt
gott í gogginn, leiki fyrir börn á öllum
aldri, hestasýningu, happdrætti,
gestir fengu að fara á hestbak að
ógleymdu kaffihlaðborðinu svo eitt-
hvað sé nefnt. Tilefni hátíðarinnar er
að Fosshótel hóf starfsemi sína á
Hóteli Ingólfi nú í sumar og er þetta
fyrsta tilraun Fosshótela til að kynna
starfsemi sína á þennan hátt. Að sögn
Jóns Tryggva Jónssonar hótelstjóra
er þetta annað sumarið sem hótelið
starfar, en Fosshótel tóku við rekstr-
inum 1. maí sl. Í hótelinu eru 16 her-
bergi í tveimur raðhúsum og eru öll
herbergin með heitum pottum á ver-
öndinni. Grunnur er kominn að þriðja
raðhúsinu og því von á stækkun á
næstunni. Stærri pottur og sauna,
ásamt búningsklefum eru við hliðina
á gistrýmunum. Sú aðstaða hefur
fengið nafnið „ströndin“ því þar er
hvítur sandur og líkist þetta helst
baðströndum erlendis. Hótelið starf-
rækir einnig veitingahús. Þar er hinn
kunni Garðar Rúnar, kokkur en hann
hóf þar störf 1. júní sl. Töluvert hefur
því verið um að fyrirtæki og félaga-
samtök haldi árshátíðir og ýmsar
skemmtanir á staðnum.
Susanne Götzinger, sölustjóri
Fosshótela, sagði að hugmyndin væri
sú að byggja upp sveitahótel, þar sem
einnig væri fyrsta flokks veitinga-
staður og einnig samstarf við reið-
skólann. Hótelið er rekið með þarfir
Íslendinga jafnt sem erlendra gesta.
Athygli hefur vakið að mikið af Jap-
önum sækist í að koma á hótelið og
fyrir næsta vetur er mikið bókað það-
an. Japanskir hópar verða á hótelinu
nánast vikulega.
Á Ingólfshvoli er einnig rekinn
reiðskóli og er mikil og góð samvinna
milli skólans og hótelsins. Það eru
þau Margrét Magnúsdóttir og Viðar
Arnarson sem reka hann ásamt því að
vera með hestaleigu. Að sögn Mar-
grétar hefur verið mikið að gera í
sumar og hafa þau m.a. boðið upp á
námskeið fyrir börnin í nágranna-
bæjarfélögunum. Einnig standa þau
fyrir hestasýningum í allt sumar á
miðvikudögum, laugardögum og
sunnudögum kl. 21.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Ungum og öldnum var boðið á hestbak á hátíðinni.
Fjölskylduhátíð
á Fosshóteli Ingólfi
Hveragerði