Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 27 UM 1,7% verðmunur var á ódýr- ustu matvörukörfunni og þeirri næstódýrustu í skyndiverðkönnun Morgunblaðsins á 13 matvöruteg- undum í lágvöruverðsverslunum í gær. Ódýrust var karfan í Bónus á 1.685 kr. en næst kom karfan í Europris á 1.714 kr. Dýrust var karfan í Nettó í Mjódd á 1855 kr. en í Krónunni kostaði hún 1.813 kr. Verðmunur á ódýrustu körfunni og þeirri dýrustu var 10%. Blaðamenn Morgunblaðsins fóru í fjórar versl- anir, Bónus í Faxafeni, Europris á Lynghálsi, Krónuna í Skeifunni og Nettó í Mjódd og var vörunum rennt í gegnum kassana á tíma- bilinu 13:40–14:10 í gær en allar vörutegundirnar fengust í verslun- unum fjórum. Bónus með lægsta verðið í 11 tilvikum af 13 Kannað var hvort samræmi væri á milli hillu- og kassaverðs og reyndist svo vera alls staðar í öllum tilvikum í Bónus, Krónunni og Nettó. Í Europris var ósamræmi í fjórum tilvikum en þá var verð allt- af lægra á kassa en í hillu. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 11 tilvikum af 13 en Europris var fjórum sinnum með lægsta verðið. Nettó var hins vegar oftast með hæsta verðið. Verðmunur milli verslana mestur á tómötum Mestur verðmunur á milli versl- ananna var á tómötum eða tæp 62%, ódýrastir voru þeir í Europris á 102 kr kg en dýrastir í Nettó á 165 kr kg. Næstmestur var verð- munurinn á lauk eða tæp 60%, í Bónus kostaði kílóið 37 kr en í Nettó 59. Mestur verðmunur á grænni papriku var hins vegar 12,6%. Minni verðmunur var á mjólkur- vörum en grænmetinu, þar var mestur verðmunur á KEA kotasælu sem kostaði 217 kr. í Bónus en 259 kr. í Europris, munurinn er því rúm 19%. Verðmunur á léttjógúrt með trefjum var tæp 6%, hún kostaði 54 kr. í Nettó og Krónunni en 51 kr. í Bónus. Engjaþykkni með jarðar- berjum var síðan tveimur krónum ódýrara í Bónus og Europris en í Krónunni og Nettó. Munur á hveiti var 23%, ódýrast var það í Europris á 152 kr. en dýr- ast í Krónunni og Nettó á 187 kr en í Bónus kostaði það 181 kr. Á Cheerios morgunkorni var 10% verðmunur, í Bónus var það ódýrast á 299 kr. en dýrast í Nettó á 329 kr. Rétt er að vekja athygli á því að aðeins var kannað verð á 13 vöru- tegundum sem valdar voru af handahófi svo ekki þarf að vera að verðmunur endurspegli til fulls verðlag í verslunum sem um ræðir. Einungis var borið saman verð en ekki lagt mat á gæði vöru eða þjón- ustu í verslununum. Verðkönnun á 13 vörutegundum í lágvöruverðsverslunum Tæplega 2% munur á Bón- usi og Europris 5  < # 7= /%0  '00 5 <    #*,0 67 4 6%00  >? & $   @ $ ?9 /1/) < 8 <   6&01% 7%)( 6< A< * 5 * @;  4* #A5 &                          "  "                # <      &  '()  %*$ #    ! " 4  54   RABARBARI eða tröllasúra er upp- runninn í fjallahéruðum austur í Kínaveldi en barst til Evrópu með kaupmönnum á 14. öld. Sumir telja heiti hans vera skylt orðinu barbari sem vísi til hugmynda Evrópubúa um þá sem upphaflega ræktuðu og seldu rabarbara, að því er fram kemur í bókinni Íslensk matargerð, eftir Hall- gerði Gísladóttur sagnfræðing. Rab- arbari var í fyrstu ræktaður vegna rótarinnar sem var eftirsótt í lyf. m.a. hægðalyf og lyf sem áttu að geta læknað kynsjúkdóma. Núna er hins vegar stilkurinn aðallega notaður til matargerðar en rótin lítið nýtt. Ekki ráðlegt að gefa ungum börnum rabarbara Rabarbari telst til grænmetis þótt hann sé notaður líkt og ávöxtur í mat- argerð en hann er af súruætt, þeirri sömu og t.d. hundasúra og ólafssúra. Hann inniheldur trefjar og er tölu- vert C-vítamínríkur, að sögn Laufeyj- ar Steingrímsdóttur, forstöðumanns Manneldisráðs. „Hann hefur líkast til verið Íslendingum mjög mikilvægur C-vítamíngjafi hér áður fyrr. Núna borðum við hann hins vegar fyrst og fremst af því að hann er bragðgóður.“ Hún segir að ekki sé ráðlegt að gefa ungum börnum rabarbara vegna þess að hann innihaldi efnið oxalat. „Það kemur í veg fyrir nýtingu á öðr- um næringarefnum og getur stuðlað að myndun nýrnasteina. Fullorðnu fólki og eldri börnum verður ekki meint af en ung börn þola efnið síð- ur.“ Mátulega þroskaður í júlí Krökkum finnst oft gaman að fá sér rabarbara úr garðinum og dýfa honum þá gjarnan í sykur en er rab- arbarinn ekki slæmur fyrir tennurn- ar? „Hann er vissulega súr og sýran getur eytt glerungi tannanna, samt tel ég ekki ástæðu til að takmarka rabarbaraát vegna þess. Gosdrykkja og sælgætisát krakka er mun frekar áhyggjuefni hvað varðar tennurnar.“ Um þessar mundir er góður tími til að gera rabarbarasaft, núna er hann mátulega þroskaður og úr honum fæst mikil og góð saft, að sögn Bryn- dísar Birnis hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna. Hún gaf okkur tvær upp- skriftir að rabarbarasaft, í aðra er notað vatn en í hina ekki. Soðin rabarbarasaft án vatns 5 kg rabarbari ¼ kg sykur Rabarbarinn er hreinsaður, þveg- inn skorinn í bita og vigtaður. Því næst er hann settur í pott með sykr- inum og látinn bíða í sólarhring. Síðan er hann settur í síu, til dæmis á klút, og vökvinn látinn drjúpa niður í pott þar sem hann er hitaður upp í 85 gráða hita. Saftin má ekki sjóða en er látin malla rétt undir suðumarki í hálftíma. Þá er saftin sett á flöskur og lokað vel. Bryndís mælir með því að flöskur séu skolaðar með rotvarnar- hreinsi áður en saftin er sett í þær en hann fæst í matvöruverslunum. Til- valið er að sjóða rabarbarabitana sem eftir eru í sultu eða í graut. Rabarbarasaft með vatni 1 kg rabarbari hálfur lítri vatn 375–500 g sykur (magn fyrir hvern lítra af saft.) Rabarbarinn og vatnið eru sett í pott og hitað við hæga suðu þar til rabarbarinn er mjúkur og á að hræra í annað slagið. Þessu er hellt í síu og vökvinn látinn drjúpa af í pott þar sem sykrinum er blandað saman við. Saftin er látin sjóða í 10–20 mínútur og er síðan sett á flöskur. Rabarbaragóðgæti ½ kg rabarbari ½ dl sykur 2 dl púðursykur 2 tsk. kanill 2 egg 1dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 ½ dl muldar heslihnetur eða ristað kókosmjöl Rabarbarinn er skorinn í bita og dreift á botninn á eldföstu móti. Sykri og kanel blandað saman og stráð yfir, því næst púðursykri. Formið er sett í ofn og hitað við 180̊ C í 10 mín. Egg og sykur eru þeytt vel saman, hveiti, lyftidufti og hnetum eða kók- osmjöli síðan bætt við. Blöndunni er hellt yfir rabarbarann í forminu og kakan bökuð á neðstu rim við 180° C í 20–30 mín. Borið fram með ís eða þeyttum rjóma. Í kökuna er vel hægt að nota fros- inn rabarbara, gott er þá að vera búin að skera hann áður en hann er settur í poka inn í frysti. Júlímánuður er góður tími til að gera saft úr rabarbara Morgunblaðið/Jim Smart Rabarbararót var áður talin hafa lækningamátt en er nú lítið nýtt, flestir nota einungis stilkinn en fleygja rótinni. Inniheldur trefjar og C-vítamín Rabarbari telst til grænmetis þótt hann sé notaður líkt og ávöxtur. Hann var áður fyrr not- aður í lyf en er nú fyrst og fremst notaður til matargerðar. VEITINGASTAÐURINN Hard Rock Cafe í Kringlunni heldur upp á 15 ára afmæli sitt á morgun með því að bjóða fimm rétti af matseðlinum á 15 ára gömlu verði, að sögn Konráðs Guðmundssonar veitingastjóra. Hamborgarar, samlokur, salat og djöflaterta verða meðal réttanna en afmæl- isveislan stendur yfir kl. 11:30– 23:30. Bjóða rétti á 15 ára gömlu verði Afmæli Hard Rock Cafe Morgunblaðið/Kristinn KOMIÐ er á markað Candidex munnskol sem ætlað er til varn- ar sýkingum í munni og and- remmu. Í frétta- tilkynningu frá Dentalia kemur fram að munn- skolið innihaldi náttúruleg efni, grænt te, anisfræolíu, myntuolíu og negulolíu. Það sé án flúors og sætu- efna og innihaldi engin gervi- eða rotvarnarefni. Munnskolið fæst í apótekum. NÝTT Munnskol HARPA Sjöfn hefur sett á markað Texolín eðalolíu, sem er ný tegund af við- arvörn. Hún hef- ur þann eigin- leika að mynda ekki lakkfilmu á yfirborði viðarins og á því að henta vel til notkunar ut- anhúss á ómálaðan við eins og veggi, þakkanta, glugga, sólpalla og viðar- húsgögn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hörpu Sjöfn. Viðarvörnin inniheldur vætandi olíu, vatnsfælu og ljóssíu sem ver viðinn gegn útfjólubláu ljósi sólarinnar. Viðarvörnin inniheldur ekki skaðleg fúavarnarefni og er framleidd í glæru og þremur litbrigðum, furu, rauðviði og tekki. Viðarvörn FYRSTU fimm mánuði ársins hafa jafnmargar Goða-pylsur selst og allt árið í fyrra, en 80 tonn af pylsum hafa selst það sem af er árinu, segir í frétta- tilkynningu frá Norðlenska. Þar kemur fram að frá árinu 2000 þar til nú hafi markaðs- hlutdeild fyrirtækisins á þessu sviði aukist úr 1% í 35%. Sala á Goða- pylsum margfaldast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.