Morgunblaðið - 27.07.2002, Side 43

Morgunblaðið - 27.07.2002, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 43 ✝ Anna PálínaHalldórsdóttir húsfrú, Sólhlíð 7, Vestmannaeyjum, fæddist á Þöngla- bakka í Þorgeirsfirði 11. júlí 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðný Sigurlaug Jó- hannesdóttir, f. 25.4. 1880, d. 11.8. 1956, og Halldór Jónasson, f. 11.9. 1876, d. 14.11. 1937. Systkini Önnu voru: 1) Jóhannes, f. 28.11. 1906, d. 21.4. 1967, 2) Sigurjóna, f. 26.12. 1909, d. 13.4. 1966, 3) Haraldur, f. 4.2. 1912, d. 23.8. 1965. Hinn 22. maí 1942 giftist Anna Arnoddi Gunnlaugssyni, f. 25.6. 1917, d. 19.10. 1995. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyj- um þar sem Arnoddur var skip- stjóri og útgerðarmaður. Dóttir Önnu og Arnodds er Elísabet, hjúkrunarfræðingur, f. 18.8. 1942. Hún er gift Erlendi Péturssyni, húsasmiði, f. 4.5. 1943, og eiga þau fjögur börn. Þau eru: 1) Arnoddur, kvæntur Sigurbjörgu Ingólfsdótt- ur, 2) Pétur Freyr, kvæntur Ragn- hildi Magnúsdóttur, 3) Gunnlaug- Björk og á hún tvö börn. Anna gekk í barnaskóla á Greni- vík en lærði síðan fatasaum hjá Kristbjörgu Kristjánsdóttur á Ak- ureyri og varð meistari í kjóla- saumi tvítug. Hún flutti til Vest- mannaeyja 1939 og var lengst af húsmóðir og saumakona. Eftir 1976 vann hún á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja, fyrst á sjúkradeild en síðar á saumastofu og átti alltaf góða vini á þeirri stofnun, sem voru henni sérstaklega kærir. Anna gekk í slysavarnadeildina Eykyndil 1954 og taldi það skyldu sína sem sjómannskonu að vinna því félagi vel enda var hún þar 22 ár í stjórn og þar af sjö ár sem for- maður. Hún var líka félagi í Kven- félagi Landakirkju í áratugi. Anna og Arnoddur byggðu hús sitt á Bakkastíg 9 og fluttu í það 1943. Þá flutti til þeirra að norðan Sigurlaug, móðir Önnu, sem þá var orðin ekkja. Árið 1946 missti Sig- urbjörg, systir Arnodds, mann sinn og flutti hún þá til þeirra hjóna með soninn Birgi, sem þá var fimm ára. Um áramót 1949–50 keyptu Arn- oddur og Anna bátinn Suðurey VE 20. Á þessum árum var það til siðs að hafa aðkomusjómenn í fæði, húsnæði og þjónustu. Það var því oft fjölmennt í kjallaranum á Bakkastíg 9 og erilsamt hjá hús- móðurinni. Útför Önnu Halldórsdóttur fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. ur, í sambúð með Drífu Þöll Arnardótt- ur, 4) Anna Stefanía. Anna og Arnoddur áttu fóstursoninn Birgi, f. 22.7. 1941, en hann er sonur Sigur- bjargar systur Ar- nodds og Vigfúsar Guðmundssonar. Birgir er kvæntur Svandísi Önnu Jóns- dóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau fjögur börn. Þau eru: 1) Ásta Margrét, gift Erni Við- ari Skúlasyni, og eiga þau tvo syni, 2) Vigfús, í sambúð með Maríu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur, 3) Birgir Jón, í sambúð með Grétu Maríu Bergsdóttur og eiga þau eina dóttur, 4) Linda Björg, í sambúð með Jóni Vídalín Halldórssyni og eiga þau einn son. Anna og Arnoddur fóstruðu frá 12 ára aldri bróðurson Önnu, Jó- hannes, f. 2.9. 1947, d. 19.10. 1997. Hann var sonur Jóhannesar Hall- dórssonar og Margrétar Pálsdótt- ur. Jóhannes Jóhannesson var kvæntur Ólafíu Davíðsdóttur, f. 21.5. 1951, og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Jóhannes, í sam- búð með Margréti Vilhjálmsdóttur og eiga þau eina dóttur, 2) Margrét Hún Anna amma er dáin. Þessi skilaboð gengu á milli okkar hjónanna og barna okkar, sem ekki voru hjá okkur miðvikudaginn 17. júlí sl. Við vorum stödd á Spáni ásamt yngri dóttur og fjölskyldu, þegar hringt var í okkur og tilkynnt þessi sorgarfregn. Þetta kom okkur þó ekki á óvart því við vissum að hverju stefndi, enda hafði Elísabet dóttir Önnu hringt í okkur fyrr um daginn og sagt okkur hvernig heilsunni hrakaði. Það er undarleg tilfinning að vera staddur svo langt í burtu, þegar slíkan atburð ber að og geta í raun ekkert gert nema segja nokkur huggunarorð í síma. Anna var mágkona móður minnar Sigurbjargar Gunnlaugsdóttur, gift Arnoddi Gunnlaugssyni frá Gjá- bakka, sem lést 1995. Þegar faðir minn Vigfús Guðmundsson dó í sept- ember 1946 sótti Arnoddur mig og móður mína í Vallartún þar sem við áttum heima. Fór hann með okkur heim til sín á Bakkastíg 9 og sagði að við mættum vera þar eins lengi og við vildum. Það er skemmst frá því að segja, að ég var þar öll mín uppvaxt- arár og ólst upp sem þeirra eigið barn ásamt dótturinni Elísabet, sem er ári yngri en ég. Þetta er ástæðan fyrir því, að börnin mín kölluðu Önnu alltaf ömmu. Arnoddur var skipstjóri og þar af leiðandi langtímum úti á sjó. Var því eins með Önnu og margar aðrar kon- ur sjómanna að daglegur rekstur heimilisins lenti í hennar höndum. Hún lét það þó ekki aftra sér frá að stunda saumaskap og sinna fé- lagsmálum. Margar konur fengu saumuð föt hjá Önnu og þegar komið var í mátun eða föt sótt var alltaf heitt á könnunni og tími fyrir smáspjall. Varðandi félagsmálin þá var hún virk- ur félagi í Norðlendingafélaginu í Eyjum en upp úr stendur þó þátttaka hennar í Slysavarnadeildinni Ey- kyndli, þar sem hún var formaður í mörg ár. Trúi ég því, að deildin hafi verið vel rekin í formennskutíð henn- ar. Anna sat sjaldan auðum höndum enda má víða sjá handbragð hennar í hlutum á heimilum okkar barnanna og annarra ættingja og vina. Eru sumar hannyrðirnar hrein listaverk. Samskipti mín við Önnu hafa í öll þessi ár verið með þeim hætti, að eng- an skugga hefur borið á. Umhyggju hennar og fórnfýsi fæ ég ekki með orðum lýst. Þegar leita þurfti hugg- unar stóð faðmur hennar ætíð opinn og fannst mér stundum ég fá jafnvel meiri athygli en dóttirin. Sést það t.d. á því, að ef eitthvað kom fyrir, skemmd föt eða þessháttar þá var jafnvel búið að gera við og þvo áður en móðir mín kom heim úr vinnu. Aldrei var sagt neitt styggðaryrði, öll mál jöfnuð með hægð og stillingu enda tel ég það forréttindi að hafa fengið að eiga Önnu fyrir fósturmóður. Megi góður guð blessa minningu hennar. Ég og fjölskylda mín vottum El- ísabet, Erlendi, börnum og tengda- börnum okkar dýpstu samúð. Birgir Vigfússon. Hún var amma mín, falleg og yndisleg, ein vandaðasta kona sem ég hef þekkt. Hún var södd lífdaga og það hjálpar mér að kveðja hana. Á svona stundu bærast með manni blendnar tilfinningar, sorg yfir að missa hana frá mér og gleði að vita hvar hún er. Það fær mig til þess að hugsa meira um lífið, hvaða markmið ég hef í lífinu, þar sem lífið er nú ekki svo langt þegar öllu er á botninn hvolft. Helst langar mig til að líkjast henni, þar sem hún var afbragðs kona og mikið í hana spunnið. Fyrst og fremst á þessi orðskviður úr Biblíunni vel við hana: „Glatt hjarta gerir and- litið hýrlegt.“ Þannig var amma, glöð og hláturmild, létt og skemmtileg og hafði gaman af lífinu. Það er margs að minnast sem viðkemur ömmu minni, allar þær ógleymanlegu og skemmti- legu stundir sem við systkinin áttum með henni og afa. Þó sambandið hafi verið mjög náið varð það enn nánara þegar afi dó því þá fluttum við til hennar. Síðustu árin í lífi hennar voru mjög góð ár svo ekki sé meira sagt. Mamma og pabbi áttu nú stóran þátt í því þar sem þau gáfu henni líf sitt og tóku þátt í öllu með henni. Mamma var henni stoð og stytta í öllu, og þau pabbi gerðu henni kleift að búa hjá þeim í kjallaranum á fallegu heimili þar sem hún var hæstánægð. Ég man þegar hún stóð á miðju eldhúsgólfinu og sýndi mér dans sem hún átti að sýna í akoges, þar tók hún hliðarspor- in og sýndi mér hvernig nota skyldi hendurnar. Hún var svo nett og létt á sér eins og ung dama og það var gam- an að horfa á hana, hún fékk mig til þess að brosa, þannig var það svo oft með ömmu, bara að hugsa um hana fær mig til að brosa. Einu sinni sagði hún. „Ég er eins og áttræð kerling!“ Þá gat ég ekki annað en brosað því hún var rúmlega áttræð. Annað bros- legt var þegar amma kom heim með glóðarauga eftir snúninga á dansleik, það passaði ekki alveg við hana. Amma var iðin í félagslífinu og þótti gaman að umgangast fólk, hún skellti sér af og til á bingó og kom svo heim með vinning, hún fór líka í fönd- ur og átti góða stund þar með vinkon- um sínum. Hún var saumasnillingur og fékk ég að njóta góðs af því, bæði kenndi hún mér, saumaði á mig, prjónaði og heklaði. En amma var líka hógvær og sat oft heima með prjóna í hendi svona eins og ömmum er einum lagið. Þá sat ég stundum með henni og las eða dundaði mér við eitthvað, það var svo gott að vera hjá ömmu ef maður vildi dunda sér, læra o.s.frv. Eins og ung stúlka hafði hún gaman af að ferðast, utan lands sem innan. Síðustu ár hennar fóru mikið í ferðalög, hún lét ekki aldurinn aftra sér. Hún fór til Færeyja með eldri borgurum, og svo til Kanaríeyja og Mallorca með Sigrúnu vinkonu sinni, bara svona í skemmtiferð. Einnig hafði amma tileinkað sér yfirmátajá- kvæði sem kom henni í gegnum allt, hún tókst á við hlutina og horfði beint fram á veginn. Persónuleiki hennar bar svo marga kosti, t.d. leyndi þjón- ustulundin sér ekki, tvö af þeim orð- um sem hún notaði mikið voru „ég skal“ og þá stóð hún upp, tilbúin að þjóna. Þetta var ríkt í henni, ég býst við að þetta hafi hún tekið með sér frá bernskuárum. Hún var hógvær og í samræðum var hún hlédræg á þann hátt að hún reyndi aldrei að vita meira en hún vissi eða vera meira en hún var, hún var bara hún sjálf, þegar hún talaði kom það frá hjartanu. Margir eru oft of fljótir að hafa skoð- anir og yfirsést þannig margt en amma var hreint ekki þannig. Hún þagði frekar. Þetta gerði hana svo aðlaðandi, hógværðin og brosið hennar laðaði fólk að henni. Nú er ég búin að kveðja hana, sleppa henni, enda er það best, en minningarnar hefur hún gefið mér, þær eru mínar. Eins og hún gerði horfi ég fram á veginn því lífið hefur upp á svo ótal margt að bjóða og það er í hendi minni hvað ég geri og hvað ég vel. Hún var Guðs gjöf til svo margra, og um leið og ég þakka mín- um góða Guði fyrir hana votta ég samúð fyrst og fremst foreldrum mínum, Elísabetu og Ella, perlunum hennar ömmu, svo og öllum ættingj- um og vinum, sérstaklega henni Sig- rúnu sem var henni svo góð vinkona. Ég er svo þakklát Guði að hafa átt hana sem ömmu, hún var amma mín og gjöfin til mín, takk, Drottinn, þú átt þetta ljóð. Dýrðin er þín, þú hinn hæsti. Dýrðin er þín, þú hinn hæsti. Krýndur þú ert, konungs tign. Hátt upp hafinn, ofar himnum. Æðri öllum, Guð, þú ert. Allir englar, öll þín sköpun. Vitna um þín máttarverk. Dýrðin er þín. (Þýð. Halldór Lárusson.) Anna Stefanía. Það eru forréttindi fyrir okkur systkinin að hafa fengið að eiga Önnu sem ömmu. Við munum minnast henn- ar sem duglegrar og jákvæðrar konu, sem sá alltaf það góða í öllu. Heimili okkar systkinanna njóta handverks hennar og bera fjölmargir eigulegir munir iðni hennar og sköpunargleði glöggt vitni. Hún var einstök kona, alltaf bros- andi og glöð. Hún bar höfuðið hátt hvað sem á gekk og fann alltaf ánægju og gleði í því að vera innan um aðra. Samband hennar og Adda afa var einnig einstakt og einkenndist af mik- illi hlýju, ást, gagnkvæmri virðingu og vináttu og það var alltaf mikil gleði og hlátur í kringum þau hjón og stutt í kímnina. Þeirra samband er okkur systkinunum mikil fyrirmynd og er það okkur huggun að þau séu saman á ný. Við erum innilega þakklát fyrir að hafa átt hana Önnu sem ömmu og um leið og við vottum Elísabetu, Ella og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð kveðjum við hana með þessum orðum: Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta englar drottins fylgi þér. (Höfundur ókunnur.) Ásta Margrét, Vigfús, Birgir Jón og Linda Björg Birgisbörn. „Passaðu bara að fara varlega.“ Með þessum orðum kvaddir þú mig ævinlega þegar ég hélt til lundaveiða frá heimili þínu þar sem ég gisti oftast þegar ég var á ferð í Eyjum. Frá því ég var smápeyi að þvælast með pabba í kringum útgerðina ykkar Adda, og þá sérstaklega bátinn ykkar fallega Suðurey VE-20, man ég eftir góðlegu fasi þínu og dillandi glöðum hlátri. Þá strax myndaðist eitthvert tryggðaband og væntumþykja milli mín og ykkar hjóna, sem hefur enst síðan. Eftir gos fluttist fjölskylda mín á Selfoss, en eitthvað var það sem tog- aði mann til Eyja. Á hverju sumri kom ég til lundaveiða og gisti ég þá oftast hjá ykkur Adda og naut gestrisni ykk- ar, fyrst var ég einn á ferð en seinna komu bræður mínir með. Ávallt var pláss í Sólhlíðinni og þú gerðir allt til að vel færi um okkur í sérherbergi með uppbúnum rúmum og svo sást þú um að alltaf væri nóg til í ísskápnum. Alltaf var tilhlökkunarefni að koma til Eyja og dvelja nokkra daga, og þótt lundaveiðin tæki á og fjallgöngur væru erfiðar grenntist maður ekki, því alltaf beið hlaðborð af mat þegar heim var komið. Kvik og létt á fæti barst þú í okkur veisluföng svo allir stóðu á blístri. Fjörugar voru stundum um- ræðurnar við eldhúsborðið og þegar þú lýstir skoðun þinni á einhverju end- aðir þú gjarnan mál þitt á því að segja „og búin heilagur“, svona til að undir- strika skoðun þína og að málið væri útrætt. Eftir að ég kom mér upp fjöl- skyldu var það nauðsynlegur þáttur þegar verið var á ferð í Eyjum í fríi, á fótboltamóti eða sundmóti að heim- sækja Önnu í Sólhlíðinni og eigum við margar góðar minningar frá þeim heimsóknum. Nú þegar ég í sumar held til lunda- veiða mun ég minnast hlýlegra orða þinna um að fara ávallt varlega. Með þessum fátæklegu minningarorðum kveð ég þig með söknuði eftir góðri og gjöfulli manneskju, en um leið með þakklæti þess sem hefur átt því láni að fagna að eignast góðar minningar. Megi góður guð vernda þig í nýjum heimkynnum. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Kr. Ingvarsson og fjölsk. Það var gott að alast upp í Eyjum um miðja síðustu öld og við leyfum okkur að halda því fram að allrabest hafi það verið í Austurbænum. Fjölskylda okkar bjó lengst við Bakkastíg, en þaðan var útsýn feg- urst í heimi og ævintýr við hvert fót- mál, kynngimagn kletta, sjávarniður sem aldrei hljóðnaði, allt myndaði þetta leikvöll sem engan átti sinn líka. Í æsku tókum við þó meira eftir fólkinu sem bjó í nágrenninu og við áttum samferð með. Við höfum oft rifjað upp minningar um þetta stórkostlega fólk sem allt reyndist okkur og hvert öðru vel. Okkar samgangur var alltaf mest- ur við fólkið á Bakkastíg 9 og var vin- fengi mikið milli heimilanna. Þar bjuggu stórvinir okkar, sæmdarhjón- in Anna Halldórsdóttir og Arnoddur Gunnlaugsson, með dóttur sinni El- ísabetu og ekki hefur okkur þótt vænna um annað óskylt fólk, enda var alltaf á vísan að róa þar sem þau voru. Arnoddur lést fyrir fáum árum eft- ir farsælan feril sem útgerðarmaður og skipstjóri í Eyjum. Anna er nú far- in til fundar við hann eftir nokkur veikindi. Ekki er að efa að með þeim verða fagnaðarfundir á nýjum og betri stað enda þótti þeim alltaf best að vera saman. Traustasti grunnurinn fyrir far- sælu fjölskyldulífi er heimilið og Anna bjó sinni fjölskyldu athvarf sem var uppspretta hamingju og öruggt skjól. Fyrir okkur var þetta sem annað heimili og vorum við jafnvelkomnir þar og heima hjá okkur, margan góð- an bitann þáðum við og brögguðumst vel af því að vera í fæði á tveim stöð- um. Anna var vinur okkar og velgerð- armaður og vafalaust var það aldrei fullþakkað né endurgoldið af neinum myndarskap. Við leiðarlok viljum við þakka fyrir okkur ásamt því að votta fjölskyld- unni samúð okkar, en missir þeirra er sár. Bræðurnir á Bakkastíg 8. Nú er lífsgöngu yndislegrar konu lokið. Nú hefur Anna hitt ástríkan eiginmann, hann Adda sinn, aftur. Samband þeirra hjóna var einstakt og verður þeirra ávallt minnst fyrir hjartahlýju og hve mikla umhyggju þau báru fyrir fjölskyldu sinni, sem nú getur glaðst yfir því að hafa átt þau að. Góðverkin voru unnin hægt og hljótt. Ég var einu sinni ein með þrjú lítil börn. Þá mundu Anna og Addi oft eftir mér. Ég mun ætíð minnast þeirra með þakklæti. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elísabet og fjölskylda, Birgir og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þórey Þór. ANNA PÁLÍNA HALLDÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.