Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 52
DAGBÓK 52 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. ÉG ER sammála „áhorf- andanum“ sem skrifar í Velvakanda 23. júlí um að eiga val um hvaða sjón- varpsstöðvar þú kýst að vera áskrifandi að. Ég er ein af þeim sem þurfa að skera niður út- gjöld og fyrir valinu varð niðurskurður á fjölmiðlum. Ég hef verið áskrifandi að Stöð 2 frá því hún hóf göngu sína og horfi ég að mestu leyti á hana, utan Skjás eins. Ég er eins og allir landsmenn neydd til að vera áskrifandi að Ríkis- sjónvarpinu og get ekki sagt þeirri stöð upp þótt ég vildi og því neyddist ég til að segja uppáhaldsstöðinni minni upp. Ég átti sem sagt ekkert val. Það getur ekki staðist lög að fólk sé neytt til áskriftar að fjölmiðli og að það hafi ekki val. Ég er afar ósátt við þetta og vildi gjarnan heyra frá fleirum hvað þetta snertir. Ein ósátt. Nauðungaráskrift ÉG ER innilega sammála þeim sem hafa látið í sér heyra undanfarið í sam- bandi við skylduáskrift RÚV. Það er löngu tíma- bært að sleppa henni og leyfa þeim að greiða sem á horfa. Kona ein sagðist ekki sjá eftir 2.500 kr. en það geri ég. Ég get notað þessar krónur til að greiða fyrir sjónvarpsefni sem mig langar að horfa á og það er ekki Ríkissjónvarpið! Við búum við lýðræði og vil ég beina því til ráðamanna þjóðarinnar að fella niður nauðungaráskrift hið snar- asta og leyfa fólkinu í land- inu að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi áskrift. Tökum nú höndum saman og gerum eitthvað í málinu, kæru samlandar. Hver á myndina? ÞESSI mynd var í mynda- albúmi sem bú- ið er að vera í óskilum í nokkurn tíma. Þeir sem kannast við myndina geta haft samband við Lindu í síma 862 3461.HG. Þökk sé Blökk ÉG LAS í Morgunblaðinu nýlega um viðbrögð hryss- unnar Blakkar er hún hitti bresku prinsessuna sem stödd var hér á landi. Til- efnið var að flytja átti Blökk út til Bretlands, en hún var gjöf handa fötluð- um börnum í Bretlandi. En Blökk virtist ekki hafa áhuga á þessari upphefð. Það virðist vera í dag æðsti draumur íslenskra hestaút- flytjenda að selja sem flesta hesta til útlanda án þess að vita hvernig þessum skepn- um muni líða í útlöndum. Það er aukaatriði, svo lengi sem þeir fá peningana. Sigríður Eymundsdóttir. Ertu að grisja? MIG langaði að athuga hvort einhver væri að grisja í garðinum sínum og vildi losna við fjölærar plöntur og jafnvel tré eða runna. Ef þú átt eitthvað nýtilegt endilega hafðu samband við Ingu í síma 861 6892. Tapað/fundið Glatað gullarmband MJÓTT gullarmband týnd- ist 14. júlí milli Furugerðis og Selbrautar á Seltjarnar- nesi. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband við Höllu í síma 553 6441 eða 692 1108. Gult ullarveski GULT og grænt ofið ullar- veski glataðist sl. þriðju- dag, líklega fyrir utan Bón- us á Seltjarnarnesi eða á leið þaðan til Hofsgötu. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 846 8512. Dýrahald Hefurðu séð norskan kött? KISAN Embla stakk af úr pössun á Skólavörðustíg 5. Hún er norskur skógar- köttur, grábrún með rauða ól. Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlega láti vita í síma 551 1161. Rúsínur fást gefins ÞRÍR yndislegir kettlingar fást gefins, tvö fress og ein læða. Þau eru um 3 mán- aða, kassavön og hvert öðru fallegra. Áhugasamir hafi samband í síma 820 2658. Kisu vantar heimili BLÍÐ og góð, ársgömul læða er að leita sér að nýj- um eiganda. Hún er fimm- lita dvergköttur, kassavön og sæt. Með henni fylgir hefðbundið kattainnbú; kattaklóra, sandkassi, mat- arílát og fleti. Dýravinir vinsamlega hringi í síma 555 4089 eða 696 5790. Átt þú þennan kött? ÞESSI köttur settist nýlega að á heimili á Óðins- götu. Hann er ógeldur, mjög fallegur og blíður köttur með svartan feld. Hann var með svarta hálsól með steinum í. Eigandinn er vinsamlega beðinn að vitja kattarins – sími 551 0539 eða Kattholt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Ekkert val Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur undanfarin árlagt sig eftir því að ferðast sem mest hann má innanlands. Hann við- urkennir fúslega að til meðvitundar um þetta ægifagra land sitt vaknaði hann ekki fyrr en um einn þriðji ævinnar var að baki eða svo gott sem. Borgarbarnið hafði haldið náttúrubarninu í gíslingu fram að þeim dýrðardegi en nú þeytist hið síðarnefnda út um velli víða sem það mest má. Og hefur unun af. Já, landið okkar Ísland er yndislegt land og fagurt – það er engin tugga. Og setningin „sækjum það heim“ er með spaklegri auglýsingaslagorðum sem fram hafa komið í seinni tíð. En þar með erum við komin að kjarna málsins. Eða eins og gárunginn sagði í lúmskri glettni: „Þar liggur hundurinn grafinn í kúnni“ og sneri þar með skemmtilega út úr tveimur, mikið notuðum, orðtök- um. Það er nefnilega ekkert hlaupið að því að sækja landið okkar heim. Ástæð- an? Vegirnir. x x x VÍKVERJI gerir sér grein fyrir þvíað með þessum umkvörtunum er hann að slást í hóp þúsunda annarra samlanda, og leggur hér með lóð á vog- arskálar, sem hafa táknbundið eitt helsta ergelsismál Íslendinga í tugi ára. En ekki veitir af, ó nei! Því að hérlendir vegir eru margir hverjir einfaldlega til háborinnar skammar. Mikið skildi Vík- verji forseta vorn er hann gerðist svo brattur að gera vegina í Barðastrand- arsýslum að umtalsefni, er hann var búinn að sitja í embætti í fáeina mán- uði. Er nema von að þessi orð hafi hrot- ið úr honum, er hann var nýkominn úr vegahossi og klöngri, sem ærir hvern þann sem hættir sér á vegina á Vest- fjörðum. Nær er að tala um vegalíki stundum, slíkar eru holurnar þar. Það er við hæfi að minnast á orð for- setans í þessu samhengi. Náttúrufeg- urð Vestfjarða er mikil, stæðileg fjöll, skrúðgyrtir firðir og útsýni til hafs, sem á sér fáa líka annars staðar á land- inu. Hvílík synd að ekki sé löngu búið að leggja þar vegi, sem eru mönnum bjóðandi og myndu þá efalaust auka straum ferðamanna þangað, innlendra sem erlendra. Rómverjar gerðu sér grein fyrir því að undirstaða hvers samfélags væru góðar samgöngur. Glúrin lífsspeki sem íslenskir ráða- menn hafa greinilega látið fram hjá sér fara, frá fyrsta degi. x x x VÍKVERJI heimsótti Mývatn ádögunum, náttúruperlu sem á sér engan líka í veröldinni. Túrhesta- slagorðið „Magical Mývatn“, sem finna má á póstkortum er engin upp- hafning heldur með réttu sönn lýsing á veruleikanum sem blasir við manni þar. Áður en keyrt er inn í töfraland- ið fara menn yfir svokallaða Mý- vatnsheiði, sem er um 7 kílómetra leið. Þessi kafli er hluti af þjóðvegi 1 og er enn ómalbikaður og torfær. Þetta þyk- ir Víkverja hið undarlegasta mál ef ekki reginhneyksli. Um Mývatnssveit er óhemjumikil umferð manna á sumr- in, og er svæðið hæglega fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Augljóst er að úr þarf að bæta hið allra snar- asta. x x x VÍKVERJI rak reyndar glyrn-urnar í áætlanagerð Vegagerð- arinnar á dögunum, þar sem má sjá að hinir og þessir vegakaflar eigi að fara undir malbik eða slitlag. Guð gefi að sem flest af því, sem þar er lofað, standist. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 mjög þykk, 8 útlimur, 9 kjánar, 10 þræta, 11 heit- ir á, 13 hagnaður, 15 heil- næms, 18 syrgja, 21 ílát, 22 ávöxtur, 23 tortímir, 24 úrsvöl. LÓÐRÉTT: 2 gagnlegur, 3 ýlfrar, 4 kös, 5 grænmetið, 6 eld- stæðis, 7 skjótur, 12 reið, 14 sefa, 15 hitta, 16 læsir, 17 brotsjór, 18 grikk, 19 hóp, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skjól, 4 halda, 7 rýkur, 8 ölóði, 9 Týr, 11 káma, 13 etin, 14 kaðal, 15 hopa, 17 lekt, 20 krá, 22 látún, 23 meini, 24 agnar, 25 nælan. Lóðrétt: 1 strók, 2 jukum, 3 lært, 4 hjör, 5 ljótt, 6 afinn, 10 ýfður, 12 aka, 13 ell, 15 hylja, 16 pútan, 18 ekill, 19 teikn, 20 knýr, 21 áman. Skipin Reykjavíkurhöfn: Black Prince og Crystal Symphony koma og fara í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag morgungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firð- inum kl 9.50. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 11. ágúst. Orlofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst, munið að greiða gíróseðlana sem fyrst. Orlofsferð að Höfða- brekku 10.–13. sept. Skráning og upplýsingar eru kl. 9 til 21, sími 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Hringferð um Norðausturland 17.– 24. ágúst. Uppselt. Farið verður í Land- mannalaugar 6. ágúst, ekið inn Dómadal niður hjá Sigöldu. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson, fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í þrjár vikur og til Tyrklands 1. októ- ber í tíu daga fyrir fé- lagsmenn FEB, tak- markaður fjöldi. Skráning er hafin í ferð- irnar á skrifstofunni. Ekki verður dansleikur á sunnudagskvöldið vegna sumarleyfa. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB í s. 588 2111 Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verður á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Mætum öll og reynum með okk- ur. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag fráskilinna og ein- stæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið til að hætta reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Margt góðra muna. Ath.! Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs apó- tek, Sogavegi 108, Ár- bæjar apótek, Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bóka- búðin Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi, Sparisjóðurinn, Strandgötu 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákarbraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf., Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norð- urlandi: Ólafsfjörður: Blóm og gjafavörur, Að- algötu 7. Hvammstangi: Verslunin Hlín, Hvammstangabraut 28. Akureyri: Bókabúð Jón- asar, Hafnarstræti 108, Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c. Mývatnssveit: Póst- húsið í Reykjahlíð. Húsa- vík: Blómasetrið, Héð- insbraut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apótek Vestmannaeyja Vest- mannabraut 24. Selfoss: Selfoss apótek, Kjarninn. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í anddyr- um eða safnaðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýju testamentum sem gefin verða 10 ára skólabörn- um eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambandsins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Minningarkort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 27. júlí, 208. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sálm. 27, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.