Morgunblaðið - 27.07.2002, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 2. Vit nr. 370.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400
Sandra Bullock í
spennumynd sem tekur
þig heljartaki!
Þeir búa til leik sem
hún þarf að leysa..
takmarkið er hinn
fullkomni glæpur.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Vit 398
FRUMSÝNING
Þau hafa 45 mínútur
til að bjarga heiminum.
En þau þurfa
46 mínútur
Fyndnasta myndin í bænum í dag
frá Barry Sonnenfeld, leikstjóra
Get Shorty. Með topp leikurum í
öllum hlutverkum, þar á meðal
Johnny Knoxville úr
sjónvarpsþáttunum JackAss.
Þessi mynd mun koma þér skemmtilega
á óvart, ekki missa af henni!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 406
Sýnd kl. 3 og 5. Íslenskt tal. Vit nr. 410.
FRUMSÝNING
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
23 þúsund áhorfendur
www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 2, 4, 5.50, 8 og 10.10.
Hið yfirnáttúrulega mun gerast.
vegna fjölda áskorana.
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson
Ugla Egilsdóttir vann tilverðlauna á
dögunum sem besta aðalleikona.
Aðrir leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir,
Hilmir Snær Guðnason, Kristbjorg Kjeld
ofl
Sýnd kl. kl. 2, 4 og 6.
Sýnd kl. kl. 2, 3.45, 6 og 8. Með íslensku tali.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
SG DV
DV
HL. MBL
Með hinum frábæra
Frankie Muniz úr
„Malcolm in the Middle“
i
i i
l l i i l
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.
RICHARD GERE LAURA LINNEY
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10. B. i. 16.
Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt tal.
1/2
Kvikmyndir.is
FRUMSÝNING
MÚSÍKVATUR og Kira Kira eru
listamannsnöfn þeirra Sighvats Óm-
ars Kristinssonar og Kristínar Bjark-
ar Kristjánsdóttur en þau hafa verið
talsvert virk í listageiranum undan-
farin ár. Sighvatur hefur t.d. leikið
með sveitum eins og Bag of Joys,
Buff, Emmet og sinnt eigin hljóm-
smíðum og nú er hann meðlimur í
orgelkvartettinum Apparat. Kristín
er hins vegar ein af vaktstjórum Til-
raunaeldhússins og hefur sem slík
staðið fyrir alls kyns uppákomum,
hvar hljóð og hljómar fara í nýstár-
legar rennireiðar.
Þau fengu styrk frá Nýsköpunar-
sjóði þetta árið til að rannsaka turn-
byggingar í Reykjavík. Hverri skoð-
un verður lokið með uppákomum
næstu fjóra laugardaga og fer sú
fyrsta fram í dag, í gamla
slökkvistöðvarturninum, Tjarnargötu
12. Um er að ræða hljóðinnsetningu
sem haldin verður á milli kl. 14.00 og
16.00.
Um er að ræða svokallaðan
„slönguturn“, sem staðsettur er þar
sem Slökkviliðsstöð Reykjavíkur var
til húsa á árunum 1912–1966 (í port-
inu vinstra megin við Tjarnarbíó).
Turninn var m.a. notaður til þess að
þurrka brunaslöngur og er ætlan
Músíkvats og Kiru Kiru að reyna að
fanga þann hljóðheim sem turninn
bjó yfir og skýrist þar með titill inn-
setningarinnar.
Turnar út um allt
„Þetta sprettur upp af hugmynd
sem ég og Sighvatur vorum að leika
okkur með fyrir margt löngu,“ segir
Kristín. „Við vorum að glápa á turna
úr Alþingisgarðinum og fórum að
velta því fyrir okkur hvað væri að ger-
ast inni í þessum turnum – þeir eru
eitthvað svo dularfullir og búa margir
hverjir yfir sterkum einkennissvip.“
Reykjavík myndi seint teljast há-
reist borg en Sighvatur segir að það
séu fleiri turnar hér en margur held-
ur, sé athyglisgáfan virkjuð. „Eftir að
við fórum í þessar pælingar erum við
alltaf að sjá turna út um allt (hlær).“
Kristín útskýrir fyrir blaðamanni
hvernig framvindan verður, næstu
fjóra laugardaga.
„Þetta verða fjögur verkefni hjá
okkur og við ætlum að reyna að tak-
ast á við eðli og inntak hvers turns.
Listræna nálgunin hverju sinni verð-
ur því löguð að hverjum turni fyrir
sig. Það er spennandi að takast á við
þessa sögufræga turna, fara um þá
okkar höndum og sleppa þeim síðan
aftur,“ segir Kristín.
Næsta verkefni mun eiga sér stað
um Verslunarmannahelgina, en þá
verður gamli Söluturninn í Lækjar-
götu tekinn traustataki en hann er nú
staðsettur í Mæðragarðinum.
„Hann er nú notaður sem kaffiað-
staða af strætisvagnastjórum,“ upp-
lýsir Kristín. „Ætlunin er að færa
hann í skrúða, skrúbba og skúra og
endurvekja hans fornu frægð. Selja
lummur og og bregða á leik. Hafa fjör
í kringum hann.“ Turnfálkar, turn-
kóngar, turnuglur og aðrir turn-
áhugamenn, fylgist vinsamlega með
næstu vikur. Því Reykjavík verður
sannanlega umturnað, í ögn breyttri
merkingu þess orðs!
Umturnun í Reykjavík
Turnar, af ýmsum
stærðum og gerðum,
sitja um þessar stundir
fast í huga ofangreindra
listamanna. Ekki nóg
með það, heldur fara
þeir af stað í dag með
fyrsta verkefni sitt,
tengt slíkum bygg-
ingum. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við
Kiru og ’Vat. Morgunblaðið/SverrirMúsíkvatur, Turni Brunason og Kira Kira eiga í listrænu samstarfi.
Síðustu droparnir – hljóðinnsetning eftir Músíkvat og Kiru Kiru
arnart@mbl.is
Í TJARNARBÍÓI í kvöld
mun landslið plötusnúða
Íslands reyna með sér í
skífuskanki fimmta árið
í röð. Að þessu sinni
munu sigurvegarar
keppninnar fara utan og
keppa í Skandinavíuriðli
Vestax Extravaganza
plötusnúðakepnninnar.
„Þetta er í annað sinn
sem Skandinavíuriðill-
inn er haldinn og í fyrsta
sinn sem Íslendingar
munu taka þátt í keppn-
inni,“ segir Ómar Ómar
sem er liðsmaður í
áhugafélaginu TFA
(Tími fyrir aðgerðir) og
aðalskipuleggjandi Skífuskanksins.
Að sögn Ómars verður keppnin
tvískipt, en keppt verður bæði í
syrpuriðli og skankriðli. Þegar
hann er spurður um nánari útlist-
anir á þessum riðlum svarar hann:
„Plötusnúðarnir nota plötuspil-
arana sem hljóðfæri. Í syrpuriðl-
inum nota plötusnúðarnir líkams-
hreyfingar og plötuspilarana og
flytja fjögurra mínútna syrpur. Í
skankriðlinum er einungis ein mín-
úta á mann þar sem frjálst hljóð og
frjáls taktur ráða ríkjum.“
Alls taka 10 plötusnúðar þátt í
keppninni, allir í skankriðlinum en
einungis helmingurinn í syrpuriðl-
inum. Keppendur sem lenda í efstu
þremur sætum hins síðarnefnda
munu svo taka þátt í Skandinavíu-
riðlinum.
Verðlaunahafinn verður sömu-
leiðis leystur út með hinum ýmsu
gjöfum en þar ber hæst Vestax
PDX2000 plötuspilara sem er að
sögn Ómars „sá besti sem völ er á“.
Keppendurnir munu einnig leika á
sams konar spilara í keppninni
sjálfri.
Ómar segir keppnina aldrei hafa
verið veglegri og í þetta sinn eru
það meira að segja fagmenn erlend-
is frá sem munu velja sigurvegara
kvöldsins.
„Plötusnúðarnir DJ Stig og DJ
Unique munu koma frá Danmörku
til að dæma keppnina og DJ Saber,
sem vann Skandinavíuriðilinn í
fyrra, mun taka syrpu fyrir við-
stadda,“ upplýsir hann.
Skrykkdanshópurinn The 5th
Element mun taka nokkur spor
ásamt kollegum sínum í Sushi frá
Noregi og 360 frá Bandaríkjunum
en Ómar segir þá fyrstnefndu lofa
„flottustu skrykkdanssýningu sem
haldin hefur verið á landinu“.
Keppnin fer sem áður sagði fram
í Tjarnarbíói og hefst klukkan
20.30. Ómar hvetur áhugasama til
að mæta tímanlega þar sem síðast
hafi færri komist að en vildu.
Til að fagna sigurvegurum
keppninnar og Skífuskankinu í
heild sinni verður svo blásið til
veislu að keppninni lokinni á Gauki
á Stöng.
Ómar Ómar með hinn forláta Vestax
PDX2000 plötuspilara.
TENGLAR
.....................................................
www.tfa.is
birta@mbl.is
Skífuskank og
syrpur í Tjarnarbíói
Morgunblaðið/Arnaldur