Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 60

Morgunblaðið - 27.07.2002, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKULDBINDING B-deildar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur tæplega tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Ástæðan er fyrst og fremst kerfisbreyting á launum opinberra starfsmanna. Samkvæmt útreikningi trygginga- stærðfræðings sjóðsins er áfallin skuldbinding B-deildar, A-deildar, alþingismannadeildar og ráðherra- deildar metin á um 280 milljarða króna, þar af er áfallin skuldbinding B-deildar 260,5 milljarðar og hafði aukist um 10% á milli ára, að því er kemur fram í ársskýrslu LSR fyrir árið 2001. Meðalávöxtun hjá öllum deildum LSR var 8,77% í fyrra sem svarar til 0,15% raunávöxtunar. Hrein raun- ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá fjárfesting- artekjum var nánast engin. Hrein raunávöxtun A-deildar var neikvæð um 2,9% í fyrra, raunávöxtun B-deildar var jákvæð um 0,7% en S-deildar (séreignardeild) neikvæð um 3,2%. Í skýrslunni er tekið fram að síð- asta ár hafi verið fjárfestum erfitt, bæði á verðbréfamarkaðinum hér heima og erlendis; heimsvísitala hlutabréfa hafi lækkað um 17,8% og heildarvísitala aðallista Verðbréfa- þingsins um 9,4%. Af verðbréfaeign A-, B- og S-deilda LSR og Lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga voru 41% ríkistryggð verðbréf. Skuldabréf voru tæplega 74% af heildarverðbréfaeigninni en erlend hlutabréf 19% og innlend hlutabréf 8%. 16,5% neikvæð raunávöxtun af erlendri hlutabréfaeign Raunávöxtun af erlendri hluta- bréfaeign LSR var neikvæð um 16,5% í fyrra. Innlend hlutabréf í eigu sjóðsins skiluðu hins vegar 11,9% neikvæðri raunávöxtun. Skuldabréf skiluðu sjóðnum aftur á móti 5,8% jákvæðri raunávöxtun. Mikil aukning hefur orðið í lánveit- ingum til sjóðfélaga og hefur sú upp- hæð meira en fimmfaldast frá árinu 1998 og nam 4,9 milljörðum í fyrra. Þá kemur fram að 9.349 lífeyrisþegar hafi fengið greiðslur frá LSR og Líf- eyrissjóði hjúkrunarfræðinga (LH) í fyrra upp á samtals hátt í 8.100 millj- ónir. Lífeyrisþegunum fjölgaði um 5%, heildarlífeyrisgreiðslur hækk- uðu um 19,8% en meðalfjárhæð á hvern lífeyrisþega hækkaði 9,4%. Áfallnar skuldbindingar B-deildar 260,5 milljarðar Samanlagðar eignir allra deilda LSR námu ríflega eitt hundrað millj- örðum króna og er hann stærsti líf- eyrissjóður landsins. Eignir sjóðsins jukust um 32,5% frá fyrra ári, m.a. vegna innborgana ríkissjóðs inn á skuldbindingar sínar, en markmiðið er að dreifa greiðslu skuldbindinga ríkisins við sjóðinn á langan tíma. Samkvæmt útreikningi trygginga- stærðfræðings sjóðsins er þó áfallin skuldbinding B-deildar, A-deildar, alþingismannadeildar og ráðherra- deildar metin á um 280 milljarða króna, þar af er áfallin skuldbinding B-deildar 260,5 milljarðar og hafði aukist um 10% á milli ára. Skuldbind- ing B-deildar LSR hefur tæplega tvöfaldast á undanförnum fimm ár- um og er ástæðan fyrst og fremst kerfisbreyting á launum opinberra starfsmanna 1998 og svo aftur árið 2000 vegna kjarasamninga kennara. Þá hefur vísitala dagvinnulauna op- inberra starfsmanna hækkað um nær 78% frá ársbyrjun 1997 til árs- loka 2001. Á síðustu tveimur árum hefur rík- ið greitt inn á skuldbindingar sínar við B-deild sjóðsins, en B-deildin er í meginatriðum LSR eins og sjóðurinn leit út áður en lögunum var breytt árið 1997. Uppreiknað nema þessar greiðslur 30,6 milljörðum. Heildarstaða A-deildar, þ.e. þegar reiknað er með að núverandi sjóðs- félagar greiði áfram iðgjöld til ellilíf- eyrisaldurs og vinni sér inn réttindi í samræmi við það, var um síðustu áramót tæplega einum milljarði lægri en heildarskuldbindingar hans. Ekki er þó talin ástæða til að gera breytingar á iðgjaldagreiðslum rík- isins til sjóðsins því aðeins er 0,9% munur á eignum og skuldbindingum og telst afkoma A-deildar því vera í jafnvægi. Raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var 0,15% í fyrra Skuldbindingar B-deildar tvöfölduðust á fimm árum GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að stofnunin sé aftur farin að gefa út atvinnuleyfi til nektardansmeyja sem dansa á næturklúbbum hér- lendis, en stofnunin hætti um tíma að veita leyfin meðan embætti rík- islögreglustjóra var að rannsaka hvort vændi viðgengist á nætur- klúbbum. Gissur segir að verklagsreglur Vinnumálastofnunar geri ráð fyrir að stofnunin taki sér allt að tveggja mánaða frest til að rann- saka hvort öll skilyrði séu lög- formleg varðandi veitingu atvinnu- leyfa. Hann segir að hann hafi tilkynnt næturklúbbunum í síðasta mánuði að ekki verði gefin út at- vinnuleyfi að svo stöddu, meðan rannsókn fari fram á því hvort vændi sé stundað á næturklúbb- um. Fyrir mánuði sendi hann um- sækjendum, sem þá höfðu beðið svars í einn mánuð, bréf þar sem sagði að umsóknirnar yrðu af- greiddar í síðasta lagi 24. júlí eftir að tveggja mánaða rannsóknar- frestur væri liðinn. Gissur segist engin viðbrögð hafa fengið frá embætti ríkislög- reglustjóra við umleitan Vinnu- málastofnunar um hvað liði rann- sókn á vændi á næturklúbbum hér á landi. „Ég veit í raun ekki hvort það varð nein rannsókn, þar sem ég fékk engin viðbrögð. Í ljósi þeirra upplýsinga og gagna sem liggja fyrir gátum við því ekki gert ann- að en að heimila útgáfu þessara leyfa að nýju,“ segir Gissur. Búið að gefa út 10 leyfi síðustu daga Gissur segir Vinnumálastofnun hafa gefið út um það bil 10 leyfi síðan á miðvikudag. Um 40 um- sóknir um atvinnuleyfi bíði af- greiðslu. „Ég met það svo að við höfum fengið vottorð frá lögregl- unni um að það sé í lagi að veita þessi leyfi. Við báðum um rann- sókn, fáum engin viðbrögð og get- um því ekki metið það öðruvísi en svo að það sé í lagi,“ segir Gissur. Ekki fengust upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra í gær um málið. Karl Steinar Valsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að embættið hafi verið með rannsókn í gangi sem varðar grun um að vændi hafi ver- ið stundað á einum tilteknum næt- urklúbbi í borginni. „Ég get staðfest að það er til rannsóknar hjá embættinu mál sem varðar einn næturklúbb í um- dæmi okkar og málið hefur verið talsvert lengi í meðferð hjá emb- ættinu,“ segir Karl Steinar. Rannsókn á málinu er ekki lokið og óljóst hvort ákært verður í því. Um 40 dansmeyjar hafa sótt um atvinnuleyfi til Vinnumálastofnunar Veitir á ný atvinnuleyfi til nektardansmeyja ÖKUMAÐUR Audi-sportbifreiðar missti stjórn á bíl sínum á mjög mikilli ferð á leið sinni austur um Hverfisgötu og Laugaveg eða í sveigjunni rétt austan gatnamót- anna við Rauðarárstíg um hálfátta- leytið í gærkvöld. Lenti sportbíllinn þar á kyrrstæðum jeppa, velti hon- um og þeyttist svo á annan bíl. Kyrrstæðu bílarnir voru mann- lausir en farþegi var með ökumanni í sportbílnum og voru þeir báðir fluttir á slysadeild lítið slasaðir að því er talið var. Að sögn sjónarvotta var sport- bifreiðin á miklum hraða þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni og að sögn lögreglunnar í Reykja- vík má teljast mildi að gangandi vegfarendur skyldu ekki slasast. Morgunblaðið/Júlíus Ofsaakstur á LaugavegiRÚMLEGA 10% verðmunur var á ódýrustu og dýrustu mat- arkörfunni í skyndiverðkönnun Morgunblaðsins í lágvöru- verðsverslununum fjórum í gær. Verð var kannað á þrettán algengum vörutegundum. Karfan var ódýrust í Bónusi á 1.685 kr. en næstódýrust í Europris á 1.714 krónur. Dýr- ust var karfan í Nettó í Mjódd á 1.855 krónur en í Krónunni kostaði hún 1.813 kr. Um 1,7% verðmunur var á ódýrustu körfunni í Bónusi og þeirri næstódýrustu í Europris. Í 11 tilvikum af 13 var verðið lægst hjá Bónusi og í fjórum til- fellum lægst hjá Europris. Um 10% verðmunur  Tæplega/27 ÞRIGGJA bíla árekstur varð í Norð- urárdal í gærkvöldi. Bílstjóri á norð- urleið ætlaði að taka fram úr tveimur bílum sem voru fyrir framan hann en náði því ekki og snarhemluðu þrír bílar sem komu úr gagnstæðri átt og lentu saman. Bílstjórinn sem ætlaði fram úr var nýkominn út úr beygju, að sögn lögreglu, en þar sem nýbúið var að malbika veginn var ekki búið að mála línur á götuna sem gefa til kynna hvort leyfilegt sé að taka fram úr. Fjórir voru fluttir undir læknis- hendur en þeir voru lítið meiddir. Þriggja bíla árekstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.