Morgunblaðið - 09.08.2002, Page 1
184. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 9. ÁGÚST 2002
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði um
ræðu Saddams, að ljóst væri, að hann ætlaði sér
ekki að verða við kröfum samtakanna, og talsmað-
ur Bandaríkjastjórnar sagði, að ræðan hefði bara
verið innantóm orð og endurtekningar.
Um 15.000 vopnaðir sjálfboðaliðar í „Jerúsalem-
hernum“ gengu um götur Bagdad í gær og hróp-
uðu vígorð gegn Bandaríkjunum. Saddam stofnaði
sjálfboðaliðaherinn fyrir tveimur árum með það að
markmiði að hrekja Ísraela frá Jerúsalem og
styðja uppreisn Palestínumanna.
Varist í borgunum
Los Angeles Times hafði í gær eftir bandarísk-
um leyniþjónustumönnum að Saddam hefði sagt
íröskum embættismönnum nýlega að hann hygðist
verjast hugsanlegri innrás Bandaríkjahers með því
að safna hersveitum sínum saman í stærstu borg-
SADDAM Hussein, forseti Íraks, varaði í gær
Bandaríkjastjórn við og sagði, að innrás í Írak
myndi mistakast og leiða til mikils mannfalls meðal
bandarískra hermanna.
Saddam nefndi ekki Bandaríkin á nafn en skír-
skotaði til þeirra sem „afla hins illa“ og sagði að
hlutskipti bandarískra hermanna yrði að grafa lík
fallinna félaga sinna. „Líkburðarmenn hins illa og
öll heimsveldi hafa verið grafin í eigin líkkistum
með sjúka drauma sína þegar þau hafa reynt að
skaða araba- og múslímaþjóðir,“ sagði Saddam í
sjónvarpsávarpi í tilefni af því að fjórtán ár eru liðin
frá því að stríði Íraks og Írans lauk.
Saddam skoraði einnig á öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna að svara nítján spurningum, sem Írakar
lögðu fyrir ráðið í mars, og virða ályktanir þess um
að refsiaðgerðunum gegn Írökum yrði aflétt þegar
þeir hefðu eyðilagt gereyðingarvopn sín.
um Íraks til að mannfallið meðal óbreyttra borgara
og bandarískra hermanna yrði sem mest.
Sharif Ali bin Al-Hussein, einn helsti leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Írak, sagði í Washington í
gær, að kæmi til átaka myndu hvorki hermenn né
óbreyttir borgarar berjast fyrir Saddam Hussein.
Þeir biðu þess eins, að honum væri steypt af stóli.
George W. Bush Bandaríkjaforseti hét því í
fyrrakvöld að ráðfæra sig við þingið og leiðtoga
helstu samstarfsríkja Bandaríkjanna áður en hann
léti til skarar skríða gegn stjórn Saddams. The
Washington Times hafði eftir embættismönnum í
stjórn Bush að innrás í Írak nyti nú fulls stuðnings
bandaríska herráðsins. Dick Cheney varaforseti
lagði þó áherslu á að Bush hefði „ekki tekið neina
ákvörðun að svo stöddu um að hefja stríð“.
Saddam Hussein segir að innrás í Írak sé dæmd til að mistakast
Varar Bandaríkjamenn
við blóðsúthellingum
Bagdad, Washington. AFP, AP.
Ætlar að safna/20
AP
VERULEG vandræði voru á Orly-flugvelli fyrir sunnan
París í gær þegar Corsair-flugfélagið varð að aflýsa
öllum ferðum vegna verkfalls. Var það boðað í sólar-
hring til að mótmæla uppsögnum 109 starfsmanna
þess. Litli drengurinn reyndi þó að láta leiðindin
framhjá sér fara og fékk sér lúr í kerrunni.
Góð hvíld í kerrunni
SAPARMURAT Niyazov, lífs-
tíðarforseti í Túrkmenístan,
ákvað í gær að endurskíra mán-
uðina og gaf þjóðþinginu um leið
góðfúslegt leyfi til að nefna
fyrsta mánuðinn eftir honum
sjálfum.
„Mánuðirnir verða að bera
nöfn bestu sona og dætra þjóð-
arinnar,“ sagði Niyazov á þingi í
gær og bætti við, að hann myndi
ekki standa í vegi fyrir því, að
fyrsti mánuðurinn yrði nefndur
Turkmenbashi. Útleggst það
Túrkmenafaðir en þannig er
Niyazov ávallt ávarpaður.
Apríl heitir hér eftir Gurb-
ansoltan eftir móður Niyazovs,
sem var útnefnd þjóðhetja í síð-
asta mánuði fyrir framlag sitt í
þágu lands og lýðs. Hún lést í
hörðum jarðskjálfta 1948.
Af öðrum mánuðum má
nefna, að september skal heita
Rukhname, en það er nafnið á
„bókinni miklu“ eftir Niyazov en
sagt er, að hún gefi ekkert eftir
Biblíunni og Kóraninum. Viku-
dagarnir verða líka dubbaðir
upp og skulu þeir heita megin-
dagur, ungi dagur, góði dagur,
blessaði dagur, föstudagur, and-
legi dagur og hvíldardagur.
Varla er til það opinbert
mannvirki í Túrkmenístan, sem
ekki ber nafn forsetans, og
skólabörn sverja honum holl-
ustueið á hverjum morgni. Sagt
er, að ekki sé hægt að snúa sér í
hálfhring án þess að sjá mynd af
Niyazov, en hæsta mannvirkið í
höfuðborginni er risastór stytta
af honum. Snýst hún á stallinum
til að öruggt sé, að Túrkmena-
faðirinn horfi alltaf við sólu.
Hresst upp
á mánaða-
nöfnin
Ashkhabad. AFP.loka augunum fyrir vandamálunum,“
sagði Jakob Janussen, formaður
nefndarinnar, í viðtali við Jyllands-
Posten, en í nefndinni var einhugur
um tillögurnar.
Í skýrslunni segir, að erfiðir tímar
séu framundan í Grænlandi, enda
ástandið mjög alvarlegt. Sem dæmi
um það er nefnt, að nú starfi helm-
ingur vinnufærra manna hjá hinu op-
inbera, en vinna í öðrum greinum, til
dæmis í sjávarútvegi, dragist stöðugt
saman.
VILJI Grænlendingar gerast sínir
eigin herrar verða þeir að venja sig af
tugmilljarða króna framlagi frá
danska ríkinu á ári hverju. Það þýðir
aftur stórkostlegan niðurskurð á öll-
um sviðum og ekki síst hjá hinu op-
inbera. Kemur þetta fram í skýrslu
nefndar, sem skipuð er fulltrúum
allra stjórnmálaflokka, og átti að
leggja fram í gær.
„Við erum í raun að boða allsherj-
aruppstokkun í grænlensku sam-
félagi. Við getum ekki haldið áfram að
Nefndin leggur meðal annars til, að
sveitarfélögunum verði fækkað, og
segir ekki hægt að útiloka, að sumar
byggðir verði einfaldlega lagðar af.
„Við komumst ekki hjá því að
breyta byggðamynstrinu. Við höfum
ekki efni á að tryggja kjör fólks í ein-
angruðum byggðum þar sem grund-
völlur fyrir eiginlegum atvinnurekstri
er lítill,“ sagði Janussen en tillögur
nefndarinnar verða lagðar fyrir
grænlenska þingið þegar það kemur
saman í haust.
Vilja leggja af sumar
byggðir í Grænlandi
MIKIL flóð eru víða í Evrópu, eink-
um um álfuna miðja og allt austur til
Mið-Asíuríkjanna. Hafa tugþúsundir
manna orðið að flýja heimili sín og
vitað er með vissu um átta dauðsföll.
Þau eru þó líklega miklu fleiri því að
í Suður-Rússlandi er 70 manna sakn-
að eftir að flóðbylgja skall á tveimur
tjaldstæðum og skolaði þeim út í
Svartahaf. Í Austurríki hefur aldrei
fyrr rignt jafnmikið og síðustu tvo
sólarhringa og úrkomumet hafa ver-
ið slegin víðar. Ökumaður jeppans
er staddur í miðborg Budejovice í
Tékklandi og kannski er hann að
láta sitt fólk vita hvernig komið er.
Reuters
Manntjón í
miklum flóðum
DOW Jones-vísitalan hækkaði um
meira en 250 stig í gær og hefur þá
hækkað um þriggja stafa tölu þrjá
daga í röð.
Þrátt fyrir hækkanir síðustu daga
vilja sérfræðingar engu um það spá
hvort botninum hafi verið náð og
betri tíð sé í vændum fyrir hlutafjár-
eigendur. Segja þeir ýmsar tækni-
legar ástæður fyrir hækkununum og
benda á, að nýjar tölur sýni svo lítinn
hagvöxt í Bandaríkjunum, að sumir
hagfræðingar séu farnir að spá öðru
samdráttarskeiði.
Hækkanir á
Wall Street
New York. AP.
♦ ♦ ♦