Morgunblaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu í
dag fylgir auka-
blaðið „Velferð“
frá Lands-
samtökum hjarta-
sjúklinga. Blaðinu
verður dreift um
allt land.
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Langafi þinn var sauðfjárbóndi/2
Magaorgel er líka fyrir meyjar/3
Óréttlæti, lífsnauðsyn, frábært/4
Hvernig líst þér á Ísland?/6
Auðlesið efni/8
Jón Arnar kominn í slaginn á ný / C4
Hlynur samdi við Stord / C1
ÍSLENSK fjölskylda lenti í bílslysi
rétt utan við borgina Miskolc í norð-
austurhluta Ungverjalands á mið-
vikudagsmorgun en ekið var framan
á bíl þeirra þar sem þau voru á ferð
á þjóðvegi. Um er að ræða sex
manns, hjón um sextugt, dóttur
þeirra, tvær dætur hennar og aðra
dótturdóttur hjónanna. Maðurinn er
af ungverskum uppruna og eiga þau
hjónin hús í litlum bæ rétt hjá Misk-
olc.
María Mikaelsdóttir, dóttir
hjónanna, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að eftir slysið hefðu
faðir hennar, systir og systurdætur
verið lögð inn á sjúkrahús. Faðir
hennar væri með brotin rifbein,
systir hennar með brákaðan hryggj-
arlið og dætur hennar fengu annars
vegar heilahristing og hins vegar
áverka á nýra. Móðir Maríu og dótt-
ir hennar voru hins vegar ekki lagð-
ar inn á sjúkrahús en þær hlutu
minniháttar skrámur.
María sagði í gær að líðan föður
hennar væri óbreytt, en systir henn-
ar væri á leið í aðgerð. Hún sagði að
verið gæti að maður systur hennar
færi til Ungverjalands til að aðstoða
fólkið við að komast heim.
Íslensk fjöl-
skylda í bíl-
slysi í Ung-
verjalandi
STARFSHÓPUR á vegum landbún-
aðarráðuneytisins telur brýnt að
grípa til aðgerða til þess að verjast
mengun og sýkingum af völdum
salmonellu og kamfýlóbakter.
Skýrsla starfshópsins var kynnt á
Selfossi í gær. Starfshópurinn var
skipaður í febrúar árið 2000 í kjölfar
þrálátra sýkinga í dýrum á Suður-
landi. Það var Guðni Á. Alfreðsson,
prófessor við Líffræðistofnun Há-
skóla Íslands, sem hafði yfirumsjón
með rannsóknarvinnu og úrvinnslu.
Við rannsóknir var lögð áhersla á
þann hluta lágsveita Rangárvalla-
sýslu þar sem hvað mest hafði borið
á þessum sýkingum. Við aðgerðir til
að verjast sýkingum er lögð áhersla
á að lagfæra frárennsli frá þéttbýli
og loka því, svo og frá einstökum
bæjum til sveita. Þá er lögð áhersla á
að drykkjarvatn búpenings sé gott
og vandað til fóðrunar útigangs.
Halldór Runólfsson yfirdýralæknir
sagði skýrsluna gefa nokkur svör um
það hvernig búpeningur sýktist en
ekki öll svör.
80% sýna jákvæð
Mikil samfelld salmonellumengun
kom fram í sýnum sem voru tekin í
afrennsli frá þéttbýlisstöðum en um
80% þeirra voru jákvæð. Þá kom og
fram við sýnatöku að frárennsl-
iskerfi þéttbýlis eru varasöm en þar
ræktaðist salmonella úr 47% sýna.
Auk þess voru 25,7% sýna úr
yfirborðsvatni jákvæð varðandi
kamfýlóbakter.
„Þessi skýrsla er sýnishorn af
svæði sem gæti verið hvar sem er á
landinu,“ sagði Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra. Hann lagði
áherslu á nauðsyn þess að allir aðilar
væru vakandi í þessum efnum og að
skýrslan gæfi leiðbeiningar um það
sem þarf að gera til að tryggja að-
búnað til sveita.
Að mati starfshópsins þarf að
koma á stöðugri umhverfisvöktun á
yfirborðsvatni, einkum þar sem
kyrrstöðuvatn er í umhverfinu.
Herða þarf eftirlit með fóðurfram-
leiðslu og er bent á að nauðsynlegt sé
að setja reglugerð um innra eftirlit
fóðurstöðva. Vakin er athygli á því
að við fóðrun útigangsgripa þarf að
nota jötur eða stalla en forðast að
gefa beint á jörðina. Þá er nauðsyn-
legt að tryggja búpeningi gott
drykkjarvatn.
Ástand víða óviðunandi
Bent er á nauðsyn þess að sveitar-
félög geri með aðstoð ríkisins úttekt
á frárennslismálum með það að
markmiði að þau verði komin í við-
unandi horf árið 2005 sem reyndar
er sama tímasetning og er í reglu-
gerð sem sveitarfélögin fara eftir í
þessum málaflokki. Lögð er áhersla
á að núverandi ástand sé víða óvið-
unandi þar sem frárennsli sé í opn-
um skurðum og renni beint út í um-
hverfið.
Loks er lögð áhersla á að sveitar-
félög setji inn í samþykktir sínar
reglur um förgun á dýrahræjum. Og
sett verði viðurlög við því að kasta
þeim í skurði eða láta þau rotna á
víðavangi.
Landbúnaðarráðherra og emb-
ættismenn ráðuneytisins leggja
áherslu á nauðsyn þess að málið
verði vel kynnt fyrir öllum aðilum og
rætt. Skýrslan sýni að það sé verk að
vinna og bregðast þurfi við því
ástandi sem skýrslan varpar ljósi á.
Þótt hún sé takmörkuð við ákveðið
svæði og ákveðinn tíma megi draga
af henni ályktun fyrir landið í heild
um hvernig megi bregðast við.
Um 80% sýna á Suðurlandi með salmonellu- og kamfýlóbaktersmit
Brýnast að
lagfæra frá-
rennsli Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Á blaðamannafundi sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hélt á
Selfossi í gær kom fram að mikið er um salmonellusmit á Suðurlandi.Selfossi. Morgunblaðið.
Á RÚMUM mánuði í sumar
hafa sautján konur leitað til
Neyðarmóttökunnar vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis.
Bára Benediktsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur á Neyðarmót-
töku, segir að ekki sé vitað hver
skýringin á þessum fjölda er nú,
því reynslan sýni að fjölgun
verði í þessum málum á vorin og
haustin, við upphaf og lok skóla-
starfs.
Af þessum sautján tilvikum
hafa fimm konur komið fram
eftir verslunarmannahelgina,
þrjár hjá Neyðarmóttöku og
tvær hjá Stígamótum.
Það sem af er árinu hafa 72
einstaklingar leitað til Neyðar-
móttöku og þar af eru tveir
karlmenn. Bára segir að svo
virðist sem ofbeldið sé að verða
grófara og þeim tilvikum fjölgi
þar sem gerendur séu fleiri en
einn. Þannig hafi 136 konur leit-
að til Neyðarmóttökunnar á síð-
asta ári, þar af hafi gerendur í
tólf málum verið fleiri en einn. Í
ár séu gerendur fleiri en einn í
ellefu málum af þessum sjötíu
og tveimur.
Kynferðisofbeldis-
málum að fjölga
Bára segir að því miður virð-
ist tilfellum þar sem kynferðis-
ofbeldi kemur við sögu fjölga ár
frá ári. Samt sé það alveg ljóst
að það sé einungis toppurinn af
ísjakanum sem við sjáum. Því
miður leiti konur sér oft ekki
aðstoðar vegna þessa þar sem
þær kenni sér enn þann dag í
dag ranglega um ofbeldið þó að
komið sé árið 2002.
Aðspurð hvort konur geti gert
eitthvað til að varast það að
verða fyrir kynferðisofbeldi seg-
ir Bára einkum tvennt skipta
máli. Annars vegar að verða
ekki drukknar og hins vegar að
ef stúlkur séu á útihátíðum eða í
gleðskap einhvers staðar að
vera ekki einar heldur fleiri
saman og passa hver upp á
aðra.
Sautján leituðu
sér aðstoðar á
einum mánuði
Neyðarmóttaka vegna
kynferðislegs ofbeldis
SANDDÆLUSKIPIÐ Sóley var að
dæla upp sandi við Sundahöfn
þegar ljósmyndari átti leið þar
hjá í gær. Framkvæmdir við
Sundahöfn hafa staðið í nokkurn
tíma en þar er verið að dýpka og
breyta höfninni. Það er nokkuð
tilkomumikil sjón þegar sand-
inum er dælt á land.
Sandi
dælt við
Sundahöfn
Ljósmynd/Róbert Fragapane
FULLTRÚI Samfylkingarinnar,
Sigrún Jónsdóttir, lagði fram á fundi
bæjarráðs Kópavogs í gær tillögu
um að bæjarlögmanni yrði falið að
undirbúa tillögu að breytingu á lög-
reglusamþykkt Kópavogs um bann
við einkadansi á nektarstöðum á
sambærilegan hátt og gert hefur
verið í Reykjavík og á Akureyri.
Dómsmálaráðuneytið hefur eins og
kunnugt er samþykkt þær breyting-
ar.
„Samfylkingin í Kópavogi telur að
með banni við einkadansi verði m.a.
spornað við vændi þar sem með slíku
banni verði dregið úr beinu samneyti
sýnenda og gesta á staðnum,“ segir í
fréttatilkynningu frá Samfylking-
unni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var fyrrgreindri tillögu Sig-
rúnar frestað á fundi bæjarráðs og
bæjarlögmanni falið að kanna málið
frekar.
Tillaga um að banna
einkadans í Kópavogi