Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐUNN Bjarni Ólafsson hefur
ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu
Högnadóttur, unnið á landamær-
um Makedóníu og Albaníu und-
anfarið eitt og hálft ár á vegum
Sænsku þróunarsamvinnustofn-
unarinnar, SIDA, við að byggja
upp stjórnsýslu sveitarfélaga
beggja ríkja á ákveðnu til-
raunasvæði við landamærin.
Helsta starfssvæðið er við vötnin
Ohrid og Prespa í suðvesturhluta
Makedóníu.
SIDA hefur verið leiðandi aðili í
þróunarstarfi á stjórnsýslustigi en
á einnig samstarf við ýmsar al-
þjóðastofnanir, s.s. Evrópusam-
bandið, Sameinuðu þjóðirnar og
bandarískar stofnanir, um að koma
á lýðræðislegri stjórnarháttum í
löndunum.
Sigurjóna hefur að undanförnu
unnið fyrir SIDA við bókhald og
ýmis störf sem til hafa fallið en ætl-
ar að draga sig í hlé í bili þó að hún
verði áfram í Makedóníu. Þau eru
einu Íslendingarnir á vegum SIDA
á þessu svæði, en Morgunblaðið
náði tali af Auðuni Bjarna er þau
voru stödd á Íslandi í sumarfríi.
Auðunn Bjarni hefur frá árinu
1993 starfað nær samfleytt á Balk-
anskaga við þróunarhjálp og dval-
ið þar ásamt fjölskyldu sinni. Upp-
haflega fór hann utan fyrir
Hjálparstarf kirkjunnar og Lúth-
erska heimssambandið til átaka-
svæða í Bosníu og ætlaði að vera
þar í þrjá mánuði. Heldur hefur
vistin lengst því ekki er hann enn
kominn heim. Fjölskyldan kom
fljótlega út, Sigurjóna og tvö af
þremur börnum þeirra, er hann
starfaði í Zagreb í Króatíu en elsti
sonurinn varð eftir heima í skóla.
Börnin búa nú öll á Íslandi með sín-
ar fjölskyldur. Auðunn hafði um
nokkurra ára skeið verið hjá Lúth-
erska heimssambandinu í Króatíu,
Bosníu og Kosovo, síðast sem
svæðisstjóri, áður en hann hóf
störf fyrir SIDA í Makedóníu.
„Okkar verkefni felst meðal ann-
ars í því að byggja upp þátttöku al-
mennings í stjórnmálum og að-
stoða sveitarfélögin í löndunum
tveimur við að koma upp mark-
vissri stjórnsýslu. Við leiðbeinum
þeim um hvernig stuðning þau
þurfa, hvort sem það er tæknileg
eða fjárhagsleg aðstoð, þannig að
þau verði betur í stakk búin til að
kljást við verkefnin sem ríkið hef-
ur falið þeim að sinna,“ segir Auð-
unn Bjarni um verkefni sitt hjá
SIDA og bendir um leið á að Evr-
ópusambandið hafi gert kröfu um
algjöran aðskilnað ríkis og sveitar-
félaga, í öllu falli að nafninu til.
Starfsmenn SIDA og fleiri stofn-
ana reyni að hafa hvetjandi áhrif á
framkvæmd þess aðskilnaðar.
Áfangasigrar hafa náðst
Aðspurður hvernig þessi sveit-
arfélög eru stödd minnir Auðunn
Bjarni á að Makedónía og Albanía
séu nýkomin úr miðstýrðu um-
hverfi einræðis og sveitarstjórn-
armenn eigi erfitt með að tileinka
sér lýðræðisleg vinnubrögð og
stjórnarhætti markaðsbúskapar.
Hið sama eigi í raun við um al-
menning á þessum svæðum. Enn
séu teknar geðþóttaákvarðanir
með tilheyrandi fyrirgreiðslu-
pólitík og spillingu. Stöðugt sé ver-
ið að saka ríkisstjórnir landanna
um spillingu og þetta séu fyr-
irmyndirnar fyrir sveitarstjórn-
arstigið. Þá hafi þessar þjóðir bar-
ist á banaspjót og verkefnið sé ekki
síst það að draga úr tortryggni
sem enn sé við lýði við landamærin.
„Þetta er snúið verkefni á marg-
an hátt en alls ekki óleysanlegt.
Maður tekur aldrei að sér svona
verkefni nema trúa því að eitthvað
sé hægt að gera. Aðstoðin er yf-
irleitt vel þegin og áfangasigrar
hafa náðst. Við finnum að sveit-
arstjórnirnar eru farnar að leita til
okkar að fyrra bragði, þó ekki
væri nema til að spjalla og skiptast
á hugmyndum og skoðunum. Það
er viss áfangi að okkar mati,“ segir
Auðunn Bjarni en eitt af því sem
SIDA hefur gert er að fjármagna
ákveðin verkefni gegn því skilyrði
að sveitarfélögin fái almenning til
að taka þátt í þeim.
Ekki á heimleið í bráð
Friðsælt hefur verið að und-
anförnu á því svæði sem Auðunn
Bjarni og Sigurjóna vinna aðallega
á en hann segir innbyrðis átök
milli fylkinga enn eiga sér stað á
vissum landsvæðum. Þau átök
trufli ekki verkefni sænsku stofn-
unarinnar.
Áður en Auðunn Bjarni fór utan
fyrir tæpum áratug hafði hann
unnið við inn- og útflutning á
frystivörum fyrir Ó. Johnson &
Kaaber, starfað við markaðsmál
lambakjöts fyrir Bændasamtökin
og verið sveitarstjóri á Hellissandi
um skeið.
„Vissulega skiptum við alveg um
gír. Það hafði lengi blundað í okk-
ur Sigurjónu að breyta til og fara
til útlanda, alveg frá því að við
bjuggum á Hellissandi. Okkur hef-
ur líkað dvölin á Balkanskaga það
vel að við erum ekkert á heimleið í
bráð. Annaðhvort fellur maður inn
í svona störf og umhverfi eða
ekki,“ segir Auðunn Bjarni að end-
ingu í samtali við Morgunblaðið.
Sænska þróunarsamvinnustofnun hefur tengiliði í hverju sveitarfélagi og
hér er heimili eins þeirra sem Auðunn Bjarni hefur verið í samstarfi við.
Auðunn Bjarni Ólafsson skrifar undir nýjan samstarfssamning við full-
trúa eins sveitarfélags í suðvesturhluta Makedóníu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hjónin Auðunn Bjarni Ólafsson og Sigurjóna Högnadóttir hafa und-
anfarið starfað á vegum SIDA í Makedóníu og Albaníu.
Þriggja mánaða dvöl á Balkan-
skaga orðin að tíu ára starfi
Vinna hjá sænskri stofnun við uppbyggingu sveitarstjórna í Makedóníu og Albaníu
TVEIR gefa kost á
sér til formennsku í
Heimdalli við kosn-
ingar á aðalfundi fé-
lagsins, sem haldinn
verður í kvöld, en þeir
eru Magnús Þór
Gylfason, fram-
kvæmdastjóri SUS,
og Þórlindur Kjart-
ansson, starfsmaður í
fjármálaráðuneytinu.
Komnir eru fram
tveir framboðslistar í
stjórnarkjörinu og er
búist við fjölmenni á
aðalfundinum en á
síðasta ári tóku um
700 manns þátt í for-
mannskosningu á aðalfundi Heim-
dallar.
Þórlindur leggur í samtali við
Morgunblaðið áherslu á að ger-
breyta þurfi starfsháttum Heimdall-
ar en Magnús Þór segir ekki greini-
legan hugmyndafræðilegan ágrein-
ing á milli framboðanna.
Magnús Þór segir að eðlilega séu
skiptar skoðanir um menn, málefni
og áherslumál innan stjórnmála-
hreyfingar sem í séu 4.000 manns.
Kosningar á aðalfundi séu sjálfsögð
aðferð félagsmanna til að skera úr
um ágreining ef hann er til staðar.
Að hans áliti séu þó báðir hópar að
berjast fyrir sama takmarkinu í
stjórnmálum. ,,Ég hef fengið hvatn-
ingu víða að úr ungliðahreyfingunni í
sumar um að bjóða mig fram og opna
dyr Heimdallar fyrir fleirum en orð-
ið er og efla félagsstarfið enn meira,“
segir Magnús Þór. Hann leggur
áherslu á að hann muni sem formað-
ur einbeita sér að því að taka tillit til
allra sjónarmiða. ,,Mér finnst mjög
mikilvægt að menn leysi ágreining,
sem er nú oft minniháttar, innbyrðis
og komi sterkir til leiks út á við og
berjist fyrir framgangi sjálfstæðis-
stefnunnar í íslensku þjóðfélagi.“
Þórlindur segir að stór hluti ungra
sjálfstæðismanna finni ekki sam-
hljóm með Heimdalli vegna mál-
flutnings sem félagið hafi lagt
áherslu á, t.d. með hugmyndum um
lögleiðingu fíkniefna. Þessu þurfi að
breyta því Heimdallur sé fjölda-
hreyfing og mikilvægt hreyfiafl sam-
félagsbreytinga og því sé mikilvægt
að sem flestir geti fundið sér farveg
þar innanborðs.
,,Við höfum áhyggjur af að mál-
flutningur Heimdallar, þar sem mik-
il áhersla er lögð á málefni á borð við
lögleiðingu fíkniefna, sé ekki hug-
myndafræðinni til framdráttar.
Mjög stór hluti ungra hægrimanna
og frjálslynds fólks sem vill starfa
innan Sjálfstæðisflokksins getur
ekki fundið farveg innan hreyfingar
sem tekur mikla öfgaafstöðu.“
Þórlindur bendir á að í könnun
Talnakönnunar sem birtist 22. maí
sl. hafi komið fram að stuðningur
fólks á aldrinum 18 til 24 ára við
Sjálfstæðisflokkinn væri um 43% og
að stuðningur fólks á aldrinum 25 til
34 ára væri tæplega 41,7%. „Þetta
eru aldurshópar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur sótt mikið fylgi til
fram að þessu. Það hefur greinilega
kvarnast úr því fylgi. Markmið okk-
ar er að endurheimta það.“
Ný stjórn kjörin á aðalfundi Heimdallar í kvöld
Magnús Þór
Gylfason
Þórlindur
Kjartansson
Tveir bjóða sig fram til
formennsku í félaginu
GARÐYRKJUBÆNDUR eru bæri-
lega ánægðir með uppskeruna, telja
hana vera í meðallagi góða. Þeir eru
farnir að senda á markaðinn allar
þær tegundir grænmetis sem rækt-
aðar eru hérlendis. Þá telja þeir
gæðin betri en oft áður. Sala hefði þó
gjarnan mátt vera meiri en hún mun
hafa verið að aukast síðustu daga.
Garðyrkjubændur segja að sam-
keppni við innflutt grænmeti hafi
aukist en treysta á að neytendur
spyrjist fyrir um hvaðan varan sé.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þau Lesya Proniv frá Úkraínu og Krzysztof Opalka frá Póllandi, sem
starfa við garðyrkjustöðina á Melum, eru meðal margra útlendinga sem
starfa við garðyrkjuna á Flúðum.
Hrunamannahreppi. Morgunblaðið.
Uppskera
grænmetis í
meðallagi
LÖGREGLAN á Dalvík fann í
gær lítið magn af höfrunga-
kjöti við leit í bátnum Búa EA
100.
Lögreglunni barst vísbend-
ing um að ólöglegar höfrunga-
veiðar hefðu hugsanlega verið
stundaðar frá bátnum. Kæra
hefur verið lögð fram vegna
málsins en það er enn í rann-
sókn.
Höfrunga-
kjöt fannst
á Dalvík