Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIN þrjú ár hefur hópur fólks í Býflugnaræktendafélagi Ís- lands gert tilraunir með ræktun á bý- flugum hér á landi með það fyrir aug- um að nýta hunangið sem þær safna. Að sögn formanns BÝ er fyrst og fremst um að ræða tómstundagaman hjá þeim sem það stunda. Flutt hafa verið inn bú erlendis frá með mis- jöfnum árangri en síðastliðið haust fengust um 70 kíló af hunangi úr átta búum. Til stendur að flytja inn allt að 20-30 bú í byrjun næsta sumars og ef allt gengur að óskum mun hvert þeirra geta gefið af sér á bilinu 30–50 kg af hunangi eftir u.þ.b. eitt ár. Egill Rafn Sigurgeirsson, formað- ur BÝ og yfirlæknir á heilsugæslu- stöð Selfoss, hóf býflugnarækt árið 1988 þegar hann var búsettur í Sví- þjóð. Þar ræktaði hann býflugur í tíu ár en til Íslands sneri hann aftur árið 1998 og hafði þá meðferðis nokkur bú sem lifðu veturinn af. Veturinn 2000 stóð Egill fyrir námskeiði í býflugna- rækt. Þátttakendur í námskeiðinu voru átta en síðan hafa nokkrir bæst í hópinn og í dag eru 15 meðlimir í BÝ, þar af tvær konur. Undanfarin þrjú ár hafa Egill og aðrir býflugnabænd- ur flutt inn býflugur erlendis frá. Að hans sögn hefur gengið illa að fá býflugurnar til að lifa af veturinn þar sem ekki hefur tekist að ná þeirri stofnstærð sem þarf til að þær lifi af íslenskt vetrarveður. Flugurnar safnast saman í klasa á veturna og halda á sér hita á meðan þær bíða vorsins. „Vandamálið hefur verið að við höfum fengið flugur svo seint á árinu. Við erum hins vegar búnir að panta flugur fyrir næsta sumar,“ segir hann og áætlar að með sendingunni komi á bilinu 20-30 bú í júní ef allt gengur að óskum. Drottningin verpir allt að 3.000 eggjum á dag Ferli býflugunnar er á þann veg að við fyrstu sólarglætuna á vorin, þeg- ar hitastig er í kringum 10–12 gráð- ur, flýgur hún út og hreinsar sig. Bý- flugan sækir fyrst og fremst frjókorn en einnig blómasafa úr tegundum á borð við hóffífil og víði. Aðrar mik- ilvægar tegundir sem flugan sækir í eru túnfífill, hvítsmári, sigurskúfur, bláklukka, bláberjalyng, beitilyng og auk þess fjöldinn allur af öðrum blómategundum. Þegar flugurnar bera frjókorn og blómasafa í búið örvast drottningin og verpir eggjum. Því meira sem kemur í búið af frjókornum og blómasafa því meira örvast drottn- ingin. Að sögn Egils ræðst það af stærð búanna hversu mikið drottn- ingin getur verpt af eggjum en mest getur hún lagt til um 3.000 egg á dag sem verða að 3.000 nýjum flugum á þremur vikum. Meginhluti þess sem flugurnar bera í bú er ætlað sem fæða fyrir lirf- urnar, það sem verður afgangs er hins vegar hugsað sem vetrarforði flugnanna. „Við býflugnabændur reiknum með því að geta tekið frá þeim u.þ.b. 10 prósent af því sem þær hafa safn- að,“ segir Egill og bendir á að fyrir hver 100 kíló sem þær safni taki hann tíu. Í staðinn er 60 prósenta sykur- lausn komið fyrir í búinu til að bæta upp fyrir forðamissinn. Að sögn Egils er áhugi hans á bý- flugnarækt fyrst og fremst tóm- stundagaman þótt eflaust megi hafa eitthvað upp úr krafsinu þegar vel gengur, að hans sögn. Hann er með tvö bú í garðinum þar sem hann býr í Vatnsenda í Kópavogi en þau geymir hann fyrir Rúnar Óskarsson sem búsettur er á Stokkseyri. Í hvoru búi eru á bilinu 30-40 þúsund flugur, að sögn Egils, og reiknar hann með að hann taki úr búinu í lok ágúst ef allt gengur að óskum. Um 70 kíló af hunangi fengust úr átta búum í fyrra Að sögn Egils þykir gott að fá um 30–50 kg úr einu búi með 30–40 þús- und flugum sem þýðir að flugurnar hafa þá safnað á bilinu 300–500 kíló- um af hunangi alls. Hann segir það ráðast af veðri og vindum hve mikið safnast fyrir í búinu. Þegar illa viðrar eru flugurnar fljótar að ganga á forð- ann og þannig gefa sum búin ekkert af sér. Í fyrra fengust um 70 kíló af hun- angi úr 8 búum hér á landi í lok júlí. Ágústmánuður gefur hins vegar mest af sér, að sögn Egils. Þá minnk- ar varpið hjá drottningunni og lirf- urnar þurfa þ.a.l. minna af fæðu sem eykur líkurnar á að eitthvað verði af- gangs. Af 16 búum sem flutt voru til landsins í fyrra eru aðeins tvö sem lifðu af veturinn. Búin tvö stóðu fyrir opnu hafi við Stokkseyri allan vet- urinn. Bú sem stóðu í Kelduhverfi, við Fljótsdal skammt frá Egilsstöð- um, í Húsdýragarðinum, í garðinum hjá Agli og víðar drápust öll. Búin sem um ræðir eru gerð úr sterku einangrunarplasti með botni og þaki. Inn í kössunum, sem eru 20– 30 cm á hæð, eru rammar úr tré- listum með vaxplötu á milli sem í eru sexhyrnd hólf sem býflugan fyllir af hunangi og lokar fyrir. Á kössunum er flugop þar sem flugurnar geta flogið út og inn að vild. Býflugurnar geta flogið nokkra kílómetra frá búinu eftir þörfum, allt eftir því hvar ætið er að finna. Aðspurður segir Egill að býflug- urnar séu til friðs og angri ekki ná- grannana. Miklu meira sé um að geit- ungar angri mannfólkið. „Þær eru ekkert í því að sveima í kringum fólk og trufla úti við. Þær fljúga bara að blómunum og heim aftur.“ Að sögn Egils eru búin látin standa utan dyra vetrarlangt en sú hugmynd hefur verið færð í tal að setja þau í jarðkjallara. Þá þyrfti hins vegar að gæta að réttu hita- og rakastigi auk þess sem mýs geta komist í búin og skemmt. „Stórt bú á hins vegar að lifa af hvaða veðravíti sem er á meðan það blæs ekki í gegnum búið,“ segir Eg- ill. Hunangið sem fæst úr búunum er afbragðsgott, að hans sögn, bæði á ristað brauð og í te, en of verðmætt til að nota í bakstur, að hans mati. Í fyrra seldi hann eitthvað af hunangi til vinnufélaga og er skemmst frá því að segja að það rann út eins og heitar lummur og hann annaði ekki eftir- spurn. Býflugnaræktendafélag Íslands hefur undanfarin ár flutt inn býflugnabú og nýtt hunangið Morgunblaðið/Arnaldur Ekki er óalgengt að í einu búi séu á bilinu 30–40 þúsund býflugur. Takið eftir hvíta deplinum á bakinu á drottningunni fyrir miðju á myndinni til vinstri, sem Egill hefur málað á hana. Liturinn segir til um hvaða ár hún er fædd. Í fyrra var notast við hvítan lit en í ár hefur verið notaður gulur litur. Algengast er að skipt sé um drottningu í búinu á 2–3 ára fresti, að sögn Egils. Kópavogur Allt að 30–50 kíló af hunangi úr einu búi Egill klæðist sérstökum búningi áður en hann opnar búin í garðinum. Með því að spúa reyk á búin halda býflugurnar að hætta sé á skógareldi, að sögn Egils. Þær fylla sig af hunangi og róast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.