Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 17

Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 17 ræða, heldur þurfi að vinna með rót vandans á annan hátt til að öðlast lækningu. Úrkoman setti ekki bara svip sinn á mótshald um helgina því hún hafði einnig áhrif á samgöngur á svæðinu og um tíma voru Hellnar aflokaðar á báða vegu þar sem rann úr Útnesvegi við Arnarstapa svo hann var ófær og einnig fór vegurinn í sundur við Hólahóla. En Vega- gerðin brást skjótt við og gerði nauðsynlegar úrbætur svo allir kom- ust leiðar sinnar. Læk- ir flæddu víða yfir bakka sína og vegurinn yfir Jökulhálsinn fór í sundur á einum stað og víða voru rásir í honum vegna vatns sem hafði flætt þar um. Upp úr hádegi á verslunar- mannafrídaginn fór hins vegar að létta til og nú ríkir blíðskaparveður Undir Jökli. TÖLUVERT færri en búist hafði verið við sóttu Mannræktarmótið á Brekkubæ á Hellnum í hinni miklu úrkomu sem gekk yfir Snæfells- nesið sunnanvert um verslunarmannahelg- ina. Góðan gest rak samt óvænt á fjörur mótsgesta því á Gisti- heimilinu Brekkubæ dvaldi dr. Stan Goldin taugasérfræðingur, sem starfar við Har- vard-læknaháskólann. Goldin bauð móts- gestum upp á fyrirlest- ur á laugardeginum þar sem hann fjallaði um ýmsar nýjar rannsókn- ir sem benda eindregið til þess að stutt verði í að svokallaðar óhefðbundnar lækningar verði not- aðar samhliða hefðbundnum lækn- ingum, þar sem m.a. hefur komið í ljós að lyfjagjöf leysir oft ekki vand- ann þegar um huglæg áföll er að Stan Goldin Góður gestur í rigningunni Hellnar UM SÍÐUSTU mánaðamót lauk grásleppuvertíð við Breiðafjörð. Grásleppuvertíðin hófst 10. maí og stunduðu 13 bátar veiðarnar frá Stykkishólmi. Eru það mun fleiri bátar en undanfarin ár. Í vor ríkti bjartsýni með veiðarnar og eins hefur verð fyrir hrogn farið hækk- andi. Vonir manna um aflabrögð rættust ekki. Veiði var léleg fram- an af vertíðinni, en síðustu dag- arnir voru skástir. Alls var landað í Stykkishólmi tæpum 60 tonnum af grásleppuhrognum. Flestir bát- arnir lögðu upp aflann hjá Sigurði Ágústssyni ehf. í Stykkishólmi. Hjá kavíarvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. lönduðu í sumar 25 bátar víða að af landinu. Kavíarvinnslan tók á mótin 649 tunnum af hrognum á móti 458 tunnum í fyrra, en fleiri bátar lögðu upp hjá fyrirtækinu í sumar. Í gráslepputunnunni eru um 150 kíló af hrognum. Grásleppuveiðarnar sköpuðu mörgum vinnu í Stykkishólmi, þar sem yfirleitt eru 2 menn á hverj- um báti. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þröstur Auðunsson og Alexander Helgason voru saman á grásleppu- veiðum í sumar og sögðu að veiðin hefði mátt vera meiri. Hér eru þeir að taka grásleppunetin í land og næstu daga munu þeir skera af net- unum og hafa teinana klára fyrir næsta vor. Grásleppu- vertíð lok- ið í Stykk- ishólmi Stykkishólmur UM 300 manns lögðu leið sína á sandkastalakeppnina í Önund- arfirði síðastliðinn laugardag en hún hefur verið haldin árlega á sendinni Holtsfjörunni í áratug. Sigurverkið í keppninni var mynd- arleg hafmeyja með þarablöðkur fyrir hár og steina fyrir augu og fóru höfundar hennar heim klyfj- aðir verðlaunum. Sandkastala- keppnin snýst, að sögn aðstand- enda, einkanlega um að fara út að leika sér með börnunum sínum. Dómnefnd í keppninni skipuðu þær Elísabet Gunnarsdóttir arki- tekt, Dorothee Lubecki ferðamála- fulltrúi og Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, sýslumaður Ísfirðinga. Höfðu þær ærinn starfa við að velja sigurverk úr hópi þeirra fimmtíu listaverka sem litu dagsins ljós þennan gráa laugardag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Þessi haganlega gerða hafmeyja bar sigur úr býtum í keppninni. 50 verk á sandkastalakeppni Önundarfjörður ATVINNA mbl.is í Fornalundi Útsala - útsala Viðbótarafsláttur Síðustu dagar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.