Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 21 TILKYNNT hefur verið að Bras- ilía fái aukna lánsábyrgð frá Al- þjóðagjaldeyrissjónum, IMF, er nemur 30 milljörðum dollara eða rúmlega 2.500 milljörðum króna. Bandaríkjamenn leggja fram mest fé til sjóðsins og lýstu þeir í gær ánægju sinni með ákvörðunina sem tekin var eftir langar samn- ingaviðræður, en Brasilíumenn óttast nú margir að þjóðin geti lent í miklum efnahagsvanda í kjölfar þrenginganna í Argentínu og fleiri ríkjum Rómönsku-Amer- íku. Sjóðurinn hefur aldrei fyrr veitt svo stórt lán. Um 80% af aðstoð- inni verður veitt þegar á næsta ári. Forsetakosningar verða í Brasilíu í október og tveir efstu frambjóðendurnir í skoðanakönn- unum eru vinstrisinnar sem áður hafa lýst andstöðu við skilyrði IMF fyrir lánveitingum og ábyrgð- um. Talsmenn fjármálaráðuneytis- ins í Brasilíu sögðu í gær að þeir hefðu fulla trú á því að helstu frambjóðendur myndu styðja sam- komulagið. Framkvæmdastjóri IMF, Horst Köhler, sagði í yfirlýsingu að hann myndi leggja samninginn fyrir stjórn sjóðsins í september. Með samningnum væri stefnt að því að draga úr óvissu sem Brasilíumenn byggju við og þeir yrðu ekki jafn berskjaldaðir fyrir sveiflum á al- þjóðamörkuðum. „Stefna Brasilíu- stjórnar til langs tíma er traust og hún á skilið öflugan stuðning al- þjóðasamfélagsins. Fagna ber lýð- ræðislegum umræðum í Brasilíu og eins og við höfum áður sagt er sjóðurinn reiðubúinn að aðstoða hverja þá ríkisstjórn sem vill fylgja skynsamlegri efnahags- stefnu.“ Miklar sviptingar hafa verið á fjármálamörkuðum Brasilíu und- anfarna mánuði, en opinberar skuldir ríkisins eru með þeim mestu í heimi eða 264 milljarðar dollara. Stjórn hægrimannsins Fernando Henrique Cardoso, frá- farandi forseta, hefur lagt áherslu á markaðsfrelsi og einkavæðingu. Brasilíumenn fengu rúmlega 15 milljarða dollara lán hjá sjóðnum í fyrra. IMF ákvað einnig í gær að auka svigrúm stjórnvalda með því að lækka kröfur um gjaldeyris- forða í fimm milljarða dollara úr 15 milljörðum. IMF setti sem skilyrði að Bras- ilíustjórn myndi á næsta ári reka ríkissjóð með afgangi er næmi 3,75% af þjóðarframleiðslu en þá verður að vísu ekki tekið tillit til vaxtargreiðslna af opinberum lán- um. Sérfæðingar töldu að með ákvörðuninni væri Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn að benda öðrum þróunarríkjum á að ef þau fylgdu ábyrgri stefnu myndi þeim verða umbunað á sama hátt og Brasilíu. Paul O’Neill, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur ferðast um nokkur ríki Suður-Ameríku, þ. á m. Brasilíu, síðustu daga og rætt við ráðamenn. Gjaldmiðill Brasilíu, realinn, féll mikið í liðinni viku eft- ir að O’Neill sagði að Bandaríkja- stjórn krefðist trygginga fyrir því að fjárhagsaðstoð við lönd Róm- önsku-Ameríku endaði ekki á „bankareikningum í Sviss“. Hann dró þegar í land til að milda áhrif- in af ummælunum og í yfirlýsingu ráðuneytis hans í gær var stefnu Brasilíustjórnar hrósað og sagt að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að styðja ríkið ef núverandi fjármálastefnu yrði fylgt. Brasilíumönnum veitt stærsta lán í sögu IMF Bandaríkjamenn hrósa fjármála- stefnu stjórnar Cardoso forseta Washington. AFP, AP. DILBERT mbl.is Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 -Gæðavara Verð kr: 6.200.- Verð kr: 7.900.- Verð kr: 8.900.- Verð kr: 9.900.- Verið velkomin - aðgengi er orðið mjög gott að búðinni Verð kr: 7.300.- Verð kr: 9.500.- Verð kr: 11.500.- Verð kr: 12.500.- Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið laugardag kl. 11-17 Villtar & Vandlátar Full búð af nýjum öðruvísi fatnaði Ný sending frá Mexíkó og Spáni Mikið úrval af handunninni gjafavöru á hagstæðu verði Gjafa gallery Frakkastíg 12, sími 511 2760 Gallabuxur 20% afsl. Peysur áður 4.990 nú 3.490 Bolir áður 2.490 nú 1.490 Skólabyrjun Laugavegi 54, sími 552 5201 í Flashí l l rj Haustvörurnar komnar! Afsláttur af öllum nýjum vörum Ótrúlegt úrval fsláttur af llu nýju v ru trúle t úrval frá Ítalíu Bútsagir með borði - tvær stærðir. Laugavegi 29, sími 552 4320, www.brynja.is Mikið úrval af sambyggðum og sérbyggðum trésmíðavélum, rennibekkir og bandsagir. Einnig margar stærðir af hefilbekkjum. FRÍTT í alla miða- og stöðumæla eftir kl. 13.00 á löngum laugardegi Laugavegi 25, sími 533 5500 Útsalat l 30-70% afslátturl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.