Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 23

Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 23 2.595 kr. 4 stærðir Sími 525 3000 • www.husa.is Tilboð á hringsnúrum Verð frá KIRKJUVIKA í Strandarkirkju hefst á á morgun kl. 17 og stendur fram á fimmtudag. Meðal dagskrár- liða verða erindi, ljóðastundir, sönglist, staðar- skoðun, dagleg tíðagjörð og Maríumessa. Dagskráin hefst með staðar- skoðun og Pétur Pétursson sem gætir kirkjunnar þessa viku gerir grein fyrir helgi- sögnum um Strandarkirkju. Pétur er hvata- maðurinn að kirkjuvikunni og hefur unnið upp dagskrána í sam- ráði við sóknar- prestinn Baldur Kristjánsson. Strandarkirkja í Selvogi er mesta áheitakirkja í ís- lenskri kirkjusögu. Hún er sóknar- kirkja þeirra sem í Selvoginum búa en lýtur um leið sérstöku forræði Kirkjuráðs. Saga hennar teygir sig langt aftur í aldir og tilurð hennar er sveipuð helgiljóma. Föstudagur 9. ágúst Kl. 17: Staðarskoðun: Pétur Pét- ursson kirkjuvörður ræðir helgi- sagnir um Strandarkirkju. Kl. 18: Tíðagjörð, Vesper. Laugardagur 10. ágúst Kl. 16: Ljóðastund með Matthíasi Johannessen skáldi. Ave María. Margrét Bóasdóttir söngkona syng- ur lög tileinkuð Maríu guðsmóður. Kl. 17: Erindi: Árni Þ. Árnason viðskipta- og guðfræðingur. „Slitinn af fjandans króki bitrum. Um trúar- hætti miðalda.“ Lesari með honum Margrét Ákadóttir leikkona. Kl. 17.45: Sr. Kristján Valur Ing- ólfsson lektor ræðir um lofsöng Maríu og tíðagjörð kirkjunnar að fornu og nýju. Kl. 18: Tíðagjörð. Sunnudagur 11. ágúst Kl. 17: Maríumessa: Prestur sr. Baldur Kristjánsson. Dr. Pétur Pétursson prófessor í guðfræði pre- dikar. Dúettinn VocaLisa, sem Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Lin mynda, syngur m.a. Ave María og lög við texta um Maríu mey. Organisti er Sigrún Þorsteins- dóttir. Mánudagur 12. ágúst Kl. 17: Erindi: Kári Bjarnason handritafræðingur. „Minn Jesús, mín móðir, mín hæna. Ólíkar mynd- ir – einn veruleiki.“ Kl. 17.30: Upplestur: Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona les valda kafla úr Maríusögu og nokkra Mar- íusálma og ljóð. Kl. 18: Tíðagjörð. Þriðjudagur 13. ágúst Kl. 17: Erindi: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. „Maríuvísanir í Gamla testamentinu.“ Kl. 18: Tíðagjörð. Miðvikudagur 14. ágúst Kl. 17: Erindi: Haraldur Ólafsson prófessor. „Almættið og úthafið.“ Kl. 17.30: Ljóðastund með Hirti Pálssyni cand mag. Kl. 18: Tíðagjörð. Fimmtudagur 15. ágúst Kl. 17: Erindi: Sr. Sigurður Æg- isson. „Kirkjan og úthafið.“ Kl. 18: Tíðagjörð. Tíðagjörð og Maríu- messa í Strandarkirkju Morgunblaðið/Kristinn Dúettinn VocaLisa, sem þær Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Lin mynda, syngur m.a. Ave María og lög við texta um Maríu mey í Maríu- messu á sunnudag kl. 17. Organisti er Sigrún Þorsteinsdóttir. Matthías Johannessen Margrét Bóasdóttir I8, Klapparstíg 33 Sýningunni Three walls lýkur á laugardag. Listamennirnir eru Sabine Funke, Ragna Róbertsdótt- ir og Beate Terfloth. Hugmyndin að baki verkefninu er að tefla sam- an þremur ólíkum stílbrigðum og listrænum nálgunum. Gallerí i8 er opið kl. 13–17. Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á mánudag: Sýningu á grafíkverkum Mariu Elisabeth Prigge og sýningunni Grænland Ísland Færeyjar (GÍF) en sýnend- ur eru hópur úr félaginu Íslensk grafík. Sýningarnar eru opnar kl. 11–17. Eden, Hveragerði Sýningu Garðars Jökulssonar lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru stór og smá málverk sem unn- in eru með margvíslegum hætti. Listamaðurinn verður í Eden á opnunartíma. Sýningum lýkur ÁGÚSTI Guðmunds- syni kvikmyndaleik- stjóra hefur verið boðið að leikstýra kvikmynd í Bandaríkjunum. Myndin er, að sögn Ágústs, gamansöm ást- arsaga, sem gerast í New York. „Framleið- andi myndarinnar hringdi í mig í síðustu viku og sendi mér handritið í kjölfarið, sem mér líst vel á,“ segir Ágúst. Að svo stöddu vill Ágúst ekki upplýsa nánar um framleiðanda myndar- innar, en segir fyrir- tækið, sem að myndinni stendur, hafa hingað til unnið meira að fjár- mögnun kvikmynda, en sé nú að íhuga gerð kvikmynda. Ágúst reiknar með að fara utan til viðræðna við framleiðandann á næstunni. „Beðið er með lokagerð handritsins þangað til að ég hef skoðað það með framleiðanda, og fæ ég þannig að koma mínum sjónar- miðum að,“ útskýrir Ágúst. Að hans sögn er nauðsynlegt fyrir leikstjór- ann að fá að hafa hönd í bagga með handritsgerðinni svo að framhaldið gangi að óskum. Nýjasta kvikmynd Ágústs, Máva- hlátur, hefur hlotið at- hygli víða um heim. Skemmst er að minn- ast sigurgöngu mynd- arinnar á kvik- myndahátíðinni í Karlovy Vary, þar sem aðalleikkonan Ugla Egilsdóttir var valin besta leikkonan. Mávahlátur fær góða dóma Í dómi kvikmynda- blaðsins Variety um Mávahlátur er farið lofsamlegum orðum um myndina. Þar segir meðal annars: „Leik- stjórinn nær að láta myndina aldrei verða of alvarlega, í staðinn er við- haldið stríðnum tóni, til dæmis með leik djass-stórsveitar og glettnum samtölum sögupersóna.“ Velgengni Mávahláturs hefur ef- laust átt hlut að máli við ákvörðun framleiðandans um að hafa sam- band við Ágúst. „Umfjöllun um myndina hefur verið mjög jákvæð, og eftir að dómurinn um hana birtist í Variety á dögunum hefur mikið verið spurt um myndina og óskað eftir henni til sýningar, til dæmis í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst jafn- framt. Ágústi boðið að leikstýra mynd í Bandaríkjunum Ágúst Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.