Morgunblaðið - 09.08.2002, Side 31
ÞEIR sem komnir
eru af léttasta skeiði
segja stundum að
stjórnmálabarátta
skipti litlu nú um
stundir. Úrslitin séu
ráðin í þeim leik sem
stjórnmálin séu og lítið
annað eftir en tækni-
legar útfærslur. Þetta
heyrist, en þó að við
sem yngri erum skilj-
um að þeir sem tóku
þátt í stjórnmálabar-
áttu þegar bylting
kommúnista var raun-
veruleg aðsteðjandi
ógn telji baráttuna nú
léttvægari, þá lítum við
alls ekki svo á að nú eigi einungis
eftir að ganga frá smáatriðum.
Það er nefnilega svo að þó bylting
sé fjarlægur möguleiki nú, þá er
engu að síður hætta á að þjóðfélagið
færist smám saman í átt til þess
draumaríkis sem hörðustu fé-
lagshyggjumenn hafa ætíð barist
fyrir. Baráttumál margra stjórn-
málamanna eru þess eðlis að þeim
sem annt er um frelsið mega ekki
sofna á verðinum.
Þegar sí og æ eru lagðar fram til-
lögur í borgarstjórn og á Alþingi
sem fela í sér aukin útgjöld hins op-
inbera – eða með öðrum orðum til-
lögur um hærri skatta á almenning
– þá er ekki hægt að horfa framhjá
því að frelsi almennings er í hættu.
Og tillögurnar fela ekki aðeins í sér
aðför að fjárhagslegu sjálfstæði
fólks, því sumar þeirra eru hugs-
aðar til að takmarka athafnafrelsi
fólks beint. Þetta eru hvers kyns
boð og bönn hins opinbera sem
segja fólki – fullorðnu fólki – að það
verði að gera þetta eða það megi
ekki gera hitt. Þetta er ekki aðeins
hvimleitt heldur beinlínis hættuleg
aðför að því lífi sem fólk vill lifa. Við
skulum vera minnug þeirra orða, að
frelsið tapast sjaldnast allt í einu
lagi.
Ástæða þess að við stöllur sting-
um niður penna nú, er að fram-
undan er kosningavetur, og þegar
kosningar eru á næsta leiti er enn
mikilvægara að taka til varna fyrir
frelsið. Í vor var kosið og fyrir þær
kosningar stóð Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, í ströngu í baráttunni fyrir því
að ná borginni úr höndum vinstri
manna, sem hafa í áraraðir sólundað
fé skattgreiðenda og safnað millj-
arðaskuldum. Sigur vannst ekki í
það skiptið – þó tekist hafi að
minnka meirihluta vinstri manna
svo umboð þeirra er nú ekki jafn
skýrt og áður var.
Í alþingiskosningunum sem fram-
undan eru verður góður sigur að
vinnast og allt útlit er fyrir að svo
megi verða. Málefnastaða Sjálf-
stæðisflokksins er sterk eins og sjá
má á þeirri einkavæðingu sem stað-
ið hefur verið fyrir og enn stendur
yfir. Málefnastöðuna má einnig sjá á
traustu efnahagslífi sem vegna
breytinga í frjálsræðisátt á undan-
förnum árum virðist ætla að hrista
af sér samdrátt hraðar en áður hef-
ur þekkst. Hún sést einnig í lækkun
skulda ríkisins og loks má nefna að
hún sést á þeim skattalækkunum á
einstaklinga og fyrirtæki sem flokk-
urinn hefur staðið fyrir, þó ekki sé
með því sagt að á sviði skatta og að-
halds í ríkisrekstri megi ekki gera
betur.
En þrátt fyrir gott útlit má ekki
gleyma baráttunni. Heimdallur tek-
ur sem fyrr þátt í þeirri sókn sem
framundan er til að tryggja góða út-
komu flokksins í alþingiskosningun-
um. Við höfum starfað í stjórn fé-
lagsins síðustu misseri en munum
láta af þeim störfum á aðalfundinum
nú – og aldrei slógu tvö glaðari
hjörtu, Tondeleyó. Við verðum að
sjálfsögðu þátttakendur í því mik-
ilvæga starfi félagsins sem fram-
undan er og hvetjum alla unga sjálf-
stæðismenn að gera hið sama – þá
verður drukkið, dansað og kysst,
Tondeleyó, Tondeleyó.
Á suðrænum
sólskinsdegi
Sigþrúður
Ármann
Heimdallur
Þeir sem unna frelsinu,
segja Sigþrúður
Ármann og Svava
Björk Hákonardóttir,
mega ekki sofna á
verðinum.
Höfundar eru fráfarandi stjórn-
armenn í Heimdalli.
Svava Björk
Hákonardóttir
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 31
FYRIR dyrum
stendur mikilvægt
starfsár fyrir félög
ungra sjálfstæðis-
manna um allt land.
Ekki síst mun stærsta
félagið, Heimdallur,
hafa miklu hlutverki
að gegna í komandi al-
þingiskosningum og
mikilvægur lands-
fundur er framundan.
Brýnt er að félagið
slái ekki slöku við að
boða hugsjónir sínar
um einstaklingsfrelsi
og einkaframtak, efli
enn frekar almennt fé-
lagsstarf og virkji enn
fleiri til starfa í þágu málstaðarins.
Mér er annt um að svo megi verða
á komandi starfsári og hef því boð-
ið mig fram til formennsku í félag-
inu.
Mikið fylgi ungs fólks
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mik-
ils fylgis meðal ungs fólks. Nýlegar
skoðanakannanir sýna að flokkur-
inn nýtur yfir 50% fylgis í aldurs-
hópnum 18–24 ára á landsvísu og
enn meira fylgis í Reykjavík, fé-
lagssvæði Heimdallar. Þessarar
stöðu nýtur flokkurinn vegna
stefnu sinnar og árangurs í lands-
stjórninni á undangengnum árum.
Sjálfstæðisflokkurinn treystir ein-
staklingunum fyrir eigin lífi, en það
kann ungt fólk að
meta.
Málflutningur
ungra sjálfstæðis-
manna og öflugt starf
félaga þeirra, ekki síst
Heimdallar, á einnig
án nokkurs vafa þátt í
þessari góðu stöðu.
Frelsi og velmegun
Það er mikilvægt að
Sjálfstæðisflokkurinn
komi sterkur til leiks í
komandi alþingiskosn-
ingum og leggi ríka
áherslu á að halda
áfram þeim þjóð-
félagsbreytingum í frjálsræðisátt
sem unnið hefur verið að með góð-
um árangri á síðastliðnum 11 árum.
Við eigum ekki að láta okkur nægja
að viðhalda árangrinum, heldur
sækja fram af krafti. Heimdallur á
að leggja áherslu á að tala fyrir
grundvallarsjónarmiðum sjálfstæð-
isstefnunnar innan flokksins og ut-
an, og hika ekki við að gagnrýna
forystuna ef hún að áliti okkar
ungra sjálfstæðismanna villist af
leið. Við eigum jafnframt að vera
óþreytandi við að minna á hvaða
hættu frjálsræði og velmegun á Ís-
landi stafar af vinstriöflunum.
Framúrskarandi
Heimdallur
Í dag kl. 18 er aðalfundur Heim-
dallar. Ég býð mig fram til for-
mennsku í Heimdalli til þess að
vinna að hugsjónum sjálfstæðis-
stefnunnar sem Heimdallur hefur
starfað eftir í 75 ár. Ég hef langa
reynslu af starfi félagsins og vona
að ég njóti trausts fyrir verk mín
innan félagsins, í þágu SUS og
Sjálfstæðisflokksins. Mér væri
mikill heiður ef félagsmenn myndu
veita mér brautargengi á aðalfundi
félagsins í dag. Ég heiti því að ég
mun leggja mig allan fram til þess
að afla sjónarmiðum ungra sjálf-
stæðismanna fylgis og tryggja að
ungir sjálfstæðismenn snúi bökum
saman í þágu Sjálfstæðisflokksins.
Markmiðið er skýrt – glæstur sigur
Sjálfstæðisflokksins á komandi
vori.
Magnús Þór
Gylfason
Heimdallur
Ég býð mig fram til for-
mennsku í Heimdalli,
segir Magnús Þór
Gylfason, til að vinna að
hugsjónum sjálfstæðis-
stefnunnar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Í þágu sjálfstæðis-
stefnunnar
FUGLAHÚS
Garðprýði fyrir garða og sumarhús.
10 mismundandi gerðir.
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
PIPAR OG SALT
Frá kr. 3.995
8
Afi/Amma
allt fyrir minnsta barnabarnið
Við erum á Skólavörðustíg 41, Þumalína
NÝ STJÓRN Heim-
dallar, félags ungra
sjálfstæðismanna í
Reykjavík, verður kos-
in á aðalfundi félagsins
í dag. Engum dylst að
starf Heimdallar,
þessa stærsta aðildar-
félags Sjálfstæðis-
flokksins, hefur verið í
mikilli lægð á undan-
förnum árum. Afleið-
ing er augljós; minnk-
andi fylgi Sjálfstæðis-
flokksins meðal yngri
kjósenda og minni
þátttaka ungs fólks í
starfi félagsins.
Þessari þróun verður að snúa við,
en það gerist ekki sjálfkrafa.
Fáir virðast ætla að koma stjórn-
unarháttum félagsins undanfarin ár
til varnar, en hverjum er best treyst-
andi til að finna réttan kúrs á nýjan
leik?
Á fundinum í dag verður kosið á
milli tveggja kosta. Núverandi for-
ystumenn í Heimdalli bjóða sig fram
undir nýjum merkjum og boða breyt-
ingar. Loforðin voru líka fögur í að-
draganda aðalfundar fyrir ári, þar
sem forystan fékk endurnýjað umboð
félagsmanna, en um efndir þeirra lof-
orða þarf ekki að fjölyrða. Manna-
breytingar eru auðvitað brýnar en
hugarfarsbreyting er lykilatriði.
Gagngerra breytinga er þörf
Hinn kosturinn er framboð tólf fé-
lagsmanna í Heimdalli undir minni
forystu.
Okkar markmið er að auka veg fé-
lagsins með kraftmeira starfi og
áherslubreytingum í málflutningi
þess. Um er að ræða fjölbreyttan og
öflugan hóp sem hefur m.a. starfað
mikið innan Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta, allra síðustu miss-
eri. Þessi hópur, og sá mikli fjöldi
sem að baki honum stendur, er tilbú-
inn til þess að leggja mikla vinnu á sig
til þess að afla frjálslyndum skoðun-
um fylgis meðal ungs fólks á Íslandi.
Það teljum við að sé best gert með því
að starfa innan Sjálfstæðisflokksins
af heilindum og í anda málefnalegrar
gagnrýni, en boða ekki til klofnings ef
upp kemur ágreiningur
um aðgerðir flokksins.
Þótt hægt kunni að
þoka í frelsisátt verður
að hafa í huga að breyt-
ingar á þjóðfélagsgerð-
inni taka tíma og besta
leiðin til þess að tryggja
að þær nái fram að
ganga er að afla Sjálf-
stæðisflokknum fylgis.
Til þess þarf málflutn-
ingur félagsins að vera
bæði trúverðugur og að-
laðandi. Félagið á að
hafa það að markmiði að
laða ungt fólk til fylgis
við flokkinn og hugsjón-
ina en ekki að leggja of-
urkapp á að halda fram jaðarskoð-
unum sem fæla fólk frá þátttöku.
Gerum breytingar –
kjósum betri Heimdall
Breytingar á stjórn og starfshátt-
um Heimdallar eru forsenda þess að
snúa megi við óheillaþróun síðustu
ára. Það hlýtur að vera keppikefli
allra Heimdellinga að félagið sé öfl-
ugt og að starf þess skili tilætluðum
árangri.
Stjórnarkjörið nú snýst ekki um
grundvallarágreining hvað skoðanir
varðar, eins og margir virðast halda,
heldur starfshætti stjórnarinnar og
áherslur í málflutningi. Kosningarn-
ar snúast þannig frekar um hlutverk
Heimdallar en grundvallarstefnu fé-
lagsins.
Ég býð mig fram til þess að leiða
starf Heimdallar á næsta ári og
gegna embætti formanns. Á fundin-
um í dag, sem hefst kl. 18, fá fé-
lagsmenn tækifæri til þess að velja
um það hvort félagið taki stefnu-
breytingu í starfsháttum eða ekki. Að
loknum kosningum munum við svo
snúa bökum saman og berjast sam-
eiginlega fyrir góðum árangri Sjálf-
stæðisflokksins í kosningunum á
næsta ári. Hægt er að kynna sér
helstu stefnumál og áherslur á
heimasíðu framboðsins www.betri-
heimdallur.com.
Þórlindur
Kjartansson
Heimdallur
Breytingar á stjórn og
starfsháttum Heimdall-
ar, segir Þórlindur
Kjartansson, eru for-
senda þess að snúa
megi við óheillaþróun
síðustu ára.
Höfundur gefur kost á sér til
embættis formanns Heimdallar.
Kjósum betri
Heimdall
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Ísskálar frá
Kr. 4.290