Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGINN 11. ágúst kl. 11.00
verður fjölskylduguðsþjónusta í Ár-
bæjarkirkju í umsjá Margrétar Ólaf-
ar, Guðna Más og sr. Þór Hauksson
og unglinga í Æskulýðsstarfi kirkj-
unnar. Guðsþjónustan er byggð upp
á söng, bænahaldi og öðrum efni, til
dæmis kemur brúðan Kalli í heim-
sókn og segir frá ævintýrum sínum í
Vatnaskógi. Lesin verður skemmti-
leg og spennandi saga. Eftir stund-
ina í kirkjunni verður farið í safn-
aðarheimilið þar sem boðið verður
upp á grillaðar pylsur og gos gegn
vægu gjaldi. Allir velkomnir, ungir
sem aldnir. Vonumst til að sjá sem
flesta í sumarskapi.
Útiguðsþjónusta
við Háteigskirkju
BOÐIÐ verður upp á þá nýbreytni
sunnudaginn 11. ágúst að messa í
garðinum á milli kirkju og safn-
aðarheimilis Háteigskirkju ef veður
leyfir. Guðsþjónustan hefst klukkan
11.00.
Tónlistin í guðsþjónustunni verð-
ur í umsjón Þorvaldar Halldórs-
sonar. Sr. Tómas Sveinsson þjónar
fyrir altari. Messugestir eru hvattir
til að taka með sér grillmat, stefnt
er að því að grilla saman í garð-
inum!
Fjölskyldu-
guðsþjónusta
Árbæjarkirkju
Í DAG eru væntanlegir til
Íslands þeir Boris Spassky,
fyrrum heimsmeistari í
skák, og Lothar Schmid, yf-
irdómari í einvígi Spasskys
og Fischers, sem hér var
haldið fyrir 30 árum. Þeir
munu taka þátt í opnu, al-
þjóðlegu málþingi sem
Skáksamband Íslands
stendur fyrir í tilefni af 30 ára afmæli
einvígis aldarinnar.
Málþingið verður haldið á morgun,
laugardaginn 10. ágúst, í Þjóðmenn-
ingarhúsinu við Hverfisgötu, en á
sama stað stendur nú yfir sýningin
„Skákarfur Íslendinga og einvígi
aldarinnar“. Á málþinginu koma sam-
an í fyrsta sinn frá lokum einvígisins
margir helstu þátttakendurnir í þeim
viðburði sem margir telja hápunkt
skáksögunnar sem þó nær hátt í 2.000
ár aftur í tímann. Auk þeirra
Spasskys og Lothar Schmids taka
Guðmundur G. Þórarinsson, þá-
verandi forseti Skáksambandsins, og
Friðrik Ólafsson, stórmeistari, þátt í
málþinginu. Þeir gegndu báðir lyk-
ilhlutverki í einvíginu, hvor á sinn
hátt.
Málþingið hefst í Þjóðmenningar-
húsinu klukkan 13.30 á morgun og
eru allir velkomnir. Hrannar Björn
Arnarsson, forseti Skáksambands Ís-
lands, setur málþingið, en að því
loknu flytur forseti Íslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp. Í
kjölfarið fylgja erindi þeirra Spassk-
ys, Lothar Schmids og Guðmundar G.
Þórarinssonar. Að lokum verða pall-
borðsumræður undir stjórn Friðriks
Ólafssonar. Þar gefst gestum tæki-
færi til að leggja fyrirspurnir fyrir
þessa menn sem voru mitt í hringiðu
einvígisins 1972. Enn er mörgum
spurningum ósvarað varðandi einvíg-
ið, enda var það fréttaefni fjölmiðla út
um allan heim allt það sumar. Það er
ekki víst að annað eins tækifæri eigi
eftir að gefast til að fá upplýst það
sem raunverulega gerðist bak við
tjöldin.
Málþinginu lýkur um klukkan
17.30. Það er opið öllum og mun fara
fram á ensku. Það er upplagt fyrir þá
sem ætla á málþingið að mæta
snemma og hita upp með því að líta
yfir hina mjög svo athyglisverðu sýn-
ingu Þjóðmenningarhússins, Skák-
arfur Íslendinga og einvígi aldarinn-
ar. Hún er haldin með stuðningi
Visa-Ísland, en athygli vekur hversu
smekklega og hóflega fyrirtækið hef-
ur kosið að halda því á lofti á sýning-
arstað.
Helgi Áss Grétarsson í 2.–14.
sæti í Dresden
Á sumrin er haldinn aragrúi opinna
alþjóðlegra skákmóta á meginlandi
Evrópu. Verðlaunasjóðir slíkra móta
vega ekki þungt í pyngjunni og hafa
lækkað mikið að raungildi á síðustu
árum. Það opna mót sem hefur ein-
hver veglegustu verðlaunin er
skákhátíðin í Dresden. Helgi Áss
Grétarsson og Lenka Ptácníková
voru þar á meðal keppenda í ár. Helgi
lenti í 2.–14. sæti með 7 vinninga af 9
mögulegum, en Lenka í 54.–85. sæti
með 5½ vinning. Ótvíræður sigurveg-
ari mótsins var heimamaðurinn Alex-
endar Graf (áður Nenashev frá Ús-
bekistan) með 8 vinninga.
Af opnu móti að vera var það vel
skipulagt og aðstæður á skákstað
góðar, en keppt var á fjögurra-
stjörnu hóteli. Mótshaldarar voru vin-
gjarnlegir og hjálpfúsir, en drógu
helst til mikið taum heimamanna þeg-
ar kom að því að raða í umferðir. Sam-
hliða stóra opna mótinu fóru einnig
fram aðrir viðburðir. M.a. var haldið
fjölskyldumót þar sem tveir voru í liði
og þurftu liðsmenn að vera hjón eða
skyld með einhverjum hætti. Hin ný-
bökuðu hjón Helgi og Lenka sigruðu
á mótinu eftir harða keppni við stór-
meistarahjónin Stangl og feðgana
Kalinitschev. Þrátt fyrir að hafa ekki
teflt við Helga og Lenku, lentu 12 ára
úkraínsk hnáta og faðir hennar óvænt
í öðru, sæti, en bæði hafa um 2.200
skákstig.
Dresden er áhugaverð borg, en
mikið endurbyggingarstarf fer þar nú
fram eftir sprengjuárásir seinni
heimsstyrjaldarinnar og sinnuleysi
austur-þýskra yfirvalda. Miðborgin
er eins og stórt byggingarsvæði með
Frúarkirkjuna sem miðdepil. Stein-
snar frá miðborginni er afbragðs net-
kaffi sem ekki væri í frásögur færandi
nema þar rétt hjá er kráin „Bier-
garten ASS“. en þar sátu hin nýgiftu
Áss-hjón stundum að drykkju og
snæðingi.
Sérstakasta skák Helga á mótinu
var gegn FIDE-meistaranum og
stærðfræðingnum Roland Voigt
(2.325) frá Þýskalandi.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Roland Voigt
Drottningarbragð.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Be7 4. Rc3
d5 5. Bf4 c6 6. e3 Rbd7 7. h3 0-0 8.
Dc2 h6 9. g4!?
Sennilega stenst þessi leikur ekki
ströngustu gæðakröfur en hugmynd-
in var að færa sér í nyt að svartur hef-
ur veikt kóngstöðu sína með h6.
Kramnik lék 9. Hd1 árið 1992 gegn
Ubilava í atskák.
9. ...Re4?
Þessi peðsfórn gengur ekki upp
enda staða hvíts á miðborðinu of sterk
til þess. Mun eðlilegra var að leika 9.
...dxc4 og er staðan allsendis óljós eft-
ir 10. Bxc4 b5 11. Be2 Bb7 12. g5.
10. Rxe4 dxe4 11. Dxe4 Da5+ 12.
Ke2!
Að sjálfsögðu þar sem eftir 12. Rd2
Bb4 13. Dc2 e5 hefur svartur góð færi
fyrir peðið.
12. ...b5
Svartur fengi ekki fullnægjandi
færi fyrir peðið eftir 12. ...c5 13. Bg2
cxd4 14. exd4 Rf6 15. Dc2.
13. c5!
Lokar á svartreita biskup svarts og
gerir svörtum erfiðara fyrir að koma
hvítreita biskupnum í gagnið. 13.
Dxc6 hefði verið mun hættulegra
framhald fyrir hvítan.
13. ...b4 14. Rd2
Enn var 14. Dxc6 hættulegt vegna
14. ...Ba6+ 15. Kd1 Rxc5 16. dxc5
Hfd8+ 17. Rd4 Bxf1 18. Hxf1 Hac8
og svartur hefur gagnfæri fyrir
manninn. Nú hótar hvítur Kf3 og svo
Rd2-c4.
14. ...e5
14. ...Ba6 væri svarað með 15. Kf3
og hvítur yrði sælu peði yfir og með
betra tafl. Textaleikurinn gengur
ekki upp en er líklegri til að hræra
upp í stöðunni.
15. Bxe5 f5 16. gxf5 Rxe5 17. Dxe5
Bf6
17. ...Bg5 var ekki fýsilegt vegna
18. f4
18. De4! b3 19. Kd1 Hb8 20. Rc4?
Taflmennska hvíts hefur verið
prýðileg fram að þessum mistökum.
Svartur hefði getað gefist upp með
góðri samvisku eftir 20. Bc4+ Kh8 21.
Ke2 enda eru færi hans ófullnægjandi
eftir 21. ...Bxf5 22. Dxf5 Bh4 23. Dd3
Hxf2+ 24. Kd1.
20. ...Dxa2!
Að sjálfsögðu enda gengur 21.
Hxa2 bxa2 ekki upp fyrir hvítan þar
sem hann yrði hróki undir. Staða
hvíts er þó svo góð að hann getur farið
í endatafl þar sem hann hefur peði
meira og sterkt miðborð.
21. Db1 Dxb1+ 22. Hxb1 Bxf5 23.
Ha1 Bh4?
Síðustu mistök svarts sem útiloka
allt mótspil. 23. ...Be4 hefði veitt mun
harðvítugri mótspyrnu þótt sigur-
möguleikarnir séu hvíts megin. Í
framhaldinu nær hvítur að vernda
miðborðspeðin sín án nokkurra vand-
kvæða.
24. f3! Bc2+ 25. Ke2 g5 26. Bg2
Hb7 27. Ha6 Hc7 28. Hha1
og svartur gafst upp enda munu
peð hans á drottningarvæng vera
felld hvert af öðru innan tíðar.
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur
Helgina 9.–11. ágúst næstkomandi
fer fram Boðsmót Taflfélags Reykja-
víkur í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur í Faxafeni 12. Þetta
gamalgróna mót verður með breyttu
sniði að þessu sinni þar sem það verð-
ur aðeins teflt yfir eina helgi. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi.
Á föstudagskvöldið verða tefldar
þrjár atskákir (25 mín. á mann), en á
laugardag og sunnudag verða tefldar
tvær kappskákir (1,5 klst. á 30 leiki og
svo 30 mín. til að klára) hvorn daginn.
Dagskrá mótsins verður þessi:
1.–3. umf. 9.8 kl. 19.30–22.30
4. umf. 10.8 kl. 10–14
5. umf. 10.8 kl. 17–21
6. umf. 11.8 kl. 10.30–14.30
7. umf. 11.8 kl. 17–21
Peningaverðlaun eru í boði fyrir
efstu þrjú sætin: 12.000 kr., 8.000 kr.
og 5.000 kr. Ef 35 eða fleiri taka þátt,
hækka peningaverðlaunin í 20.000
kr., 12.000 kr. og 8.000 kr.
Þátttökugjald verður 1.500 kr. fyrir
félagsmenn TR 16 ára og eldri (2.300
kr. fyrir aðra) og 800 kr. fyrir fé-
lagsmenn TR 15 ára og yngri (1.500
kr. fyrir aðra).
Athygli er vakin á því að Taflfélag
Reykjavíkur hefur tekið upp harðari
stefnu við innheimtu þátttökugjalda
vegna leiðinlegra tilfella sem komið
hafa upp. Þar sem hér er um helg-
armót að ræða fær enginn að taka
þátt sem ekki greiðir þátttökugjald
fyrir upphaf móts. Ekki er þörf fyrir
að skrá sig fyrirfram, heldur er nóg
að mæta á skákstað upp úr kl. 19.
Spassky flytur fyrir-
lestur um einvígið við
Fischer í Reykjavík 1972
SKÁK
Þjóðmenningarhúsið
MÁLÞING UM HEIMSMEIST-
ARAEINVÍGIÐ 1972
10. ágúst 2002
Daði Örn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Boris Spassky háði sögulegt einvígi við
Bobby Fischer árið 1972. Fischer sigraði.
KIRKJUSTARF