Morgunblaðið - 09.08.2002, Síða 40

Morgunblaðið - 09.08.2002, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG VAR alin upp í Mið-Evrópu til 13 ára aldurs. Í skólakerfinu var börn- um snemma gerð grein fyrir mikil- vægi þess að bera virðingu fyrir náttúrunni og við vorum stöðugt minnt á þær hrikalegu stað- reyndir um skemmdarverk á jörðinni sem mað- urinn var nú þeg- ar búinn að fremja. Börn frá fjög- urra ára aldri voru fullkomlega meðvituð um að nota ekki álpappír, plastfilmur og óþarfa eldhúsrúllur og mikilvægi þess að endurnýta gler og pappír, svo fátt sé nefnt. Foreldrar lentu sífellt í vandræð- um þegar börnin mættu heim úr skólanum með víra sem átti að krækja í vatnstank klósettanna til þess að spara vatnsrennsli þegar sturtað er niður. Enginn hefði látið sér detta í hug að henda nammium- búðum í götuna og hætta á það að missa alla virðingu barnanna í ná- grenninu og vera kallaður „Umwelt- verschmutzer“, eða „umhverfissóði“. Svo virðist sem meirihluti Íslend- inga finni sig ekki knúinn til að hugsa um umhverfi sitt á þennan máta og kom það mér mjög á óvart við heimkomuna, ekki síst þar sem hugmyndir mínar um Ísland byggð- ust á markaðssetningu um „hreint og fagurt“ land. Hrikalegasta dæmið um skort á umhverfisvitund Íslend- inga felst þó í þeim sorglegu hug- myndum sem nú eru uppi um að byggja álver í Reyðarfirði sem mun leiða til mikilla umhverfisspjalla á stærsta ósnortna hálendissvæði Vestur-Evrópu. Íslenskt samfélag hefur þróast á ofsahraða síðustu 100 ár og er í dag í 7. sæti á lífsgæðalista 173 þjóða í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eru heppnir að sitja í þessu sæti án þess að hafa þurft að súpa seyðið af afleiðingum stóriðju og virkjunar- framkvæmda, eins og öll helstu iðn- ríki heims hafa þurft að gera. Hvernig stendur á því að „nútíma- samfélag“ Íslendinga ætlar að end- urtaka sömu mistök og nágranna- þjóðir hafa gert með því að valda varanlegum skaða á umhverfi og náttúru sinni? Hvers vegna geta Ís- lendingar ekki verið brautryðjendur og öðrum þjóðum fyrirmynd með því að sitja í 7. sæti á lífsgæðalistanum án þess að hafa fórnað því dýrmæt- asta sem umlykur okkur – nátt- úrunni? Þótt það hljómi klisjukennt, er greinilega ástæða til að benda Ís- lendingum á þær staðreyndir sem aðrar þjóðir gerðu sér grein fyrir á 7. og 8. áratug síðustu aldar um mik- ilvægi þess að vernda náttúruna. Okkur ber skylda að vernda hana. Við höfum ekki fengið hana að láni né höfum við nokkurn tíma „tekið við henni“, eins og Friðrik Sophusson sagði í Morgunblaðinu 28. júlí. –Við erum hluti af henni. Við getum ekki litið framhjá því að við erum háð því vistkerfi sem svæði eins og hálendi Íslands er hluti af. Spjöll á slíkri náttúruperlu eru rakið dæmi um ónauðsynlegt framhald á efnahags- legri útþenslu heimsins sem mun smám saman eyðileggja samastað sinn – vistkerfi jarðarinnar. Það er kominn tími til að Íslend- ingar standi við þá ímynd sem þeir kynna í fjölmiðlum heimsins, um að vera framúrstefnuleg nútímaþjóð sem lifir í nánum tengslum við þá ótrúlegu – og enn sem komið er nán- ast ósnortnu – náttúru sem umlykur hana. Er ekki komið að því að sýna fram á hugmyndaflug á öðrum svið- um atvinnulífs en hárgreiðslu og nýj- ustu tísku? ELÍN HANSDÓTTIR, nemandi við Listaháskóla Íslands. Sílikon eða ekta? Frá Elínu Hansdóttur: Elín Hansdóttir SUMIR eiga sér sælustað á jörð, og vilja helst eiga hann út af fyrir sig. Ég get jafnvel talist til þeirra, en samt get ég ekki verið svo eigin- gjarn og verð því að miðla af minni reynslu af farfuglaheimilinu á Ytra- Lóni á Langanesi. Þetta er venju- legur bóndabær, með sérhúsi fyrir ferðamenn, aðeins þrjú herbergi, svo það er aldrei of mannmargt þarna. Öll aðstaða er til fyrirmynd- ar, ábúendur gera í því að halda öllu umhverfi, sem og bæ, til fyrirmynd- ar og ég hef hreinlega ekki hitt vinalegra fólk en Sverri og Mirjam, sem geisla af gestrisni. Fyrir þá sem dýrka íslenska nátt- úru er þetta fullkominn staður, fuglalífið er ótrúlegt, fjaran býður upp á alls konar nýjar uppgötvanir, strönduð smáhveli og seli. Nú um verslunarmannahelgina fann ég „bleikan“ sel (heimasæturnar sögðu dökkrauðan), sem hafði rekið á land frá því að ég kom síðast, fyrri hluta júlímánaðar. Heimasæturnar Karlotta, 9 ára, og Jannika, 7 ára, sem sjá um kan- ínurnar, hænurnar og heimalning- inn, eru orðnar góðar vinkonur dótt- ur minnar Sjafnar, 8 ára, sem fylgir mér a.m.k. einu sinni á ári á þennan draumastað minn. Og fyrir forfallna stangveiðimenn eins og mig rennur mjög svo prýðileg silungsá aðeins steinsnar frá bænum. Eins og við vitum, sem byggjum þetta land, get- ur veðrið verið mjög misjafnt eftir landshlutum, en þessi fjögur ár sem ég hef sótt Langanesið (fjórum sinnum á ári, maí til sept.) er ætíð gott veður hjá mér þau skipti sem ég hef sótt staðinn. Þó ég sé kannski að „skjóta mig í fótinn“ með því að segja frá þessum frábæra stað (vegna takmarkaðs gistirýmis) á fjölskyldan sem býr á Ytra-Lóni það skilið fyrir allar þær ánægju- stundir sem ég og mínir hafa átt þar. Með kærri þökk. ÓSKAR PÁLSSON, Hagaflöt 2, Garðabæ. Ytra-Lón á Langanesi Frá Óskari Pálssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.