Morgunblaðið - 09.08.2002, Page 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Deutschland, Nuka
Arctica og Andvari
koma í dag. Víðir,
Mánafoss og Orbirt II
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Merike kom í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, kl. 14 bingó.
Árskógar 4. Bingó kl.
13.30. Púttvöllurinn er
opin kl. 10–16 alla daga.
Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
12.30 böðun, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
frjálst að spila í sal.
Verslunarferð annan
hvern föstudag kl. 10–
11.30. Þriðjudaginn 20.
ágúst kl. 8 verður farin
skoðunarferð um Vík og
nágrenni. Ekið upp í
Heiðardal og um Reyn-
ishverfið. Kvöldverður í
Drangshlíð austur undir
Eyjafjöllum.
Leiðsögumaður Hólm-
fríður Gísladóttir.
Hafið með ykkur nesti
og góðan fatnað.
Skráning og greiðsla í
síðasta lagi þriðjudag-
inn 13. ágúst.
Allir velkomnir. Uppl.
og skráning í síma
568 5052.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. hárgreiðslustofan
opin kl. 9–17 alla daga
nema mánudaga.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl. 10–
12 verslunin opin, kl. 13.
„Opið hús“, spilað á spil.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Púttað á
Hrafnistuvelli kl 14–16.
Á morgun morgun-
gangan kl. 10 frá
Hraunseli, rúta frá
Firðinum kl. 9.50. Fé-
lagsheimilið Hraunsel
verður opnað aftur eftir
sumarfrí mánudaginn
12. ágúst með félagsvist
kl. 13.30 . Orlofsferð að
Hrafnagili við Eyjafjörð
19.–23. ágúst. Orlofsferð
að Höfðabrekku 10.–13.
sept. Skráning og upp-
lýsinga eru milli kl. 19
og 21 í síma 555 1703,
555 2484 og 555 3220
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu,
www.feb.is. Fimmtu-
dagur: Brids kl. 13.
Fræðslu- og menning-
arferð í Skálholt 9.
ágúst. Leiðsögumaður
Pálína Jónsdóttir.
Brottför frá Glæsibæ kl.
10. Sunnudagur: Dans-
leikur kl. 20. Caprí-tríó
leikur fyrir dansi .
Hringferð um Norð-
austurland 17.–24. ágúst
ath. þarf að ganga frá
farseðli fyrir 13. ágúst
Fundur verður með
leiðsögumanni 15. ágúst
kl. 14 í Ásgarði,
Glæsibæ. Nokkur sæti
laus vegna forfalla.
Þjórsárdalur, Veiðivötn
Fjallabaksleið nyðri,
27.–30. ágúst. Staðfest-
ingargjald þarf að
greiða fyrir 14. ágúst.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 30. septem-
ber í 12 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, skrán-
ing er hafin takmark-
aður fjöldi. Skráning
hafin á skrifstofunni.
Silfurlínan er opin á
mánu- og miðviku-
dögum kl. 10–12 í s.
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, s. 588 2111. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 13. ágúst
verður opnað að afloknu
sumarleyfi, fjölbreytt
sumardagskrá, vinnu-
stofur opnar frá 9–16.30
m.a. perlusaumur, um-
sjón Kristín Hjaltadótt-
ir. Frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 13 boccia, um-
sjón Óla Stína. Veit-
ingar í Kaffi bergi.
Gjábakki. Handa-
vinnustofa opin, leið-
beinandi á staðnum kl.
9.30–16.
Hraunbær 105. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12.30
bútasaumur, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 13-14
pútt. Postulínsmálun
hefst mánudaginn 12.
ágúst kl. 9, skráning á
skrifstofu eða í síma
587 2888.
Hvassaleiti 56–58. .
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 og Furu-
gerði 1. Farið verður á
Snæfellsnes 15. ágúst.
Ekið verður að Hellnum
og að Arnarstapa. Á
Snjófelli verður súpa og
brauð um hádegisbilið.
Leiðsögumaður Tómas
Einarsson. Lagt af stað
frá Norðurbrún 1, kl.
8.30 og teknir farþegar
í Furugerði. Upplýs-
ingar í Norðurbrún,
sími 568 6960 og Furu-
gerði, sími 553 6949.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Hárgreiðsla lok-
uð vegna sumarleyfa frá
16. júlí til 13. ágúst.
Ganga kl. 10.
Vitatorg. kl. 9.30 bók-
band og morgunstund,
kl. 13.30 bingó.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, handavinnustofan
opin án leiðbeinanda
fram í miðjan ágúst. ,
kl. 14.30 kaffi og dansað
við lagaval Halldóru.
Góðar kaffiveitingar,
allir velkomnir.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105,
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (um
16–25 ára) að mæta
með börnin sín á laug-
ard. kl. 15–17 á Geysi,
kakóbar, Aðalstræti 2
(gengið inn Vesturgötu-
megin). Opið hús og
kaffi á könnunni, djús,
leikföng og dýnur fyrir
börnin.
Rangæingar. Athugið,
sumarferð sem átti að
fara laugardaginn 10
ágúst fellur niður.
Minningarkort
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin Þroska-
hjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minning-
argjöfum á skrifst.
hjúkrunarforstjóra í
síma 560-1300 alla virka
daga milli kl. 8 og 16.
Utan dagvinnutíma er
tekið á móti minningar-
gjöfum á deild 11-E í
síma 560-1225.
Hranfkelssjóður (stofn-
að 1931) minningarkort
afgreidd í símum 551-
4156 og 864-0427.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skógum
fást á eftirtöldum stöð-
um: Í Byggðasafninu
hjá Þórði Tómassyni, s.
487-8842, í Mýrdal hjá
Eyþóri Ólafssyni, Skeið-
flöt, s. 487-1299, í
Reykjavík hjá Frí-
merkjahúsinu, Laufás-
vegi 2, s. 551-1814 og
hjá Jóni Aðalsteini
Jónssyni, Geitastekk 9,
s. 557-4977.
Í dag er föstudagur 9. ágúst, 221.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt, en þeirra er
kærleikurinn mestur.
(1. Kor. 13, 13.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 mjög gáfaður maður, 8
skinn í skó, 9 auðan, 10
verkfæri, 11 ernina, 13
peningar, 15 skart, 18
prýðilega, 21 guð, 22 bik,
23 gælunafn, 24 hávaða.
LÓÐRÉTT:
: 2 þora, 3 synja, 4 smáa, 5
stór, 6 fjall, 7 vendir, 12
tangi, 14 ótta, 15 veiki, 16
hagnað, 17 stólpi, 18 á
hverju ári, 19 áform, 20
siðar til.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hníga, 4 hélan, 7 lauga, 8 rykug, 9 lið, 11 afla,
13 hrós, 14 gedda, 15 botn, 17 gull, 20 ull, 22 geðug, 23
jagar, 24 rammi, 25 forni.
Lóðrétt: 1 helja, 2 ígull, 3 aðal, 4 hörð, 5 lýkur, 6 naggs,
10 indæl, 12 agn, 13 hag, 15 bógur, 16 tíðum, 18 urgur,
19 lerki, 20 uggi, 21 ljúf.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
SUMARIÐ er tími framkvæmda,endurnýjunar og viðhalds á hús-
um og víða um borgina eru hamrar
og málningarpenslar á lofti. Víkverja
finnst gaman að ganga um borgina
og fylgjast með hvernig mörg eldri
hús fá andlitslyftingu. Stundum
finnst honum þó ekki takast nógu vel
til og framkvæmdirnar einkennast af
litlum metnaði og virðingu fyrir
byggingararfleifðinni.
Víkverji gengur oft um götur vest-
ur á Melum og í Hlíðunum. Þar hefur
víða verið að finna sjaldgæfan heild-
arsvip heilu gatnanna, raðir af hús-
um með skeljasands- eða steinmuln-
ingsmúrhúð, sem mikið var notuð
um miðbik aldarinnar. Þessi múrhúð
lætur á sjá með árunum, eðli málsins
samkvæmt. Sums staðar er hún end-
urnýjuð eftir kúnstarinnar reglum,
eins og t.d. má sjá á blokkinni við
Birkimel, sem fékk fyrr í mánuðin-
um verðlaun fyrir vel heppnaðar
endurbætur. En Víkverja sýnist því
miður að margir húseigendur taki
þann kost að láta klastra í skellur á
múrhúðinni, fylla upp í sprungur og
mála svo bara yfir allt saman – og er
þá undir hælinn lagt hvort liturinn á
málningunni líkist eitthvað múrlitn-
um, sem fyrir var, eða hvort húsin
verða bleik, rauð eða blá. Þetta kann
við fyrstu sýn að virðast ódýrari
kostur en að viðhalda upprunalegu
múrhúðinni, en þá horfa húseigend-
ur væntanlega framhjá því að þeir
munu þurfa að endurnýja máln-
inguna mun oftar en múrhúðina.
Þetta finnst Víkverja vera nánast
glæpsamleg eyðilegging á þessum
sérstöku húsum, sem spillir að auki
mjög heildarsvip og yfirbragði við-
komandi gatna og hverfa. Hann velt-
ir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að
húsafriðunarnefnd og/eða borgar-
minjavörður láti sig málið einhverju
skipta, svo þessi fallegu gömlu hverfi
verði ekki eyðilögð með málningu,
jafn þversagnakennt og það kann nú
að hljóma.
x x x
EKKI þarf að fjölyrða um aðsímaverðir og aðrir þeir sem sjá
um að svara í síma gegna ákaflega
mikilvægu hlutverki í flestum fyrir-
tækjum og stofnunum. Símsvörunin
er „andlit“ viðkomandi fyrirtækis
eða stofnunar og getur skipt miklu
um álit og tiltrú viðskiptavinanna.
Víkverja sýnist að víðast hvar átti
fólk sig á þessu og leggi mikið upp úr
alúð og greiðvikni við símsvörun. Þó
eru undantekningar þar á og sumar
kannski einstaklingsbundnar. Vík-
verji hefur t.d. undrazt það mjög að í
ein tvö skipti, sem hann hefur hringt
í Landspítala-Háskólasjúkrahús hef-
ur hann fengið heldur hryssingsleg
svör á símanum. Víkverji hefur svo
sem ekki kippt sér neitt óskaplega
upp við það, en honum hefur orðið
hugsað til þess hvernig þeim yrði við,
sem væri t.d. miður sín vegna veik-
inda ástvinar og hringdi í skiptiborð
spítalans til að leita eftir upplýsing-
um um líðan hans. Það á sennilega
enn frekar við á þeim vinnustað en
öðrum að aðgát skal höfð í nærveru
sálar. Það skal þó tekið fram að í
önnur skipti, sem eru miklu fleiri en
þessi tvö, hefur Víkverji hringt í spít-
alann og fengið óaðfinnanlega þjón-
ustu hjá símavörðum. En gæði þjón-
ustunnar verða að vera stöðug, eins
og sagt er.
Sá er ekki sallafínn...
NÝLEGA átti ég leið með
strætisvagni hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er svo
sem ekki í frásögur fær-
andi. Þetta var næstsíðasta
ferð vagnsins og orðið
dimmt. Þar sem ég var í
byrjun einn með vagnstjór-
anum ræddi ég nokkuð við
hann. Allt í einu kom ungur
maður inn í vagninn. Hann
var reykjandi vindling á
biðstöðinni, rétt áður en
hann kom inn í vagninn.
Þar sem ekki er leyft að
reykja í strætó slökkti mað-
urinn í vindlingnum rétt áð-
ur en hann steig inn í far-
artækið. En því miður bar
hann með sér tóbaksstybb-
una inn í vagninn. Ég ræddi
nokkuð um þetta við vagn-
stjórann, ungan mann, sem
lýsti sig mjög andsnúinn
öllum tóbaksreykingum.
Hann var greinilega lítt
hrifinn af að þurfa að anda
að sér reykjarfýlunni frá
farþegum sem nýbúnir eru
að slökkva á vindlingi.
Hann sagðist ungur hafa
ákveðið að hafna reyking-
um, af mörgum ástæðum.
Sóðaskapurinn og mengun-
in sem af þeim stafar er öll-
um kunn.
Hér var minnst á fýlu þá
sem af reykingamanni staf-
ar eftir að hann hefur
slökkt í reykingatóli sínu.
En hvað þá það að reykja
inni í einkabifreið? Það er
því miður allt of algengt.
„Reykfylltur bíll er ekki
hreinn bíll,“ stóð einhvern-
tíma í auglýsingu gegn
reykingum. Þar var svo
sannarlega réttilega að orði
komist. Og ekki er hægt að
bjóða nema reykingamönn-
um sæti í slíku farartæki.
Heyrt hefi ég, að hótel bjóði
ekki reyklausu fólki nema
reykfrí herbergi. Reyk-
ingamenn fá tilreyktar vist-
arverur, og finna lítt fyrir
því, þar eð þeir eru orðnir
samdauna tóbaksreyknum.
Einu sinni mátti reykja alls
staðar, jafnvel í strætis-
vögnum, eins og til Hafnar-
fjarðar. Það man ég vel. En
nóg um þetta mál að sinni.
Að lokum er hér stutt er-
indi, sem víkur að því er
framan greinir:
Sá er ekki sallafínn,
sem af reyknum angar;
og sá er ei á svipinn frýnn,
sem ei fær – en langar!
Auðunn Bragi
Sveinsson.
Hjarðarhaga 28,
Reykjavík.
Spörum ljótu orðin
NÝVERIÐ skrifaði kona
grein í blaðið undir fyrir-
sögninni „Hverjir munu
nauðga um helgina?“. Væri
ekki gott að minna unga
fólkið sem fer á útiskemmt-
anirnar frekar á eitthvað
sem er því til góðs? Minna
það á að bera virðingu fyrir
sér og öðrum og muna eftir
góðri umgengni. Væri það
ekki skárra en að demba
ljótum orðum yfir þjóðina
eins og verið hefur í fjöl-
miðlum undanfarið? Auð-
vitað er maður fylgjandi því
að góð löggæsla sé höfð, og
eftirlit á þessum skemmt-
unum – enginn er í vafa um
að það þurfi – en mér finnst
ekki rétt að byrja á svona
ljótum orðum. Þau ættu
helst ekki að vera til.
Loks óska ég öllum góðs
sumars og vona að allir
komi heilir heim.
Sveina.
Dýrahald
Kettlinga
vantar heimili
KETTLINGAR fást gefins.
Sérlega fallegir, kelnir og
kassavanir. Kettlingarnir
eru um 8 vikna og afskap-
lega mikil krútt. Áhuga-
samir geta haft samband í
síma 861 5011.
Loðnir í leit
að góðu heimili
ÞRÍR kassavanir kettling-
ar, fæddir 7. maí, fást gef-
ins. Einn sandkassi fylgir,
og fiskur í matinn. Eins og
vill verða með ketti eru þeir
sérlega indælir og sætir og
mikil heimilisprýði. Upp-
lýsingar í 581 1221.
Kettlingar
fást gefins
SÆTIR og ljúfir, kassavan-
ir kettlingar fást gefins.
Þeir sem vilja bæta kelinni
kisu við fjölskylduna mega
hafa samband í síma
561 3608.
Köttur í óskilum
HÁLFSTÁLPAÐUR,
bröndóttur og hvítur köttur
er í óskilum á heimili við
Reykjalund í Mosfellsbæ.
Hann hefur gert sig heima-
kominn þar síðan 2. ágúst.
Eigandinn má gjarna vitja
hans í síma 586 8394 eða
867 5137.
Sérlega sætir
SÉRLEGA sætir og ljúfir
kettlingar fást gefins. Þeir
eru allra katta lagnastir við
að nota sandkassann á rétt-
an hátt og hvers manns
hugljúfi. Áhugasamir hafi
samband í 561 3608.
Páfagaukur
í hrakningum
Lítill páfagaukur flaug inn
um gluggann hjá Hafdísi í
Þórufelli í Breiðholtinu um
síðastliðna helgi. Sá sem
telur sig eiga fuglinn má
vitja hans í síma 587 4281.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is