Morgunblaðið - 09.08.2002, Qupperneq 44
FÓLK Í FRÉTTUM
44 FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# $% !
Íslands eina von
Eyjólfur Kristjáns
Vesturgötu 2 sími 551 8900
2 DAGA „COUNTRY &
WESTERN FESTIVAL“
********************
Laugard. 10. ágúst kl. 19.30 - 03
Kántrýstjarnan
GÍSLI JÓHANNSSON
& BIG CITY
LEYNIGESTIR
LÍNUDANS
DANSLEIKUR
Á matseðli kvöldsins:
Barbecue - Grillveisla
Miðaverð með mat kr. 3.500
Miðaverð án matar kr. 2.000
Sætaferðir frá BSÍ kl. 19.00
Verð báðar leiðir kr. 1.500
Óvæntur glaðningur hatthöfða
og hestamenn bæði kvöldin!
***************************
Sunnudagskv. 11. ágúst 22 - 01
KVEÐJUTÓNLIEKAR!
GÍSLI JÓHANNSSON
& BIG CITY
í síðasta sinn á Íslandi
Miðaverð kr. 1.000
Sætaferðir frá BSÍ kl. 21.00
Verð báðar leiðir kr. 1.500
Stapinn býður gesti velkomna
eftir gagngerar breytingar!
&
' $
(# %
/ #5 +
5 +
%
"=>'" BÖGGVER, Dalvík: Hljómsveitin
Sixties spilar föstudagskvöld og
kynnir nýja hljómplötu sína.
CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin
Sólon spilar.
CAFÉ CATALÍNA: Sváfnir Sigurðar-
son trúbador.
CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og
Mete Gudmundsen spila fyrir gesti til
kl. 3.
GAUKUR Á STÖNG: Sálin hans Jóns
míns spilar.
KAFFI REYKJAVÍK: Íslands eina von
og Eyjólfur Kristjánsson.
LIONSSALURINN, Kópavogi, Auð-
brekku 25: Gísli Jóhannsson og the
Big City kl. 22. Spila þetta eina kvöld
á dansæfingu .
LUNDINN, Vestmannaeyjum:
Hljómsveitin Hafrót leikur.
O’BRIENS, Laugavegi 73: James
Hickman.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hjómsveitin
SÍN spilar.
SPOTLIGHT: Berlínarkabarett með
Wolfang Muller, Stereo Total og
gestum föstudagskvöld kl. 21.
STAPINN, Reykjanesbæ: Jet Black
Joe með tónleika föstudagskvöld. Í
för er hljómsveitin Vínyll.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Einn & sjötíu skemmtir.
VÍKIN, Höfn: Diskórokktekið og far-
andskífuþeytirinn Dj Skugga-Baldur.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Jet Black Joe leika í Stapanum.
ÞAÐ ER mér enn minnisstætt er
Forgarður helvítis tók þátt í Mús-
íktilraunum Tónabæjar fyrir ára-
tug. Þá var dauðarokkið í algleym-
ingi og þátt tóku sveitir eins og In
Memoriam, Cranium, Condemned,
Inflammatory,
Dystophia, Crem-
ation og Baphom-
et, svo dæmi séu
tekin og ansi
þungt andrúmloft í
salnum þegar tók
að líða á hvert tilraunakvöld. Þeim
mun skemmtilegra var að fá For-
garðinn á svið, kolvillta grindcore-
kappa sem brutu af sér allar viðjar
hefðar og smekkvísi; hristu upp í
þunglamalegu dauðarokkinu með
því að vera bráðskemmtilegir.
Upp frá því hefur Forgarðurinn
haldið sínu striki, verið iðinn við
tónleikahald og gefið talsvert út af
efni, nú síðast diskinn Gerninga-
veður sem hér er gerður að umtals-
efni. Enn er sami kjarninn í sveit-
inni og á tilraununum forðum daga,
þeir Sigurgrímur, Vernharður og
Sigurður, en Magnús Halldór bætt-
ist síðar við traustur á bassann.
Grindcore léku þeir félagar í
upphafi, eða eitthvað í þá átt, og
róa svosem á sömu mið, en hafa
náð að skapa sér sérstakan nútíma-
legan stíl sem bræðir saman hefð-
bundið dauðarokk og harðkjarna
með skemmtilegum laglínum sem
gægast fram óforvarandis í miðjum
hamaganginum, á stundum bækl-
aðar og skældar eða þá sviðnar og
snúnar þar sem Sigurður hreytir
þeim útúr sér djöfullegri röddu.
Það segir svo sitt að þessi eldspú-
andi ófreskja sem syngur/öskrar er
með ljúfustu mönnum í viðkynn-
ingu. Erfitt reynist vísast flestum
að greina orðaskil hjá Sigurði, enda
reynir hann ekki að hemja tján-
inguna, leyfir reiðinni að streyma
fram og af henni er nóg. Gott texta-
blað fylgir plötunni og þar má sjá
að hann er á köflum mistækur í
textagerðinni, víða sigrar efnið
andann, en á líka góða spretti eins
og í Fjandafælu: Mín sannfæring /
að trú / á æðri mátt // Sé draumur /
maðka / í svartri mold // Setur / von
minni / mörk.
Plötur Forgarðsins eru um
margt áþekkar við fyrstu hlustun
en þegar grannt er skoðað eru
lagasmíðar að verða æ beinskeytt-
ari, og útsetningar hnitmiðaðri.
Nefni sem dæmi
Gjörningaveður,
sem er frábært
lag, og Geldingu
óskhyggjunnar.
Einnig er sér-
deilis snjöll flétta
í Vítahring öm-
urleikans sem
gefur vísbend-
ingu um að enn
sé Forgarðurinn
í sókn, besta lag
plötunnar – al-
gjör snilld.
Eins góð og
þessi lög eru, og
reyndar fleiri lög
á skífunni, gjalda
mörg þeirra þó
þess að hljómur
er ekki nógu
góður, sérstak-
lega hvað botn-
inn varðar.
Þannig hefði ver-
ið gaman að fá almennilegan þunga
í innganginn á Ferðasýn og einnig í
upphafi Guð er stærsta lygi í heimi.
Gerningaveður er tvímælalaust
besta skífa Forgarðs helvítis til
þessa, sönnun þess að sveitin er
enn að bæta sig, og hlýtur að koma
til álita sem ein af bestu rokkskíf-
um ársins. Eitt það besta við For-
garð Helvítis er að maður fær á til-
finninguna að þeim félögum sé
skítsama hvort maður kunni að
meta tónlistina eða ekki, þeir eru
að gera það sem þá langar og tröll
taki þá sem ekki eru með á nót-
unum.
Tónlist
Reiðin
streymir
Gerningaveður Forgarðs helvítis sem
hljómsveitin sjálf gefur út. Sveitina skipa
Sigurður Harðarson söngvari, Magnús
Halldór Pálsson bassaleikari, Vernharður
R. Sigurðsson gítarleikari og Sigurgrímur
Jónsson gítar- og trommuleikari.
Árni Matthíasson
Forgarður helvítis gefur út Gerningaveður.
About a Boy
Hugh Grant fer fyrir ein-
stökum leikhópi og
myndin er undur vel gerð
og skrifuð. Frábær
skemmtun. (S.V.)
Háskólabíó, Sambíóin.
The Mothman
Prophecies
Vönduð mynd og áhrifa-
rík sem byggist lauslega
á sönnum yfirnáttúruleg-
um atburðum. Góðir leik-
arar njóta sín vel og
áhorfandinn er á taugum
allan tímann. (H.L.)
Sambíóin, Háskóla-
bíó.
Skrímsli hf.
Raddsett tölvuteiknuð barna- og fjölskyldu-
mynd um skrímslin í skápnum sem reynast
jafnvel hræddari við börn en börn við þau.
(S.V.) Sambíóin.
Murder by Numbers
Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð
Barbets Schroeder eru öll hin fagmannleg-
ustu. Morðsagan sjálf er hins vegar fullfyr-
irsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best.
(S.V.) ½
Sambíóin
Kóngulóarmaðurinn
Ný og flott mynd um Kóngulóarmanninn í
gamaldags hasarblaðastíl, í bland við
straumlínulagað tölvugrafíkútlit. (H.J.)
Regnboginn.
Reign of Fire/
Eldríkið
Gamli góði B-vísindahrollurinn kominn aftur í
fullu fjöri. Hrá, grá og notalega vitlaus. (S.V.)
½
Laugarásbíó, Regnboginn
Bad Company
Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst
vel í annars stundum fyndinni en alltof langri
og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó.
Pétur Pan 2:
Aftur til Hvergilands
Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú
með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp
sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg.
(H.J.) Sambíóin, Háskólabíó.
Big Fat Liar
Atburðarásin leiðist úr sæmilegri sögu um
dreng sem þarf að læra að ljúga minna í
dæmigerða sadíska hefndarmynd í anda
Home Alone. Þessi tilraun er allmisheppnuð.
(H.J.) ½
Sambíóin
Scooby Doo
Fjallar um krakkana og hundinn í Ráðgátum
hf. sem lenda nú á draugaeyju. Ósköp svip-
uð sjónvarpsþáttunum, með álíka lélegum
húmor, en þó ekki jafn fyrirsjáanleg. Og
krakkarnir skemmta sér vel. (H.L.) ½
Háskólabíó
Mr. Bones (Herra Bones)
Ófyndið þunnildi frá S-Afríku sem minnir
mest á slagorð Idioterne: Vitlaus mynd, gerð
af vitleysingum fyrir vitleysinga. (S.V.) ½
Sambíóin
Van Wilder Party Liaison
Einhver alversta mynd sem rekið hefur á
fjörur íslenskra kvikmyndahúsagesta í lang-
an tíma. (H.J.) 0
Regnboginn.
The New Guy/Nýi gaurinn
Lengi getur vont versnað en hér er botninum
náð í heimsku og hugmyndaleysi. Aular í öll-
um hlutverkum framan sem aftan við töku-
vélarnar. (S.V.) 0
Regnboginn, Laugarásbíó
„Gamli góði B-vísindahrollurinn kominn aftur í fullu
fjöri. Hrá, grá og notalega vitlaus,“ segir Sæbjörn
Valdimarsson meðal annars um Reign of Fire.
Reuters
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Brúðargjafir
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Salsaskálar frá
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739