Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Helgi Sigurðsson telur að Lyn
geti orðið meistari /C2
Tekst Padraig Harrington að sigra
á PGA-meistaramótinu? /C4
4 SÍÐUR
Morgunblaðinu í
dag fylgir blað-
aukinn Kringlan
15 ára.
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
Engin vaxtalækkun á fasteignamarkaði / D1
Mikil fjölgun notenda Operu / D4
Mismunandi færsla kaupréttarsamninga / D5
Umrót og vöxtur á kjúklingamarkaði / D6
Minni erfðabreytileiki gerir stofninn ... / D9
Síldarvinnslan hagnast um milljarð / D12
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
LITLU glókollarnir Unnar og
Kári sátu rólegir í kerrunni sinni
þegar ljósmyndari Morgunblaðs-
ins rakst á þá félaga með hundinn
Tuma í sólarblíðunni í gær.
Þeir tvíburar eru ekki háir í
loftinu og því getur verið gott að
hvíla sig á röltinu og tylla sér í
kerruna.
Það voru hins vegar fleiri
þreyttir og fékk Tumi einnig að
skríða upp í kerruna, þeim bræðr-
um til samlætis. Það er ekki nema
von að Tumi þreytist líka því
hann er aðeins þriggja mánaða
gamall. Ekki virtist væsa um þá
félaga Unnar, Kára og Tuma og
höfðu þeir allir nóg pláss.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Unnar og Kári með hundinn Tuma með sér í kerrunni. Tumi var orðinn
þreyttur á labbinu og fékk að fara í kerruna enda ekki nema 3 mánaða.
Hvíldin vel þegin
MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneytis-
stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir
að verði úrskurður Skipulagsstofn-
unar á mati á umhverfisáhrifum
Norðlingaölduveitu kærður til um-
hverfisráðherra muni Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra víkja sæti í
málinu. Annar ráðherra yrði settur í
hennar stað til að fjalla um kæruna.
Magnús segir að Siv Friðleifsdóttir
hafi í febrúar árið 2001 tjáð sig op-
inberlega um Þjórsárver í kvöld-
fréttum Ríkisútvarpsins. Vegna þess
sé ráðherrann vanhæfur skv. 3. gr.
stjórnsýslulaga. Í lögunum segir
m.a. að starfsmaður eða nefndar-
maður sé vanhæfur til meðferðar
máls ef fyrir hendi eru þær aðstæður
sem eru fallnar til þess að draga
óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Magnús leggur áherslu á að síðan
Siv Friðleifsdóttir hafi tjáð sig um
Þjórsárverin, árið 2001, hafi komið
fram nýjar upplýsingar um umhverf-
isáhrif Norðlingaölduveitu. „Engu
að síður teljum við rétt að hún víki,
komi kæra fram, þannig að það sé
hafið yfir allan vafa að ráðherra geti
fjallað um málið án þess að hæfi hans
sé dregið í efa,“ segir Magnús.
Magnús kveðst þó þeirrar skoðun-
ar að það þurfi að endurskoða lögin
um mat á umhverfisáhrifum þannig
að úrskurður af þessu tagi komi ekki
til endanlegrar ákvörðunar ráð-
herra. „Ég er þeirrar skoðunar að
það sé í sjálfu sér mjög óeðlilegt að
umhverfisráðherra geti ekki tjáð sig
um stór mál sem eru í umræðunni af
ótta við að verða vanhæfur í málinu,
komi það til úrskurðar hans, vegna
mats á umhverfisáhrifum, síðar.“
Aðspurður segir Magnús að það
verði í höndum forsætisráðherra að
ákveða hvaða ráðherra yrði settur í
stað Sivjar. Ekki náðist í Siv Frið-
leifsdóttur í gær þar sem hún var á
ferðalagi erlendis.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
Víkur sæti komi til kæru
Málefni Norðlingaöldu-
veitu/10, 11, 36
PÁLMI Þórisson, 23 ára, sem sakn-
að hefur verið frá því að bíll, er hann
var farþegi í, fór út af veginum við
brúna yfir Brúarhlöð og lenti í Hvítá
föstudaginn 2. ágúst sl., er nú talinn
af. Leit björgunarsveitarmanna að
Pálma hefur engan árangur borið.
Pálmi fæddist 19. febrúar árið
1979 á Akranesi og bjó þar lengst af.
Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands árið 1999
og stundaði nám í rafvirkjun í Iðn-
skólanum í Reykjavík. Með náminu
vann hann í járnblendiverksmiðj-
unni á Grundartanga. Pálmi lék
körfuknattleik með meistaraflokk-
um á Akranesi og víðar. Aðstand-
endur hans þakka öllum þeim sem
tóku þátt í leit hans og þeim mörgu
sem hafa veitt ómetanlegan stuðning
með hlýhug og nærveru.
Talinn
af eftir
Hvítárslys
NOKKUR skip hafa að undanförnu
reynt við veiðar á makríl í fær-
eyskri lögsögu en með litlum ár-
angri. Hoffell SU frá Fáskrúðsfirði
var við makrílveiðar í tvær vikur
en er hætt veiðum.
,,Það hefur gengið illa og sama
og ekkert fundist. Skipið landaði
tvisvar sinnum nokkrum tonnum.
Við erum búnir að eyða hálfum
mánuði í þetta og erum hættir,“
segir Eiríkur Ólafsson, útgerðar-
stjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirð-
inga. Sömu sögu er að segja af til-
raunum annarra fiskiskipa sem
reynt hafa við makrílinn á und-
anförnum dögum.
Íslensk skip hafa heimild til að
veiða 1.300 tonn af makríl í fær-
eyskri lögsögu skv. samningi Ís-
lendinga og Færeyinga. Eiríkur
telur afar litlar líkur á að takast
muni að veiða það magn.
Ástæða til að kanna áfram
möguleika á makrílveiðum
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir ljóst að
haldið verði áfram að kanna mögu-
leika til veiða á makríl, því ætla
megi til lengri tíma litið að mögu-
leikar séu fólgnir í makrílveiðum.
,,Við höfum heimild til að veiða
ákveðið magn í færeysku lögsög-
unni en það er yfirleitt á þeim tíma
sem ástand hans er ekki ákjósan-
legt. Rússar hafa hins vegar um
langan tíma stundað makrílveiðar í
Síldarsmugunni. Við höfum litið til
þess og ættum að hafa möguleika á
að veiða hann í Síldarsmugunni á
ákveðnum tímum og að einhverju
leyti í íslensku lögsögunni. Við er-
um líka orðnir betur búnir núna en
áður hvað varðar skipakost,“ segir
Friðrik.
Aðspurður segir Eiríkur allt of
snemmt að dæma um hvort einhver
framtíð sé í makrílveiðum fyrir ís-
lensk fiskiskip. ,,Við erum alla vega
reynslunni ríkari,“ segir hann.
Íslensk skip finna lítið
af makríl við Færeyjar
RÚMLEGA áttræður karlmaður
fannst látinn í Vesturhópi í Vestur-
Húnavatnssýslu í gær. Lögreglan á
Blönduósi telur að hann hafi látist af
eðlilegum orsökum.
Síðast hafði sést til mannsins um
ellefuleytið í gærmorgun en hann fór í
útreiðartúr fyrr um morguninn. Þeg-
ar hann kom ekki fram var björgun-
arsveit send á vettvang og fannst
maðurinn látinn síðar um daginn.
Fannst látinn
í Vesturhópi
NETAÐGANGUR er hvergi meiri í
heiminum en á Íslandi en 69,8%
landsmanna hafa aðgang að Netinu.
Svíþjóð er í öðru sæti með 64,68%,
Danmörk í þriðja með 60,38%, fjórða
sætið skipar Hong Kong með 59,58%
og í fimmta sæti eru Bandaríkjamenn
með 59,1%. Þetta kemur fram í nið-
urstöðum nýrrar rannsóknar sem
birtar eru á vefsíðunni Nua.com.
Raunar hafa íslenskar kannanir á
vegum forsætisráðuneytisins sýnt að
nærri 80% landsmanna á aldrinum
16–75 ára hafi aðgang að Netinu.
Skv. upplýsingum á vefsíðunni hafa
alls um 10% íbúa heimsins aðgang að
Netinu. Netnotendur á heimsvísu eru
nú 580,78 milljónir en voru 173,68
milljónir í desember 2000.
Samanburður milli heimshluta
leiddi ennfremur í ljós að netnotend-
ur eru nú orðnir flestir í Evrópu.
Netaðgangur
hvergi meiri
UNNIÐ er að hagræðingu í rekstri
Íslenskrar erfðagreiningar og með
aukinni sjálfvirkni í starfseminni er
gert ráð fyrir nokkurri fækkun
starfsmanna fyrirtækisins á næstu
mánuðum. Þetta var meðal þess sem
fram kom á símafundi deCODE á
Netinu í gær, í tilefni af útgáfu af-
komutalna fyrirtækisins fyrir annan
ársfjórðung 2002. En eins og fram
hefur komið sagði Íslensk erfða-
greining upp á milli 10 og 20 manns
um síðustu mánaðamót.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, og Hannes
Smárason, aðstoðarforstjóri fyrir-
tækisins, sögðu að útlit væri fyrir að
áætlanir um tekjur deCODE gene-
tics fyrir þetta ár myndu ganga eftir.
Hannes sagði að gert væri ráð fyrir
að tekjur félagsins á árinu yrðu á
bilinu 50–70 milljónir Bandaríkja-
dala, eins og gert hefði verið ráð fyr-
ir í upphafi árs. Spurður um skipt-
ingu tekna fyrirtækisins, sér-
staklega hvað varðaði þátt Medi-
Chem í þeim, sagðist Hannes ekki
geta upplýst um þær.
Þeir Kári og Hannes fóru yfir af-
komutölur deCODE á símafundin-
um og greindu frá því sem hæst bar
hjá fyrirtækinu á öðrum fjórðungi
þessa árs. Þeir sögðu að afkoman á
öðrum ársfjórðungi væri til vitnis um
vöxt fyrirtækisins og hvernig grund-
völlur þess væri stöðugt að styrkj-
ast. Uppgötvanir vísindamanna Ís-
lenskrar erfðagreiningar, sem
gerðar hafi verið opinberar á síðustu
mánuðum, séu til vitnis um það. Þá
kom fram hjá Kára að gert væri ráð
fyrir að hægt yrði að greina frá nýj-
um samstarfssamningum Íslenskrar
erfðagreiningar á næstu mánuðum.
Telja að tekju-
markmið ÍE
muni nást
♦ ♦ ♦