Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á FUNDI sveitarstjórnar
Skagafjarðar, Húnaþings vestra og
þéttbýlisstaða í Húnavatnssýslum
var brugðið upp korti af Skagafirði
sem fylgir aðalskipulagi fyrir hér-
aðið eins og fréttablaðið Feykir á
Sauðárkróki skýrði
frá 27. mars sl. Inn í
þetta skipulag eru
komin jarðgöng úr
Hjaltadal yfir í Hörg-
árdal í Eyjafirði, sem
gætu orðið 10–20 km
löng án þess að talað
hafi verið um hvort
þessi göng yrðu
sprengd úr Barkár-
dal inn í Hofsdal eða
Kolbeinsdal. Bent
hefur verið á að þessi
göng ein og sér geti
stytt vegalengdina
milli Sauðárkróks og
Akureyrar um 50 km
og að Skagafjörður
og jafnvel Húna-
vatnssýslur yrðu bakland Eyja-
fjarðar. Rök fyrir þessari hug-
mynd eru þau að Akureyri og
Eyjafjarðarsvæðið verði mótvægi
við höfuðborgarsvæðið. Áætlaður
kostnaður við Héðinsfjarðargöng
sem er 5–6 milljarðar kr. getur
farið vel yfir 7 milljarða kr. þegar
upp er staðið. Þetta telja sveit-
arstjórnir Húnaþings vestra,
Skagafjarðar og á Eyjafjarðar-
svæðinu alltof dýrt ef enginn kaup-
andi vill borga 10 milljarða kr. fyr-
ir Landsímann. Vitað er að uppsett
verð fyrir Landsímann þykir alltof
hátt. Alltof fáir bílar fara um Lág-
heiði þegar fært er til að hægt sé
að borga upp Héðinsfjarðargöng
með vegtolli. Sumarumferð um
Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og
Öxnadalsheiði er um 800 bílar á
dag og um Víkurskarð 1.200 bílar.
Arðsemi af þessum veggöngum
undir Tröllaskaga og Vaðlaheiðar-
göngum yrði meiri en af Héðins-
fjarðargöngum sem þurfa lengri
umþóttunartíma ef innheimt yrði
veggjald eins og í Hvalfjarðar-
göngunum. Nýr vegur yfir Þver-
árfjall auk jarðganga úr Hjaltadal
inn í Hörgárdal gæti stytt vega-
lengdina milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar um 80 km. Þessi veggöng
undir Tröllaskaga myndu tengja
byggðirnar við innan-
verðan og utanverðan
Eyjafjörð enn betur
við Skagafjarðarsvæð-
ið en Héðinsfjarðar-
göng ef aðra dyr yrðu
opnaðar inn í Skíðadal
á sama hátt og gert
var í Vestfjarðagöng-
unum. Þá yrði vega-
lengdin milli Sauðár-
króks og Akureyrar
um Héðinsfjörð 100
km lengri. Með vel
uppbyggðum vegi inn
Hjaltadal og Svarfað-
ardal alla leið að gang-
amunnanum í Skíðadal
yrði vetrarsamband
Skagafjarðar og
byggðanna við innanverðan og ut-
anverðan Eyjafjörð öllu öruggara
þegar hafðar eru í huga grjót-
hruns- og snjóflóðahættur á veg-
inum milli Dalvíkur og Múlagang-
anna og frá Ketilási í Fljótum alla
leið út að Strákagöngum sem ættu
að víkja fyrir 3–4 km löngum veg-
göngum undir Siglufjarðarskarð
samhliða vel uppbyggðum vegi yfir
fjörurnar í Haganesvík. Með þess-
um veggöngum úr Hjaltadal yfir í
Hörgárdal og Skíðadal yrði vega-
lengdin milli Sauðárkróks og Dal-
víkur um 60 km styttri. Þessi veg-
göng undir Tröllaskaga kæmu að
engu gagni fyrir fyrir íbúa Dalvík-
ur, Ólafsfjarðar og við utanverðan
Eyjafjörð án þess að opna aðrar
dyr inn í Skíðadal þegar snjó-
mokstur milli Ólafsfjarðar, Dalvík-
ur, Akureyrar og á Öxnadalsheiði
eru ekki framkvæmanlegur vegna
blindbyls og mikilla snjóþyngsla.
Þessu korti af Skagafirði sem
fylgir tillögu að aðalskipulagi fyrir
héraðið var brugðið upp án þess að
talað væri um að opna aðrar dyr
inn í Skíðadal. Styttri gangalengd
ætti að nást ef þessi göng yrðu
sprengd úr Barkárdal inn í Kol-
beinsdal í stað þess að taka þau úr
Myrkárdal inn í Hofsdal. Þarna
getur valið staðið um tvo dali
beggja megin sýslumarkanna. Veð-
urfar í þessum dölum milli Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar verður að
kanna áður en þessi göng undir
Tröllaskaga eru sett í langtíma-
áætlun til þess að uppbyggðir veg-
ir auk gangamunnana verði örugg-
ir fyrir snjóþyngslum og snjó-
flóðum. Vegasamband um erfiða
fjallvegi verður alltaf takmörkun-
um háð þótt um vel uppbyggða sé
að ræða. Hjá því verður aldrei
komist að sneiðingar í bröttum
hlíðum verði illviðráðanlegir. Öku-
menn sem keyra mikið milli lands-
hlutanna hafa alltaf áhyggjur af
veðrinu og hálku í löngum bröttum
hlíðum sem alltaf skapa vandræði.
Í öllum tilfellum eru jarðgöng mun
betri, öruggari og ódýrari lausn til
lengri tíma litið. Landslagi er
þannig háttað að vel uppbyggðir
vegir í 400–600 m.y.s. verja sig
ekki í blindbyl þar sem hæð flutn-
ingabíls nær 1/3 af hæð snjó-
þyngslanna.
Vegamótagöng
á Tröllaskaga
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Samgöngur
Í öllum tilfellum,
segir Guðmundur Karl
Jónsson, eru jarðgöng
mun betri, öruggari
og ódýrari lausn til
lengri tíma litið.
Í VIÐTALI í Morgunblaðinu 14.
júlí síðastliðinn er Kristinn að ræða
um nýja strauma í byggðamálum,
sem var haldið uppi af fráfarandi
formanni Byggðastofnunar. Sú
byggðastefna er vægast sagt und-
arleg og varla til þess fallin að
styrkja landsbyggðina, eða státa sig
af.
Þar verður Kristni tíðrætt um
sjónvarpssenda sem Byggðastofnun
varð að leysa til sín, hann vill af-
henda þá einkareknum sjónvarps-
stöðvum á Akureyri.
Ég veit ekki betur en ríkið fjár-
magni Byggðastofnun og reki sjón-
varps- og útvarpsstöð allra lands-
manna, RÚV.
Sú stofnun hefur verið í miklu
fjársvelti í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar og væri sennilega búið að einka-
væða hana ef Framsóknarflokkur-
inn hefði ekki staðið í vegi fyrir því.
Það hefur verið yfirlýst stefna
Framsóknarflokksins að standa
vörð um ríkisútvarpið og efla það og
þar með efla tengsl landsbyggðar-
innar við menningarstrauma þjóð-
arinnar og ýmiskonar
afþreyingarefni. Þetta
ætti Kristinn að hug-
leiða.
Auglýsingaréttindi
RÚV má ekki skerða á
neinn hátt og RÚV á
að fá að vinna þar á
sama grundvelli og það
gerir nú. Við sem
hlustum á útvarp og
sjónvarp allra lands-
manna eigum ekki síð-
ur rétt á því en aðrir að
hlusta á hvað er um að
vera í þjóðfélaginu, en í
nútímaþjóðfélagi eru
auglýsingar svo snar
þáttur í lífi fólks, með sviptingu
þeirra væri verið að beita grófu
misrétti á okkur og ekki síst þeim
sem búa í hinum dreifðu byggðum
landsins.
Stjórn Byggðastofnunar á að sjá
sóma sinn í að styrkja þetta besta
menningarfyrirtæki sem þjóðin á,
til að efla landsbyggðina og halda
þjóðinni saman, og afhenda RÚV
þessa senda til ráð-
stöfunar og hagræð-
ingar, auðvelda með
því stofnunni að þjóna
öllum landsmönnum,
en víða er þeirra þörf.
Þá er það hinn
margumræddi gjafa-
kvóti, sem Kristinn
hefur manna mest
barist gegn. Ég er að
mörgu leyti sammála
Kristni þar og stór
hluti þjóðarinnar sem
er hneykslaður á því
óréttlæti sem þarna
viðgengst. Það á að
innkalla þessar heim-
ildir á næstu tíu árum og stoppa al-
gerlega að menn sem eru hættir að
gera út sjálfir og eru fluttir úr sjáv-
arplássunum geti auðgast á því einu
að leiga eða selja öðrum þessi rétt-
indi yfir auðlindum þjóðarinnar, án
þess að þurfa nokkurn tíma að
bleyta veiðarfæri.
Flestir eru sammála um hin
slæmu áhrif sem framkvæmd kvóta-
kerfisins hefur haft á byggðajafn-
vægi landsins og því verður að taka
í taumana og þróa það þannig að
þjóðin sjálf ráðstafi þessum verð-
mætum, er þau skipta um rekstr-
araðila.
En Kristinn gleymir einu mik-
ilvægu við innköllun veiðiheimild-
anna, það er framleigan á kvótan-
um. Þessi innköllun myndi ekki
síður valda mikilli byggðaröskun og
gjaldþrotum hjá þeim fyrirtækjum
sem þegar hafa byggt sig upp á
undanförnum árum og mörg þeirra
reka mjög arðbær fyrirtæki sem
byggjast á að þau hafi þessar heim-
ildir áfram, sjálfum sér og þjóðinni
til hagsbóta. Þessi kvóti getur ekki
verið til endurúthlutunar fyrr en
þessi fyrirtæki hætta rekstri og
skili þeim inn.
Þrátt fyrir það ber að innkalla
þær á næstu 10 árum, en veita þeim
sem hafa þær í dag og gera út á fisk
forgangs leigurétt á þeim, á svipuðu
verði og aðrir sem myndu njóta
þeirra hjá þjóðinni.
Þessir hlutir verða að þróast ró-
lega, svo önnur kollsteypa fari ekki
af stað og vitleysurnar endurtaki
sig aftur.
Taka verður fyrir leigubrask og
verslun með veiðiheimildir nú þegar
hjá þeim sem ekki gera út á þær og
hafa stundað leigubrask síðastliðin
þrjú ár án veiða og skuli þeir skila
þeim strax inn og ríkisvaldið síðan
ráðstafa þeim. Ef til vill koma þann-
ig inn á fyrsta ári þau 10% sem tal-
að er um og síðan verði haldið
áfram að innkalla þær, með þeim
skilyrðum sem að framan greinir.
Hver er byggðastefna
Kristins Gunnarssonar?
Einar E. Gíslason
Byggðir
Taka verður fyrir
leigubrask, segir Einar
E. Gíslason, og
verslun með veiði-
heimildir nú þegar.
Höfundur er fv. bóndi og ráðunautur
að Syðra-Skörðugili.
SEÐLABANKI
lækkaði stýrivexti ný-
lega. Viðbrögð hins litla
markaðar hérlendis
voru þau að gengi krón-
unnar hækkaði, öfugt
við það sem sumir
töldu. Þessi viðbrögð
eru hvatning til Seðla-
banka um að lækka
stýrivexti enn hraðar
því stýrivextir verða að
lækka sem fyrst á svip-
að stig og í nágranna-
löndunum samfara því
að gengisvísitala sé um
130. Of mikil hækkun á
gengi krónunnar síð-
ustu vikur leiðir til taprekstrar í út-
flutnings- og samkeppnisgreinum
sem aftur leiðir til þess að lánsfé sog-
ast inn í þann taprekstur með aukn-
um vanskilum og nýjum lántökum.
Eigið fé þessara mikilvægu atvinnu-
greina rýrist þá, framleiðni minnkar
og forsendur varanlegra vaxtalækk-
ana eyðast. Reynslan hefur sýnt slíkt
sveifluferli sem þarf að koma jafn-
vægi á. Traust atvinnulífsins á pen-
ingamálastefnu Seðlabanka er því al-
veg sérstaklega mikilvægt næstu
mánuði því vaxandi traust er nauð-
synlegt til að viðhalda stöðugleika.
Það er fjarri mér að reyna að gefa í
skyn að traust á stjórnun Seðlabanka
Íslands sé lítið. Ég tel að traustið sé
með því mesta sem það hefur verið
hérlendis, en það er bara ekki nóg og
það er hluti af vandanum. Meira og
vaxandi traust er því ekki bara betra,
heldur sérstaklega nauðsynlegt til að
ná varanlegum stöðugleika.
Í Bandaríkjunum eru stýrivextir
nú 1,75%, á evrusvæði 3,25% en hér-
lendis um 7,9%. Verðbólga er enn
einhver hérlendis, en kynni að lækka
hraðar ef Seðlabanki Íslands lækkaði
stýrivexti hraðar. Þetta kann að vera
eins og að fórna peði í tafli til að vinna
stöðu á borðinu. Viðskiptabankar
verða einnig að sýna atvinnulífinu
meiri skyldurækni og sýna óhikað að
þeir hafi dug til að vera virkir þátt-
takendur í að ná þeim markmiðum
sem sett hafa verið.
Seðlabanki Banda-
ríkjanna hefur lækkað
stýrivexti endurtekið
m.a. til að örva atvinnu-
líf þarlendis til aukinn-
ar framleiðni (ná fram
auknum hagnaði) þann-
ig að hagvöxtur geti
vaxið. Seðlabanki
Bandaríkjanna reynir
þannig að hafa áhrif til
hagnaðar í atvinnulíf-
inu og byggja upp
traust á verðbréfa-
mörkuðum með pen-
ingamálastefnu sinni,
sem aftur á að auka hagvöxt. Stund-
um hefur verið einblínt of mikið á
verðbólguprósentur hérlendis og
beðið svo eftir að verðbólga lækki, til
að lækka vexti. Frumkvæði Seðla-
banka um hraðari lækkun stýrivaxta
gæti leitt af sér stöðugleika fyrr.
Lækki ekki verðlag við örari lækkun
stýrivaxta er vandinn varla meiri en
að hækka þá vexti aftur.
Minnt var á það í grein nýlega að
áhrif hárra vaxta á neysluvöruverð
hérlendis hafi að öllum líkindum ver-
ið stórlega vanmetið. Alþjóðlega hag-
fræðilegar teoríur verður að „heim-
færa“ miðað við ríkjandi aðstæður í
hverju landi. Ofnotkun á teorískum
sjónarmiðum án tillits til sérað-
stæðna hérlendis getur þessvegna
haft öfug áhrif miðað við sett mark-
mið. Það er hægt að ofnota fleira en
áfengi, pipar eða salt. Þær sérstöku
aðstæður hérlendis sem hafa verið
vanmetnar skulu því áréttaðar hér:
1. Miklar fjarlægðir til annarra
landa og innanlands.
2. Mun stærri vörulagerar í öllum
rekstri vegna þessara fjarlægða.
3. Minni veltuhraði í vörulagerum
vegna fámennis og fjarlægða.
4. Lægri eiginfjárstaða fyrirtækja
en almennt erlendis.
Samanlögð áhrif af þessum fjórum
atriðum mynda dulin margfeldisáhrif
til hækkunar vöruverðs við hækk-
andi vaxtastig. Efnahagsstjórn hér-
lendis með háum stýrivöxtum er því
að öllum líkindum allt í senn, hæpn-
ara, viðkvæmara og vandmeðfarnara
stjórntæki hérlendis en almennt er-
lendis, þó að almenn efnahagslögmál
séu auðvitað að öðru leyti öll hin
sömu.
Hlutverk Seðlabankans er m.a. að
gæta að því að atvinnugreinar séu
reknar með hagnaði til að forða sóun
fjármagns. Seðlabanki getur keypt
eða selt gjaldeyri til að halda gengi
stöðugu (gengisvísitala 130) þannig
að útflutnings- og samkeppnisiðnað-
ur sé rekinn með hagnaði, en verðlag
haldist jafnframt stöðugt. Það er
ekki trúverðugt að haga peninga-
málastjórn með þeim hætti að ís-
lenska krónan sé sterkasti gjaldmið-
ill heims! Krónan hefur rétt úr
kútnum frá áramótum – en of mikil
hækkun krónunnar veikir stöðu út-
flutnings- og samkeppnisgreina of
mikið, sem aftur veikir traust á pen-
ingamálastjórn Seðlabankans og
veldur undiröldu óróa.
Tilgangur með þessu skrifum um
traust á störfum Seðlabankans, áhrif
vaxta á vöruverð, stöðu atvinnulífsins
og gengismál, er að reyna að hvetja
þá sem gegna mikilvægum ábyrgð-
arstörfum í Seðlabanka Íslands að
gera enn betur en þeir hafa þegar
gert í að lækka vexti. Skapa þannig
meira og vaxandi traust, og meiri
virðingu milli Seðlabanka og atvinnu-
lífs. Gagnkvæmt traust og virðing
milli þessara aðila er afar dýrmætur
höfuðstóll til varanlegs stöðugleika
þótt það verði tæplega reiknað út eft-
ir þekktum hagfræðiformúlum.
Traust á
Seðlabanka
Kristinn Pétursson
Höfundur rekur fiskverkun í litlu
sjávarþorpi. kristinn@gunnolfur.is
Stýrivextir
Efnahagsstjórn
með háum stýrivöxtum
er að öllum líkindum allt
í senn, segir Kristinn
Pétursson, hæpnara,
viðkvæmara og
vandmeðfarnara
stjórntæki hérlendis
en almennt erlendis.