Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 47
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt hér í blaðinu í dag. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 2002. 1. flokki 1991 – 43. útdráttur 3. flokki 1991 – 40. útdráttur 1. flokki 1992 – 39. útdráttur 2. flokki 1992 – 38. útdráttur 1. flokki 1993 – 34. útdráttur 3. flokki 1993 – 32. útdráttur 1. flokki 1994 – 31. útdráttur 1. flokki 1995 – 28. útdráttur 1. flokki 1996 – 25. útdráttur 3. flokki 1996 – 25. útdráttur S T J Ó R N E N D A S K Ó L I H Á S K Ó L A N S Í R E Y K J A V Í K Allar nánari upplýsingar og skráning á www.stjornendaskoli.is eða í síma 510 6200 Verðbréfaviðskipti - tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður tveggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum. Um er ræða réttindanám sem skiptist í 3 hluta skv. reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum nr. 506/2000. I. hluti - Lögfræði (60 klst.) Grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. Verð kr. 57.000 II. hluti - Viðskiptafræði (60 klst.) Grundvallarþættir fjármálafræðinnar, vaxtaútreikningar, tímavirði fjármagns, fjármagnskostnaður fyrirtækja, aðferðir við mat á fjárfestingum og greining ársreikninga. Verð kr. 57.000 III. hluti - Fjármagnsmarkaður (80 klst.) Lög og reglur á fjármagnsmarkaði, tegundir verðbréfa, samval verðbréfa og verðbréfasöfn, fjárvarsla, ráðgjöf o.fl. Verð kr. 76.000 Hverjum hluta lýkur með prófum en prófgjöld eru ekki innifalin í verði námskeiðs. „Námið í verðbréfaviðskiptum er fyrsta flokks og nýtist mér mjög vel í minni vinnu. Kennarar er undantekningarlaust góðir og blanda fræðilegri og faglegri umfjöllun saman við raunhæf dæmi úr atvinnulífinu. Aðstaðan í skólanum og öll námsgögn eru fyrsta flokks og skipulag námsins er mjög gott. Það er greinilegt að í Háskólanum í Reykjavík er litið á nemandann sem viðskiptavin og hann settur í fyrsta sæti líkt og hjá framsæknum fyrirtækjum í alþjóðlegu umhverfi.“ - Leó Hauksson, starfsmaður Kaupþings banka hf. Nám sem ég mæli hiklaust með! Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er verkefnafulltrúi náms í verðbréfaviðskiptum. Sími: 510 6296 Netfang: asgj@ru.is Námið hefst 18. september n.k. og lýkur í apríl 2003. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2002. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. H á sk ó lin n í R e yk ja ví k • S S • 0 8 /2 0 0 2 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 47 ÞRIÐJUDAGINN 13. ágúst var dapurleg- ur fyrir náttúruvernd á Íslandi. Skipulags- stofnun birti úrskurð sinn í mati á umhverfis- áhrifum Norðlinga- ölduveitu sunnan Hofs- jökuls og ákvað að fallast á framkvæmd- ina. Hér er um að ræða framkvæmd á ein- hverju viðkvæmasta svæði landsins, svæði sem er flestum Íslend- ingum hjartfólgið og nýtur auk þess tvö- faldrar friðunar; ann- ars vegar samkvæmt íslenskum lögum og hins vegar lýtur það verndarákvæðum hins alþjóð- lega Ramsar-sáttmála. Það er erfitt að ímynda sér annað en að þessi nið- urstaða hafi almennt komið mjög á óvart. Í fyrsta lagi vita þeir sem kynnt hafa sér matsskýrslu Lands- virkjunar að hér er um að ræða framkvæmd, sem hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfis- áhrif og í öðru lagi þá gekk mats- skýrslan út á áform um miðlunarlón í 575 m hæð yfir sjávarmáli. Skipu- lagsstofnun leggur hins vegar þá lykkju á leið sína að líta á lón 578 m.y.s. sem mögulegan fram- kvæmdakost en ekki einungis sem samanburðarkost, eins og skýrslan meðhöndlar hann. Þannig má segja að Skipulagsstofnun hafi fallist á meira en beðið var um og hlýtur það að teljast einsdæmi þegar úrskurðir af þessu tagi eru skoðaðir. Hitt vek- ur líka athygli að hvað eftir annað er í úrskurðinum staðfest að fram- kvæmdin valdi umtalsverðum óaft- urkræfum umhverfisáhrifum og má því segja að úrskurðarorðin séu í hrópandi ósamræmi við það sem fram kemur í almennri umfjöllun hans. Lagatæknilegar flækjur Í tilefni af úrskurðinum fjölluðu ljósvakamiðlarnir strax um málið. Á Stöð 2 var iðnaðarráðherra, Val- gerði Sverrisdóttur, stefnt gegn oddvita Gnúpverja og Skeiðamanna, Má Haraldssyni. Var ráðherrann spurð út úr um málið og gefa orð hennar tilefni til nokkurra hugleið- inga. Inntak umræðunnar var sú staðreynd að það er í verkahring heimamanna að heimila eða hafna framkvæmdum af þessu tagi og gera ráð fyrir þeim í skipulagi eða ekki. Meðal heimamanna hefur um þriggja áratuga skeið verið andstaða við öll framkvæmdaáform í Þjórs- árverum og í drögum að aðalskipu- lagi Gnúpverjahrepps er ekki gert ráð fyrir Norðlingaöldumiðlun held- ur er gert ráð fyrir stækkun frið- landsins. Til marks um andstöðuna er ályktun almenns fundar sem haldinn var í Árnesi 24. maí 2001 og ekki síður merkileg ályktun fundar sem haldinn var á sama stað 17. mars 1972 um sama efni. Þessi ein- dregna afstaða kom vel fram í máli Más Haraldssonar á Stöð 2 og í svörum ráðherrans gætti óneitan- lega nokkurs titrings. Fyrir utan þessa aðkomu heimamanna þá ber að geta þess að það er í verkahring Náttúruverndar ríkisins, skv. lögum um náttúruvernd, að veita fram- kvæmdaleyfi á friðuðum svæðum og það má gera ráð fyrir að erfitt verði að knýja slíkt leyfi fram miðað við opinbera afstöðu stofnunarinnar til fyrirhugaðra framkvæmda. Úr þess- ari klemmu virðist ráðherrann ætla að losa sig með því að láta vinna lögfræðiálit um túlkun á því hversu mikið vald sveitarstjórna sé í raun samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Gefur þessi yfirlýsing iðnaðarráð- herra tilefni til að ætla að nú hyggist hún beita lagaklækjum til að veikja vald Skeiðamanna og Gnúpverja yfir auðlindum sínum, vald sem hingað til hefur ekki verið dregið í efa. Leiðir þetta hugann að öðru lögfræðiáliti sem þessi sami ráðherra lét vinna fyrir rúmu ári, þegar hún sá ástæðu til að veita Þjórsár- veranefnd aðhald. Þá var Páll Hreinsson lagaprófessor fenginn til að vinna álit fyrir ráðherrann sem skil- greina átti m.a. vald- heimildir nefndarinn- ar. Kveikjan að því áliti virtist vera samþykkt nefndarinnar sem gerð var 3. maí 2001, en þá hafnaði Þjórsárvera- nefnd öllum áformum um lón í Þjórsárverum sem yrði hærra en 575 m.y.s. og hafnaði að auki áformum um 6. áfanga Kvísla- veitu. Öll nefndin varð sammála um þessa afgreiðslu, líka fulltrúi Lands- virkjunar (hér skal ekki fjallað um þá undarlegu ráðstöfun að Lands- virkjun skuli eiga fulltrúa í ráðgjaf- arnefnd Náttúruverndar ríkisins um málefni friðlandsins í Þjórsárver- um). Þegar það lá svo fyrir að nefnd- in ætlaði sér að taka afstöðu til lóns í 575 m.y.s. þá virtist iðnaðarráðherra finna hjá sér þörf fyrir að afstýra því með einhverju móti og kallaði lagaprófessorinn til, sem tókst með lagatæknilegum útleggingum að þagga niður í Þjórsárveranefnd (um tíma) og slökkva þannig í um- ræðunni sem fór af stað um það leyti sem Landsvirkjun tilkynnti að hún myndi ætla að láta meta umhverfis- áhrif Norðlingaöldumiðlunar. Annað sem prófessorinn leiddi fram í dags- ljósið í áliti sínu var sá möguleiki að færa friðlandsmörkin til, svo lónið myndi allt lenda utan þeirra. Í ljósi þessa er ekki óeðlilegt þó spurt sé: Er iðnaðarráðherra nú með það á prjónunum að tæla flokkssystur sína Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra til þess að víkja frá fyrirmæl- um í friðlýsingarskilmálum Þjórsár- vera? Og er iðnaðarráðherra með það á prjónunum að veikja vald lög- mætra stjórnvalda í héraði til að knýja fram heimild fyrir þessum umdeildu framkvæmdum? Málefnaleg sjónarmið Eitt af því sem iðnaðarráðherra brýndi fyrir oddvita Gnúpverja og Skeiðamanna í viðtalinu á Stöð 2 var að afstaða heimamanna yrði að byggjast á málefnalegum forsend- um. Ráðherrann virtist vera að skír- skota til úrskurðar Skipulagsstofn- unar sem málefnagrundvallar í þeirri umfjöllun sem framundan væri. Þannig bæri heimamönnum skylda til að fjalla um skipulag og framkvæmdaleyfi útfrá þeirri stað- reynd að Skipulagsstofnun hefði tal- ið framkvæmdina ásættanlega útfrá umhverfissjónarmiðum. Þá benti Már Haraldsson á þá staðreynd að friðlandsmörkin hefðu í upphafi ver- ið málamiðlun enda dregin þannig að sem mestur hluti áhrifasvæða mögulegra mannvirkja lenti utan markanna, en hvorki eftir landfræði- legum né náttúrufarslegum forsend- um. Það er á þessum málefnalegu forsendum sem heimamenn hafa lagt það til að friðlandið verði stækkað og mörk þess dregin eftir forsendum landsins þannig að hin eiginlegu Þjórsárver lendi öll innan marka friðlandsins. Það verður auð- vitað á þessum málefnalegu forsend- um sem baráttan um verin mun halda áfram, því þessu tafli er langt í frá lokið. Stækkun Þjórsár- verafriðlands Kolbrún Halldórsdóttir Umhverfi Yfirlýsing iðnaðarráð- herra gefur tilefni til að ætla, segir Kolbrún Halldórsdóttir, að hún hyggist beita lagaklækjum til að veikja vald Skeiða- manna og Gnúpverja yfir auðlindum sínum. Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.