Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 49
kafi á snjó á veturna, en svo lifnaði allt við á sumrin og bærinn iðaði af lífi. Sigga tók þátt í síldarævintýrinu og var dugleg við síldarkassana. Þegar við heimsóttum hana á spít- alann dáðumst við að hugrekki hennar og æðruleysi og síðustu orð- in sem hún mælti til okkar daginn áður en hún dó voru þakklætisorð. Við biðjum guð að styrkja Kidda, börnin, maka þeirra og afkomendur og erum fullviss um að vel hefur ver- ið tekið á móti henni hinum megin. Blessuð sé minning hennar. Þorgerður og Hörður. Elsku Sigga mín. Mikið sakna ég þín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, en fátt af því upptalið hér. Til dæmis þegar þú fórst með mér norður, þegar börnin mín útskrifuðust úr mennta- skólanum. Og hvað þú tókst alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heim- sókn til ykkar Kidda á vorin. Þú varst frábær matreiðslu- og handa- vinnukona, jólatrésdúkurinn og myndin sem prýðir vegg í stofunni á Heiðarbrúninni eru mikil listaverk sem þú gerðir á síðustu árum. Þú varst falleg þar sem þú hvíldir í þinni hinstu hvílu, laus við þjáning- arnar sem þú þurftir að líða und- anfarna fjóra mánuði. Við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við að þú ert ekki lengur hjá okkur. Vertu kært kvödd. Þín vinkona og mágkona, Þórunn. Með örfáum orðum vil ég hér minnast Sigríðar Brynjólfsdóttur, eða Siggu, eins og hún var jafnan kölluð, sem gift var móðurbróður mínum, Kristjáni Júlíussyni. Sigga var sterk kona, hress og kát, harð- dugleg, heiðarleg, og hreinskilin. Hún var sérlega heilsteypt og laus við alla yfirborðsmennsku og sýnd- arhátt. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd og sagði meiningu sína fumlaust. Hún var jafnframt hjartahlý og örlát sem sýndi sig oft best í verki. Mér þótti alltaf vænt um hversu góð hún var við ömmu mína og tengdamóður sína, Sigríði á Grund, í gegnum tíðina, enda þótt nafna hennar á Grund hafi ekki allt- af verið létt í taumi. Afa mínum, Júl- íusi á Grund, þótti líka ansi gott að koma við hjá henni Siggu sinni í Keflavík og þiggja kaffibolla og fylgjast með barnabörnunum. Uppvaxtarár mín á Grund tengj- ast Siggu og Kidda sterkt í minning- unni. Mig rétt rámar í það þegar Kiddi kom fyrst með Siggu að Grund til að kynna þessa glæsilegu siglfirsku yngismey fyrir ábúendum. Leist öllum strax vel á hana og ekki síst mér sem þá var smástrákur. Breyttist það álit ekki eftir það. Ásamt börnum sínum fimm bjuggu þau Sigga og Kiddi sér fal- legt heimili við Heiðarbrún í Kefla- vík. Þar var gott að koma og mikið spjallað, grínast, og hlegið. Í árarað- ir hélt Sigga þar stór jólaboð og var þá rausnarlega veitt og frábærir réttir fram reiddir. Fastur liður í heimkomum mínum til Íslands var að fara á færi út í Garðsjó með Kidda frænda og var það eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði. Að lokinni veiðiferð var jafnan farið með aflann á Heiðarbrúnina. Varð sá glænýi fiskur að þvílíkum veislu- mat á borðum hjá Siggu, að við er ekki jafnandi hvorki fyrr né síðar, og stóðu þá sjómenn á blístri. Þess er líka ánægjulegt að minn- ast hversu sérlega samrýndar og góðar vinkonur þær Þórunn, móðir mín, og Sigga, mágkona hennar, voru alla tíð. Þar var mikið og gott samband sem báðar nutu. Til dæmis kom Sigga með mömmu til Akureyr- ar á sínum tíma þegar ég útskrif- aðist úr menntaskólanum og höfðu þær báðar mjög gaman af því. Að lokum þakka ég Siggu fyrir allt gamalt og gott. Það er sárt að horfa á eftir henni yfir móðuna miklu langt um aldur fram. Ég sendi hér með Kidda, Sigrúnu, Brynju, Júlla, og Hildi, ásamt öllum öðrum aðstandendum, innilegustu samúð- arkveðjur og bið þau styrk standa í þessari miklu sorg. Róbert Magnússon. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 49 ✝ Árni GuðmundurAndrésson fædd- ist á Skagaströnd 18. mars 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 3. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurborg Hallbjarn- ardóttir ljósmóðir á Skagaströnd, f. í Flatey á Breiðafirði 24.8. 1892, og Andrés Guðjónsson kennari og bóndi og síðar kaupmaður á Skaga- strönd, f. á Harastöð- um á Skagaströnd 15.2. 1893. Systkini Sigríðar eru: Hallbjörn Bergmann, f. 15.11. 1917, d. 2. jan. 1943, organisti og söngkennari á Skagaströnd, ókvæntur og barn- laus; Guðjón, f. 24.10. 1920, tré- smiður og verslunarmaður á Skagaströnd, síðar í Kópavogi, kvæntur Sigfríði Runólfsdóttur; Sigfús Haukur, f. 8.8. 1922, cand mag., skjalavörður á Þjóðskjala- safni, kvæntur Guðrúnu Lange, dr. í bókmenntum og miðalda- fræði; Lilja Ólöf, f. 19.11. 1924, gift Edward Nagle slökkviliðs- stjóra í Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum. Hinn 2. ágúst 1968 kvæntist Árni Stefaníu Sigurðardóttur, f. 2.6. 1921 í Vest- mannaeyjum. Börn Stefaníu frá fyrra hjónabandi eru: Jón- ína Guðnadóttir leir- listakona, Sigurður Pétur Guðnason framhaldsskóla- kennari og Kristján Pétur Guðnason ljós- myndari. Að loknu barna- skólanámi á Skaga- strönd lá leið Árna til Hafnarfjarðar. Þar lauk hann und- irbúningsnámi fyrir menntaskóla og hélt síðan til Ak- ureyrar og útskrifaðist sem stúd- ent frá M.A. 1949. Að loknu stúd- entsprófi var Árni við efna- fræðinám við háskóla í Noregi og Hollandi. Árni starfaði um skeið á efna- rannsóknastofu Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi og síð- an sem kennari við gagnfræða- skólann þar í bæ. Árni fluttist til Reykjavíkur 1968 og starfaði um árabil sem skrifstofustjóri hjá Davíð S. Jónssyni heildverslun og seinna sem gæslumaður hjá Pósti og síma uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Að ósk hins látna fór útförin fram í kyrrþey 7. ágúst. Hann afi minn í Sólheimum er dáinn. Þó að ég hafi vitað um nokkra stund að það stefndi í þessa átt, þá er ótrúlega erfitt að sætta sig við að við eigum ekki eftir að hittast aftur í þessari jarðvist. Því miður varð hann ekki 100 ára eins og ég skrifaði á kortið til hans á fimmtugsafmælinu. Ég man enn eftir rökræðunum sem ég átti við mömmu út af kortinu. Það var búið að bjóða mér í stórafmæli hjá hon- um afa, og ég vissi alveg að afar eru gamlir. 50 ára væri ekkert sérlega gamalt og því hlyti hann afi minn að vera 100 ára. Við sættumst á endanum á að ég mætti skrifa ,,Afi 100 ára“ á kortið. Afi hló mikið þeg- ar hann fékk kortið góða, og spurði hvort ég tæki ábyrgð á honum næstu 50 árin. Ég lofaði að reyna mitt besta, en því miður entist ábyrgðin bara í 25 ár. Afi Sól er eini afinn sem ég hef kynnst og hann stóð sig alveg ein- staklega vel í afahlutverkinu. Fyrstu minningar mínar um hann eru frá því ég var þriggja til fjög- urra ára og var oft hjá þeim afa og ömmu. Einhverju sinni var ég með þeim á Akureyri, og það vantaði eitthvað úr búð. Afi hljóp út en við amma biðum í bílnum. Á meðan hann stóð í röðinni við búðina sagði ég við ömmu: ,,Sjáðu, amma, hann afi er alveg eins og Andrés önd.“ Amma reyndi eitthvað að sussa á mig en þegar ég benti henni á hvernig hann stóð, alveg eins og Andrés, fallega útskeifur, þá fór hún að hlæja og sagði að það væri rétt hjá mér, hann væri svolítið eins og Andrés önd. Afi hló líka þegar við sögðum honum þetta, og fannst ekki leiðum að líkjast. Ekki minnk- aði ánægja mín með afa við þessa samlíkingu, því okkur afa fannst Andrés önd alveg afskaplega skemmtilegur. En það varð að vera Andrés á dönsku, því eins og allir vita þá er Andrés danskur og ís- lenska útgáfan af honum hálfgild- ings plat. Ég kynntist afa enn betur þegar við bjuggum hjá þeim ömmu þegar verið var að gera við húsið okkar. Þá var ég níu ára og við Guðni Dag- ur bróðir minn bjuggum í ,,her- berginu hans afa“. Þótt ég væri ekki ýkja stór eða fullorðinn þá gaf afi sér alltaf tíma til að spjalla við mig um það sem mér lá helst á hjarta þann daginn, hvort sem það varðaði árangur minn á fimleika- æfingu eða ókurteisa strætóbíl- stjórann á leið 2. Á þessum árum var afi oftast sammála mér. Eftir að ég þroskaðist fóru umræður okkar að snúast upp í frekari rök- ræður, við urðum oft ósammála og gátum sem betur fer haft ótrúlega misjafnar skoðanir á hlutunum. Hann sýndi þó mínum málum og hugðarefnum alltaf fullan stuðning, og lét mig finna að hann væri stolt- ur af því sem ég afrekaði í lífinu. Þegar leið á unglingsárin urðu heimsóknirnar stopulli, þó alltaf væri gott að koma til ömmu og afa til að spjalla eða fá aðstoð við stærðfræði eða þýsku. Eftir að ég byrjaði í háskólanum jókst sam- bandið á milli okkar aftur. Ég kíkti oft í heimsókn, annaðhvort til að ræða málin eða að ég fékk að nýta mér frið og ró Sólheimanna í próf- lestri. Þegar Daníel Breki minn fæddist fór ég iðulega til þeirra í fæðingarorlofinu. Afi sýndi barna- barnabarninu mikinn áhuga, og þeir voru miklir vinir. Daníel Breki var ekki ýkja gamall þegar hann vissi alveg að hjá löngu og langa í Sólheimum réð langi yfir leikföng- unum og langa yfir góðgætinu. Eftir að afi hætti að vinna fór hann að stunda bókband. Hann varð fljótt mjög fær í því eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur, og varð ég afskaplega ánægð með þegar hann tók að sér að binda inn Hæstaréttardómana mína. Hann náði að binda inn um 30 bækur, sem við bæði vorum af- skaplega stolt af. Hann af því hversu vel handbragðið tókst og hversu glöð ég var, ég yfir að fá þessar fallegu bækur, sem eru samt miklu fallegri því að afi minn bjó þær til. Þegar ég sagði ömmu og afa í vor að nýr prins væri væntanlegur með haustinu samglöddust þau mér innilega. Þó svo að afi væri orðinn veikur trúði ég því varla að hann gæti dáið áður en kúlubúinn minn liti dagsins ljós. Sú hefur þó orðið raunin, og við Daníel Breki, ásamt öðrum í fjölskyldunni verðum að segja litla bróður frá langa, sem hann því miður fær aldrei að kynn- ast. Elsku amma mín, sem og aðrir ættingjar, missir okkar er mikill, en minningarnar um góðan mann og besta afa í heimi lifa áfram. Hólmfríður Kristjánsdóttir. Þegar maður missir einhvern ná- kominn sér myndast einhver innri átök; fyrst er það sorgin og sökn- uðurinn, með tímanum verður þakklætið yfir því að hafa þekkt og notið samvista við hann yfirsterk- ara. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til hans afa, atriði eins og hve það var ætíð ljúft að koma á heimili þeirra ömmu, hvort sem það var til að fá frið til að læra, aðstoð hjá afa við stærð- fræði eða til að setjast og eiga gott spjall yfir kaffibolla. Þegar sest var niður að spjalla var afi oftar en ekki búinn að mynda sér athyglisverðar skoðanir á atburðum líðandi stund- ar, hvort sem um var að ræða fólk, málefni, listir eða trúmál. Í flestum tilvikum var hægt að stóla á að afi hefði sínar útpældu skoðanir á mál- inu og gjarnan kom hann með at- hyglisverð sjónarmið sem maður var ekki búinn að sjá fyrir. Þannig var hann afi í hnotskurn; ljúfur, hógvær en fastur fyrir. Síðasta vetur dvaldi ég á Spáni og fékk þær slæmu fréttir þangað að búið væri að greina afa með krabbamein sem ólíklegt væri að tækist að lækna. Þegar ég ræddi við afa í símann þaðan tókst honum samt alltaf að gera lítið úr þessu meini sínu og snúa samtalinu þann- ig að ég var farinn að segja honum frá því hve ljúft lífið væri við Mið- jarðarhafið. Þegar ég sneri svo aft- ur til Íslands miðsumars var veru- lega dregið af honum afa mínum og lauk síðan þeirri baráttu 3. ágúst síðastliðinn. Ég á ætíð eftir að geyma hann í minningunni og vona að ég hafi lært af honum að horfa á hlutina frá mörgum sjónarhornum. Hans verður saknað en um leið er ég full- ur þakklætis fyrir að hafa átt svo frábæran afa. Guðni Dagur Kristjánsson. „…þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund.“ (Grímur Thomsen.) Árni Andrésson fór ekki æviveg- inn með hávaða og bægslagangi. Ekkert var honum fjær en að sýn- ast. Skref hans voru örugg og markvís. Skilyrðislaus heiðarleiki varðaði leiðina. Þess vegna leikur hugljúf birta um farinn veg. Að vísu var gatan stundum örlítið á fótinn eins og gerist tíðum þar sem „til- vera okkar er undarlegt ferðalag.“ En aldrei var æðrast og ef til vill komu mannkostir hans best í ljós þegar sýnt var að hverju dró og all- ar leiðir lokaðar nema sú ein sem við förum öll fyrr eða síðar. Hálfur sjötti tugur stúdenta brautskráðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 eftir hörmungavet- ur Akureyrarveikinnar. Árni Guð- mundur Andrésson var í þeim hópi og er sá fimmtándi sem kveður. Hann var greindur og háttprúður, skopvís og skemmtilegur en þó um- fram allt tryggur vinur og traustur félagi. Hann var einn þeirra sem veiktust og bar líklega aldrei sitt barr eftir það. Bekkurinn okkar var skemmtilegur. Við höfðum setið saman nokkra vetur við fætur þeirra öðlinga sem höfðu gert Menntaskólann á Akureyri að einni virtustu menntastofnun þjóðarinn- ar. Okkur þótti gaman að vera sam- an, vorum sjálfum okkur nóg og enn í dag er hátíð þegar við hitt- umst. Árni Andrésson átti heima á Akranesi um skeið. Fyrst vann hann við efnarannsóknir í Sements- verksmiðjunni en síðan kenndi hann sex ár við Gagnfræðaskólann á Akranesi og reyndist í því starfi sem annars staðar hinn nýtasti maður. Hann var mjög vel heima í þeim fræðum sem hann kenndi og ljúflyndi hans og rósemi höfðu góð áhrif á fjörmikla unglinga. Árni Andrésson kvæntist fremur seint eða rúmlega fertugur. En sá hygg ég hafi verið mesti hamingju- dagurinn í lífi hans þegar þau Stef- anía Sigurðardóttir giftust. Hún er einstök mannkostakona, skýr og skemmtileg, dugleg og ákveðin og börn hennar þrjú frá fyrra hjóna- bandi voru Árna ákaflega góð enda úrvalsfólk öll. Sem betur fór áttu Stefanía og Árni mörg ár saman, ferðuðust víða og nutu tilverunnar. Við Björg minnumst margra góðra og glaðra stunda með þeim. þau voru aufúsugestir í hverju sam- kvæmi og sjálf einkar notaleg heim að sækja. Stefaníu og öðrum ástvinum Árna Andréssonar vottum við sam- úð, biðjum þeim allrar blessunar og minnumst vinar okkar, bekkjar- bróður og samkennara með virð- ingu og þökk. Ólafur Haukur Árnason. Elsku afi. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Reyndar fá orð seint lýst því sem í brjósti býr þegar þeim sem eru manni kærir er kippt burt úr dag- legu lífi, hverfa og koma aldrei aft- ur. Hvarf þitt úr þessum heimi átti að vísu sinn aðdraganda en ein- hvern veginn gerðum við samt ráð fyrir, að minnsta kosti framan af, að þér myndi batna og allt yrði sem fyrr. Við myndum halda áfram að koma í heimsókn í Sólheimana, amma baka vöfflur og þú laga kaffi eða amma laga matinn og þú útbúa salatið. Æ, það var svo notalegt að sitja við eldhúsborðið og fylgjast með ykkur sýsla saman í eldhúsinu. Ást þín á ömmu skein í gegnum at- hafnir þínar og skapaði þægilegt andrúmsloft á heimili ykkar. Hug- ulsemi þín gagnvart okkur var líka ótakmörkuð. Þú vissir alltaf hvað við vorum að gera og hvernig okkur leið. Jafnvel í veikindum þínum fylgdistu með framgangi mála hjá okkur. Afi, þú skammaðir okkur aldrei! Sama hvað við fífluðumst og görg- uðum á okkar yngri árum munum við ekki eftir einu styggðaryrði í okkar garð. Þú gast að vísu oft ver- ið argur og skammast út í aðra, en ekki okkur krakkana. Í minning- unni ertu góði og blíði afi. Það verður tómlegt að heyra ekki lengur góðlátlega stríðni þína, finna fyrir umhyggju þinni og sitja og tala um heima og geima. Kveðja. Helga Kristín, Svana Huld, Áshildur og Úlfar. ÁRNI GUÐMUNDUR ANDRÉSSON MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.