Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 67 GAMLA góða Háskólabíó er nú í hálfgerðum slipp, og er verið að taka það í gegn hátt sem lágt. Unn- ið er að því að bæta salina m.a. með því að umturna öllu er snýr að hljóði og mynd. Og loksins eru komnir glasahaldarar í sætin! Það eru þeir John Stephens og Ingólfur Arnarson tæknifræðingar sem hafa haft yfirumsjón með breytingum og litu þeir við upp í Morgunblað í kaffi ásamt Birni Árnasyni, framkvæmdastjóra Sam- bíóanna, sem nú sjá um rekstur þessa fornfræga kvikmyndahúss. Björn byrjar á að útskýra erf- iðasta tæknimálið fyrir blaða- manni: Þannig er að ljós í minni söl- um hafa verið lækkuð, styrkur í linsu aðalsalar hefur verið aukinn til muna (sem þýðir betri og skýrari myndgæði) og hljóðkerfi bætt til muna þannig að nú er hljómur sam- bærilegur við það besta sem gerist í heimi hér. „Nú er Dolby Digital í öllum söl- um,“ segir Björn. „Skipt var um há- talara og slíkt. Það er samt ekki þannig að hávaðinn verði meiri og hárin standi á endum á fólki (hlær). Nei, öllu heldur er hljóðið nú mun betra, hvað alla sali varðar. Það er hljóðdreifingin sem slík, sem er nú jafnari.“ Þetta er í þriðja skiptið sem Stephens kemur til landsins í þess- um tilgangi en hann starfar fyrir Sound Associates í Bretlandi og allt frá 1976 hefur hann ferðast vítt og breitt um heiminn í þessum til- gangi. „Aðalmálið hér,“ segir Stephens, „var að við bættum hljóðkerfið í sal 1 um helming ef svo skal segja. „Umhverfishátalararnir“ eru nú helmingi fleiri en áður. Hljómur er því mun jafnari, um allan salinn, en áður.“ Spurður um álit sitt á Há- skólabíói, samanborið við önnur kvikmyndahús sem hann hefur unnið við, segir Stephens: „Þetta er svolítið undarlegt hús viðurkenni ég, þar sem það er líka notað sem tónleikasalur.“ Stephens segir að þetta verkefni hafi ekki verið það erfitt. „Stundum þarf gersamlega að snúa hverri fjöl við en það var ekki svo í þessu tilfelli. Þetta var frekar spurning um að bæta heldur en að endurbyggja.“ Það verður án efa athyglisvert að sjá hvernig þetta ríflega fjörutíu ára gamla hús – sem í lögun sinni minnir óneitanlega á fornfálega ljósmyndavél – lagar sig að þessu bætta og breytta innvolsi. Hljóð og mynd bætt til muna Morgunblaðið/Jim Smart Hér má sjá muninn á nýju hátölurunum og þeim gömlu. Háskólabíó sett í yfirhalningu KVIKMYNDIN Hringadróttinssaga sló öll sölumet á DVD-diskum og myndbandsspól- um í Bretlandi í síðustu viku. Seldar voru 1,27 milljónir DVD-diska og myndbands- spólna með kvikmyndinni á einum degi, en eldra metið var slegið þegar kvikmyndin um Harry Potter og viskusteininn fór á DVD og myndband. Þá seldust 1,25 millj- ónir eintaka á einum degi í maí síðastliðn- um, að sögn fréttavefjar BBC. Helstu verslanir á Bretlandi hafa greint frá umtalsverðri söluaukningu í DVD og á myndböndum undanfarið. Talið er að ein ástæða þess að Hringadróttinssaga seljist vel sé sú að atriði úr öðrum hluta kvik- myndabálksins, Turnarnir tveir, sem sýnd- ur verður í kvikmyndahúsum í vetur, er að finna á DVD. Þriðja kvikmyndin um Hringadróttinssögu verður tekin til sýning- ar 2003. Hringadróttinssaga slær enn fleiri met Hringurinn góði sem allt snýst um. Sýnd kl. 6 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 6 og 10. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. Sýnd kl. 6, 8 og 10. „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV YFIR 35.000. MANNS! www.laugarasbio.is  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2 HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl Sýnd kl. 5.30, 8.30 og Powersýning kl. 10.30. Hverfisgötu  551 9000 Powersýning kl. 10.30.  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2 HÖJ Kvikmyndir.com  HK DV Sexý og Single Yfir 12.000 MANNS 2 FYRIR EINN - allra síðustu sýningar Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. Sýnd kl. 8. B. i. 16.  SV.MBL  HK.DV Yfir 35.000 MANNS Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. www.regnboginn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.