Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri verður settur mánudaginn 26. ágúst nk. Alls munu tæplega 1.100 nemendur stunda nám við skólann í dagskóla, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár, að sögn Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara. Mennta- skólinn á Akureyri verður settur sunnudaginn 15. september en reglu- leg kennsla hefst daginn eftir. Alls munu um 640 nemendur stunda ná við MA í vetur, eða fleiri en nokkru sinni fyrr í dagskóla, að sögn Tryggva Gíslasonar skólameistara, sem nú er að hefja sitt síðasta starfsár sem skólameistari MA. Starfsemin í Húsmæðraskól- anum flutt í nýtt húsnæði VMA Hjalti Jón sagði að nemendur í fjarnámi yrðu 500–600 í vetur eða heldur færri en á síðasta skólaári en þá voru 650 manns í fjarnámi. Hjalti Jón sagði að helsta ástæðan fyrir fækkun nemenda væri aukin sam- keppni í fjarnámi. Haukur Ágústsson sem verið hefur kennslustjóri fjar- námsins hefur látið af störfum en við starfi hans tók Ingimar Árnason. Aðspurður sagði Hjalti Jón að vel hefði gengið að ráða þá fáu kennara sem vantaði við skólann. „Það bárust margar umsóknir um hverja stöðu og það er orðið auðveldara að fá fólk til starfa.“ Nú í haust verða enn ein tímamót hjá VMA en þá verður tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir mat- vælakennslu og listnámsbraut. Nokk- ur töf hefur orðið á verkinu en stefnt er að því að flytja í húsið í september og þá verður öll starfsemin flutt úr gamla Húsmæðrskólanum og upp á Eyrarlandsholt. „Þarna er byggt sér- stakt húsnæði undir listnámið og mér skilst að það sé í fyrsta skipti sem það er gert hérlendis,“ sagði Hjalti Jón. Enn þarf að hækka laun kennara Alls voru teknir inn tæplega 190 nemendur á fyrsta ár í MA og þá verða um 130 nemendur í 4. bekk í vetur. Því er að sögn Tryggva fyr- irsjáanlegt að stúdentahópurinn næsta vor verði með stærra móti en óvenjulítill hópur var brautskráður frá skólanum 17. júní sl., eða um 100 manns. Tryggvi sagði að vel hefði gengið að ráða kennara til starfa en þó væri vöntun á kennurum sem kenna stærðfræði og eðlisfræði. Hann sagði að skólinn hefði kennara til að sinna þeirri kennslu en ekkert mætti út af bregða. „Það virðist ekki vera mikil ásókn í kennarastöður við framhalds- skólana úti á landi. Ekki eins og virð- ist vera í Reykjavík og þar kemur þungi Reykjavíkur fram. Að mínum dómi þarf því enn að hækka laun kennara til þess að gera starfið eft- irsóknarverðara. Þá má ekki heldur gleyma því í þessari umræðu allri að það er sífellt verið að gera meiri kröf- ur til kennara og það er ekki nema eðlilegt því að við berum okkur sam- an við önnur lönd þar sem eru miklar kröfur og mikið mannval,“ sagði Tryggvi. Framkvæmdir við nýja nem- endagarða á áætlun Síðastliðið vor hófust framkvæmd- ir við byggingu nýrra nemendagarða framhaldsskólanna á Akureyri á lóð MA. Húsið er að rísa austan við nú- verandi heimavistarhús MA og veður að meginhluta fimm hæðir en að hluta til sex hæðir og alls um 900 fer- metrar að grunnfleti. Að sögn Tryggva eru framkvæmdir á áætlun og gert ráð fyrir að uppsteypu húss- ins verði lokið í lok október. Fram- kvæmdir innandyra hefjast í kjölfarið en verkinu skal að fullu lokið fyrir skólaárið haustið 2003. Tryggvi sagði að heildarkostnaður við verkið, með búnaði og frágangi á lóð, væri um 800 milljónir króna. Tæplega 1.100 dagskólanemendur í VMA í vetur Metaðsókn í Menntaskólann á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við nýja nemendagarða á lóð Menntaskólans á Akureyri ganga samkvæmt áætlun en verkinu skal að fullu lokið haustið 2003. LANDVINNSLA hófst hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. á ný sl. mánudag að loknu sumarhléi, bæði á Grenivík og Akureyri. Allir þrír ís- fisktogarar félagsins hafa landað afla í vikunni, alls á fimmta hundrað tonnum. Á sunnudag landaði Árbakur EA um 115 tonnum og var þorskur uppi- staða aflans. Harðbakur EA landaði á mánudag um 170 tonnum og var uppistaða aflans karfi, eða um 130 tonn. Kaldbakur EA kom inn til löndunar í gær með um 150 tonn og þar af um 110 tonn af þorski. Útgerðarfélag Akureyringa Landvinnsla hafin á ný SIGURPÁLL Geir Sveinsson, ný- krýndur Íslandsmeistari í golfi, var sæmdur gullmerki Golfklúbbs Akur- eyrar í sérstakri móttöku í golfskál- anum að Jaðri í fyrrakvöld. Þetta var þriðji Íslandsmeistaratitill Sigurpáls Geirs í karlaflokki en áður hafði hann unnið 1994 og 1998. Við sama tækifæri voru þær María Ósk Jónsdóttir og Helena Árnadóttir sæmdar silfurmerki GA en þær stöllur sigruðu í sínum flokk- um á Unglingameistaramótinu sem fram fór á Akranesi fyrr í sumar. Um 80 manns komu að Jaðri og fögnuðu Íslandsmeisturum klúbbs- ins. Íslandsmótið fór fram á Strand- arvelli og lauk um helgina. Sigurpáll Geir lék hringina fjóra á 9 höggum undir pari, sem er næstbesta skor á Íslandsmóti til þessa. Félagi Sigur- páls Geirs í GA, Ómar Halldórsson, setti vallarmet á Strandarvelli, er hann lék einn hringinn á 64 höggum. Golfklúbbur Akureyrar Íslands- meistarar heiðraðir ♦ ♦ ♦ DJASSHÁTIÐIN Django Jazz 2002 Festival hófst á Akureyri í gær og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíkrar há- tíðar en sú fyrsta, sem haldin var í fyrrasumar, tókst einstaklega vel. Þrennir tónleikar verða í boði á há- tíðinni að þessu sinni, í kvöld og næstu tvö kvöld. Tónleikar í kvöld verða í Ketilhús- inu kl. 21.30, þar sem Robin Nolan Trio leikur. Á morgun, föstudag, leikur hljómsveitin Hot Club of San Francisco í Ketilhúsinu og hefjast tónleikarnir kl. 21.30. Hér er um að ræða fimm manna hljómsveit sem leidd er af gítarleikaranum fræga Paul Mehling. Hápunktur hátíðarinnar verður svo á laugardag en þá verða haldnir fimm klukkutíma stórtónleikar á Glerártorgi. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa fram á nótt. Sígauna- tónlist og django verður þar í fyr- irrúmi í stærsta innigötuveitinga- húsi bæjarins. Alls koma 14 tónlistarmenn fram á tónleikunum, m.a. Robin Nolan Trio, Hot Club of San Francisco, Paul Weeden, gítar- leikarinn góðkunni, Randy Greer, sem er þekktur söngvari frá Barce- lona, Akureyrartríóið Hrafnaspark og Björn Thoroddsen, einn fremsti gítarleikari landsins. Forsala á tón- leikana fer fram í Pennanum-Bók- vali á Akureyri og í Pennaum-Ey- mundssyni í Kringlunni í Reykjavík. Tileinkuð einum snjallasta djassgítarleikara allra tíma Í tengslum við hátíðina er haldið námskeið sem þeir félagar í Robin Nolan Trio sjá um. Námskeiðið hófst í Tónlistarskólanum á Akureyri í gær en því lýkur með tónleikum á Glerártorgi á laugardag, eða úti ef veður og aðstæður leyfa. Djangodjasshátíðin á Akureyri er tileinkuð sígaunanum Django Rein- hardt og tónlist hans en hann er af mörgum talinn einn snjallasti djass- gítarleikari og djasstónskáld sem upp hefur verið. Django Jazz 2002 Festival á Akureyri Þrennir djass- tónleikar næstu kvöld FORNLEIFASTOFNUN Íslands hefur staðið fyrir umfangsmiklum fornleifauppgreftri á Hofsstöðum frá árinu 1991. Þar í heimatúni eru leifar skála frá víkingaöld sem er sá stærsti sem fundist hefur á Ís- landi. Markmið rannsóknanna er að rekja framvindu landnáms, fá gleggri mynd af áhrifum manna- byggðar á íslenska náttúru og hvernig samfélag og efnahagur hinna norrænu landnema og af- komenda þeirra mótaðist af ís- lenskum aðstæðum. Uppgreftri á skálarústinni lýkur nú í sumar og því telja fornleifa- fræðingar mikilvægt að hugað sé að næsta skrefi, þ.e. hvernig best er að koma þeirri nýju menningar- sögulegu þekkingu sem rann- sóknin hefur gefið af sér áfram til almennings og hvernig nýta megi þessar fornleifar til atvinnusköp- unar og uppbyggingar menning- artengdrar ferðaþjónustu í Þing- eyjarsýslu. Af þessu tilefni var efnt til kynn- ingarfundar á Hofsstöðum á mánu- daginn þar sem fulltrúar Forn- leifastofnunar Íslands kynntu fyrir menntamálaráðherra, sveitarstjórnarmönnum, ferðaþjón- ustuaðilum og öðrum stöðu og ár- angur rannsóknanna en bentu jafnframt á leiðir til þess að byggja upp vandaða menningartengda ferðaþjónustu á grundvelli traustr- ar vísindalegrar þekkingar. Ísland býr yfir náttúru- minjum á heimsvísu Einnig kynntu arkitektarnir Olga Guðrún, Jóhann Sigurðarson og Anne Wegner frumhugmyndir að fyrirkomulagi sýningaraðstöðu á Hofsstöðum. Markmið fundarins var að vekja fundargesti til um- hugsunar um þá möguleika sem fyrir hendi eru og leita leiða til að hefjast handa við uppbygging- arstarf. Menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich ávarpaði fundinn og benti á að fram til þessa hefði einkum verið lögð áhersla á kynn- ingu náttúru Mývatnssveitar fyrir ferðamönnum, hér væri nýr flötur þar sem eru menningarminjar. Að tengja þessa tvo þætti saman væri áhugavert en Ísland býr yfir nátt- úruminjum á heimsvísu og miklu meira en við gerum okkur grein fyrir, að mati Tómasar Inga. Hann taldi þessar hugmyndir falla vel að öðru því sem verið er að gera í þingeyskum ferðaiðnaði um þessar mundir og hvatti til þess að þær yrðu teknar til rækilegrar skoð- unar. Fundurinn var fjölsóttur víða að úr héraðinu og þar kom fram ýmislegt mjög fróðlegt sem segja má að grafið hafi verið úr rúst- unum á Hofsstöðum. Vissulega er þó mjög mörgu ósvarað um hvað réð byggingu svo mikils skála á þessum stað og hvers vegna þetta mikla höfuðból hélt ekki hlut sín- um nema skamma hríð því að ljóst er að á Hofsstöðum hélst ekki sam- bærilegur húsakostur til fram- búðar. Fornleifastofnun Íslands vinnur að fornleifauppgreftri á Hofsstöðum Markmið rannsóknanna er að rekja framvindu landnáms Morgunblaðið/BFH Fornleifafræðingar vinna að uppgreftri á skálagólfi að Hofsstöðum í Mývatnssveit en fundargestir hlýða á skýringar Orra Vésteinssonar fornleifafræðings um húsaskipan. Uppgreftri á skálarústinni lýkur í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.