Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Allt fyrir  námsmenn! Láttu Íslandsb anka sjá um fjármáli n. www.isb.is TÖLUVERT er um það á hverju ári að strætóbiðskýli á höfuðborgar- svæðinu séu eyðilögð og gler í skýl- unum brotin og eru dæmi þess að eitt og sama skýlið hafi verið eyði- lagt allt að tuttugu sinnum. Að sögn Hans Kaalund, fram- kvæmdastjóra AFA JCDecaux á Ís- landi, sem sér um rekstur biðskýl- anna, hefur verið brugðið á það ráð að skipta ekki um gler í tiltekinn tíma í skýlum þar sem ítrekað hafa verið brotnar rúður og getur sá tími numið allt að hálfu ári. Um 20 þúsund krónur kostar að skipta um eina rúðu og allt að hundr- að þúsund krónur að skipta um gler í heilu skýli. Við bætist að um 100 þús- und krónur kostar að skipta um þak á biðskýli og dæmi er um að skipt hafi verið u.þ.b. tuttugu sinnum um þak á biðskýli á Framnesvegi við Vesturbæjarskóla, þar sem krakkar gerðu sér að leik að hoppa af þaki skólabyggingarinnar niður á skýlið. Þar hefur biðskýlið nú verið fjarlægt og þurfa þeir sem ætla með strætó að standa undir beru lofti á meðan beðið er. Ástandið verst í vesturbænum Að sögn Hans eru dæmi þess að á bilinu 40–50 gler hafi verið brotin í strætóskýlum á einni helgi og segir hann ástandið verst í vesturbænum. Við Hagatorg hafi þurft að láta bið- skýli standa óglerjuð í mislangan tíma þar sem þau séu brotin jafn- óðum og skipt sé um þau. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brugðið á það ráð að ræða við skóla- yfirvöld í sumum hverfum vegna málsins, m.a. í Bústaðahverfi og vesturbæ, og við það hafi ástandið lagast. Rúður í fjórum skýlum brotnar um þar síðustu helgi Hans ítrekar að í sumum hverfum fái skýlin að standa í friði auk þess sem fyrirtækið eigi í góðu samstarfi við vagnstjóra Strætó bs. og lögregl- una í Hafnarfirði og Kópavogi. Um þar síðustu helgi voru þrjú skýli brotin í Kópavogi og voru skemmd- arvargarnir gripnir af lögreglu. Þar voru á ferð fullorðnir menn og segir Hans að um vísvitandi verknað sé að ræða þar sem skýlin séu sterkbyggð og meira þurfi til en hnefahögg eða spörk til að brjóta þau. Þá var eitt skýli brotið í Reykjavík. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið tjón fyrirtækið hefur haft af skemmdarverkum en segir að menn hafi verið viðbúnir slíku þar sem þró- unin annars staðar sé á svipaða lund. Fyrirtækið, sem hefur starfað hér á landi síðan 1998, sér um rekstur um 200 biðskýla á höfuðborgarsvæðinu. Hans vill að endingu minna fólk á að hafa samband við lögreglu eða Strætó bs. verði það vart við að verið sé að eyðileggja strætóbiðskýli. Skemmdir ítrekað unnar á strætisvagnabiðskýlum Sama skýlið eyðilagt allt að 20 sinnum Biðskýlið á Framnesvegi, þar sem börn gerðu sér að leik að hoppa af þaki Vesturbæjarskóla niður á skýlið, hefur nú verið fjarlægt. ÞAÐ hefur lengi verið trú manna að ef þeir kæmust undir regnboga gætu þeir óskað sér. Ekki er vitað hvort það vakti fyrir þessum ferða- manni sem var við Skógafoss í sól- skininu í fyrradag en alltént er öruggt að hann hefur fengið góða sturtu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Undir regnboga ÞINGVALLANEFND hafnaði fyrir nokkru beiðni Prestssetrasjóðs um aðstöðu fyrir Þingvallaprest í tjaldi eða hjólhýsi á flötinni austan við Túngjá en vísaði á Hótel Valhöll í staðinn. Tildrög málsins eru þau að þar til fyrir um tveimur árum var Þing- vallaprestur jafnframt þjóðgarðs- vörður með aðsetur í Þingvallabæn- um, en eftir skiptingu embættisins hefur forsætisráðuneytið haft hús- næðið nema hvað Þingvallaprestur hefur haft aðgang að snyrtingu og lítið herbergi til fataskipta. Kristín Mjöll Kristinsdóttir, starfsmaður Prestssetrasjóðs, segir að þar sem prestar hafi ekki lengur getað gist í Þingvallabænum heldur þurft að aka á milli hafi framkvæmdastjóri Prestssetrasjóðs skrifað Þingvalla- nefnd bréf í vor þar sem vakin hafi verið athygli á stöðunni. Vegna tak- markaðrar aðstöðu prestsins hafi verið óskað eftir að settum Þing- vallapresti yrði heimilað að nota flöt- ina þar sem starfsmannahúsið hafi staðið til skamms tíma austan við Túngjá. Ennfremur hafi verið óskað eftir að honum yrði heimilað að nota tiltækar lagnir á svæðinu en hug- myndin hafi verið að koma hjólhýsi eða tjaldi fyrir þarna. Í svari þjóðgarðsvarðar fyrir hönd Þingvallanefndar segir að reglur mæli fyrir um tjaldstæði innan þjóð- garðsins á Þingvöllum og umrædd flöt sé ekki ætluð tjöldum. Vakin er athygli á að nýr veitingamaður hafi tekið við rekstri Hótel Valhallar og tekið fram að fulltrúi Þingvalla- nefndar sé tilbúinn að vera Prests- setrasjóði til aðstoðar sé áhugi á að leita samninga við veitingamanninn um aðsetur fyrir Þingvallaprest í Valhöll. Prestar á hrakhól- um á Þingvöllum SAMKVÆMT áætluðum fram- leiðslutölum frá framleiðendum kjúklinga verður framleiðsla ársins um 4.500 tonn, sem er um 1.000 tonn- um meiri framleiðsla en í fyrra. Út frá þessum sömu tölum má áætla gróflega markaðshlutdeild hvers framleiðanda fyrir sig, en fjórir stór- ir kjúklingaframleiðendur eru á markaðnum hér á landi, Reykja- garður, Móar, Ísfugl og Íslandsfugl. Þessi áætlun gefur til kynna að á þessu ári verði markaðshlutdeild Reykjagarðs 43%, Móa 33%, Ísfugls 15% og Íslandsfugls 9%. Áætlanir um framleiðslu næsta árs gefa til kynna að hún muni fara yfir 6.000 tonn og gangi þær eftir og neyslan fylgi með, verður neysla á mann þá orðin svipuð og á Norður- löndunum, en áður hefur því verið spáð að lengri tíma myndi taka að ná þeirri neyslu. Á skömmum tíma hefur sú breyt- ing orðið á eignaraðild kjúklinga- framleiðenda að þrír þessara fjög- urra, Reykjagarður, Móar og Íslandsfugl, eru í eigu eða undir stjórn þriggja stærstu kjötframleið- enda landsins, Sláturfélags Suður- lands, Brautarholtsfeðga og Norð- lenska, auk þess sem Sláturfélagið á 30% hlut í Ísfugli. Mikill vöxt- ur í kjúk- lingafram- leiðslu  Umrót og vöxtur/D6 VEXTIR af óverðtryggðum út- lánum fjármálastofnana hafa að mestu leyti fylgt lækkun á stýri- vöxtum Seðlabankans, sérstak- lega á allra síðustu mánuðum. Vextir af verðtryggðum útlánum fjármálastofnana hafa lækkað minna, en ávöxtunarkrafa hús- bréfa hefur hins vegar ekki lækk- að. Ástæðan fyrir þessu er sú að ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á ávöxtunarkröfuna en vaxtastigið. Þar vegur þyngst framboð á hús- bréfum, eftirspurnin eftir þeim og verðbólgan. Hreiðar Bjarnason, sérfræð- ingur hjá Landsbankanum Landsbréfum, segir að framboð og eftirspurn húsbréfa og verð- bólguvæntingar í þjóðfélaginu hafi mikið að segja um ávöxtunar- kröfu húsbréfa og þar með afföll við sölu þeirra. Hann segir að framboðið ráðist af umfangi fast- eignaviðskipta og húsbygginga. Tölur um fjölda fasteignavið- skipta og útstreymi húsbréfa frá Íbúðalánasjóði sýni að umfangið í þessum efnum sé enn mikið og ekki ósvipað því sem var á árinu 2000. Vegur þungt í að halda ávöxtunarkröfunni uppi Þessi þáttur vegur því þungt í því að halda ávöxtunarkröfu hús- bréfa uppi, að sögn hans. Á meðan það ástand varir sé þess ekki að vænta að hin almenna vaxtalækk- un komi íbúðakaupendum og hús- byggjendum mikið til góða. Ávöxtunarkrafa húsbréfa óbreytt Fylgir ekki vaxtastiginu  Engin/ D1 NORÐURÁ í Borgarfirði rauf 2.000 laxa múrinn á þriðjudags- kvöldið og á hádegi í gær voru komnir 2.034 laxar á land úr ánni samkvæmt upplýsingum frá Stangaveiðifélagi Reykja- víkur sem leigir ána. Síðasta holl á aðalsvæði ár- innar, sem lauk veiðum á há- degi í gær, veiddi 71 lax og á sama tíma veiddi hópur á svæð- inu Norðurá 2 28 laxa. Á venju- legu veiðisumri er veiði farin að dala mjög í Norðurá þegar liðið er að miðjum ágúst, aflatölur þessar eru því til marks um góðar göngur í sumar. Laxveiði er víðast hvar mjög góð í ám landsins nú um stundir en júnímánuður og fyrsta vika júlí voru víðast hvar afar léleg. Norðurá komin yfir 2.000 laxa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.