Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSSÍMI ætlar að byggja upp ADSL-kerfi með nauðsynleg- um tæknibúnaði í Reykjanesbæ. Í frétt frá fyrirtækinu segir að með því sé tryggð samkeppni á svæðinu á þessum ört vaxandi markaði fjar- skipta. „Ætla má að 16 þúsund heimili og fyrirtæki séu með DSL- háhraðatengingar við Netið í dag og hefur þeim fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum,“ segir í frétta- tilkynningunni. Þar segir ennfrem- ur að fyrsta áskrift Íslandssíma í Reykjanesbæ hafi verið seld Árna Sigfússyni bæjarstjóra. „Það hefur sýnt sig að aukin samkeppni, þar sem hún þrífst, hefur lækkað fjar- skiptaverð og bætt þjónustu. Slíkt myndi án efa koma fyrirtækjum í Reykjanesbæ til góða ekki síður en íbúum á svæðinu,“ segir í fréttinni. Fyrstu notendur tengdir innan viku Íslandssími hyggst byrja að markaðssetja og selja ADSL-teng- ingar í Reykjanesbæ þegar í stað. Mega fyrstu notendur vænta þess að verða tengdir innan viku. Kerfi Íslandssíma mun ná til allra þétt- býliskjarna í bænum. Nauðsynleg- ur undirbúningur er þegar hafinn og hefst uppsetning á tækjabúnaði innan skamms. Íbúar og fyrirtæki í Innri-Njarðvík og Fitjum, sem ekki hafa átt kost á ADSL-teng- ingum til þessa, geta tengst kerfi Íslandssíma frá byrjun október. Íslandssími hyggst bjóða heim- ilum í Reykjanesbæ annars vegar ADSL II sem er 512 Kb/s tenging og hins vegar 256 Kb/s ADSL- tengingu. Ókeypis er að hlaða nið- ur gögnum innanlands og veittur er 20% afsláttur af erlendum gagnaflutningum um kvöld og helgar af ADSL II. Auk ADSL- þjónustu veitir Íslandssími heim- ilum hefðbundna símaþjónustu og farsímaþjónustu af eigin neti á Reykjanesi. Fyrirtækjum bjóðast margvíslegir möguleikar á gagna- flutningum og annarri fjarskipta- þjónustu. Í frétt frá Íslandssíma segir að fyrirtækið hafi boðið ADSL-þjón- ustu á heimilismarkaði frá því í nóvember 2001. Íslandssími býður ADSL-þjónustu Reykjanesbær UNGIR sem aldnir spreyta sig sumarlangt við veiðar. Veiðimenn dvelja margir hverjir í lengri tíma við ár og vötn þvers og kruss um landið og freista gæfunnar með stöng og jafnvel orma að vopni. Það þarf ekki að leita langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að finna ágætis veiðilendur. Ung stúlka, Ríkey Konráðsdóttir að nafni, stóð sallaróleg á steini við Seltjörn á Reykjanesi og renndi fyrir fiski er ljósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið um á dög- unum. Engum sögum fer af veið- inni, en þó má vænta að einn silungur eða svo hafi í það minnsta nartað í beituna. Seltjörn er allstór tjörn í sigdæld sunnan í Kvíguvogastapa, rétt við Grindavíkurafleggjara. Þar er vænum regnbogasilungi sleppt reglulega og veiðileyfi seld á staðnum. Á veturna er stunduð dorgveiði gegnum ís á vatninu sem er ekki síður spennandi tóm- stundagaman en silungaveiði að sumri til. Morgunblaðið/Þorkell Silungaveiði í Seltjörn Grindavík SAMNINGUR Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja sf. og Héðins hf. vegna nýrrar sorpmóttöku- og sorpbrennslustöðvar í Helguvík var kynntur sveitarstjórnarmönn- um í veitingahúsinu Jenný í Grindavík á þriðjudagskvöld. Sorpeyðingarstöðin hefur ósk- að eftir því að sveitarstjórnir stað- festi samninginn og tilkynni nið- urstöðu sína til stöðvarinnar eigi síðar en 20. ágúst nk. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum sem reka Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, segir að ákveðið hafi verið á stjórnarfundi að ræða ekki ein- staka efnisþætti samningsins fyrr en hann hefur verið staðfestur. Guðjón segir viðbrögð sveitar- stjórnarmanna sem sátu fundinn hafa verið mjög jákvæð. Talsvert hafi verið um fyrirspurnir. Sagði Guðjón að komið hefði fram ánægja með vandaðan undirbún- ing og vinnu í málinu. Í apríl sl. var tekið tilboði lægst- bjóðanda, Heklu og Járnbending- ar, eftir útboðsferli vegna nýrrar sorpmóttöku- og sorpbrennslu- stöðvar. Eftir að tilboðinu hafði verið tekið kom í ljós að Hekla/ Járnbending taldi sig ekki geta staðið við tilboðið og því rift. Framkvæmdum seinkar ekki Sjö fyrirtæki lögðu inn tilboð að nýju og ákvað stjórn Sorpeyðing- arstöðvarinnar að ganga til samn- inga við fyrirtækið Héðin hf. en tilboð þess hafði hlotið hæstu ein- kunn í stigagjöf matsnefndar. Guðjón segir að framkvæmdir við sorpbrennslustöðina tefjist ekki þrátt fyrir að tilboði Heklu/ Járnbendingar hafi verið rift. Enn er stefnt að því að stöðin verði fullbúin og prófuð í lok næsta árs. Samningur um sorpbrennslustöð Sveitar- stjórnarmenn jákvæðir Helguvík FARÞEGAR á hvalaskoðunarskip- inu Moby Dick frá Keflavík upp- lifðu einstaka ferð í fyrradag er hnúfubakur gerði sér lítið fyrir og stökk 45 sinnum upp úr sjónum fyr- ir þá. Moby Dick fann hnúfubakinn í Garðsjó, en það er helsta hvala- skoðunarsvæði skips- ins. Farþegarnir, sem voru ítalskir ferða- menn, voru yfir sig ánægðir með ferðina, að sögn Helgu Ingi- mundardóttur, leið- sögumanns á Moby Dick. „Við höfðum frétt af hnúfubakn- um,“ segir Helga. „Maður sem var að keyra Garðveginn hringdi í mig og sagð- ist hafa séð hval stökkva upp úr sjón- um. Þegar við fórum út í gær [fyrrdag] leit- uðum við hann uppi og fundum hann.“ Helga segir að ein- stakt sé að sjá hnúfu- bak stökkva jafnoft og sá sem þau fundu gerði, það sé toppurinn í hvalaskoðunarferð- um. „Við sjáum oft smáhveli stökkva 45 sinnum og miklu oftar, t.d. höfrunga. En að sjá hnúfubak stökkva svona oft er einstakt.“ Fylgjast með hrefnum í gegnum gervitungl Það viðraði vel á farþega Moby Dick daginn sem hnúfubakurinn lék listir sínar, en Helga segir að veðrið skipti hvalina engu máli, þeir láti sjá sig í slæmu veðri líka. Hafrannsóknastofnun hefur nú tekið Moby Dick á leigu í nokkra daga í þeim tilgangi að merkja hrefnur. Með merkingunum verður hægt að fylgjast með og skrá ferðir hrefnanna í gegnum gervitungl. Hvalskoðunarskipið Moby Dick fer eina ferð á dag með ferðamenn út í Garðsjó og víðar að skoða hvali. Í hverri ferð sést til hvala, að sögn Helgu. Hún segir farþega aðallega vera erlenda ferðamenn en að þó sé Íslendingum í hvalaskoðunarferð- unum stöðugt að fjölga. Skipið er 160 tonn og tekur 90 farþega. Moby Dick er eina hvalaskoðunarskipið á Reykjanesi og mun Helga fara með farþega í skoðunarferðir út októ- ber. Hnúfubakur lék listir fyrir farþega hvalaskoðunarskipsins Moby Dick Stökk 45 sinnum upp úr sjónum Garðsjór Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Helga Ingimundardóttir um borð í Moby Dick.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.