Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR utan Norræna húsið stend- ur nú yfir listaverkstæði dansk- bangladeshka listamannsins Kaj- ols. Öllum sem pensli geta valdið er boðið að taka þátt í verkstæð- inu og lýkur vinnutímabilinu með setningarathöfn í kjötkveðjuhátíð- arstíl kl. 16 á menningarnótt. „Kajol hefur þróað listræna hugmynd sem hann kallar „um- ferðarlist“, það eru litskrúðug málverk á opinberum svæðum, s.s. götum, vegum eða í húsagörð- um með risastórum myndum sem byggjast á heimi þjóðsagna,“ seg- ir Guðrún Dís Jónatansdóttir upp- lýsinga- og verkefnafulltrúi Nor- ræna hússins. „Hópur ungra Íslendinga af ólíkum uppruna kemur til með að vinna að því með Kajol að mála bílastæðið framan við Norræna hússins eftir kúnstarinnar reglum. Ennþá vantar okkur sjálf- boðaliða og eru börn frá 7 ára aldri og unglingar velkomin að taka þátt. Einnig er tilvalið fyrir þá sem standa fyrir sumarnám- skeiðum barna að nýta tækifærið og heimsækja Norræna húsið í vikunni og leyfa börnunum að sýna færni með penslana í nokkra tíma.“ Unnið verður að listaverkinu alla daga fram á laugardag frá kl. 9-22 og geta áhugasamir hringt í síma 551 7030 eða haft samband með tölvupósti á netfangið gud- run@nordice.is. Í tengslum við setningarathöfn- ina verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins með myndum af götulistaverkum Kajols víðs vegar um heiminn og einnig verða sett- ar upp myndir af íslensku krökk- unum þar sem þau eru að mála hið litskrúðuga listaverk fyrir framan Norræna húsið. Sýningin verður í anddyrinu frá 17. ágúst til 22. september. Norræna húsið stendur að lista- verkstæði Kajols í samstarfi við alþjóðlega nýlistagalleríið Shamb- ala í Danmörku, framkvæmda- stjórn Menningarnætur í Reykja- vík og Alþjóðahúsið. Verkefnið er fjármagnað af Norðurlöndunum í fókus, þ.e. verkefni á vegum Norðurlandaráðs sem er starf- rækt í löndunum fimm. Verk Kajol í Landskrona í Svíþjóð. Börn vinna að umferðar- list með listamanni LEIKSÝNINGIN Ragnarök 2002, sem sýnd er þessa dagana í Smiðjunni, leikhúsi LÍ, er lokapunkt- ur aftan við margra vikna samstarf hóps norrænna leikhúslistamanna. Segja má að sýningin sé afrakstur rannsóknar- og þróunarverkefnis sem unnið var innan vébanda til- raunaleikhússins Lab Loka. Á heimasíðu Lab Loka (http://www.- labloki.com) er þetta leikhús skil- greint sem tilraunastöð, rannsóknar- stofa, þjálfunarbúðir, höfundasmiðja og alþjóðlegt samstarf. Verkefnið er skilgreint sem rannsóknar- og til- raunaverkefni og þátttakendur eru úr hópi leikara, leikstjóra, leik- mynda-, ljósa- og búningahönnuða, leiklistarfræðinga og tónlistar- manna. Efniviðurinn: Eddukvæði og japönsk þjálfunaraðferð fyrir leik- ara, kennd við Tadashi nokkurn Suz- uki. Varla leikur nokkur vafi á því að samstarf af þessu tagi er mjög gef- andi og frjótt fyrir þá sem þátt í því taka. Samvinna af þessu tagi getur verið uppspretta nýrra hugmynda sem í besta falli ætti síðan að skila sér í formi endurnýjaðs sköpunarkrafts inn í það leikhúsumhverfi sem lista- mennirnir vinna að öllu jöfnu í. Hitt er einnig ljóst að svona náið samstarf nokkurra listamanna getur einnig orðið mjög sjálfhverft og einkalegt og þegar verst lætur á það kannski lítið erindi út fyrir hópinn sjálfan. Það var því með hálfum huga sem ég fór á leiksýninguna Ragnarök 2002, sérstaklega eftir að hafa lesið „dag- bók“ hópsins á heimasíðunni sem ein- kennist af slíkri sjálfhverfu að ég get ekki séð að hún eigi erindi utan hóps- ins. Sú hugsun læddist því óneitan- lega að mér hvort hér væri um að ræða sýningu þar sem leikararnir væru á „egóflippi“, þyljandi forn textabrot úr eddukvæðum um leið og þeir gerðu japanskar líkamsæfingar. Það er skemmst frá því að segja að sýningin kom mér skemmtilega á óvart. Vissulega bregður fyrir egó- flippi leikaranna, þeir þylja forn textabrot úr eddukvæðum og gera japanskar líkamsæfingar. En hér er þó fyrst og fremst um bráðskemmti- lega og afar áhugaverða sýningu að ræða. Og þótt sýningin sé byggð upp af mörgum og ólíkum brotum, þá er engu að síður sterkur heildarsvipur yfir henni þar sem efniviður og að- ferð mynda hinn nauðsynlega ramma. Þá gefur sýningin einnig góða og óvenjulega innsýn í þjálfun og starf leikarans, en sá þáttur er of- inn inn í heildina, eins og raunar allir hinir fjölbreytilegu þættir sýningar- innar. Hér verður ekki rakið hvernig sýn- ingin er byggð upp því það myndi óneitanlega draga úr upplifun vænta- legra áhorfenda. Óhætt er þó að upp- lýsa að leikhópurinn reynir að draga skýr skil á milli aðferðar sinnar (hinnar leikrænu túlkunar) og að- ferða fræðimanna (fyrirlestrahald) til að koma efni eddukvæðanna (sem nú eru bókmenntir en voru áður munnmenntir – og jafnvel liður í leik- rænni upplifun, að því að sumir „fræðimenn“ telja) til skila. „Fræði- mennirnir“ fá á baukinn fyrir leiðindi sín, en þó ekki einhliða því hópurinn beinir íroníu að sjálfum sér ekki síður en öðrum. Þá er íroníunni einnig beint gegn hinum „fordómafulla áhorfanda“ sem nálgast tilraunaleik- húsið fullur efasemda (eins og und- irrituð og svo fjölmargir aðrir). En aftur, þá virkar íronían í báðar áttir, sem er ótvíræður kostur, því gert er grín að áhorfandanum og leikhópn- um í kostulegu samspili. Hvað efniviðinn varðar, þá vinnur hópurinn mest með þau erindi eddu- kvæða sem tengjast heimsendasýn og voðaverkum (t.d. Völuspá og er- indi þar sem fjallað er um dauða Baldurs) og reynir á markvissan hátt að tengja þau samtímaatburðum (vís- að er beint til ellefta september). En þótt grunnurinn sé þannig þungur og alvaran búi undir þá er síður en svo að hér sé um „þunga og alvarlega“ sýningu að ræða. Inn á milli koma stutt atriði sem sótt eru héðan og þaðan úr kvæðunum, t.d. atriði úr Þrymskviðu þar sem Þór klæðist gervi Freyju í þeim tilgangi að end- urheimta hamar sinn úr höndum þursa, svo eitthvað sé nefnt. Víða er brugðið á sprell eða þá brostið í söng og dans. Í heild má því segja að sýn- ingin sé framar öllu rík af blæbrigð- um og mikill kraftur, gleði og ein- beitni einkennir alla sem taka þátt í henni. Ekki veit ég neitt um hinn jap- anska Tadashi Suzuki sem þróað hef- ur þá þjálfunaraðferð fyrir leikara sem notuð er í Ragnarökum 2002. En af sýningunni að dæma virðist aðferð hans nátengd öðrum austurlenskum líkamsæfingakerfum sem við á Vest- urlöndum höfum verið að kynnast smám saman á undanförnum áratug- um í gegnum kvikmyndir, leikhús og líkamsræktarfrömuði af öllu tagi. Í fávisku minni get ég bara sagt að þetta eru fallegar æfingar á að horfa og efast ég ekki um að sú samhæfing anda og efnis (eða sálar og líkama) sem þar er þjálfuð kemur öllum til góða og kannski ekki síst leikaranum í sínu krefjandi starfi. Hinn sjónræni þáttur sýningarinn- ar var afar vel unninn og oft tókst ljósa- og leikmyndahönnuðum að skapa afar sterka, en þó einfalda, umgjörð um hópinn. Kannski voru fallegustu augnablikin einmitt þau þar sem dulúðug ljós sveipuðu hóp- inn í atriðum þar sem hin líkamlega tjáning var látin nægja. Þá er ónefndur þáttur tónlistar Jóns Halls Stefánssonar sem var ómissandi í áhrifaríkri heild. Þetta er sýning sem leikhúsáhugafólk ætti ekki að missa af og er öllum aðstandendum sínum til sóma. Árangursríkt samstarfLEIKLISTLab Loki Listrænir stjórnendur: Rúnar Guðbrands- son og Steinunn Knútsdóttir. Suzuki þjálfun: Anne Lise Gabold og Hedda Sjö- gren. Leikarar: Annika Britt Lewis, Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardóttir, Hedda Sjögren, Ingvar E. Sigurðsson, Magnús Þór Þorbergsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Morten Traavik, Rúnar Guð- brandsson, Ragnheiður Skúladóttir og Steinunn Knútsdóttir. Búningar, leik- mynd og ljós: Egill Ingibergsson, Kristína R. Berman og Móeiður Helgadóttir. Tón- list: Jón Hallur Stefánsson. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Smiðjan – leikhús Listaháskóla Íslands, 14. ágúst. RAGNARÖK 2002 Soffía Auður Birgisdóttir GUNNAR Þórðarson, gítarleikari og lagahöfundur, heldur tvenna tónleika í samkomuhúsinu Bragg- anum á Hólmavík á föstudags- og laugardagskvöld. Um er að ræða svokallaða „unplugged“ eða óraf- magnaða tónleika þar sem flutt verða mörg af helstu dægurlögum Gunnars í nýrri útsetningu. Með Gunnari á tónleikunum verða Sigfús Óttarson trommuleikari, Jón Rafns- son bassaleikari og Þórir Úlfarsson píanóleikari, auk þriggja söngvara. „Þetta verður um tveggja tíma konsert og þar ætlum við að taka það sem mér þykja mín bestu lög og flytja þau á dálítið annan hátt en vanalega. Ég hef valið melódískustu lögin, og sleppi mikið „bítinu“ úr. Þetta eru lög eins og Himinn og jörð, Þú og ég, Bláu augun þín, Lítil börn að leika sér og Harpa þín fang- ar. Þó tek ég lög eins og Gaggó Vest en í öðrum búningi,“ segir Gunnar um dagskrá tónleikanna. „Við verð- um fjórir í hljómsveitinni en með okkur koma fram þrír söngvarar sem allir eru ættaðir frá Hólmavík, þ.e. Heiða Ólafsdóttir, Tinna Marína Jónsdóttir og Gunnlaugur Bjarna- son. Sjálfur mun ég syngja þrjú lög,“ bætir hann við. Gunnar er fæddur og uppalinn á Hólmavík og segir það ástæðuna fyrir að efnt er til tónleikanna þar í bæ. „Ég er búinn að vera að gera upp gamla húsið okkar á Hólmavík og mér þótti tilhlýðlegt að halda tónleika í tilefni af því að það er bú- ið. Ég verð því og hef verið með annan fótinn hérna. Það er líka nýbúið að gera upp gamla sam- komuhúsið hér, sem kallað er Bragginn, og tilvalið að halda tón- leikana þar.“ Tónleikarnir hefjast bæði kvöldin kl. 21. Gunnar Þórðarson Órafmagn- aður Gunn- ar Þórðar LYNNEL Joy-Jenk- ins, einn af stjórnend- um American Boy Choir í Princeton í Bandaríkjunum, held- ur um þessar mundir námskeið fyrir kór- stjórnendur í Skál- holti. Námskeiðið sækja um 40 stjórn- endur barnakóra, jafnt skólakóra sem kirkjukóra, og bygg- ist námið á því að veita leiðsögn í kór- vinnu og þjálfun barnakóra. Joy-Jenk- ins segist hafa ómælda ánægju af því að koma til þessa fallega lands og kynnast íslenskum kórstjórn- endum og ekki síst íslenskri þjóð- lagatónlist. „Sjálf hef ég kynnt heimstónlist og afrísk-ameríska kórtónlist fyrir nemendum mínum, til að gefa kennslunni aukna vídd. Á kvöldvökum og í hléum hafa nem- endurnir flutt fyrir mig íslenska þjóðlega tónlist og finnst mér hún einkar áhugaverð. Nemendurnir eru einstaklega námfúsir og söng- glaðir, við skemmtum okkur mjög vel,“ segir Joy-Jenkins. Lynnel Joy-Jenkins er einn af þremur stjórnendum American Boy Choir sem er nokkurs konar Vín- ardrengjakór Bandaríkjamanna og hefur aðsetur í Princeton. Hún er jafnframt fyrsta konan og fyrst Bandaríkjamanna af afrískum upp- runa sem ráðin er til kórsins. Joy- Jenkins er með meistarapróf í kór- stjórn frá Westminister Choir Coll- ege í Princeton, og hlaut námsstyrk til ársdvalar í Jóhann- esarborg, þar sem hún kenndi og kynnti sér sérstaklega afríska tónlist. Auk þess að stjórna American Boy Choir kennir hún við tónlistarháskólann Westminister Choir College. Megináhersla nám- skeiðsins í Skálholti í ár er þó að sögn Joy-Jenk- ins þjálfun barnakóra, og hefur hún fjallað þar sérstaklega um þjálfun barnsraddarinnar. „Við höfum farið í gegnum tæknileg at- riði sem gagnleg eru til að byggja upp hina ungu barnsrödd og ná fram góðum söng hjá börnum. Þá höfum við litið á listræna þætti og leiðir til að laða fram tónræna hæfi- leika í börnum. Börn hafa mikla hæfileika til að læra og eru ákaflega opin fyrir tónlist. Því yngri sem þau byrja, þeim mun sterkari tónlistar- legan grunn hafa þau til að byggja á. Þess vegna er þjálfun stjórnenda barnakóra ákaflega mikilvægt starf sem mun geta af sér marga góða söngvara,“ segir Joy-Jenkins. Námskeið fyrir kórstjórnendur hefur verið haldið í Skálholti á veg- um Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar undanfarin níu ár og er tilgangur þeirra að efla barnakóra við kirkjur. Til kennslu námskeiðanna hafa iðu- lega verið fengnir erlendir gesta- kennarar, einkum frá Bandaríkjun- um. Námskeiðið með Lynnel Joy-Jenkins hófst á mánudag og lýkur í dag, fimmtudag. Að byggja upp barnsröddina Lynnel Joy-Jenkins FÆREYSKA ljóðskáldið Jóanes Nielsen hlaut Leikskáldaverðlaun Norðurlanda 2002 fyrir fyrsta sviðs- verk sitt, verðlaunaleikritið „Eitur nakað land Week-end?“ (Heitir nokkurt land Week-end?), sem leik- félagið Gríma frumflutti í fyrra. Nielsen voru afhent verðlaunin við setningu Norrænna leiklistardaga en tilkynnt hafði verið um niðurstöðu dómnefndarinnar í vor. Færeyingar fengu aðild að Nor- ræna leiklistarsambandinu árið 1996 og voru í ár í fyrsta sinn gestgjafar Norrænna leiklistardaga í samvinnu við Leiklistarsamband Íslands. Há- tíðin var haldin í Þórshöfn og víðar á eyjunum dagana 7.–12. ágúst sl. og var hluti af listahátíð í Færeyjum, Listastevnu Føroya 2002. Norrænu leik- skáldaverðlaunin afhent í Þórshöfn Ljósmynd/ Finnur Justinussen Guðjón Pedersen, leikhússtjóri og formaður Norræna leiklistarsam- bandsins, afhendir Jóanesi Nielsen verðlaunaskjalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.