Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALEJANDRO Toledo, forseti Perú, kom fram í sjónvarpi á mánudags- kvöld og varði það, að kona sín þægi næstum eina milljón íslenskra króna í laun á mánuði sem ráðgjafi einkabanka. Hefur það vakið hneykslan margra og meðal annars vegna þess, að bankinn er grunaður um að tengjast spillingunni í kring- um fyrrverandi ráðamenn í landinu. Í ávarpinu sagði Toledo, að fréttaflutningurinn um konu hans, Eliane Karp, og ásakanir um „ósið- legt athæfi“ væru til þess gerðar að „valda ókyrrð í landinu“. Sagði hann, að hún hefði sinn rétt til að vinna úti og við það væri ekkert að athuga. Fréttin um rausnarleg laun for- setafrúarinnar birtist í blaðinu La Razon en útgefandi þess var áður þingmaður og stuðningsmaður Al- bertos Fujimoris, fyrrverandi for- seta. Er hann nú til rannsóknar vegna spillingar. Í fréttinni sagði einnig, að Bankinn, Wiese Sudam- eris Bank, hefði ráðið Karp í þjón- ustu sína í janúar 2001 „til að tryggja sig“ ef svo skyldi fara, að Toledo, eiginmaður hennar, sigraði í forsetakosningunum í júlí það ár. Mikilhæf kona Eliane Karp er fædd í Belgíu, mannfræðingur og hagfræðingur að mennt og talar fimm tungumál. Starfaði hún um hríð hjá Alþjóða- bankanum og Evrópska endurreisn- arbankanum og var einnig um skeið aðstoðarbankastjóri ísraelsks banka. Hjá bankanum í Perú er hún ráðgjafi í landbúnaðarmálum. Eiga þau Toledo saman eina dóttur. Þau hjónin bjuggu ekki saman í allmörg ár en þegar Toledo bauð sig fram til forseta tók hún aftur saman við hann. Vakti hún mikla hrifningu margra í kosningabaráttunni, ekki síst indíána í Andesfjöllum, en hún talar tungumál þeirra, quechua, reiprennandi. Perúski dálkahöfundurinn Mirko Lauer segir, að störf Karp fyrir bankann séu að sjálfsögðu ekki ólögleg en launagreiðslurnar séu hins vegar siðlausar í landi þar sem almenningur á varla til hnífs og skeiðar. Á myndbandi Montesinos Perúþing er nú að hefja rannsókn á tengslum bankans eða öllu heldur bankastjórans, Eugenios Bertinis, við spillinguna í tíð fyrrverandi ráðamanna en á einu af fjölmörgum myndböndum, sem Vladimiro Mon- tesinos, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, lét gera, sést Bertini segja honum hvernig best sé að flytja mikið fé frá bankanum og inn á reikninga erlendis. Montes- inos, sem nú er í fangelsi og bíður réttarhalda, er sakaður um að hafa dregið sér og flutt tugmilljarða króna á leynireikninga erlendis. Toledo, sem er indíáni að ætt og uppruna, naut mikilla vinsælda fyrst eftir forsetakjörið en síðan hafa þær hrapað dag frá degi. Kem- ur margt til en útslagið gerðu þó upplýsingar um, að hann hefði meira en hálfa aðra milljón króna í laun á mánuði, næstum hæstu for- setalaun í Rómönsku Ameríku. Lof- aði hann að lækka þau um þriðjung en það hefur engu breytt. Naprir vindar leika um Perúforseta Hafnar ásökun- um um „siðleysi“ eiginkonunnar Lima. AP, AFP. AP Forsetahjónin í Perú, Eliane Karp og Alejandro Toledo. Myndin var tekin í síðasta mánuði. NOKKUR umræða hefur að undan- förnu verið um svokallaða vildar- punkta og um það er deilt hvort op- inberir embættismenn, þegar um þá er að ræða, eigi að njóta þeirra eða ríkið, sem kostar ferðir þeirra. Í Þýskalandi neyddust tveir stjórn- málamenn til að segja af sér þegar upp komst, að þeir hefðu notað punktana í eigin þágu en það, sem stendur kannski upp úr í þessari um- ræðu, er, að það er mjög óvenjulegt, að nokkurt veður sé út af þessu gert. Um þetta mál eru mjög skiptar skoðanir og sem dæmi má taka Lutz Tack, aðstoðarbankastjóra hjá Commerzbank í Frankfurt. Vegna starfa síns flýgur hann um 48.000 km á ári hverju og honum finnst það ekki nema sanngjörn sárabót fyrir fjar- vistirnar frá fjölskyldunni að fá að nota vildarpunktana. „Annaðhvort það eða hærri laun,“ sagði hann í við- tali við The Wall Street Journal. Reglur um vildarpunktana eru ákaflega mismunandi frá einu landi og einu fyrirtæki til annars. Í sumum ríkjum og sumum fyrirtækjum mega menn ekki nota í eigin þágu þá punkta, sem þeir fá fyrir ferðir, sem greiddar eru fyrir þá, en annars stað- ar er það leyft eða kannski öllu held- ur, að engar reglur gildi um það. Samkvæmt The Wall Street Journal er opinberum embættis- mönnum í Bretlandi bannað að nota punktana en á hinn bóginn er lítið með því fylgst hvort þeir geri það. Í Frakklandi hefur engin umræða ver- ið um þessi mál og talsmaður forsæt- isráðuneytisins segist ekki vita til, að neinar reglur gildi um notkun vild- arpunkta. Það sama virðist vera uppi á teningnum hjá frönskum fyrir- tækjum. Eftirlitið þótti ekki svara kostnaði Ætla mætti, að Evrópusambandið, ESB, sem lætur sér fátt óviðkom- andi, hefði einhverja ákveðna stefnu í þessu sambandi en svo er ekki að því undanskildu, að fyrir nokkrum árum var ákveðið að gera ekkert í málinu og leyfa embættismönnum að nýta sér punktana. Það var ekki talið svara kostnaði að koma upp eftirlits- kerfi með notkuninni. Það sama á við um stjórnvöld í Bandaríkjunum. Þar var reynt að koma einhverjum böndum á þetta en síðan horfið frá því. Opinberlega heitir það að vísu, að punktarnir séu ríkiseign en eins og hjá ESB þótti það of dýrt að hafa eftirlit með öllum þeim aragrúa ferðaskrifstofa og flug- félaga, sem koma við sögu í punkta- gjöfinni. Randy Petersen, ritstjóri tímaritsins Inside Flyer, segir, að bandarísk fyrirtæki hafi lært þá lexíu fyrir löngu. „Langt innan við 1% fyrirtækjanna krefst þess að fá punktana. Hinum finnst ekki taka því.“ Þýsku stórfyrirtækin hafa ýmsan hátt á. Deutsche Bank og BASF láta starfsmönnum eftir punktana en Bayer ráðleggur þeim að nota þá í þágu fyrirtækisins án þess að fylgj- ast með framkvæmdinni. Það sama á við um Deutsche Telekom en hjá Bayerische Motoren Werke, BMW, má aðeins nota punktana í viðskipta- ferðum á vegum fyrirtækisins og því er aðeins skipt við eina ferðaskrif- stofu. Afsagnir í Þýskalandi „Vildarpunktahneykslið“ í Þýska- landi kom upp þegar dagblaðið Bild skýrði frá því, að nokkrir kunnir stjórnmálamenn hefðu notað opin- bera punkta í eigin þágu. Einn þeirra var Cem Özdemir, þingmaður Græn- ingja, sem brást við með því að láta af embætti innan flokksins og lýsa jafn- framt yfir, að hann yrði ekki í fram- boði í kosningunum í næsta mánuði. Annar var Gregor Gysi, kunnasti maðurinn í hópi fyrrverandi komm- únista. Hann notaði opinbera punkta til að fara með fjölskylduna til Kúbu. Hann baðst afsökunar á „þessum mistökum“ og sagði af sér sem borg- arstjórnarmaður í Berlín. Að sögn The Wall Street Journal gera flugfélögin oft eftirlit með punktagjöfinni erfitt með því að skrá þá ekki á nafn viðkomandi, opinberr- ar stofnunar, heldur á nafn þess, sem í ferðina fer. Hafa þau stundum neit- að að gefa hinu opinbera upp punkta- eign einstakra ríkisstarfsmanna og sem dæmi um það má nefna þýska flugfélagið Lufthansa. „Í þessu förum við bara að dæmi annarra flugfélaga,“ sagði Amelie Lorenz, talsmaður félagsins. „Það fer eftir nafninu á farseðlinum hvert punktarnir fara.“ Mismunandi reglur og eftirlitið almennt lítið Tveir þýskir stjórnmálamenn máttu nýlega segja af sér þegar upp komst, að þeir höfðu notað vildarpunkta flugfélaganna, opinbera ferðapunkta, í eigin þágu. Í Frakklandi eru þessi mál hins vegar ekki í umræðunni enda gilda um þau engar reglur og hjá Evrópu- sambandinu og í Bandaríkjunum þótti ekki svara kostnaði að fylgjast með notkuninni. Reuters Annríki í O’Hare-flughöfninni í Chicago. Skoðanir eru skiptar um það hvort ríki og stórfyrirtæki eigi að fá vildarpunktana eða láta starfs- mönnunum þá eftir sem sárabætur fyrir að vera sífellt á ferð og flugi. Hver á vildarpunktana? Sá sem ferðast eða sá sem borgar brúsann? ’ Annaðhvortpunktana eða hærri laun. ‘ ÞRÍR ættingjar palestínsks hryðju- verkamanns hafa áfrýjað til hæsta- réttar Ísraels úrskurði herdómstóls um brottflutning þeirra frá Vestur- bakkanum til Gaza að sögn lögfræð- ings þeirra. Hæstiréttur veitti her- dómstólnum tveggja vikna frest til að réttlæta þessa ákvörðun. Á mánudag úrskurðaði herdóm- stóll í landnemabyggðinni Beit El, að Intissar Adjuri, 34 ára gömul systir manns sem talið er að hafi tekið þátt í skotárás á strætisvagn þar sem níu ísraelskir landnemar voru myrtir, skyldi flutt nauðug til Gaza. Úrskurð- urinn tekur einnig til bróður hennar, Kifah Adjuri og þriðja manns, Abdel Nasser Assidi, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í árásinni. Er þetta í fyrsta skipti sem dóm- stóll í Ísrael beitir lögum sem ætlað er að draga úr árásum Palestínumanna á ísraelska borgara með því að flytja á brott ættingja hryðjuverkamanna. Mannréttindasamtök hafa barist gegn lögunum, sem þau segja fela í sér heildarrefsingu sem brjóti gegn alþjóðalögum og mannréttindum. Lögfræðingurinn, Lea Tsemel, segir ákvörðun dómstólsins aumkun- arverða og að heimastjórn Palestínu- manna á Gaza ætti að neita að taka við því fólki sem Ísraelsstjórn reyni að flytja þangað. Tsemel segir dómar- ann hafa viðurkennt í úrskurðinum að heimastjórninni sé ekki skylt að taka við þremenningunum. Hóta ættingjum Ákvörðun dómstólsins hefur vakið reiði palestínskra embættismanna, sem segja hana stríðsglæp og hafa hótað því að gera hvað sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að henni verði framfylgt. Vopnaðir hóp- ar Palestínumanna hafa lofað hefnd- araðgerðum verði fólkið flutt á brott og Al-Aqsa herdeildin hefur hótað því að ráðast gegn fjölskyldum ísraelskra embættismanna. Bandarísk stjórn- völd hafa látið í ljós óánægju sína með þessa stefnu Ísraelsstjórnar og fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, sagðist hafa af málinu miklar áhyggjur. Áfrýja skipun um brott- flutning Jerúsalem. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.