Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ STYRKIR Styrkur til reiðkennara Hestamiðstöð Íslands hefur ákveðið að veita einum reiðkennara styrk allt að kr. 300 þús. til náms í reiðkennslu fyrir fatlaða. Styrknum fylgir sú kvöð, að viðkomandi tekur að sér að miðla öðrum reiðkennurum af reynslu sinni þegar heim er komið. Ljóst er að notkun hesta til þjálfunar fatlaðra einstaklinga hefur gefist mjög vel og þess vegna hefur HMÍ ákveðið að veita þennan styrk. Áhugasamir reiðkennarar skulu skila umsókn- um til Hestamiðstöðvar Íslands, Aðalgötu 21, 550 Sauðárkróki, fyrir 20. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Broddason, framkvæmdastjóri HMÍ, í síma 455 7140 eða steinib@krokur.is . Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður með reglum nr. 449, 29. október 1986. Gildandi reglur eru nr. 453, 18. maí 2001. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póst- sögu og hvers konar kynningar- og fræðslu- starfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins skal sjóðurinn styrkja sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstakling- um og stofnunum. Næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerk- isins 9. október 2002. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, b.t. Halldórs S. Kristjánssonar, samgönguráðuneytinu, Hafnar- húsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk. Umsóknarfrestur er til 15. september 2002 Reykjavík, 15. júlí 2002. Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs. ÝMISLEGT Sauðfjárkvóti til sölu Vorum að fá í sölu 120 ærgilda greiðslu- mark í sauðfé, er gildir frá næstu ára- mótum. Tilboð óskast send til Lögmanna Suður- landi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, eða á netfang oli@log.is. Lögmenn Suðurlandi, sími 480 2900. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsamkoma í umsjón Pálínu og Hilmars. Sr. Gunnar Sigurjónsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 19:30. Samkoma kl. 20:00. Barnastarf fyrir 4 til 10 ára á sama tíma. Lof- gjörð, fyrirbænir og Högni Vals- son predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að þetta er síðasta fimmtudagssamkoman. Næsta samkoma er sunnudaginn 18. ágúst kl. 16.30, ath. breyttan samkomutíma. „Guð er oss hæli og styrkur, ör- ugg hjálp í nauðum.“ 17. ágúst, laugard.: Fossinn Dynkur/Búðarhálsfoss í Þjórsá. Sjaldfarnar slóðir. 2— 3 klst. ganga. Fararstjóri Sveinn Tyrfingsson, bóndi. Brottför frá BSÍ kl. 8, komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 3.700/4.000. 18. ágúst, sunnud.: Svína- skarð — Hrafnhólar, milli Skálafells og Móskarðs- hnjúka. Afmælisferð, munið stimplana. 5—6 klst ganga, hæst um 400 m y.s. Fararstjóri Sigurður Kristjánsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30, komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 1.500/1.800. Laugavegur 16.—19. ágúst (hraðganga). Farangur fluttur með bíl milli skála. Tvær máltíðir innifaldar í fargjaldi. Verð kr. 19.900/22.900. Síðasta Lauga- vegsganga F.Í. 2002. Fimmvörðuháls 23.—25. ágúst. Síðasta Fimmvörðuhálsferð F.Í. í sumar. Óvissuferð 7.—8. sept. Farið út í óvissuna eina helgi. Rúta, gönguferðir og ýmislegt fleira. Sími F.Í. 568 2533, www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Vörður Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Áskirkja. Opið hús er á fimmtudögum milli kl. 14 og 17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar fyrir unga sem aldna. Í tengslum við opna húsið hefur mynd- ast sönghópur sem syngur létt lög sér til skemmtunar og ánægju en organisti Áskirkju, Kári Þormar, leiðbeinir og stýr- ir hópnum. Eftir sönginn er boðið upp á kaffi og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir, laglausir sem lagvísir, til að eiga samveru og hafa gaman af. Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl. 12. Kári Þormar leikur á orgel. Háteigskirkja: Taizé-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja: kl. 10.30–12. Biblíulestur, helgistund og samvera í Gerðubergi í umsjón Lilju G. Hallgríms- dóttur djákna. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safn- aðarheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Morgunsöngur og morgunbænir í Kapellu vonarinnar kl. 10 árd. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Vegurinn. Smiðjuvegi 5, Kópavogi Bænastund kl. 19.30, Samkoma kl. 20, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og barnastarf fyrir fjögurra til tíu ára á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að þetta er síðasta fimmtu- dagssamkoman í sumar. Næsta sam- koma verður sunnudaginn 18. ágúst kl. 16.30. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegisverð- ur á vægu verði í safnaðarheimili á eftir. Safnaðarstarf FERMING og fermingarundirbún- ingur eru mikilvægir þættir í lífi flestra Íslendinga og fermingarund- irbúningurinn þróast með breyttum þjóðfélagsháttum. Nú tekur skóli yf- ir æ meiri tíma í lífi barnanna og tómstundir þeirra verða æ ásetnari því margt er í boði sem vekur áhuga barna og unglinga. Þess vegna eru nú kirkjur farnar að bjóða upp á námskeið áður en skóli hefst á haustin þar sem fræðsluþætti fermingarundirbún- ingsins er að mestu gerð skil. Sam- félag og guðsþjónustuþátttaka held- ur hins vegar óbreyttri mynd og tryggir tengslin við ferming- arbörnin yfir veturinn. Dómkirkjan og Hallgrímskirkja bjóða eins og í fyrra upp á sameig- inlegt námskeið dagana 18.–21. ágúst. Sunnudaginn 18. ágúst kl. 13 verður farið í Viðey og þar verður dagskrá um unglinginn og ábyrgð hans á sjálfum sér. Næstu þrjá daga verður nám- skeiðinu framhaldið í Safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar og Tjarnarskóla og farið verður yfir hefðbundið fræðsluefni fermingarbarna. Einnig verða unnin þemaverkefni um líf kirkjunnar í sögu og samtíð. Samvera fyrir foreldra verður í Dómkirkjunni á miðvikudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Þar mun sr. Sig- urður Pálsson flytja erindi sem hann kallar Unglingurinn okkar, ferming- arstörfin verða kynnt og boðið upp á kaffisopa. Innritun í fermingarundirbúning- inn hefur farið fram en þeir sem kynnu að eiga eftir að gera vart við sig eru hvattir til þess að hafa sam- band við kirkjurnar án tillits til þess hvort börnin geta nýtt sér þetta haustnámskeið eða óska eftir und- irbúningi síðar á vetrinum. Sími í Hallgrímskirkju er 510 1000 og Dómkirkju 520 9700. Fermingar- námskeið Dóm- kirkju og Hall- grímskirkju Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dómkirkjan. KIRKJUSTARF Það er sérstök tilfinn- ing að hugsa til þess að Benni skuli ekki lengur vera á meðal okkar á þessari jörð. Rödd hans heyrist ekki lengur í útvarpinu, t.d. á Lindinni þar sem hann las upp úr kristilegum rit- um, hann talar ekki lengur á kristi- legum samkomum og hann er ekki lengur í Kringlunni fyrir jólin að selja fyrir kristniboðið. Minningarnar einar sitja eftir sem eru margar og hlýjar. BENEDIKT ARNKELSSON ✝ Benedikt Ingi-mundur Arnkels- son guðfræðingur fæddist á Gríms- staðaholtinu í Reykjavík 7. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 29. júlí. Ég kynntist Benna þegar ég réð mig við sumarstörf í Kaldárseli ungur að árum. Þegar ég vissi að Benni væri yfirmaður minn kom kvíði upp í hugann. Ég hafði oft séð hann í KFUM og heyrt hann tala á samkomum. Hann var svo formlegur og virðulegur. Þegar ég fór að starfa með honum var kvíðinn fljótur að hverfa. Benni átti til mikla glettni og var hrókur alls fagnað- ar við eldhúsborðið í Kaldárseli, þar sem við sátum við kertaljós, því þá var rafmagnið ekki komið í Kaldársel. Þegar við unga fólkið slettum úr klaufunum, fórum t.d. í vatnsslag, var Benni þátttakandi í því af lífi og sál. Þar var oft glatt á hjalla. Eftir erfiðan vinnudag var ávallt endað með lestri úr Guðs orði og bæn. Þetta sá Benni yfirleitt um og gerði það af mikilli einlægni og virðingu. Á hverju kvöldi tók Benni Nýja testamentið og vasaljósið með sér í rúmið til að geta átt persónulegt sam- félag við Drottin sinn og frelsara. Margar voru gönguferðirnar sem við fórum út í hraunið í kringum Kald- ársel með drengina þar sem Benni sagði þeim sögur eða sló á létta strengi, sem allir höfðu gaman af. Áður en farið var í þessar göngu- ferðir fór hann alltaf út til að horfa til veðurs. Ef von var á rigningu var aldrei farið í lengri göngur. Ég gæti lengi haldið áfram en minningarnar eru svo margar sem sitja eftir. Benni var mjög góður fræðari og þau börn sem nutu þess að umgang- ast hann fóru margs fróðari úr Kald- árseli en þau voru þegar þau komu þangað. Hann kenndi þeim vers úr Biblí- unni og ýmis heilræðavers sem voru þeim gott veganesti út í lífið. Sumir sögðu að dvöl barna í Kaldárseli undir hans stjórn væri á við góðan ferming- arundirbúning og tel ég það engum orðum ofaukið. Langar mig að enda þessi orð mín með versi eftir Hallgrím Pétursson sem Benna voru kær og fengu oft að hljóma af vörum barnanna í Kaldár- seli: Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Þessi orð áttu svo sannarlega við um Benna. Hann var tilbúinn að mæta Drottni sínum á himnum og átti þar vísan stað. Ég náði að heimsækja Benna á spítalann og sú stund var mér lær- dómsrík, þótt hún hefði ekki verið löng. Hann talaði um þann hjálpræð- isgrunn sem Jesús lagði fyrir okkur mennina með dauða sínum á kross- inum. Líf Benna snerist um að benda fólki á Jesú, hér á landi og á kristni- boðsakrinum. Þetta var vitnisburður Benna fram að síðasta andartaki. Er nokkuð til yndislegra. Við fjölskyldan kveðjum góðan vin með söknuði og sendum Sverri, tví- burabróður hans og systkinum ásamt fóstursystur hlýjar samúðarkveðjur. Sveinn, Valdís og börn. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, ÁSLAUG HELGA PÉTURSDÓTTIR ✝ Áslaug HelgaPétursdóttir fæddist í Strassborg 3. desember 1957. Hún lést á Durán i Reynals-sjúkrahús- inu í Barcelóna 28. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 8. ágúst. þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Þín vinkona, Helga Ægisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.