Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 59 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B N B 18 51 0 0 8/ 20 02 (bönnuð bílum yngri en tveggja ára) Æsispennandi bílatryllir úr smiðju Toyota - betri notaðra bíla. Þrumugott úrval af bíóbílum á verði frá 700 -1200 þúsund krónur. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, hjá umboðsmönnum okkar í Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri eða hringdu í síma 570 5070. www.toyota.is bíódagar Stórbílar Ástarbílar Spennubílar Ævintýrabílar hryllingsbíllinn Litli JÓN Valgeir Williams, sem ber tit- ilinn Austfjarðatröllið 2002, mun taka þátt í keppninni Sterkasti mað- ur Norðurlanda. Keppnin verður haldin laugardaginn 17. ágúst og fer hún fram í Finnlandi að þessu sinni. Þetta er ný og óvenju strembin keppni þar sem keppt verður í fimm greinum á aðeins einum degi, segir í fréttatilkynningu. Yfirleitt er slík keppni haldin á tveimur til þremur dögum. Keppnisgreinar að þessu sinni eru trukkadráttur, hjólböru- grein, víkingapressa, hleðsla á 100 kg kössum og uxaganga. Átta aflraunamenn mæta til leiks að þessu sinni, þrír Finnar, Dani, Svíi, Norðmaður, Færeyingur og svo Jón Valgeir fyrir hönd Íslend- inga. Jón Valgeir mun einnig keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Sterk- asti maður heims í Malasíu í næsta mánuði, en hann ávann sér þátt- tökurétt í þeirri keppni með því að ná 2. sæti á Vestfjarðavíkingnum fyrr í sumar. Tekur þátt í nýrri norrænni kraftakeppni LANDSVIRKJUN efnir til helg- arskákmóts í samvinnu við Skák- samband Íslands í Ljósafossstöð við Sogið helgina 17.–18. ágúst nk. Tefldar verða níu atskákir eftir Monrad/svissneska kerfinu og hefst taflið kl. 13 báða dagana. Verðlaun eru vegleg en heildarverðlaun nema 160.000 kr. auk aukaverðlauna. Margra ára hefð er fyrir helg- arskákmótunum sem haldin hafa verið víðsvegar um land. Upphafs- maður þeirra var Jóhann Þórir Jónsson, útgefandi tímaritsins Skák. Þátttaka er öllum heimil, ungum sem öldnum, og þeir sem ekki keppa eru velkomnir að koma og fylgjast með. Nokkrir af ís- lensku stórmeisturunum verða með á mótinu og ekki er ólíklegt að ýms- ir þjóðkunnir Sunnlendingar taki einnig þátt, segir í fréttatilkynn- ingu. Verðlaunafé fyrir fyrstu verðlaun eru 60 þúund krónur og fer upp- hæðin síðan stiglækkandi og verða veittar 10 þúsund krónur í verðlaun fyrir 5. sætið. Auk þess verða ýmis aukaverðlaun, m.a. fyrir börn og unglinga. Þátttökugjald: Sextán ára og eldri: 1.500 kr. Fimmtán ára og yngri: 700 kr. Frítt fyrir stórmeist- ara og alþjóðlega meistara í kapp- skák. Þátttakendur fá hádegismat báða dagana og kvöldmat á laug- ardaginn í boði Landsvirkjunar. Einnig verður boðið upp á rútuferð- ir til og frá skákstað báða dagana. Skráning fer fram hjá Ólafi Ás- grímssyni eða í netfanginu hrann- arb@centrum.is. Helgarskákmót í Ljósafossstöð TÖÐUGJÖLD verða haldin á Gadd- staðaflötum við Hellu 16.–18. ágúst næstkomandi. Undanfari þeirra er Menningarvika 13.–16. ágúst sem hófst þriðjudagskvöldið 13. ágúst með tónleikum í Odda þar sem Berglind Björgúlfsdóttir og Joyce S. Liu flytja Himnanna drottning. Á miðvikudagskvöld 14. ágúst verð- ur Harmonikkufélag Rangæinga með létta tónlist í Kanslaranum á Hellu kl. 21. Fimmtudagskvöldið 15. ágúst verður með hátíðlegum blæ þar sem systkinin Kristjana og Gísli Stefánsbörn syngja dúett og halda einsöngstónleika kl. 20 í Hellnahelli á Landi. Þar verður einnig afhent Heimshorn Töðu- gjalda og það hlýtur að þessu sinni beggja póla- og sjötindafarinn Har- aldur Örn Ólafsson. Föstudaginn 16. ágúst verður Skógræktarfélag Rangæinga með trjáplöntun á Gaddstaðaflötum og um kvöldið verður Stjörnubjart á Stokkalæk og málverkasýning með léttum tónum. Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn verður með sýningu á verkum sín- um í Galleríi Kambi í Holtum dag- ana 16.–18. ágúst frá kl. 12–18. Opið hús verður í Hrauneyjum og Búr- fellsstöð milli kl. 13 og 17. Hljómsveitin Írafár hefur svo helgina með dansleik á Gaddstaða- flötum föstudagskvöldið 16. en hljómsveitin Í svörtum fötum verð- ur með dansleik í tjaldi á laug- ardagskvöldið 17. ágúst. Fjölbreytt dagskrá Töðugjalda hefst síðan á laugardagsmorgni og stendur alla helgina. Þar má til dæmis nefna Enduro-keppni vélhjóla, fallhlífar- stökkvari suðurlands Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, hest- vagna- og heyvagnaferðir, sýningu Bifhjólasamtaka Suðurlands, leik- tæki, grillveislu, Njálusýningu, varðeld, flugeldasýningu og brekku- söng, svo eitthvað sé nefnt. Töðugjöld á Gaddstaðaflötum KEPPNI verður næsta laugardag á Hellu á vegum Vélhjólaíþrótta- klúbbsins þar sem verða eknar síð- ustu tvær umferðirnar í Íslands- meistarakeppninni í Enduro (þolakstri) á mótorhjólum, eða 5. og 6. umferð. Einnig verður keppt Þolakstur á mót- orhjólum á Hellu í B-deild, 3. og síðasta umferð. Alls eru 87 keppendur skráðir í keppnirnar tvær, 51 í Meistara- deild og 36 í B-deild sem heitir í raun Baldursdeild eftir elsta fé- lagsmanni Vélhjólaíþróttaklúbbs- ins. Staðan eftir fjórar umferðir er þannig að Einar Sigurðarson er efstur og ekur KTM-hjóli, með 370 stig, annar er Viggó Örn Viggós- son á TM-hjóli með 313 stig og þriðji er Reynir Jónsson á Honda með 261 stig. Sigur í Meistaradeild gefur 100 stig, annað sæti 85 stig og það þriðja gefur 75 stig. Brautin sem er rétt austan og sunnan við Hellu er um 7–8 km löng og er lögð í mörgum hlykkj- um um holt og hæðir, einnig er farið 5 sinnum yfir lítinn læk sem þarna er og þegar mótorhjól eru búin að fara 500 sinnum yfir þessa læki er þetta orðið að hinum verstu drullupyttum, segir í frétta- tilkynningu. Fyrsta ræs í keppni er kl. 10 ár- degis og ætti keppni að vera lokið um kl. 15. Áhorfendum er boðið frítt á keppnina í boði Töðugjalda sem standa yfir á sama tíma með sinni sérstöku skemmtidagskrá. Ekki mynd frá Skugganum Í þriðjudagsblaðinu 13. ágúst birt- ist brúðarmynd sem eignuð var Ljósmyndaverinu Skugganum. Hið rétta er að myndin var tekin í heima- húsi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.