Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 34
SJÓNMENNTAVETTVANGUR 34 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ PORSCHE 911 CARRERA 2 Skráður 6/2000 Ekinn 5.000 km. • GLÆSILEGUR BÍLL. Sjón er sögu ríkari • Til sýnis og sölu á Bíldshöfða 10 • Sími 588 8888 Verslunarstörf Verslunin Europris óskar eftir fólki í almenn verslunarstörf í verslanir á Lynghálsi 4 og í Skútuvogi 2. Um er að ræða 1/1 dags störf og 1/2 dags. Kvöld- og helgarvinnu. Reglusemi og stundvísi eru áskilin. Allar frekari upplýsingar gefur Leifur Arason á staðnum. Europris, Lynghálsi 4 Ódýrt fyrir alla! Þ AÐ er merkilega sjald- gæft að hinn almenni borgari eða lands- byggðarmaður láti heyra í sér varðandi kjör listamanna og þá einkum við- gang myndlistar hér á landi. Það gerðist þó hér í blaðinu fyrir skömmu og á bréfritari, Hjörtur Magnússon, miklar þakkir skildar fyrir framtakið, veltir hér vonandi lítil þúfa þungu hlassi. Margur er búinn að fá nóg af söng ráðamanna, hagsmunaaðila og forsvarsmanna listahátíða af blóm- legu listlífi, jafnvel svo útaf flói, en hvað hæft er í þeim staðhæfingum fer eftir því frá hvaða hlið á málið er litið. Iðulega vill gleymast að þessi þörf fyrir mjúk gildi í þjóð- félaginu er að meginhluta borin uppi af hugsjónafólki sem að laun- um virðist ætlað moðið af þjóðar- kökunni. Hjörtur Magnússon hefur mál sitt með vísun á umræðu í þá veru að landsbyggðin fari oftar en ekki á mis við mikilsverða menningarvið- burði í höfuðstaðnum. Ástæðan fyr- ir því hvað listsýningar varðar sé hár kostnaður og þótt til sé sjóður sem hefur úr 8,7 milljónum að moða er svo er komið eru styrkirnir jafn- an hugsaðir til einstaklinga, styrk- upphæðin oftast andvirði eins flug- farmiða (!) fram og til baka á sýningarstað. Aldrei veittur styrkur til undirbúnings sýninga, pökkunar, flutnings, prentunar boðskorta og sýningarskráa, að ógleymdum frí- merkjakostnaði og mörgu öðru smálegu. Alveg rétt er að það er mikið fyr- irtæki að halda sýningu ef vel á að vera og hvað þá ef við bætist flutn- ingskostnaður út á land eða milli landa. Hér er ekki til neitt dreifi- kerfi á borð við Riksutställingar í Svíþjóð eða svipaðar stofnanir ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Til að sinna þessari þörf eru til sér- smíðaðir flutningabílar sem flytja ekki einungis listaverk milli lands- hluta heldur einnig um alla Evrópu. Ég uppgötvaði þetta fyrir 35 árum þegar ég var í fyrsta skipti fulltrúi landsins á tvíæringnum í Rostock, rak upp stór augu og var snöggur að miðla þeim upplýsingum á síðum blaðsins. Ekki svo að það hreyfði við hári hvað þá taug í íslenzkum ráðamönnum og því miður ekki listamönnunum heldur. Algjör skortur á skipulagðri list- miðlun um landsbyggðina hvað myndlist varðar dregur að sjálf- sögðu úr áhuga okkar á suðvest- urhorninu á að senda myndverk út á land, ekki síst fyrir þá sök að það gerðist ósjaldan fyrrum að viðkom- andi fengu verkin í bágbornu ástandi til baka. Hinu má þó ekki gleyma sem er meginveigurinn, að viðbrögðin voru og eru sjaldan í neinu hlutfalli við væntingar eða vinnuna að baki. Bréf Hjartar er lýsandi dæmi, en hann segir frá farandsýningu fjög- urra vel kunnra reykvískra lista- manna, Bjargar Örvar, Gunnars Karlssonar, Jóns Axels Björnsson- ar og Valgarðs Gunnarssonar, er ber nafnið „170 cm x 170 cm“ og vísar til stærðar myndanna. Á fyrsta áfangastað, Safnhúsi Borg- arness, mættu tveir gestir á opn- unina, auk listamannanna, á næsta áfangastað, Slunkaríki á Ísafirði, var sami mannfjöldi mættur en í Deiglunni á Akureyri, menningar- höfuðstað Norðurlands, hálfu færri, þ.e. einn (1). Ekki segir af almennri aðsókn á stöðunum en kannski treysta einhverjir sér til að geta sér til um hana í ljósi hins uppörvandi aðstreymis boðsgesta. Ekki trúi ég öðru en að óheppi- legar kringumstæður kunni að eiga einhvern ef ekki drjúgan þátt í þessu, jafnvel slælegur undirbún- ingur, en hér er þó botninum náð. Minnist þess, að er ég féllst á að halda sýningu á Akureyri fyrir nokkrum árum og kynnti þar meðal annars splunkunýja grafík sem ég hafði útfært erlendis mættu sárafá- ir á opnunina milli 14 og 16 en þá urðu umskipti og margfalt fleiri létu sjá sig fram að lokunartíma daginn þann. Svo er komið í sjálfri höfuðborginni að 90–95% sýningar- gesta mæta á opnanir en aðsókn getur aftur á móti farið niður í einn (1) og jafnvel núll (0) suma dagana, jafnvel í virtum sýningarsölum. Verst að mikill hluti þessa 90–95 prósenta láta yfirleitt ekki sjá sig nema á opnunum og ekki fara mikl- ar sögur af lifandi orðræðu viðkom- andi um það sem hverju sinni er verið að kynna á veggjum og gólfi. Hingað rata stundum sýningar frá útlandinu sem má telja fágæti og fólk myndi streyma á hvarvetna en hér eru viðbrögðin lítil, jafnvel þrátt fyrir á stundum mikla umfjöll- un fjölmiðla, í einn dag, vel að merkja, og síðan ekki söguna meir. Jafnvel rataði hingað nýlega sýning á steinþrykkjum þekktasta núlif- andi myndlistarmanns á Norður- löndum, Pers Kirkeby, en viðbrögð- in voru lítil og ekki veit ég til þess að söfnin hafi rumskað. Ef við tökum einhverja eina ástæðu fyrir þessu ástandi fram yf- ir aðra gæti það verið lega landsins á útnára veraldar, hún er þó ekki einhlít þar sem þjóðin er vel mennt- uð á bókina og mikið er gefið út af góðum bókmenntum þótt deila megi um raunsannan áhuga. En svo er hún viðlíka illa að sér í sjónmennt- um, sem lengstum gleymdust nær fullkomlega í menntakerfinu og margt af því sem haldið var að ung- um var frekar til ógagns og upplagt til innprentunar misvísandi for- dóma. Hér hefur líka búið um sig óskiljanleg andstaða í menntakerf- inu, sem beinist helst gegn grunn- menntun í þeim fræðum er snúa að auganu og skynrænum vitsmunum. Innlend hönnun átti lengstum erfitt uppdráttar, víðast hvar bannorð, arkitektar sem leituðu til þjóðlegr- ar arfleifðar útskúfaðir, ræktun sjálfsímyndar hér púkó um leið og innfluttar ímyndir voru og eru enn í dag dýrkaðar allt hvað af tekur. Flæði erlendra ímynda hefur þann- ig átt greiðari leið að þjóðarsálinni en á nokkru öðru byggðu bóli á norðurhveli jarðar; „skorturinn á sjálfsvirðingu átakanlegur og að líta gagnrýnum augum á heiminn og draga af honum lærdóm um hvern- ig hlutirnir gætu verið öðruvísi“ líkt og listakonan Roni Horn orðar það í blaðinu í dag, 27. júlí. Meðan íþróttahallir eru byggðar um allt land og gervigrasvellir þykja sjálfsagt mál setja menn sig í stellingar í hvert skipti sem minnst er á framkvæmdir á sviði lista. Tón- listarhöll enn á undirbúningsstiginu og ég minnist þess að Einar Þor- steinn Ásgeirsson arkitekt teiknaði hugmynd að Myndlistarskóla Ís- lands framtíðarinnar, þegar upp- gangurinn var hvað mestur innan MHÍ, metnaður og stórar hugsjónir enn í sviðsljósinu. Ekki bara hug- ljómun, heldur vissa um að svo margt væri hægt að gera í jafnfá- mennu þjóðfélagi, sem státaði af einstæðu atgervi þegna sinna, þar sem allir væru læsir og margfalt auðveldara að ná til hvers og eins en meðal þjóða sunnar, austar og vestar á jarðkringlunni. Nei, nei, menn þurfa ekki að klóra sér í höfðinu og spyrja hvað valdi því að ekki koma fleiri á list- sýningar úti á landsbyggðinni, ei heldur á höfuðborgarsvæðinu er svo er komið, né af hverju lista- mönnum í þessu landi sé kalt. Hér var menntakerfið ekki með á nót- unum og lengstum ei heldur fjöl- miðlar, í báðum tilvikum voru alltof margir blindir fyrir sérstöðu lands- ins og einangrun, þarmeð þörf á lif- andi flæði um þessi mál til þess að mennta almenning á hlutlægum upplýsingum um mjúk gildi sem mikilvæg grunnatriði jarðtengdra þjóða. Kannski er lakast að þessi inn- flutningur erlendra ímynda gerði myndlistarmenn lengi blinda fyrir landinu sjálfu, efniviðnum allt um kring. Var fyrst þegar erlendir listamenn fóru að fiska í íslenzkri landhelgi að sumir rönkuðu við sér og skyndilega komst íslenzk húsa- gerðarlist í sviðsljósið, en ekki fyrr en heimsfrægur arkitekt tyllti hér tá og hrósaði hinum nýja þjóðlega arkitektúr eins og hann birtist í verkum hins smáða Guðjóns Sam- úelssonar. Áður hafði þó Hörður Ágústsson unnið hér þjóðþrifaverk með rannsóknum á íslenzkri bygg- ingarlistasögu, rannsóknum sem hefðu átt að vera jafnsjálfsagt mál og að drekka vatn við stofnun Há- skóla Íslands 1911. En það var ekki gert og afleiðingarnar blasa við og eru hér útlendingar, sem menn hafa einmitt verið að apa eftir, dómharð- astir. Summan af þessu er að menn hafa vanrækt eigin gildi og leitað langt yfir skammt og eru enn á fullu við að hreykja sér af aðfengn- um ímyndum í nafni alþjóðavæð- ingar, leitast við að ganga hér auð- mjúkir og lítilþægir í takt. Illu heilli yfirsést hinum sömu að um leið eru hinar þjóðirnar að styrkja sjálfs- ímynd sína allt hvað af tekur eins og margoft hefur verið vikið að í pistlum mínum. Hér hlýtur því að vera helst til ráða, að beina sjónum að íslenzku framtaki og íslenzkum vettvangi, lyfta á stall. Og því skyldum við ekki helst gera það með því að leit- ast við að vekja áhuga almennings með brögðum listar, ekki með neinni tegund miðstýringar né for- sjárhyggju, heldur hlutlægri miðl- un? Íslenzk list er hvorki betri né verri en hún er, en hún er umfram allt íslenzk, hvað sem öllu tali um heimsvæðingu áhrærir, og fólkið í landinu á heimtingu á að fá tæki- færi til að berja hana augum, fylgja framþróun hennar og dæma sjálft. Sjónrænn þroski kemur ekki nema með samanburði og yfirsýn og því ber ekki að halda einum sannleika fram umfram alla aðra, víðsýnir vel- gjörðarmenn lista eru ekki lengur á meðal vor, finnast ekki frekar en fyrri daginn á Alþingi efnishyggj- unnar, og þá er vel upplýst þjóð heilbrigðasta og öflugasta hreyfi- aflið. Þar af leiðandi hefur sérhver vitræn orðræða er berst frá leik- mönnum og hrærir upp í hlutunum ómælt vægi. „170 sinnum hringinn“ Ýmsar sögur fara af aðsókn á söfn og sýningar í höfuðborginni en minna á landsbyggðinni. Eitt er víst, að hér eru Íslendingar ekki með öllu samstiga því sem hefur verið að gerast ytra á undangengn- um áratugum. Þetta verður Braga Ásgeirssyni einkum til umhugsunar í tilefni lesendabréfs sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Morgunblaðið/Ransu Verk eftir Gunnar Karlsson og málverk eftir Jón Axel Björnsson í Seyð- isfjarðarskóla á farandsýningunni 170 x hringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.