Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ H insegin dagar náðu hámarki á laug- ardaginn í fjöl- skylduhátíðinni Gay pride í mið- borg Reykjavíkur. Þar mættust flestallar tegundir af fjölskyldum og skemmtu sér vel saman. Hátíðin er afar snjöll hugmynd því hún felur í sér að fólk mætist og geri eitthvað saman. Vonandi hafa í kjölfarið skapast umræður á heimilum um kynhneigð, og einhverjir foreldrar gert tilraun til að svara spurningum sem vissulega hafa vaknað með börn- um. Umræðan þyrfti þó einnig að flytjast inn í skólastofurnar, en ég held að barnafræðsla um kyn- hneigð eigi sér langa ósagða sögu. Alltént má telja kennslu- stundir helg- aðar þessu efni svo fátíðar að þær teljast viðburður. Hefð er að kenna um þetta efni í nafni líf- eða heil- brigðisfræði. En kynhneigð er ekki bara líffræði, heldur einnig menningarfræði; hún er óafmá- anlegur hluti sjálfsmyndar sér- hverrar persónu. Í háskólum, í nokkrum löndum, eru stundaðar rannsóknir á birt- ingarmyndum samkynhneigðar í gagnkynhneigðum samfélögum. Innan og utan slíkra deilda rúm- ast einnig hinsegin fræði (queer theory). Markmiðið þeirra er m.a. „að afhjúpa þá gagnkyn- hneigðu hugmyndafræði sem gegnsýrir öll svið menningar og fellir allt að sínu normi en úti- lokar það sem er öðruvísi“ (Geir Svansson. 1999. Skírnir, bls. 480). Skörð hafa nú komið í múrinn um samkynhneigð á Laugaveg- inum og Ingólfstorgi í Reykjavík, einnig í fjölmiðlum, og eitthvað í þjóðkirkjunni. En ég held að þagnarmúrinn í grunnskólum um samkynhneigð hafi enn ekki verið rofinn, nemendur þurfa að geta í eyðurnar upp á eigin spýtur. Kynin eru ef til vill tvö, en kyngervin (gender) eru fleiri; lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir, kynskiptingar… og þöggunin gagnvart hinum ýmsu birting- armyndum kynhneigðar, og bæl- ingin í samfélaginu, er áberandi. Ósagða krafan er að heillavæn- legast sé að blómstra í gagnkyn- hneigðarnormi vestrænnar menningar. Þetta norm útilokar samkynhneigða og þurfa þeir því þindarlaust að glíma við fordóma; augljósa og dulda. Fordómar eru erfitt fyrirbæri og þeir skjótast alltaf aftur úr skúmaskotum hug- ans ef hik kemur á umræðuna; normið harðnar í þögninni, en lin- ast í umræðunni. Fjölskylduform ættu að vera gefandi umræðuefni í skólum. Nú þegar er kennt er um fjölskyldu fyrri alda, stórfjölskylduna og föst hlutverk einstaklinga. Einnig ætti að vera sjálfsagt mál að kenna um nútímafjölskylduna. Þá leysist myndin upp og óljóst fjör færist í leikinn; kynin, hlutverkin, kynhneigðin, kyngervin ruglast. Aðeins upplýsingar, leiðsögn, og feimnislaus umræða getur af- ruglað hana. Líkleg niðurstaða er að enginn mælikvarði finnist sem sýni að eitthvert fjölskylduform sé öðru æðra eða æskilegra. Skólabörn koma úr öllum teg- undum af fjölskyldum; í sér- hverjum árgangi og ef til vill í sérhverjum bekk eru börn sem eiga samkynhneigða foreldra. Mér finnst því að í skólum sé brýnt að efla fræðslu og umræðu um þessi efni. Horfast í augu við stöðuna, glíma við fordómana og öll ljótu orðin sem af þeim spretta. Ljótu orðin heyrast í frí- mínútum, og eru kjörin dæmi til að hefja umræðuna inni í skóla- stofunni. Ef það yrði gert er ég viss um að þau yrðu fátíðari utan hennar, og einnig yrði auðveldara fyrir þá sem verða fyrir þeim að bregðast við þeim. Ég veit að kennarar leggja stund á umræður í skólastofunni út af margvíslegum málum sem skjóta upp kollinum. Hinsegin efni eru mjög líklega á dagskrá hjá einhverjum nú þegar. En ég held að ef leggja á út frá kyn- hneigð þurfi að undirbúa það vel, t.d. með því að fara í gegnum eldri kennslugögn þar sem gagn- kynhneigða normið er yfirþyrm- andi, og að semja ný kennslu- gögn þar sem jafnvægi og jafnréttis er gætt. Ég held að þetta sé eitt af stóru verkefn- unum á næstu árum; að endur- skoða námsefni út frá hinum sjónarhornunum. Eða út frá fleiru en einu sjónarhorni líkt og kappkostað er í flestöllum náms- greinum. Sum börn eiga einfaldlega tvær mömmur, önnur tvo pabba, og enn önnur samkynhneigt ein- stætt foreldri, eða hvaðeina ann- að. Þá eru í hverjum skóla kenn- arar sem ekki eru gagnkyn- hneigðir, og unglingar sem eru að uppgötva óvænta kynhneigð sína. Misrétti og kæruleysi gagn- vart fordómum í garð þeirra hef- ur aldrei verið réttlætanlegt, en er aukinheldur hlálegt á þriðja árþúsundinu e.Kr. Ef umræðan er engin í skólum og jafnvel frumfræðsla um kyn- færin feimnismál, þá er jarð- vegurinn fyrir fordóma og sárs- auka góður, og líkur á brotinni eða veikri sjálfsmynd of miklar. Samt er eitt af aðalmarkmiðum skóla að byggja upp sjálfstæða einstaklinga með sterka sjálfs- mynd. Vissulega munu einhverjir for- eldrar bregðast ókvæða við góðri fræðslu og umræðu í skólum um kynhneigð, og jafnvel hringja hneykslaðir í skólana og gera til- raun til að banna að börnum þeirra verði veitt þessi sam- félagslega fræðsla. Þeir sem það gera eru aftur á móti komnir út fyrir endimörk valda sinna, því þeir væru að hindra miðlun þekk- ingar og auka líkur á kvalafullum fordómum. Einnig er efi um að börnin geti eftir fræðslu myndað sér sjálfstæða skoðun. Nemendur ættu að vera betur færir um að lesa samfélagið og valdabarátt- una í því eftir fræðslu um alla þessa hornsteina. Og að sjá útlínur hins risavaxna norms og áráttu til að steypa alla í sama mót. Hinsegin- fræðsla Einnig ætti að vera sjálfsagt mál að kenna um nútímafjölskylduna. Þá leysist myndin upp og óljóst fjör færist í leikinn; kynin, hlutverkin, kyn- hneigðin, og kyngervin ruglast. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is UNDANFARIN ár hefurverið unnið að því aðtryggja stöðu íslenskunn-ar í tækniheiminum, og ýmsar tillögur verið settar fram eins og að meðferð texta í tölvum verði góð, og að hægt verði að tala við tölv- ur á íslensku. Tungutækni er aðferðin, hún felur í sér samþættingu tungumála og mál- vísinda annars vegar og tölvu- og upplýsingatækni hins vegar. Þessi samvinna hefur hagnýtan tilgang, beinist að því að hanna eða útbúa ein- hvern hugbúnað eða tæki sem nýtast mönnum í starfi eða leik. Þetta svið er nú í örum vexti víða um heim og margvísleg spennandi þróun í gangi, en fram til þessa hefur ekkert nám af þessu tagi verið í boði á Íslandi og það hefur staðið íslenskri tungutækni fyr- ir þrifum. Nú hefur verið ráðin bót á því. Sérstök grein í háskólum Rögnvaldur Ólafsson eðlisfræðing- ur og dósent við Háskóla Íslands, Ei- ríkur Rögnvaldsson prófessor í ís- lenskri málfræði við HÍ og Þorgeir Sigurðsson rafmagnsverkfræðingur og íslenskufræðingur sömdu fyrir þremur árum skýrslu um tungutækni fyrir menntamálaráðuneytið. Þeir ræddu á sínum tíma saman um það hvort og hvernig mætti hrinda í fram- kvæmd þeim tillögum sem settar voru fram. „Við áttuðum okkur fljót- lega á því að eitt stærsta vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir ef þeir ætla að hefja öflugt og mark- visst starf á sviði tungutækni,“ segir Eiríkur, „er skortur á fólki með menntun, reynslu og þekkingu á þessu sviði.“ Hér ber að athuga að enda þótt skammt sé síðan tungutækni varð að iðnaði í grannlöndunum, styðst það starf við margra ára rannsóknir og kennslu á háskólastigi. Í enskumæl- andi löndum er Computational Linguistics víða sérstök grein í há- skólum, en einnig sums staðar innan málvísindadeilda eða tölvunarfræði- deilda. Svipuðu máli gegnir um Komputerlinguistik í þýskumælandi löndum, datalingvistik á Norðurlönd- um o.s.frv. Í stað þess að þessi fræði séu fyrst og fremst stunduð sem hefðbundin akademísk grein hefur áherslan færst yfir á hagnýtingu þeirra í ýmiss konar tækjum og tólum; leiðréttingarforrit- um, vélrænum þýðingum, hjálpar- tækjum fyrir fatlaða o.s.frv. Þessar breyttu áherslur endur- speglast í þeim nöfnum sem greininni eru nú gefin. Við hliðina á Comp- utational Linguistics, datalingvistik o.s.frv. er nú komið Language Technology, sprogteknologi o.þ.h. Þörfin vissulega fyrir hendi Hér á landi hefur lítið sem ekkert verið fengist við kennslu og rann- sóknir á þessu sviði. Innan íslensku og almennra málvísinda við Háskóla Íslands hafa einstöku sinnum verið haldin námskeið um tölvur og tungu- mál. Enginn íslenskur málfræðingur fæst nú svo að heitið geti við rann- sóknir á sviði máltölvunar, og ekki er heldur vitað til þess að íslenskir mál- fræðingar sem hafa farið til fram- haldsnáms erlendis hafi lagt stund á nám af þessu tagi. „Þess eru líka fáein dæmi að íslenskir stúdentar í tölvun- arfræði og rafmagnsverkfræði hafi unnið lokaverkefni sem falla undir tungutækni,“ segir hann, „en ég veit ekki til að neinn þeirra hafi haldið áfram námi eða rannsóknum á því sviði. Hér má þó ekki gleyma hinu mikilvæga brautryðjandastarfi sem Friðrik Skúlason hefur unnið með Púka sínum og áframhaldandi þróun hans.“ Starfshópur um tungutækni lagði því til í skýrslu sinni að komið yrði upp þverfaglegu meistaranámi á þessu sviði við Háskóla Íslands. Sú til- laga er nú að komast til framkvæmda, í framhaldi af samstarfssamningi sem menntamálaráðuneytið og Háskóli Íslands gerðu í fyrra. Samkvæmt þeim samningi leggur ráðuneytið fram allt að 15 milljónir króna á næstu þremur árum til að gera Há- skólanum kleift að byggja upp rann- sóknir og þekkingu á þessu sviði Samvinna ólíkra fræðasviða Íslenskuskor var falið að fram- fylgja ákvæðum þessa samnings, en nemendur munu einnig taka nám- skeið í tölvunarfræði og e.t.v. fleiri greinum. Það kom svo í hlut Eiríks að stjórna undirbúningi námsins. Tungutækni (Language Techno- logy) er m.ö.o. nýtt þverfaglegt meist- aranám við Háskóla Íslands, einkum ætlað stúdentum sem annaðhvort hafa lokið BS-prófi í tölvunarfræði eða BA-prófi í íslensku eða almennum málvísindum. Þeir sem hafa lokið há- skólaprófi í öðrum skyldum greinum geta einnig sótt um inngöngu og þá verður undirstaða þeirra metin sér- staklega. Markmið meistaranáms er að skapa frjóa samvinnu ólíkra fræða- sviða og mynda þannig öfluga sveit fólks sem hefur þekkingu og færni til að vinna innan íslenskrar tungutækni og byggja upp gróskumikinn iðnað á því sviði. Eiríkur segir að stefnt sé að sam- starfi um tungutækninám við erlenda háskóla með það í huga að gera sam- starfssamning við háskóla sem hafa mikla reynslu á þessu sviði. Slíkur samningur skal m.a. vera um kenn- araskipti, nemendaskipti og ráðgjöf við uppbyggingu náms og rannsókna. Enn hægt að sækja um Eiríkur segir að 12 umsóknir um námið liggi nú þegar fyrir og að flestir umsækjendur komi úr hugvísinda- greinum – íslensku, málvísindum, ensku o.fl. „Margir þeirra hafa þó einnig einhvers konar tölvumenntun að baki eða reynslu á því sviði,“ segir hann. Enn er hægt að sækja um en það er ákvörðun deildarinnar hvort umsækjendur eru teknir inn utan venjulegs umsóknarfrests. Oftast eru slíkar beiðnir samþykktar. Tungutækni til MA-prófs er lýst á bls. 91–92 í kennsluskrá HÍ um meist- ara- og doktorsnám 2002–2003, en auk þess sem þar stendur er líklegt að væntanlegir nemendur geti tekið ein- stök námskeið eða heil misseri við er- lenda háskóla, jafnvel í fjarnámi. Nemendur sem koma úr tungu- málagreinum verða að taka inngangs- námskeið í tölvunarfræði, en nemend- ur með undirstöðunám í tölvunar- fræði taka inngangsnámskeið í málfræði. Stærstur hluti námsins felst þó í nýjum námskeiðum á sviði tungutækni. Meðal þess sem tekið verður fyrir í námskeiðunum er mál- greining (natural language process- ing), talgreining (speech technology), gagnamálfræði (corpus linguistics), vélrænar þýðingar (machine transla- tion), tölvustudd orðabókagerð (computer-assisted lexicography), tölfræðileg málgreining (statistical NLP) o.fl. Unnið að brýnum verkefnum Að auki geta nemendur valið nám- skeið sem þegar eru kennd í ýmsum greinum Háskólans, s.s. í íslenskri málfræði, sálfræði, tölvunarfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði, o.fl. „Í öllu náminu verður lögð áhersla á að nemendur vinni að brýnum verk- efnum á sviði íslenskrar tungutækni,“ segir hann. „Þar er að sjálfsögðu af nógu að taka. Meðal brýnustu verk- efna er að þróa ýmiss konar greining- artækni, s.s. fyrir vélræna orðflokka- greiningu og vélræna setningagrein- ingu.“ Slík forrit nýtast í margvísleg- um verkefnum og eru raunar for- senda fyrir þróun ýmiss konar leið- réttingaforrita, textaleitarforrita, vél- rænna þýðinga o.s.frv. Eiríkur segir upplagt að virkja nemendur í þróun- arvinnu við slíka greiningartækni, og að rannsóknarverkefni nemenda verði unnin í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir sem vinna að tungu- tækniverkefnum. Tungutækni/ Meistaranám í tungutækni hefst við HÍ í haust. Það er einkum ætlað stúdentum sem annaðhvort hafa lokið BS-prófi í tölvunarfræði eða BA-prófi í íslensku eða almennum málvísindum. Tungutækni er þverfaglegt nám Morgunblaðið/Golli Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson kenna tungutækni til MA-prófs við Háskóla Íslands. TENGLAR .............................................. www.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.