Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Umhverfisráðuneytið ákvað í gær aðgerðir til að draga úr veiðiálagi á rjúpnastofn- inn. Með útgáfu reglugerða verður friðaða svæðið á suð- vesturhorni stækkað, veiði- tími rjúpu styttur um 20 daga og aflað verður laga- heimilda til að banna sölu á veiðibráð auk þess sem hert verður á öðrum atriðum varðandi veiðarnar. Að- gerðirnar eiga að standa til ársins 2007 og er vonast til að með þessu dragi úr veið- um um þriðjung. „Við teljum að við höfum ekki nógu sterkar lagaheim- ildir til að koma í veg fyrir sölu á rjúpu,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra á blaðamannafundi í gær. Það væri hæpið að banna sölu á rjúpu eingöngu með reglugerð m.a. vegna atvinnufrelsisákvæða stjórnarskrárinnar og því væri nauðsynlegt að óska eftir lögum frá Alþingi. Ekki væri aðalatriðið að grípa til aðgerða nú þegar, mik- ilvægara væri að aðgerðirnar væru heildstæðar og skiluðu árangri. Stækka verndarsvæði Eina aðgerðin sem kemur til framkvæmda á þessu hausti er stækkun á svæði á suðvestur- horninu sem hefur verið friðað fyr- ir skotveiði síðustu ár. Friðunin mun ná til svæðis sem afmarkast af Esjubrúnum og syðri hluta Þing- vallavatns í norðri og Sogi og Ölf- usá í austri. Skv. upplýsingum frá ráðuneytinu er um að ræða fjór- falda stækkun. Haustið 2003 verð- ur rjúpnaveiðitíminn styttur þann- ig að hann hefjist 25. október og ljúki 12. desember en veiðitímabilið hefur lengi verið frá 15. október til 22. desember. Í vetur mun um- hverfisráðuneytið leggja fyrir Al- þingi frumvarp um að heimilt verði að banna sölu á veiðibráð, auk þess sem hert verði á öðrum atriðum varðandi vopnabúnað, veiði- aðferðir og á banni við notkun vélknúinna farartækja við veið- arnar. „Það hafa komið fram upp- lýsingar sem valda því að við telj- um að það þurfi að grípa til ákveðinna verndaraðgerða,“ sagði Siv. Vísaði hún til skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins frá ágúst sl., þar sem lagt var til að veiðitím- inn yrði takmarkaður við nóv- ember og að sala á rjúpu á almenn- um markaði bönnuð. Í skýrslunni kom m.a. fram að rjúpunni hefði fækkað verulega á undanförnum áratugum og að stofnsveiflur væru við það að þurrkast út. Eins og lög kveða á um voru til- lögur Náttúrufræðistofnunar lagð- ar fyrir ráðgjafanefnd um villt dýr sem skilaði niðurstöðum í síðustu viku. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni um það til hvaða aðgerða ætti að grípa en meirihluti féllst á til- lögu Náttúrufræðistofnunar um að ótímabundið bann yrði sett við sölu á rjúpum. Slíkt bann yrði að orða á hliðstæðan hátt og gert er í lögum varðandi æðaregg, þ.e. að leggja bann við að kaupa rjúpur, selja, gefa eða þiggja að gjöf. Fjórir af sjö nefndarmönnum vildu leggja bannið á strax í haust. Þá lagði meirihluti nefndarinnar til að veiði- tíminn yrði styttur næstu fimm ár- in og bundinn við nóvember. Aðrar aðgerðir vega upp á móti minni styttingu Siv sagði að þrátt fyrir að ráðu- neytið legði ekki til að veiðitíminn yrði aðeins bundinn við nóvember væru tillögur ráðuneytisins jafnvel enn umfangsmeiri en þær sem komu frá nefndinni og Nátt- úrufræðistofnun. Benti hún á að ráðuneytið legði til mikla stækkun á friðuðu svæði auk þess sem gripið yrði til aðgerða varðandi skotvopn og veiðiaðferðir. Margir veiðimenn hefðu borið fram kvartanir yfir veiðimönnum sem nota nota fjöl- skotabyssur og hálfsjálfvirkar byssur sem taka fleiri skot- hylki en leyfilegt er. Þetta yrði gert með varanlegum breytingum á skotvopnunum, skothylkjageymslurnar yrðu „krumpaðar“ en núna er not- aður pinni til að takmarka fjölda skotanna. Siv sagði að talsverð brögð væru að því að skotveiðimenn tækju pinnann úr byssunum til að koma fleiri skotum fyrir og erfitt væri að hafa eftirlit með slíku. Einnig yrðu athugað hvort breyta þyrfti lögum til að koma í veg fyrir notkun fjórhjóla og vél- sleða við rjúpnaveiðar. At- hygli vekur að ráðuneytið mun óska eftir heimild til að banna sölu á allri veiðibráð en ekki eingöngu á rjúpum. Að- spurð sagði Siv að í ráðuneytinu hefði verið talið heppilegt að fá þessa heimild ef til þess kæmi að banna þyrfti sölu á öðrum villtum dýrum. „Í heildina eru þetta mjög víðtækar aðgerðir og ég vonast auðvitað til þess að sátt sé um þær meðal hagsmunaaðila,“ sagði Siv. Ljóst væri að margir þyrftu að taka á sig byrðar til að hægt væri að rétta rjúpnastofninn við, jafnt sportveiðimenn, magnveiðimenn sem bændur. Þá yrðu þetta tals- verð viðbrigði fyrir þá u.þ.b. 50.000 Íslendinga sem hafa rjúpur á borð- um, einkum um jólin. Tekur nokkur ár að virka Kristinn Haukur Skarphéð- insson, formaður ráðgjafanefndar um villt dýr, sagði að tillögur ráðu- neytisins væru vel til þess fallnar að styrkja stöðu rjúpnastofnsins og væru í stórum dráttum í sama anda og ræddar hefðu verið innan nefndarinnar og hjá Náttúrurfræðistofnun. Það væri af- ar jákvætt að taka á því að veiði- menn hefðu ekki of mörg skot í byssum sínum og taldi hann að sú aðgerð gæti vel vegið upp á móti minni styttingu veiðitímans. Menn yrðu að gera sér grein fyrir að það tæki nokkur ár þar til aðgerðirnar virkuðu að fullu. Fyrstu árin yrði eflaust eitthvert svartamark- aðsbrask með rjúpur en reynsla Breta af banni við sölu á gæsum sýndi að slíkt bann virkaði. Að- spurð sagði Siv að eftirlit með sölu- banni myndi einkum beinast að verslunum, veitingastöðum og veisluþjónustum. Mun óska eftir lagaheimild til að banna sölu á rjúpum Umhverfisráðuneytið hefur lagt fram tillögur sem eiga að draga úr veiðiálagi á íslenska rjúpnastofninn Morgunblaðið/Golli TILLAGA fræðslunefndar Hafnar- fjarðar um að samningi bæjarins við Íslensku menntasamtökin um rekst- ur Áslandsskóla verði rift komst ekki á dagskrá bæjarstjórnarfundar í Hafnarfirði sem hófst klukkan 17 í gær. Ákveðið var að boða til auka- fundar um málið í dag klukkan 17.30. Í upphafi fundarins í gær var lögð fram dagskrártillaga frá meirihluta bæjarstjórnar um að fundargerð fræðsluráðs frá í fyrradag yrði tekin á dagskrá fundarins. Til að svo megi verða þarf að samþykkja afbrigði frá fundarsköpum og þarf 2⁄3 hluta at- kvæða til að slík tillaga hljóti sam- þykki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni og náði hún því ekki fram að ganga. Magnús Gunnarsson, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði við upphaf fund- arins að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks myndu ekki greiða því atkvæði að tillaga fræðsluráðs yrði tekin til umræðu og afgreiðslu á fundinum. Segja riftun ekki eiga sér stoð í samningi eða réttarreglum Þá óskuðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bókað: „Á fundi fræðsluráðs [í fyrradag] samþykktu fulltrúar Samfykingar- innar tillögur um fyrirvaralausa rift- un samnings um rekstur Áslands- skóla við Íslensku menntasamtökin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks mótmæla harðlega því gerræði sem felst í sam- þykki tillögu um fyrirvaralausa riftun samnings við Íslensku menntasam- tökin og er þá sérstaklega haft í huga að riftunin á sér ekki nokkra stoð í samningi aðila eða almennum réttar- reglum. Verður að telja að slík vinnu- brögð séu algjörlega óforsvaranleg,“ segir þar. Í bókun sjálfstæðismanna er einnig á það bent að óvíst sé hvernig fram- kvæma eigi tillöguna þar sem Ís- lensku menntasamtökin hafi full yf- irráð yfir skólahúsnæði, skrifstofum og annarri aðstöðu. Það verði að telj- ast afar ólíklegt að dómstólar muni heimila bæjarstjórn að ryðja húsnæði skólans á grundvelli aðfaralaga sem muni leiða til enn frekari ágreinings um málið sem eingöngu muni bitna skólabörnum og foreldrum þeirra. „Er framganga fulltrúa Samfylk- ingarinnar í málinu því fordæmd og munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leita eftir lögmæti þessarar ákvörð- unar,“ segir í bókun sjálfstæðis- manna. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri taldi rétt að upplýsa við upphaf fundarins að eins og öllum ætti að vera kunnugt væru málefni Áslandsskóla með þeim hætti að ekki yrði brugðist við með öðrum hætti en málið yrði tekið fyrir í bæjarstjórn. Að því búnu lagði bæj- arstjóri til að boðað yrði til aukabæj- arstjórnarfundar um málefni Ás- landsskóla í dag kl. 17.30 og að á dagskrá þess fundar yrði tekin fyrir fundargerð fræðsluráðs frá því í fyrradag. Var fundarboði þar að lút- andi dreift á bæjarstjórnarfundinum í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðismanna, las bókun sjálfstæðis- manna á fundinum í gær þar sem m.a. er efast um lögmæti þeirrar ákvörðunar að rifta samningi bæjarins við Íslensku menntasamtökin. D-listi hyggst leita eftir lög- mæti ákvörðunar Tillaga um riftun samnings um rekstur Áslandsskóla komst ekki á dagskrá bæjarstjórnar í gær TÆPLEGA 10 metra löngu barborði úr Þjóðleikhúskjall- aranum, sem fjarlægt var úr húsnæðinu fyrr í þessum mánuði, var skilað á sinn stað í fyrradag í pörtum, ásamt pí- anói sem tekið var. Barinn var orðinn mjög fúinn vegna langvarandi raka svo stæka súrlykt lagði af honum, að sögn fyrrverandi rekstrar- aðila staðarins. Þjóðleikhús- stjóri kærði brottflutning munanna til lögreglu og seg- ist ekki búast við því að kær- an verði dregin til baka þótt mununum hafi verið skilað. Stefán Axel Stefánsson, framkvæmdastjóri Forum ehf., sem rekið hefur Þjóð- leikhúskjallarann, lét fjar- lægja munina og segir ástæð- una þá að barinn hafi þurft að fara í viðgerð. Þjóðleikhússtjóri tek- ur ekkert mark á slíkum útskýring- um og segir ekkert hafa verið að barnum. Hafi svo verið hefði verið eðlilegra að fá viðgerðarmenn á stað- inn. Stefán Axel segir á móti að ekki hafi verið hægt að gera við barinn á staðnum með tilheyrandi vinnu- vélahávaða án þess að trufla leiklist- aræfingar í Þjóðleikhúsinu. Barinn illa útlítandi „Barinn er illa útlítandi og alls ekki í því horfi að hægt verði að setja hann saman. Það er gríðarlegt verk og við höfum ekki látið meta það á þessu stigi. Þetta er allt í skoðun og lögreglan er í málinu auk lögmanna,“ segir Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri. Hann segir að brottnám barsins og píanósins hafi verið korn- ið sem fyllti mælinn í samskiptum Þjóðleikhússins við rekstraraðila Þjóðleikhúskjallarans og bætir við að rekstraraðilarnir hafi ekki staðið við skyldur sínar samkvæmt leigu- samningi og því hafi honum verið rift í byrjun þessa mánaðar. Í fréttatilkynningu frá Forum ehf. kemur fram að setja hafi þurft bar- inn í viðgerð og fjarlægja hann í því skyni. Þegar skila hafi átt honum hafi þjóðleikhússtjóri verið búinn að skipta um skrár í húsinu. Hilmar Ingimundarson, lögmaður Forum, lýsti þeim gerningi á blaðamanna- fundi í gær, sem lögleysu af hálfu þjóðleikhússtjóra. Væri slíkt kallað sjálftaka á lagamáli. Stefán Axel segist sæta þungum ásökunum, sem ekki eigi sér stoðir í raunveruleikanum en segist ekki geta kveðið upp úr með það hvort hann vilji halda áfram með rekstur- inn eða losna við hann, enda búið að leggja í mikinn kostnað á staðnum. Deilur Þjóðleikhúss og Forum ehf. Kærur verða ekki látnar niður falla Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri með hluta barsins sem kominn er aftur. Morgunblaðið/Golli Forsvarsmenn Forum ehf., f.v.: Hilmar Ingimundarson hrl., Ólafur Thor- oddsen lögfræðingur og Stefán Axel Stefánsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.