Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.09.2002, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁTTA íslensk fyrirtæki voru á meðal þeirra 500 framsæknustu í Evrópu samkvæmt vali samtak- anna Europe’s 500. Bakkavör Group var í öðru sæti og Baugur Group í 57. sæti en aldrei hafa fleiri íslensk fyrirtæki verið í þess- um hópi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra af- henti fulltrúum fyrirtækjanna átta í gær viðurkenningu frá ráðuneyt- inu og Samtökum iðnaðarins. Bakkavör er í annað sinn á með- al framsæknustu fyrirtækjanna en Baugur í fyrsta skipti. Opin kerfi eru í 79. sæti í annað skipti á listan- um, Íslensk erfðagreining er í fyrsta skipti í hópnum, í 120. sæti. TölvuMyndir eru í hópnum fjórða árið í röð í 129. sæti. Össur hf. hef- ur einnig verið fjórum sinnum á meðal framsæknustu fyrirtækj- anna og er nú í 183. sæti. Delta hf. er í 385. sæti í annað skipti á listan- um og Teymi í 420. sæti í fyrsta skipti. Samtökunum Europe’s 500 var komið á fót að frumkvæði Evrópu- sambandsins með það að markmiði að efla starf frumkvöðla í Evrópu. Markmiðið er að draga fram reynslu þeirra sem bestum árangri ná til þess að nýta hana til að búa í haginn fyrir frumkvöðla framtíð- arinnar, eins og fram kemur á vef Samtaka iðnaðarins. Starf Europe’s 500 felst í því að finna framsæknustu frumkvöðla- fyrirtæki Evrópu og birta árlega lista yfir 500 vaxtarmestu fyrirtæki Evrópu. Valið er úr fyrirtækjum í 15 Evrópusambandslöndum og Noregi, Íslandi og Liechtenstein á grundvelli vaxtar, eignaraðildar frumkvöðuls, veltuaukningar, fjölgunar starfa, stærðar o.fl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinn Hannesson frá Samtökum iðnaðarins og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ásamt fulltrúum þeirra átta íslensku fyrirtækja sem eru í hópi 500 framsæknustu í Evrópu. Átta íslensk fyrirtæki á meðal 500 fram- sæknustu í Evrópu FISKAFLINN síðastliðinn ágúst- mánuð var 91.554 tonn en var 135.839 tonn í ágústmánuði árið 2001 og nemur samdrátturinn alls 44.285 tonnum. Botnfiskafli var 24.639 tonn samanborið við 33.724 tonn í ágústmánuði 2001, sem er munur upp á tæplega 9.100 tonn. Af þorski veiddust 10.850 tonn en þorskafli var 4.570 tonnum minni nú en í ágústmánuði í fyrra. Karfa- afli varð rúm 5.000 tonn sem er aukning um rúm 2.500 tonn frá fyrra ári. Úthafskarfaafli minnkaði um rúm 6.500 tonn á milli ára því alls veiddust tæplega 1.900 tonn nú en rúm 8.400 tonn í ágústmánuði í fyrra. Af flatfiski bárust 2.484 tonn á land en í ágústmánuði í fyrra veiddust rétt rúm 2.000 tonn. Af veiði einstakra tegunda má nefna að 1.754 tonn veiddust af grá- lúðu, aukning um 478 tonn frá fyrra ári, og 428 tonn af skarkola, sem er aukning um 109 tonn frá fyrra ári. Af kolmunna veiddust 49.810 tonn sem er samdráttur um tæp 41 þús- und tonn samanborið við ágústmán- uð 2001. Alls veiddust tæplega 8.700 tonn af síld og er það 4.800 tonnum meiri afli en í fyrra. Enginn loðnuafli barst á land í nýliðnum ágústmánuði sem einnig var raunin í ágústmánuði ársins 2001. Skel- og krabbadýraafli var 5.879 tonn, þar af var rækjuaflinn 4.572 tonn, kúfiskur 1.251 tonn og humar 38 tonn. Í ágúst 2001 var skel- og krabbadýraaflinn 5.548 tonn og afl- inn því 331 tonni meiri nú en þá. Meiri heildarafli Heildarafli landsmanna á fyrstu átta mánuðum ársins er orðinn 1.752.399 tonn, sem er rúmlega 174.000 tonnum meiri afli en á sama tímabili árið 2001. Heildarafli botn- fisktegunda er orðinn tæplega 309 þúsund tonn og nemur aflaaukning- in 10.637 tonnum. Uppsjávarafli ársins 2002 er orðinn 1.381.529 tonn, flatfiskaflinn 25.161 tonn og skel- og krabbadýraaflinn 36.732 tonn.       # $#  #   !"#$ %" & " %   "&  " ''(  ) %   "&  " ''(  ) * +,,- +,,+ +,,- +,,+ -./01.2 2-0//3 -04/+0.22 -0/410,3/ Minni afli í ágúst AÐALFUNDUR OZ Communications var haldinn í Montreal í Kan- ada í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Á fundin- um var m.a. kosin ný stjórn og samþykkt breyting á kaupréttaráætlun fyrir- tækisins. Í stjórn OZ Communications eru nú Skúli Mogensen, Guðjón Már Guðjónsson, Steinþór Baldursson, Robert Quinn og Lars Lindqvist. Stærstu hluthafar í OZ eru Guðjón Már Guðjónsson, Erics- son og Skúli Mogensen. Úr stjórn hverfa Marc Ferland og Stig-Arne Larsson. Sá síðarnefndi var stjórnarformaður OZ og gekk til liðs við stjórn OZ þegar skrifstofa var opnuð í Sví- þjóð. Þar er nú ekki lengur starfsemi og hefur Larsson því dregið sig í hlé. Hilmar Gunnarsson, markaðs- stjóri OZ, segir í samtali við Morg- unblaðið að aðalfundurinn hafi farið vel fram en fáir hluthafar frá Íslandi hafi gert sér ferð til Kanada til að taka þátt. Samþykkt var að breyta svokallaðri kaupréttaráætlun, þ.e. að fjölga þeim hlutum í fyrirtækinu sem starfsmenn fyrirtækisins geta fengið kauprétt á. Samþykkt var að fjölga þeim úr 18 milljónum í 23 milljónir hluta. Hilmar segir það skoðun OZ að slíkt sé nauðsynlegt til að laða að og halda í gott starfsfólk. Starfsmenn OZ eru nú um 48 í Kanada, Bandaríkjunum og á Ís- landi þar sem starfrækt er þróun- arsetur með 5 starfsmönnum. Ný stjórn kosin á aðalfundi OZ í gær HAGNAÐUR Sam- kaupa hf. nam 131 milljón króna á fyrri hluta ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagn- aður félagsins 2 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins voru tæpir 4,2 milljarðar króna og jukust um 5,2% miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld voru rúmlega 3,9 milljarðar og jukust um 2%. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 226 milljónum króna miðað við 98 milljónir króna í fyrra. Bætt eiginfjárhlutfall Þá nam veltufé frá rekstri 215 milljónum króna nú en 78 millj- ónum í fyrra. Eiginfjárhlutfall var í júnílok 42% og hafði aukist úr 38,5% frá áramótum. Veltu- fjárhlutfall reyndist 1,22 og arð- semi eigin fjár var 34,4% en var 22,6% um áramót. Á árinu 2002 hætti félagið að taka tillit til áhrifa almennra verðlagsbreytinga við gerð reikningsskila sinna. Samkaup rekur 25 verslanir á Vestfjörðum, Norðurlandi, Suð- urnesjum, Akranesi og á höfuð- borgarsvæðinu. Auk þess rekur félagið kostverslun á Akureyri og kjötvinnslu á Suðurnesjum. Bætt afkoma Samkaupa ● TAP af rekstri bandarísku lág- vöruverslunarkeðjunnar Kmart hefur haldið áfram, en keðjan óskaði eftir greiðslustöðvun í byrjun þessa árs. Fram kemur í netútgáfu BBC að tap Kmart á þriggja mánaða tímabilinu frá maí til júlí á þessu ári hafi numið 377 milljónum Bandaríkjadala, jafn- virði um 33 milljörðum íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap- ið um 304 milljónir dala. Haft er eftir stjórnendum fyrirtækisins að áætl- anir um að snúa rekstrinum við, áður en greiðslustöðvuninni lýkur í júlí á næsta ári, séu í raun runnar út í sandinn. Segir í frétt BBC að Kmart hafi ekki tekist að halda í við samkeppn- ina og að forskot Wal-Mart versl- unarkeðjunnar hafi aukist. Þannig hafi vörusala Kmart dregist saman um 11% á tímabilinu en aukist um tæp 4% hjá Wal-Mart. Kmart heldur áfram að tapa ● TAP Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. á tímabilinu 1. maí 2002 til 31. júlí 2002 nam 134 m.kr. en að teknu tilliti til tekjuskattsinneignar nam tapið 111 m.kr. Til samanburðar varð 538 m.kr. tap á tímabilinu 1. maí 2001 til 31. júlí 2001 en 481 m.kr. að teknu tilliti til tekjuskatts- inneignar. Fjármunatekjur námu 30.935.000 kr. á tímabilinu, fjármagnsgjöld voru 154.178.000 kr. og rekstrargjöld 10.528.000 kr. Skuldir og eigið fé sjóðsins er 2,7 milljarðar króna. Eignarhlutir sjóðsins í innlendum félögum eru 61% af heildareignum, skuldabréf og hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum eru 18% og eign- arhlutir í erlendum félögum og hlut- deildarskírteinum 20%. Auðlind tapar 111 milljónum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.