Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 21

Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 21 ÞAÐ er óþarfi að fjalla um flest það sem stjórn STEFs setur fram í yfirlýsingu sinni og tekur í raun mjög lítið á aðalatriði þessa máls, nefnilega úrsögninni úr STEFi, Tónskáldafélaginu og Tónverkamiðstöðinni. Baráttan um Vísur Vatnsenda-Rósu Það er sama sagan sem fyrr, að í um- ræðum er öllu hrært saman, hvort sem það varðar málið beint og óbeint, ýmsu hagrætt, en því sleppt sem skiptir máli. Í svari stjórnar STEFs er að- allega fjallað um lagið Vísur Vatnsenda-Rósu og sé ég ekki betur á þessari skýrslu en að stjórn STEFs sé á lævísan hátt að reyna að gera lítið úr mínum hlut, sem er sérkennileg aðferð við að vernda höfundarrétt minn. Það er jafnvel hægt að lesa úr yfirlýsingu stjórn- ar STEFs, að markmiðið sé að hafa af mér höfundarréttinn á Vís- um Vatnsenda-Rósu, afhenda hann öðrum og kalla til þess verks inn- lenda og erlenda tónfræðinga. Segja má að þarna hafi STEF tek- ið upp nýja stefnu varðandi höf- undarrétt. Úrsögnin úr STEFi, Tónskáldafélaginu og Tónverkamiðstöðinni Það sem ég legg áherslu á er hvers vegna ég sagði mig úr STEFi, Tónskáldafélaginu og Tón- verkamiðstöðinni, en um það atriði er lítið fjallað í þessari greinar- gerð. Ástæðan fyrir því að ég tók málið í mínar hendur er sú, að í nærri tvö ár gerði STEF ekkert til að leysa umrætt mál. Ég hef undir höndum bréf, frá 25. júlí 2000, til hins enska lögfræðings míns, frá þeim erlenda lögfræðingi er fyrst varð til andsvara, þar sem vísað er til bréfs frá 9. september 1998, sem mér var sent og getið er um í greinarstúfi mínum dagsettum 12. sept. og birtist í Morgunblaðinu hinn 14. sept. Þessu bréfi, frá 9. sept., kom ég til STEfs, eða eins og stendur í bréfinu frá 25. júlí; „með þeirri ósk að taka þetta mál til meðferðar, sem ljóst er að STEF gerði ekki“. Seinna í þessu sama bréfi, frá 25. júlí, stendur, og þar er einnig vitnað til bréfsins frá 9. sept. 1998: „Í seinna bréfinu (frá 9. sept., innsk. JÁ), sem NN sendi til skjól- stæðings þíns, er óskað eftir upp- lýsingum um útgefendur eða þá sem um málið eiga að fjalla. Ekk- ert frekara heyrðist frá skjólstæð- ingi þínum og ég sé enga þörf fyrir hann, að óska eftir hjálp þinni, í ljósi þess, að sáttaumleitanir voru þegar hafnar 1998, og í ljósi þeirr- ar staðreyndar, að STEF, ekki minn skjólstæðingur, á sök á þeirri töf og stöðu, sem málið er nú í.“ Það bíður síns tíma að birta þessi bréfaskipti í heild en það er staðreynd, að STEF hafði ekki hreyft þessu máli við þá aðila, sem hér áttu hlut að og höfðu, tveimur árum áður en ég fór af stað, sagt sig fúsa til samninga. Höfundarréttar- deilan Hafi ég gefið ónafngreindum að- ila munnlegt leyfi til að syngja til- greint lag, sem stjórn STEFs not- ar sér til afsökunar, felur það ekki í sér leyfi til að nota það í kvik- mynd og, það sem meira er, að til- greina ekki á svonefndu „Music Cue Sheet“, sem nú hefur form- lega verið breytt og er hluti af samkomulaginu sem undirritað var 28. ágúst 2001. Slíkt fylgiskjal fylgir hverri kvik- mynd, hver sé höf- undur og/eða útsetj- ari lags. Þessu var breytt til bráða- birgða, er ég benti skrifstofustjóra STEFs á fyrirtækið, sem sá um dreif- inguna, en þá hafði myndinni verið dreift til 27 landa, sam- kvæmt skýrslu frá þessu sama dreifing- arfyrirtæki, dagsettri 3. október 2000. Auk þessa var tiltekið lag framselt þriðja aðila, og einnig gefið út á hljómdiskum, án þess að getið væri minnar eignar í lag- inu, hvorki sem höfundar eða í það minnsta útsetjara, þótt mín út- færsla væri notuð nótu fyrir nótu. Þarna er bæði um að ræða brot á heiðursrétti mínum og tilraun til að komast hjá því að greiða svo- nefnd STEF-gjöld, samkvæmt lög- um um höfundarrétt og afnot hug- verka. Sem sagt: Afskiptaleysi STEFs er ástæðan fyrir því að ég tók mál- ið í mínar hendur og lausn þess kenndi mér, að ég stóð einn, og það ætla ég að gera framvegis. Annað var það ekki. Til þess „at hafa þat heldr, er sannara reynist“ legg ég til að þessum atriðum verði bætt inn í greinargerð STEFs, sem birt var í Morgunblaðinu 17. september 2002, svona til sögulegrar geymd- ar og til styrktar við þá sannleiks- elskandi, strangheiðarlegu og dug- andi réttargæslumenn, er sitja í stjórn STEFs. Reykjavík 18. september 2002, Jón Ásgeirsson. Svar til stjórnar STEFs Vegna yfirlýsingar í Morgunblaðinu þriðjudaginn 17. september 2002 Jón Ásgeirsson HAUSTHÁTÍÐ verður í Borg- arleikhúsinu á frá sunnudegi til föstudags þar sem nútímadans og dansleikhús er í brennidepli. Til hátíðarinnar hefur verið boð- ið tveimur fremstu dansflokkum heims, öðrum frá Bandaríkjunum og hinum frá Þýskalandi. Hátíðinni lýkur með sýningu og fyrirlestri um vídeódans föstudaginn 27. sept- ember. Frá Þýskalandi kemur Dans- flokkur Henriette Horn frá Folk- wang Tanzstudio í Essen og verður sýningin á sunnudagskvöld kl. 20.30. Henriette Horn er danshöfundur og dansari sem ásamt Pinu Bausch er listrænn stjórnandi Folkwang Tanzstudio í Essen. Verk Henriettu Horn eru þungamiðja þeirrar vinnu sem fram fer hjá dansflokknum og er hún almennt talin arftaki Pinu Bausch við að þróa áfram nútíma- dansleikhús í Þýskalandi. Verkin sem hér verða flutt eru Auftaucher (Sá sem birtist) og Solo sem Henr- iette Horn dansar ein, m.a. við tón- list Arvos Pärts. Í hópnum eru ell- efu dansarar og kemur hann hingað með stuðningi Goethe Zentrum í Reykjavík, þýska sendi- ráðsins á Íslandi og sambandslands- ins Nordrhein-Westfalen. Frá Bandaríkjunum kemur hinn heimsþekkti dansflokkur Merce Cunningham og mun dansa hér að viðstöddum meistaranum sjálfum þriðjudagskvöld 24. september kl. 20. Merce Cunningham er óum- deildur áhrifavaldur í heimi nú- tímadanslistar, en hann hóf feril sinn sem dansari fyrir rúmum 50 árum. Enginn einn maður er sagð- ur hafa haft jafn afgerandi áhrif á þróun listgreinarinnar og hann. John Cage var einn af stofnendum dansflokksins og fyrsti tónlistar- stjóri hans og áttu þeir Merce Cunningham náið samstarf. Hér mun hópurinn, 16 dansarar, sýna verkin RainForest og Biped. Tónlistin við RainForest er eftir David Tudor, en leikmyndin er eftir Andy Warhol. Það eru Shelley Eshkar og Paul Kaiser sem eru höf- undar leikmyndar Biped, en Gavin Bryars semur tónlistina. Gavin Bryars hefur nú þegið boð um að koma til Íslands og leika sjálfur undir Biped. Hausthátíðinni lýkur svo á föstu- dagskvöldið með sýningu og fyr- irlestri Birgit Hauska um vídeó- dans á Litla sviðinu. Videódans er þekkt fyrirbæri úti í hinum stóra nútímalega heimi. Dansverkið er samið sérstaklega og eingöngu fyr- ir upptöku á myndband. Hin hreyf- anlega upptökuvél getur séð dans- inn frá öllum sjónarhornum og úr hvaða fjarlægð sem er og tekið þannig þátt í dansinum. Birgit Hauska kemur hingað fyrir til- stuðlan Goethe Zentrum í Reykja- vík. Listdans í brennidepli á Hausthátíð í Borgarleikhúsinu Tvö dansleikhús á heimsmælikvarða Úr sýningu Merce Cunningham- dansflokksins, RainForest. ÍSMEDÍA, í samvinnu við Draumasmiðjuna, frumsýnir Ævintýrið um Benedikt búálf og vinkonu hans, Dídí mannabarn, í Loftkast- alanum sunnudaginn 6. október næstkomandi. Leikritið er unnið upp úr fyrstu bókinni af þremur um búálfinn Benedikt, eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, en fjórða bókin kemur út hjá Máli og menn- ingu í haust. Verkið hefst á því að Dídí mannabarn rekur augun í Benedikt, þar sem hann stendur nakinn, en með handklæði um sig miðjan, í einu horninu á herbergi hennar – en búálfar eru aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir. Benedikt er nýkominn úr baði. Örlög búálfa eru með þeim ósköpum að þegar þeir lenda í þeim hremmingum að verða mannabörnum sýnilegir, þá ráða mannabörnin hvað verður um þá. Leikarar í sýningunni eru: Björgvin Franz Gíslason, Selma Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Hinrik Ólafsson, Sveinn Þórir Geirsson, Lára Sveinsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Höfundur leik- gerðarinnar er Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Tónlistina semur Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson við texta Andreu Gylfadóttur. María Ólafsdóttir hannar leikmynd og búninga, Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi og förðun, aðstoðarleikstjóri er Selma Björnsdóttir, sem einnig er dansahöfundur. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Benedikt búálfur í Loftkastalanum Morgunblaðið/Golli Nokkrir leikaranna, sem taka þátt í sýn- ingunni Benedikt búálfi, ásamt leikstjóra. barnafatnaður fyrir stelpur og stráka (2-14 ára) Fæst nú einnig í á Laugavegi Nýju haustvörurnar komnar....... bolir - peysur - pils - buxur - treflar - húfur - sokkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.