Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ í miðri umferð- arviku í Hafnarfirði er við hæfi að staldra við og velta fyrir sér hvað áunnist hefur í umferð- armálum síðustu ár og sömuleiðis velta fyrir sér hvað betur má fara. Dagurinn í dag er helgaður hjólreiðum en síðustu ár hefur þeim fjölgað mjög sem lagt hafa fyrir sig hjólreiðar af einhverri alvöru. Það eru ekki lengur aðeins börn sem fara allra sinna ferða á reiðhjóli heldur hefur fjöldi full- orðinna aukist til muna. En aðstæður til að iðka hjól- reiðar hafa ekki batnað að neinu marki. Vissulega hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verið iðin við að leggja göngu- og hjólreiðastíga innan sinna marka og er það vel þar sem börn eru á ferð og þurfa ekki að hjóla nálægt akandi umferð. En mjög skortir á að stígakerfi sveitar- félaganna verði tengd saman til að greiða leið þeirra sem fara um lengri veg. Hjólreiðamenn sem ætla milli þessara sveitarfélaga þurfa að leggja sig í stórhættu víða á leiðinni og er skömm til þess að vita að bíða þurfi eftir alvarlegu slysi til eitthvað verði að gert. Tel ég brýna þörf á að fulltrúar þessara sveitarfélaga setj- ist niður og komi með tillögu að því hvernig stígakerfin verði sem best tengd og stígar lagðir þar sem þörf er á. Að nokkru leyti má segja að „um- ferðarmenning“ á Íslandi hafi breyst til batnaðar þótt enn sé langt í land með að gott megi heita þegar litið er til fjölda slysa. Þann fjölda má þó alls ekki kenna einvörðungu ökumönn- um um, því víða á landinu eru ægi- legar slysagildrur eins og nýleg hörmuleg dæmi sanna og ber yfirvöldum sam- göngumála að auka fjármagn til að bæta aðstæður á þessum augljósu stöðum. Það á ekki að hika við að fara í aðgerðir sem bjargað gætu mannslífum. Hvert ár missum við allt of marga á altari umferðarslysanna og þá eru ótaldir þeir sem slasast mjög alvarlega en lifa áfram og þá við aðstæður sem ekkert okkar myndi kjósa sér eða sínum nánustu. Í kvöld kl. 20.00 verður haldin minningarathöfn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þar sem minnst verður fórnarlamba um- ferðarslysa. Að henni lokinni fer fram kertafleyting á tjörninni á Víði- staðatúni. Hvet ég alla, jafnt að- standendur sem misst hafa sem og aðra, til að mæta og sýna minningu þessa fólks virðingu. Á reiðhjóli milli sveitarfélaga? Vilborg Gunnarsdóttir Höfundur situr í Skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar. Umferðarvika Brýn þörf er á að fulltrúar sveitarfélag- anna komi með tillögu að því, segir Vilborg Gunnarsdóttir, hvernig stígakerfin verði sem best tengd og stígar lagðir þar sem þörf er á. VIÐ Kópavogsbúar eigum tónlistarskóla sem við erum stolt af og viljum veg hans sem mestan. Stutt er síðan skólinn flutti í ný og glæsileg húsa- kynni, þar sem hann m.a. hefur aðgang að vönduðum tónleikasal. Í skólanum vinnur gott og hæft starfsfólk metnaðarfullt starf. Það er mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hlúi vel að skól- anum og geri honum kleift að koma til móts við þá einstaklinga sem áhuga og vilja hafa til tónlistarnáms. Gildi tónlistarnáms fyrir börn og ung- linga er ótvírætt og það stuðlar að þroska og almennri vellíðan. Aukinni þörf ekki mætt Haustið 2001 skipuðu bæjaryf- irvöld í Kópavogi nefnd um stefnu- mörkun í tónlistarkennslu í Kópa- vogi. Hún skilaði af sér í vor niðurstöðum, m.a. að færa forskóla- kennslu tónlistarskóla út í grunn- skólana og almenna eflingu tónlist- arkennslu í bænum. Nú er nýtt skólaár að hefjast og bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í vor eða sumar til að auka við tónlistarkennslu í bæn- um í vetur. Reyndar hefur Tónlist- arskólinn í Kópavogi ekki fengið aukningu á stöðugildum frá ára- mótum 2000–2001 og á síðustu 10 árum hefur skólinn aðeins getað bætt við sig 30 nemendum og nem- endafjöldinn farið úr 455 í 485. Á sama tíma hefur íbúum bæjarins fjölgað um þriðjung, úr rúmlega 17 þúsund í rösk 24 þúsund. Hlutfall þeirra sem njóta þjónustunnar af íbúafjölda hefur farið úr 2,65% árið 1993 í 2% árið 2001. Þá hafa aðrir tónlistarskólar ekki verið stofnaðir í bænum til að sinna aukinni þörf. Hvernig sem á málin er litið er Kópavogur mikill eftirbátur sam- bærilegra sveitarfé- laga í tónlistar- kennslu. Breytir þá engu hvort Skóla- hljómsveit Kópavogs er tekin með í dæmið, en þar fer einnig fram góð tónlistarkennsla sem líka þarf að efla. Skólagjöld 69.000 Tónlistarskólinn getur ekki fjölgað nemendum í vetur sem þýðir einfaldlega að fjöldi áhugasamra barna og unglinga kemst ekki í tónlistar- nám eins og hugur þeirra stendur til. Langir biðlistar skólans lengjast enn frekar. Jafnframt er skólanum nauðugur einn kostur að hækka skólagjöldin um 15% og verða þau í vetur kr. 69.000 fyrir fullt nám. Til samanburðar má nefna að fullt nám í Tónskóla Sigursveins kostar 58.000 kr. og 43.400 í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Auk þessa eru kennarar Tónlistarskólans á 6% lægri launum en tónlistarkennarar í nágrannasveitarfélögunum út þetta ár, þar sem bæjaryfirvöld frestuðu til áramóta að koma í framkvæmd grein 1.3.6. í kjara- samningi Launanefndar sveitarfé- laga annars vegar og Félags tón- listarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna hins vegar. Samfylkingin lagði til að þessi grein kæmi til framkvæmda núna 1. september en meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna felldi það. Aðgerðir strax Þessi staða er afleit og engan veginn sæmandi næststærsta bæj- arfélagi landsins. Samfylkingin hef- ur gagnrýnt meirihluta Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks fyrir að leggja lítið til menningarstarfs í Kópavogi, og sannast það heldur betur á þeim staðreyndum sem hér blasa við. Það er brýnt að menn taki nú höndum saman og geri ráð- stafanir og áætlanir í anda niður- stöðu nefndarinnar um stefnumörk- un í tónlistarkennslu í bænum. Það þarf að auka þjónustuna verulega strax á næsta ári. Tónlistarskólinn er stór og öflug eining í góðu hús- næði en til þess að styrkja starf- semi hans og auka á hagræði í rekstri þarf hann fleiri nemendur. Fram hefur komið að starfsfólk skólans er tilbúið að fara út í áhugavert tilraunastarf sem leiðir til betri nýtingar fjármagns, bún- aðar og húsnæðis. Í ört stækkandi bæ þarf að færa tónlistarkennslu yngstu barnanna út í hverfin, s.s. með því að koma á samvinnu grunnskólanna og tónlistaskólans, eins og nefndin leggur til. Það hef- ur ýmsa kosti að færa tónlistar- kennsluna sem næst börnunum, það auðveldar þeim og foreldrum þeirra lífið og dregur úr þörfinni fyrir tímafrekan og mengandi akst- ur fram og til baka um bæinn eða höfuðborgarsvæðið. Samfylkingin vill að nú þegar verði með raunhæf- um og metnaðarfullum aðgerðum hafist handa við að leysa þá kreppu sem meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa komið tónlistarkennslu í Kópavogi í. Eflum tónlistarkennslu Hafsteinn Karlsson Kópavogur Því miður hefur ekkert verið gert af hálfu bæj- aryfirvalda í vor eða sumar, segir Hafsteinn Karlsson, til að auka við tónlistarkennslu í bænum í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. ALÞJÓÐLEG vika símenntunar er nú lið- in. Margt var gert hér á landi sem og annars staðar í heiminum til þess að leggja áherslu á það að menntun er ekki aðeins bundin ákveðinni stofnun í ákveðinn tíma heldur dagleg iðja fólks. Í dag lifum við í hring- iðu hins nýja hagkerf- is sem fór af stað með tæknibyltingunni miklu þegar einkatölv- an var kynnt árið 1983. Þá datt engum í hug að á stuttum tíma yrði alger tæknibylting í náms- og starfsumhverfinu og á lífsháttum almennt. En það hefur ekki aðeins orðið tæknibylting heldur einnig bylting á viðhorfum fólks til dag- legra lifnaðarhátta. Þessar snöggu breytingar hafa haft það í för með sér að skilin á milli náms og starfs eru ekki eins skörp og áður var og skólar hafa þurft að tileinka sér há- tækni á öllum sviðum til þess að námið verði skilvirkt. Ýmsar starfstéttir hafa þurft á endur- menntun að halda til þess að halda í við örar tæknibreytingar. Ein- hverjar starfstéttir hafa lagst af og aðrar nýjar orðið til.Ýmsir vilja halda því fram að sú kynslóð sem er að fara á vinnumarkaðinn í dag skipti um starfs- svið á fimm til sjö ára fresti á starfsævinni og því heyri það sög- unni til að ung mann- eskja mennti sig til framtíðarstarfs. Sömu spámenn sjá einnig fyrir sér að starfsheiti verði brátt úrelt og í stað komi komi skilgreiningar á starfssviðum og hæfniskröfum starfssviða. Það komi sem sagt að því að ekki verði lengur spurt um próf og prófgráður heldur hæfni og kunnáttu sem fólk hefur aflað sér við nám og störf yfir lengri tíma. Menntastofnanir og fyrirtæki á starfsvettvangi muni fyrr eða síðar þurfa að koma sér upp stöðlum sem byggjast á því að nám sé starf og starf sé nám, órofið ferli sem taki alla starfævina. Lengi vel höfum við haft það fyr- ir satt að skóli sé íhaldssöm stofnun og kenni aðallega, það sem var og kannski er, en ekki það sem verður. Starfsumhverfið í dag krefst þess að menntun sé framsýn, frumleg og ögrandi. En skóli er skóli og þarf ætíð að miðla íhaldssamri grunn- þekkingu svo eitthvað sé þar fyrir til þess að byggja nýjungar á og að sá er nemur hafi forsendur til þess öðlast skilning á nýjungunum. Okkur sem vinnum að náms- og starfsráðgjöf í síbreytilegri veröld er talsverður vandi á höndum. Sú tækni og tæki og kenningar sem við höfum unnið með miðast við náms-og umhverfi náms og starfs sem var í hægfara þróun.Tækni- byltingin hefur gert okkur þann grikk að margt það í vinnubrögðum okkar sem fyrir örskömmu var réttmætt og áreiðanlegt þarf nú endurskoðunar við. Samband manns og náms eða manns og starfs, sem sálfræði starfs og náms og vinnusálfræðin hafa verið að rannsaka, útskýra og koma kenn- ingalegum böndum á, verður sífellt flóknara viðfangs og stærri partur þess sambands er óútskýrður í dag sem fyrir 10 árum eða jafnvel 5. Ýmsir mætir gagnrýnendur hafa bent á að þessar fræðigreinar hafi í of langan tíma beint kröftum sínum að því að skoða og spá fyrir um ánægju í námi og starfi en síður að aðlögun að breytingum og að út- færa hæfniskröfur vinnumarkaðs hins nýja hagkerfis. Þessar fræði- greinar standa nú í því að leita að þeim þáttum sem skýra það sem á vantar og að endurskilgreina og flokka vinnuumhverfið. En það kann að vera að allt þetta verði úr- elt um leið og blekið þornar á skýrslunum. Í dag eigum við t.d. í erfiðleikum með að skilgreina þá hæfni sem hið nýja hagkerfi gerir kröfur til af starfsmönnum sínum. En, ef grannt er skoðað, þá er sú hæfni sem starfsumhverfi nýrrar aldar mun krefjast hvað frekast líklega hæfnin til að aðlagast síbreytileg- um starfsháttum og nýjum lífshátt- um um leið. Þetta þýðir einfaldlega að eftirspurn eftir ákveðnum per- sónuleikagerðum verður fyrirferð- armeiri en var og er jafnvel í dag. Lengi vel var það talið að nám og störf sem þjálfuðu aðgreinandi rök- hugsun myndu falla að störfum sem nýja hagkerfið byði uppá en í dag hallast margir að því að svo sé ekki raunin. Nýja hagkerfið þurfi fyrst og fremst á tveimur ólíkum persónuleikagerðum að halda, sem hafa yfir að búa ólíkum hæfileikum og sjá heiminn frá mismunandi sjónarhornum. Í fyrst lagi er það sá sem er listnæmur og frumlegur og jafnframt uppfinningasamur og hugmyndaríkur. Sá er eygir mögu- leika á nýjungum með því að velta fyrir sér því venjulega. Þetta er sá sem kemur með byltingakenndar nýjungar þaðan sem þeirra var ekki að vænta. Í öðru lagi er það persónugerð sem sér hvað fólk vill og getur með lagni skapað nýja tísku og þarfir. Þessi persónugerð er einnig list- næm en beitir innsæi að fólki en ekki að hlutum eða hugmyndum. Þetta er sá sem skapar markaðinn. Þessir eiginleikar koma sennilega til með að halda nýja hagkerfinu gangandi. Áherslur í námi allt frá byrjun grunnskóla munu gjörbreytast á næstu árum ef fram fer sem horfir. En svo er að því að hyggja hversu öruggt nýja hagkerfið eins og við þekkjum það er og hvort við eigum að setja alla okkar krafta í að rann- saka það og skilja og nota sem framtíðarsýn. Þau loforð sem nýja hagkerfið kom með, s.s. ekkert at- vinnuleysi, engin verðbólga hafa ekki gengið eftir. Hátæknin er ekki það afl á fjármálamarkaðnum sem vonast var eftir og virðist ekki skila okkur þeirri velsæld sem margir bjuggust við. Kannski er þá enn um sinn skynsamlegt að fara sér hægt í því að bylta menntakerfi og þeim vinnubrögðum sem notuð eru í náms- og starfsráðgjöf. En samt að vera við öllu búin. Nám, starf og símenntun á nýrri öld í nýju hagkerfi Sölvína Konráðs Höfundur er með doktorsgráðu í ráðgefandi sálfræði og er félagi í FNS. Menntun Nýja hagkerfið þarf á tveimur ólíkum per- sónuleikagerðum að halda, segir Sölvína Konráðs, sem hafa yfir að búa ólíkum hæfi- leikum og sjá heiminn frá mismunandi sjónarhornum. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.