Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÉG HLUSTAÐI í síðustu viku á
Hallgrím Thorsteinsson á útvarpi
Sögu. Einu sinni sem oftar, enda
Halli frábær fjölmiðlamaður og
spyrjandi. Ég kom inn í umræðuna í
bílnum, og var því ekki alveg með á
hreinu við hverja hann var að tala.
Hins vegar var á hreinu að hann var
að tala um hugsanlega árás Banda-
ríkjanna á Írak. Engan langar til að
sjá slíka árás verða að raunveru-
leika. Hins vegar greinir menn á um
hvort hún sé nauðsynleg eða ekki.
Vilja menn bíða og sjá hvað gerist,
þegar Saddam Hussein er búinn að
verða sér úti um kjarnorku-
sprengju? Það er spurningin sem
þjóðir heims verða að taka afstöðu til
á næstu vikum. Einn af viðmælend-
um Halla var með þetta nokkuð á
hreinu. Hann taldi George W. Bush,
forseta Bandaríkjanna, vera meiri
ógnun við heimsfriðinn en Saddam
Hussein.
Hann sagði einnig að Saddam
væri enginn froðufellandi islamisti.
Þvert á móti væri ríkisstjórn hans
borgaralegs eðlis, og Bath, flokkur
hans, stjórnaði af föðurlegum mynd-
ugleika. Þetta fannst mér stórkost-
legt framlag í umræðuna, og óska
höfundi til hamingju með þessa skil-
greiningu. Ýmislegt hefur verið sagt
um Saddam Hussein, en ég minnist
þess ekki að hafa heyrt áður um föð-
urlega stjónarhætti hans. En maður
er jú alltaf að læra eitthvað nýtt.
ÓLI TYNES,
fréttamaður.
Faðir vor
Frá Óla Tynes:
FYFIR nokkru skrifaði ég pistil
hér í blaðið. Þar minntist ég á
skrif manns nokkurs er ég sagði
vera formann KFUM og K. Þetta
er ekki rétt, maður þessi er vara-
formaður nefnds félags og leiðrétt-
ist þetta hér með og beðist er af-
sökunar á mistökunum. Ekki vil ég
skreyta menn með titlum sem
þeim ber ekki og því síður hafa af
mönnum það sem þeirra er með
réttu.
Ég má til með að bæta hér við
nokkrum línum. Það hringdi í mig
maður, sagði ekki til nafns þó að
gengið væri eftir því, alveg bál-
reiður. Húðskammaðist góða stund
og spurði svo í lokin hvernig í
ósköpunum mér dytti í hug að
„ráðast svona á gyðinga“? Þetta er
þjóðin sem gaf okkur Krist. Ég
svaraði hægt og rólega: „Og hvað
gerði þjóðin við hann?“ Svo lagði
ég á.
GUÐJÓN V.
GUÐMUNDSSON,
eftirlaunaþegi,
Helgalandi 5, Mosfellsbæ.
Mistök leiðrétt
Frá Guðjóni V. Guðmundssyni:
FRAMTÍÐ ferjusiglinga hefur
verið nokkuð til umræðu að und-
anförnu. Í Vestmannaeyjum ríkir
reiði meðal almennings vegna
ófremdarástands í samgöngu-
málum, enda hefur samgöngum
þar hrakað undanfarin ár. Það sést
svart á hvítu á því að meira en
helmingur kjósenda hefur nú und-
irritað áskorun til ríkisstjórnarinn-
ar um að halda a.m.k. tveimur
ferðum Herjólfs á dag yfir vetr-
artímann og hvetja til þess að fá
hraðskreiða ferju sem fyrst milli
Eyja og Þorlákshafnar. Það hefur
sem sé komið í ljós þegar að er
gáð að hægt er að fá hingað ferju
sem siglir á 1 klst. milli lands og
Eyja í stað tæpl. 3 klst. eins og
Herjólfur gerir, og þarf ekki að
hafa mörg orð um hvílík sam-
göngubót það yrði. Undirskrifta-
listarnir verða afhentir næstkom-
andi föstudag á borgarafundi í
Eyjum.
Í hinni merku Byggðaáætlun
ríkisstjórnarinnar fyrir 2002–2005
sem samþykkt var á þingi í vor
segir m.a.:
„Í Vestmannaeyjum hefur
byggðin átt í vök að verjast und-
anfarin ár og fólki fækkað. Vest-
mannaeyjar hafa mikla sérstöðu
hér á landi vegna legu sinnar, mik-
ilvægis sjávarútvegs, sérstakrar
náttúru og sögu, og eyjasamfélags-
ins. Leita þarf allra leiða til að
bæta samgöngur milli lands og
Eyja. Greiðar samgöngur eru for-
senda þess að hægt sé að auka
fjölbreytni í atvinnulífi og treysta
byggðina“
Eyjamenn taka heilshugar undir
þessi orð og spyrja jafnframt
hvort það sé til of mikils mælst að
menn séu sjálfum sér samkvæmir
og láti nú verkin tala?
KRISTJÁN BJARNASON,
Dverghömrum 37,
Vestmannaeyjum.
Ófremdar-
ástand í sam-
göngumálum
Frá Kristjáni Bjarnasyni: