Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 42

Morgunblaðið - 18.09.2002, Side 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss, Selfoss og Ludvig Andersen koma og fara í dag. Tensho Maru, Skjold og Mánafoss koma í dag. Víðir og Lagarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hopen kom og fór í gær. Hrafn kom í gær, Polar Princess kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Flóamarkaður, fataúthlutun og fatamót- taka opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14– 17, s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa – postu- línsmálning. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Sviðaveisla verður 11. október. Hjördís Geirs skemmtir. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing, kór eldri borgara í Damos. Laug- ard: kl. 10–12 bókband. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtu- dag á Korpúlfsstöðum kl. 10 og annan hvern fimmtudag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðju- dagar: Kl. 9.45 og föstu- dagar kl. 9.30 vatns- leikfimi í Grafarvogslaug, byrjar þriðjudaginn 1. október. Síðasta mið- vikudag í hverjum mán- uði eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir í fund- arsal Miðgarðs við Langarima 21. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leik- fimi, kl.14.30–15 banka- þjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9 bókband og að- stoð við böðun, kl. 13 leik- fimi, kl. 14 sagan. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Almennur félagsfundur verður í félagsheimilinu Gullsmára, laugard. 21. september kl. 14. Bene- dikt Davíðsson, form. LEB, ræðir kjaramál og samskipti við stjórnvöld. Starfsemi og stefnumál félagsins verða einnig á dagskrá. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Félagsstarfið, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Leirnámskeið byrjar 23. sept. og snyrti- námskeið 30. sept. Miðvikud.: kl. 9.30 stól- leikfimi, kl. 10.15 og kl. 11.10 leikfimi. Fimmtud. kl. 13 leikfimi karla. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Myndlist kl. 10–14, línudans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Bilj- ardstofan opin virka daga frá kl. 13.30 til 16, skráning í Hraunseli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla fellur niður. Fimmtud.: Aðal- fundur Bridsfélags FEB kl. 13, spilað á eftir. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Fyrirhugað er að halda námskeið í fram- sögn ef næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Uppl. á skrifstofu FEB. Haustlitaferð að Þing- völlum 28. september. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mósaík, gifs og ísl. steinar, postu- línsmálun, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar. Sviðaveisla verður föstud. 20. sept. kl. 12, Árni Tryggvason leikari verður með gamanmál og Karl Jónatansson spilar á harmonikku. Vinsam- legast kaupið miða í síð- asta lagi í dag. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leik- fimi, kl. 13 félagsvist, kl. 15.15 söngur, Guðrún Lilja leikur undir á gítar, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 17 bobb. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn,vist og brids. Kl. 13.30 kóræfing hjá Gerðubergskórnum. All- ar upplýsingar á staðn- um og í s. 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stóla- leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 keramikmálun. Í til- efni af áttatíu ára afmæli sínu opnaði Guðrún Jó- hannesdóttir myndlist- arsýningu í félagsheim- ilinu Gullsmára, Gullsmára 13 í sept- ember. Sýningin er opin þegar félagsheimilið er opið, frá kl. 9–17 virka daga. Allir velkomnir. Heitt á könnunni og heimabakað meðlæti. Laus pláss í leikfimi, postulínsmálun og ensku. Lyfja hf. verður með fræðslu um notkun lyfja í Gullsmára föstudaginn 20. sept kl. 14.45. Kaffi- veitingar. Félag eldri borgara Suð- urnesjum. Selið, Vall- arbraut 4, Njarðvík, kl. 14 félagsvist alla mið- vikudaga. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 13 bridge, búta- saumur, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 og kl 10 jóga, kl. 9 böðun og föndur, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi-verðlaun. Mósaíknámskeið hefst þriðjud. 1. okt. kl. 13–17, kynningartími verður 24. sept. frá kl. 13, leiðbein- andi Áslaug Benedikts- dóttir. Uppl. hjá Birnu s. 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulíns- málun og myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Haustlitaferð verður miðvikudaginn 25. sept. kl. 10. Steina- og íþróttasafnið á Akranesi skoðað, Byggðasafnið op- ið. Léttur hádegisverður í Hreðavatnsskála, súpa, brauð og kaffi. Ekið að Paradísarlundi og foss- inn Glanni skoðaður. Komið við í Borgarnesi á heimleið. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Far- miðar óskast sóttir fyrir mánudaginn 23. sept. Jóganámskeið hefst mánudaginn 23. sept- ember kl. 10.30–11.30, einnig verður kennt á miðvikudögum 10.30– 11.30, skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband, búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Kl. 19.30 fé- lagsvist. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. ITC Korpa Mosfellsbæ. Fundur í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Lága- fellssóknar, Þerholti 3. Í dag er miðvikudagur 18. sept- ember, 261. dagur ársins 2002. Imbrudagar. Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jóh. 7, 38.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 flæðarmál, 8 slitið, 9 svarar, 10 hestur, 11 sjúga, 13 týna, 15 priks, 18 hótar, 21 tangi, 22 ákæra, 23 krók, 24 flakk- ari. LÓÐRÉTT: 2 eins, 3 hreinsa, 4 klett- ur, 5 leggja í rúst, 6 vað á vatnsfalli, 7 tengja sam- an, 12 ganghljóð, 14 að- ferð, 15 poka, 16 stétt, 17 kjaftæði, 18 login, 19 tappa, 20 suð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þjark, 4 hægur, 7 áflog, 8 rykug, 9 góð, 11 lært, 13 assa, 14 ásátt, 15 sjal, 17 arma, 20 ótt, 22 jagar, 23 aukið, 24 lúnar, 25 annan. Lóðrétt: 1 þjáll, 2 aflar, 3 kugg, 4 hörð, 5 gikks, 6 regla, 10 ófátt, 12 tál, 13 ata, 15 skjól, 16 angan, 18 ríkan, 19 arðan, 20 órór, 21 taða. Frábær krossgáta ÉG TEK undir orð Bar- böru og Ólafs í Velvakanda sl. laugardag. Þessi kross- gáta er alveg frábær. Á mínu heimili (sem er á Vestfjörðum) er beðið með eftirvæntingu eftir sunnu- dagsblaðinu. Til okkar kemur blaðið seinnipartinn á sunnudög- um, stundum er ekki flogið og þá hefur komið fyrir að kunningjar á höfuðborgar- svæðinu hafi sent krossgát- una í tölvupósti, annars er dagurinn bara ónýtur, mað- ur ánetjast þessu, þetta er með því besta sem hægt er að ánetjast. Ég geymi alltaf úrklippu úr Morgunblaðinu, þar sem krossgátukonan Ásdís Bergþórsdóttir gefur les- endum nokkur góð ráð. Þar segir m.a. að gefa þurfi sér tíma og leggja höfuðið í bleyti og það er alveg rétt, það liggur stundum við að rjúki úr höfðinu á manni. Sagt er að það sé mjög gott að stunda svona hugarleik- fimi. Kærar þakkir, Ásdís. Guðný. Tapað/fundið Húslykill í óskilum ASSA-húslykill fannst við Bleikjukvísl í Reykjavík. Upplýsingar í síma 862 4282. Telpnasandalar í óskilum LITLIR telpnasandalar fundust við Blómaval. Upp- lýsingar í síma 692 3515. Einnota myndavél týndist EINNOTA myndavél, merkt Hilary, týndist lík- lega á Akureyri eða á leið- inni til Reykjavíkur dagana 9.–16. ágúst. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 587 4990. Dýrahald Kettlingur í óskilum KETTLINGUR, u.þ.b. 3ja mánaða, fannst í Seiðakvísl fyrir nokkrum dögum. Þetta er ómerkt læða að mestu hvít á litinn. Eigandi kettlingsins hafi samband í síma 581 1517 eða 895 1517. Simbi er týndur SIMBI er appelsínugulur högni, loðinn með brún augu. Hans er ákaflega saknað og það er orðið langt síðan hann týndist svo hann gæti verið hvar sem er. Ef einhver hefur séð hann síðustu mánuði eða veit hvar hann er vin- samlega hringið í síma 565- 6519 eða 847-6671. Allar upplýsingar vel þegnar. Fundarlaun. Týnd kisa á Ísafirði ÞESSI kisa er í Tungu- skógi við Ísafjörð. Hún er brúnbröndótt og mjög gæf en saknar eigenda sinna. Það er möguleiki að tjaldbúar eða ferðalangar hafi týnd henni. Upplýsing- ar gefur Ruth í Gamla bak- aríinu í síma 456 3226 og hs. 456 3228. Kanína í óskilum HVÍT kanína fannst í Álf- heimum sl. laugardags- kvöld. Ef einhver saknar hennar hringið í síma 553 9264. Hvít kanína í óskilum HVÍT kanína með brún eyru og snoppu fannst í Grafarvogskirkjugarði. Upplýsingar í síma 567 6269. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... OFT dáist Víkverji að þeim semhjóla um landið. Hvort sem það eru landar eða útlendingar þykir honum þeir sýna mikla þrautseigju með því að hjóla milli landshluta hvernig sem viðrar. Víkverji er mjög hlynntur hjólreiðum en afrek hans á því sviði eru aðeins unnin í logni og helst sólskini, standa ekki lengur en hálftíma og þá helst með kaffistoppi og ná ekki út fyrir hverfið. Það má nefnilega ekki vera of langt tilbaka. x x x HAFIÐ er þó nokkuð mergjuðbíómynd að mati Víkverja. Hann er ekki mikill bíósjúklingur en þau undur og stórmerki gerðust um síðustu helgi að hann átti kost á að sjá þessa nýju mynd. Reyndar sá hann líka nýverið myndina Maður eins og ég og hlýtur að fara að spyrja sig hvort þessi mikla bíósókn sé merki um að hann sé að veikjast af bíósýkinni. En hvað um það. Víkverji getur mælt með því að menn geri sér ferð til að sjá Hafið. Þetta er átakasaga fjölskyldu sem virðist engin venju- leg fjölskylda. Þarna er hrúgað inn öllum þeim uppákomum, erfiðleik- um, deilum og samskiptavandræð- um sem nokkur getur ímyndað sér. Kannski leggst þetta svona í ein- stakar fjölskyldur. Fyrir utan magn- aða sögu er leikurinn góður og öll gerð myndarinnar vönduð að mati Víkverja. Þá eru ekki síður í mynd- inni góðir sprettir með kímni sem er hreint óborganleg og nauðsynleg í mynd sem þessari. Það er sem sagt alveg þess virði að sjá Hafið. x x x NOTKUN á plasti er fyrirferðar-mikil í daglegu lífi. Plast er al- gengast umbúða um matvæli og þeg- ar við verslum er allt borið heim í plastpokum, burðarpokunum, sem við kaupum á 10 eða 15 krónur. Þeir fara síðan fljótlega í ruslið. Þannig er þetta að minnsta kosti hjá Vík- verja. Hann kaupir inn og skellir öllu í plastpoka sem safnast upp í poka- skúffunni, þokast þaðan í rusla- grindina og síðan út í tunnu. Víkverji verður að viðurkenna að þetta veld- ur honum stundum heilabrotum. Finnst honum það nokkur sóun að kaupa poka nánast til þess eins að henda þeim. Dáist hann mjög að öldruðum sem koma í búðina með innkaupatuðru eða körfu og spara sér kaup á ruslapokum. Lítur Vík- verji á þetta sem góða fyrirmynd sem hann hefur þó ekki getað tekið upp. Samt sem áður myndi þetta spara talsverðan pening. Segjum 10 krónur á dag að meðaltali. Ekki er reyndar farið í búðina á hverjum degi en stundum er nauðsynlegt að taka nokkra poka. En poki á dag þýðir að minnsta kosti 3.650 krónur á ári og kannski eru útgjöldin ennþá meiri. Líklega væri rétt að telja þetta saman yfir árið. Líklega þarf Víkverji að taka ákveðinni hugarfarsbreytingu. Hann á nóg af tuðrum og töskum og ílátum til að fara með í búðina og bera heim dótið. Og ruslapokamálið hlýtur að mega leysa með öðrum hætti, kaupum á ódýrari pokum en 10 til 15 krónur stykkið. En meðan hinn síungi Víkverji tekur ekki gamla fólkið sér til fyrirmyndar í þessum efnum getur hann huggað sig við það að pokagjaldið er ekki bara kostnaður. Hluti gjaldsins fer í pokasjóð eða aðra sjóði sem renna síðan til þjóðþrifamála. Líklega heldur Víkverji þá bara áfram að kaupa burðarpokana með glöðu geði. ÞAÐ er ekki oft sem mað- ur sér ástæðu til þess að skrifa í blöðin með það í huga að lýsa yfir ánægju með sjónvarpsdagskrána. Nú í nokkrar vikur hef- ur sjónvarpið slegið í gegn hjá mér og ég læt aðrar stöðvar eiga sig. Nú eru sérstaklega spennandi þættir eftir 10-fréttir á kvöldin, öll mánudags-, þriðjudags- og mið- vikudagskvöld og á fimmtudagskvöldum verð- ur hin stórskemmtilega þáttaröð Stóri vinning- urinn. Einnig verða góðir grínþættir á dagskrá í vet- ur og aðaltrompið, Leið- arljós, er komið aftur á dagskrá og svona mætti lengi telja. Vil ég óska Ríkissjón- varpinu til hamingju og þakka fyrir frábæra dag- skrá undanfarið og vona að þeir haldi áfram á sömu braut. Ánægður áhorfandi. Sjónvarpsdagskráin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.