Morgunblaðið - 18.09.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 43
DAGBÓK
Milljónaútdráttur
Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að
hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
9. flokkur, 17. september 2002
Kr. 1.000.000,-
1522B
4592G
18985G
28027B
30352B
34886F
37703B
38986F
42117E
59663B
BRIDSSKÓLINN
Leitin að fjórða manninum...
Námskeiðin hefjast 23. og 25. sept.
Byrjendur: Hefst 25. september og stendur
yfir í 10 miðvikudagskvöld,
þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23.
Framhald: Hefst 23. september og stendur yfir
í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir
í senn, frá kl. 20-23.
Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247
milli kl. 13 og 18 daglega.
ATH. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði.
„ÞEGAR fjórir af bestu
spilurum landsins finna
ekki rétta varnarleikinn
má kannski draga þá
ályktun að þrautin sé
þung.“ Svo segir Barry
Rigal um vanda vesturs
hér að neðan:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ G65
♥ K109654
♦ 103
♣G2
Vestur
♠ KD1073
♥ DG32
♦ 4
♣K53
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði Pass 4 spaðar 5 tíglar
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Þú kemur út með spaða-
kóng og átt slaginn. Hvað
viltu gera í öðrum slag?
(Spaði makkers í fyrsta
slag hefur enga sérstaka
merkingu, segir Rigal og
bætir við: „Kannski ætti
hann að segja einhverja
sögu, en hann gerir það
ekki.“ Og hananú.)
Spilið kom upp í Grand
National sveitakeppninni í
Bandaríkjunum fyrir
stuttu, þar sem spilað var
á fjórum borðum. Einn
vesturspilarinn hélt áfram
með spaðann, annar skipti
yfir í tromp og hinn þriðji
spilaði hjartadrottningu. Á
fjórða borðinu yfirtók
austur með ás til að spila
laufi…
Norður
♠ G65
♥ K109654
♦ 103
♣G2
Vestur Austur
♠ KD1073 ♠ Á842
♥ DG32 ♥ --
♦ 4 ♦ G62
♣K53 ♣D108764
Suður
♠ 9
♥ Á87
♦ ÁKD9875
♣Á9
Ekkert dugði. Lítið
hjarta í öðrum slag er eina
vörnin sem virkar. Þar
sem austur yfirtók til að
spila laufi, drap sagnhafi,
tók trompin og gaf slag á
lauf. Þvingaði síðan vestur
í hálitunum!
Er vonlaust að finna
litla hjartað í slag númer
tvö? Vissulega er það erf-
itt, en tvennt gæti hjápað:
Spaðaáttan ÆTTI að vera
hliðarkall og doblið á fimm
tíglum er líka leiðbeinandi.
Stökk beint í fjóra sýnir
lítil varnarspil og því er
ekki fráleitt að dobl aust-
urs sé byggt á stung-
umöguleika.
Fannstu vörnina?
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6.
Bd3 Rf6 7. f4 Bb4 8. O-O
Bc5 9. Rce2 Rc6 10. c3 d6
11. Kh1 Bd7 12. De1 h5 13.
b4 Ba7 14. Be3 h4 15. h3 d5
16. e5 Re4 17. Hc1 Rxd4
18. cxd4 Dd8 19. Bxe4 dxe4
20. Rc3 Bc6 21. f5
De7 22. fxe6 fxe6
23. De2 Dxb4
Staðan kom upp í
opna meistaramóti
Hamborgar 2002.
Zigurds Lanka,
sem m.a. hefur
þjálfað Alexey Shi-
rov og Viktor Bo-
logan, hafði hvítt
gegn þýska stór-
meistaranum
Matthias Wahls.
24. d5! Bxe3 25.
Dxe3 exd5 26. Dg5
De7 27. Dg6+ Kd8
28. Rxd5! Glæsileg manns-
fórn sem setur svarta
kónginn í herkví á mið-
borðinu. 28...Bxd5 29.
Hfd1 Dxe5 30. Df7 Hh5 31.
Hc5! og svartur gafst upp.
Lokastaðan er kostuleg og
sýnir glöggt hversu mikil-
vægt er að hafa gott skjól
fyrir kónginn sinn! 5. skák
Hreyfilseinvígisins hefst
kl. 14.00 í dag í Þjóðarbók-
hlöðunni.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
VONIN
Hvað er líf og hvað er heimur?
Klæddur þoku drauma-geimur,
þar sem ótal leiftur ljóma,
er lifna, deyja’ og blika’ um skeið.
Hvað er frægð og hreysti manna?
Hvað er snilli spekinganna?
Það er af vindi vakin alda,
er verður til og deyr um leið.
Allt, sem lifir, lifa girnir;
lífið heli móti spyrnir.
Þegar lífsins löngun hverfur,
lífið er eðli sínu fjær.
Hetjan, sem vill heldur deyja,
en harðstjórans und vald sig beygja,
lífi sínu’ ei lifað getur
lengur, en meðan sigrað fær.
Kristján Jónsson
80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 18.
september, er áttræður Jón
Gíslason, Innri-Skelja-
brekku í Borgarfirði. Jón
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
75 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 18.
september, er 75 ára Ari F.
Guðmundsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri starfs-
mannasviðs Landsbanka Ís-
lands hf. Eiginkona hans er
Katla Ólafsdóttir.
BRÚÐKAUP. Hinn 17.
ágúst sl. voru gefin saman í
kirkju óháða safnaðarins af
séra Pétri Þorsteinssyni
Halldóra Þorgeirsdóttir og
Anders Bo Pedersen. Hall-
dóra og Anders eru búsett
og við nám í Minneapolis í
Bandaríkjunum.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. júlí sl. í Búða-
kirkju á Snæfellsnesi af sr.
Guðjóni Skarphéðinssyni
þau Svanhildur Eiríksdóttir
og Kristján Jóhannsson.
Þau eru búsett í Njarðvík.
Bústaðakirkja. Foreldramorgnar hefjast á
morgun, fimmtudag, kl. 10-12.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 520 9700. 9–10
ára starf kl. 16–17.20 og 11–12 ára starf
kl. 17.30–18.50 í safnaðarheimilinu.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 17–18.30 ævintýra-
klúbbur fyrir 7–9 ára börn með fjölbreyttri
dagskrá. Þátttaka er börnunum að kostn-
aðarlausu. Umsjón: Sólveig Halla Krist-
jánsdóttir og Guðrún Halla Harðardóttir.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir
og Jóhanna Kristín Steinsdóttir leiða starf-
ið. TTT-fundur (10–12 ára) kl. 16.15. Andri
Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða
starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, fram-
kvæmdastjóra safnaðarins, og Bjarna
Karlssyni sóknarpresti. Unglingakvöld
Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (8.
bekkur). (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdótt-
ir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30.
Sögur, leikir, föndur og fleira. Skráning í
síma 511 1560. Fyrirbænamessa kl. 18.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Hádegistíð kl. 12.
Tíðagjörð þar sem textar Biblíunnar eru
sungnir og íhugaðir í bæn og lofgjörð til
drottins. Helstu þættir þessa helgihalds
kynntir og æfðir í upphafi stundarinnar,
sem tekur u.þ.b. 20 mínútur. Verið hjart-
anlega velkomin.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30.
Digraneskirkja. Unglingastarf KFUM-
&KFUK kl. 20–22.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi
kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju-
krakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl.
17.30–18.30. KFUM fyrir drengi 9–12 ára
í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT
fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl.
18.30–19.30. Æskulýðsfélag fyrir ung-
linga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12-spora
námskeið kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund-
ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl.
10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á
könnunni og djús fyrir börnin. Öll foreldri
velkomin með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Opið hús eldri borgara í
dag kl. 13. Spil, spjall, kaffiveitingar og
fleira.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Sr. Þorvaldur
Víðisson. Kl. 20 opið hús fyrir unglinga í
Æskulýðsfélagi Landakirkju/KFUM&K í
KFUM&K-húsinu við Vestmannabraut.
Njarðvíkurkirkja. Foreldramorgunn í Safn-
aðarheimilinu í dag kl. 10.30 í umsjá Kötlu
Ólafsdóttur og Petrínu Sigurðardóttur.
Fyrsta skiptið á þessu hausti.
Keflavíkurkirkja. Æfing Kórs Keflavíkur-
kirkju frá 19–22.30. Stjórnandi Hákon
Leifsson.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks-
molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkom-
ið.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í
safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall.
Allir foreldrar velkomnir með börn sín.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Jónas Þór-
isson talar út frá yfirskriftinni: „Haldið því
sem þér hafið“. Heitt á könnunni eftir
samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
NÚ er tækifæri til að kynnast hin-
um vinsælu Alfa-námskeiðum, þar
sem fjallað er um kristna trú og til-
gang lífsins. Hópur sjálfboðaliða úr
Laugarneskirkju hefur fengið til
liðs við sig einn af brautryðjendum
Alfa á Íslandi, Ragnar Snæ Karls-
son, sem verður aðalleiðbeinandi
námskeiðsins, og nú standa dyrnar
opnar fimmtudaginn 19. september
kl. 20:00. Á kynningarfundinum
verður boðið upp á kaffi og með-
læti og greint frá aðalatriðum
námskeiðsins. Eftir það getur fólk
skráð sig ef það lystir. Kostnaður
er í algjöru lágmarki því Alfa er í
raun og veru heimboð safnaðarins.
Allt fólk velkomið, engin skil-
yrði.
Samstarfshópurinn.
Kynning á Alfa-
starfi í Laug-
arneskirkju
KIRKJUSTARF
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbörn dagsins:
Þér er nauðsyn að komast
reglulega og helzt sem oftast
út undir bert loft og sækja
þér kraft til landsins.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Svo lengi lærir sem lifir.
Haltu öllum óþægindum
frá þér og einbeittu þér að
lífsins björtu hliðum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú leggur mikið á þig til
þess að öðlast öryggi í líf-
inu og það er vel. Njóttu
kvöldsins í góðra vina
hópi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú stefnir í að þú hittir
fyrir þá sem eru sama
sinnis og þú og reiðubúnir
til þess að vinna málstað
ykkar brautargengi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú verður að standast all-
ar freistingar um að segja
frá leyndarmáli, jafnvel
þótt það kynni að ýta und-
ir stöðu þína.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er um að gera að leita
eftir samstarfi við þá, sem
þér finnst geta aukið við
hugmyndir þínar.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þótt þú hafir sett markið
hátt er engin ástæða til að
ætla annað en þér takist
að ná því.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gerðu þér eitthvað til góða
svo þú náir upp þreki og
starfsorku. Þú þarft að
sinna eigin málum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekki ginnast af gylli-
boðum því reikningana
þarf að borga fyrr eða síð-
ar. Reyndu að temja þér
ný vinnubrögð sem leiða
til ferskra lausna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Hlustaðu á líkama þinn og
leitaðu lausna á þeim
vandamálum, sem hrjá
hann. Svo má hjartað ráða
stund þegar allt er í höfn.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér verður treyst fyrir
miklu leyndarmáli og mátt
alls ekki bregðast því
trausti.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þið þurfið að taka á öllu
ykkar til þess að finna
leiðina að takmarkinu. Svo
er að láta slag standa.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fjármálin liggja óvenju
þungt á þér þessa dagana
en það er ekki um annað
að ræða en taka til hend-
inni, gera áætlanir og fara
eftir þeim.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.