Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 52

Morgunblaðið - 18.09.2002, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú hringir ÞESSAR ungu stúlkur voru uppá- tækjasamar á skólalóðinni í frímín- útum. Það er ekki galin hugmynd að nota handriðið til þess að fá sér snúning eða tvo. Þá má líka nota sippubandið til að krækja í vinkonu sína, einkum og sér í lagi þegar hún er annars hugar eða upptekin við eitthvað annað. Morgunblaðið/Golli Uppátæki á skólalóðinni VERULEGA dró úr skjálftavirkni norður af Grímsey eftir klukkan 19 í gærkvöldi. Talið er líklegast að á næstu dögum dragi áfram úr skjálfta- hrinunni sem hófst með skjálfta upp á 5,5 stig á Richter í fyrrakvöld. Sá skjálfti átti upptök sín um 100 km norður af mynni Eyjafjarðar. Vel á annað hundrað eftirskjálftar, stærri en 2 stig á Richter, hafa mælst síðan sá stærsti reið yfir. Öflugustu eftirskjálftarnir voru um 4,5 á Richter og fundust þeir báðir í Grímsey, sá fyrri um eittleytið í fyrrinótt en sá seinni um hádegisbil í gær. Engar skemmdir hafa orðið í skjálftunum þó að smáhlutir hafi fallið úr hillum í Grímsey. Viðvarandi skjálftavirkni „Það verður viðvarandi skjálfta- virkni þarna næstu dagana, það er al- veg öruggt,“ sagði Gunnar B. Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Það eru samt mestar líkur á að þetta sé að fjara út í bili að minnsta kosti.“ Ómögulegt væri að segja til um hvað mundi gerast á svæðinu á næstunni en það mundi ráðast á næstu dögum og mánuðum. Aðspurður sagði hann að ekkert benti til að skjálftarnir væru undanfarar neðansjávargoss eða frekari um- brota. Skjálftarnir væru á svæði sem væri hluti af svokölluðu Tjörnes- brotabelti, á milli Grímseyjar og Kol- beinseyjar. Gunnar sagði að þekkt háhitasvæði væru í nágrenninu. Lítið væri vitað um hafsbotninn á skjálfta- svæðinu, annað en að þar hefðu ein- hvern tíma verið eldsumbrot. Verulega hefur dregið úr skjálfta- virkni ÚTLIT er fyrir að samkeppni á kjöt- markaði verði hörð í haust. Offram- boð hefur verið á svínakjöti og fram- leiðsla á kjúklingum, sem hefur verið í lægð undanfarið, er að aukast mikið. Sauðfjárbændur telja að þetta valdi því að þeir verði í erfiðleikum með að verja stöðu sína á markaðnum. Neysla á svínakjöti og kjúklingum hefur aukist ár frá ári. Nautakjötið hefur að mestu haldið stöðu sinni en sala á lambakjöti hefur á hinn bóginn dregist saman. Síðustu 12 mánuði hefur salan minnkað um 3,2%. Frá maí til júlí seldist 1.541 tonn af svína- kjöti en 1.767 tonn af lambakjöti. Guðmundur Lárusson, formaður Kjötframleiðanda ehf., segir ljóst að ef fram haldi sem horfi verði ekki langt þangað til svínakjötsneysla á Íslandi verði orðin meiri en neysla á lambakjöti. Framleiðsla á svínakjöti hefur aukist mikið og er nú svo komið að framleiðslan er meiri en salan. Í sumar lækkaði verð á svínakjöti mik- ið og til að bregðast við því ákváðu svínabændur að selja talsvert magn til Færeyja og Rússlands fyrir lágt verð. Þó að jafnvægi komist á svína- kjötsmarkaðinn má áfram búast við harðri samkeppni milli svínakjöts og lambakjöts. Framleiðsla á kjúklingakjöti eykst á ný Nú eru einnig horfur á að lamba- kjötið, og aðrar kjöttegundir verði fyrir enn harðari samkeppni frá kjúk- lingum því útlit er fyrir að mun meira verði af þeim á markaðnum á næstu vikum og mánuðum en verið hefur. Snemma á árinu kom upp svokölluð Newcastle-veiki í kjúklingum í Sví- þjóð sem varð til þess að kjúklinga- framleiðendum á Íslandi var bannað að flytja inn egg til að endurnýja varpstofna sína. Þetta varð ásamt öðru til þess að framleiðsla dróst saman. Eftirspurnin, sem hefur auk- ist jafnvel enn hraðar en eftir svína- kjöti, var hins vegar sú sama og áður og því varð skortur á kjúklingum í sumar. Nú hefur banninu verið aflétt og má búast við að nægt framboð verði af kjúklingum næstu vikur og mánuði. Um leið er búist við fram- leiðsluaukningu á lambakjöti og telur Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda að ekki sé annað að gera en að herða verulega sölustarfsemina. Stefnir í mikið fram- boð á kjöti í haust  Framboð/11 ÁKVEÐIÐ hefur verið í samráði við Atlantshafsbandalagið að íslenskir flugumferðarstjórar fari til Pristina til að taka við flugumferðarstjórn í Kosovo. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra átti á dögunum fund með Elísabetu Jones, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem málið bar á góma en Íslendingar hafa fengið beiðni um að taka við yf- irstjórn flugvallarins. Er nú leitað leiða til að verða við þeirri beiðni, að sögn Halldórs. Að sögn Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra hafa áður komið fram hugmyndir um að íslenskir flugum- ferðarstjórar og fluggagnafræðingar fari þangað til að sinna flugumferð- arstjórn. Málið kom upp að nýju í síðustu viku og er rætt um að allt að sex manns, flugumferðarstjórar ásamt fluggagnafræðingum, fari til starfa í Pristina, að öllum líkindum í næsta mánuði. Þeir sem þátt taka í verkefninu starfa bæði í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið óskað eftir þess- ari aðstoð nú alveg á næstunni og ut- anríkisráðuneytið hefur farið þess á leit við samgönguráðuneyti og Flug- málastjórn að kannaðir verði mögu- leikar á að senda flugumferðarstjóra þangað,“ segir Þorgeir. Stendur yfir í sex mánuði Að sögn Þorgeirs er Hallgrímur Sigurðsson, varaframkvæmdastjóri flugumferðarsviðs hjá Flugmála- stjórn, farinn til Pristina til að kanna þar aðstæður en hann er kunnugur á þessum slóðum og átti meðal annars þátt í undirbúningi á vegum NATO að því að flugumferð hófst um Pristina-flugvöll að nýju fyrir um tveimur árum. Að sögn Þorgeirs mun það skýrast nánar á næstunni hvernig verkefn- inu verður háttað en rætt hefur verið um að það standi yfir í sex mánuði og að íslenskir flugumferðarstjórar og fluggagnafræðingar starfi þar í þrjá til sex mánuði. Flugumferðarstjórar til Pristina Taka við flug- umferðarstjórn í Kosovo  Öllu sem/4 MÁLEFNI Áslandsskóla verða rædd á aukafundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í dag þar sem á dagskrá er til- laga fræðsluráðs um riftun samnings Íslensku menntasamtakanna og bæj- arins um rekstur skólans. Tillagan komst ekki á dagskrá bæj- arstjórnarfundar í gær sökum þess að minnihluti D-lista lagðist gegn því að hún yrði tekin til umræðu og af- greiðslu. Ákveðið var að boða til auka- fundar kl. 17:30 í dag þar sem tillagan verður tekin fyrir. Í bókun bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokks á fundinum í gær segir meðal annars: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks mótmæla harðlega því gerræði sem felst í samþykki til- lögu um fyrirvaralausa riftun samn- ings við Íslensku menntasamtökin og er þá sérstaklega haft í huga að rift- unin á sér ekki nokkra stoð í samningi aðila eða almennum réttarreglum. Verður að telja að slík vinnubrögð séu algjörlega óforsvaranleg,“ segir þar. Í bókun sjálfstæðismanna segir enn fremur að það verði að teljast af- ar ólíklegt að dómstólar muni heimila bæjarstjórn að ryðja húsnæði skólans á grundvelli aðfaralaga. Er fram- ganga fulltrúa Samfylkingar í málinu fordæmd og hyggjast fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins leita eftir lögmæti þeirrar ákvörðunar sem tekin var. Íslensku menntasamtökin hafa lát- ið Gallup vinna skoðanakönnun meðal foreldra og aðstandenda barna í Ás- landsskóla. Í könnuninni er fólk með- al annars spurt hvort það sé ánægt með skólann og hvort því finnist að Íslensku menntasamtökin eigi áfram að koma að rekstri Áslandsskóla. Könnunin var unnin í byrjun vikunn- ar og tóku 74% þeirra sem spurðir voru þátt í henni. Er stefnt að því að niðurstöður könnunarinnar verði birtar í dag. Riftun samnings við ÍMS ekki á dagskrá í gær Aukafundur um málið í dag  D-listi/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.