Morgunblaðið - 25.09.2002, Side 31

Morgunblaðið - 25.09.2002, Side 31
réttum var lokið þar í sveit. Öll fjöl- skyldan vann við bústörfin og Finn- bogi faðir þeirra kom austur með rút- unni um helgar. Hannes nam læknisfræði og var sérfræðingur í skurðlækningum. Hann átti langan og farsælan starfs- feril m.a. sem héraðslæknir í krefj- andi héruðum svo sem á Patreksfirði og Blönduósi og síðan á Landspítal- anum, auk þess sem hann bauð fram þjónustu sína við sjómenn á fjarlæg- um fiskimiðum, þegar ákveðið var að læknir skyldi vera í áhöfn varðskips, sem fylgdi fiskiskipaflotanum á mið- in. Hann náði að líkna og lina þrautir óteljandi samferðamanna sinna á langri starfsævi. Margir sjúklingar hans litu á hann sem velgerðarmann sinn. Um það get ég borið. Við stund- uðum saman silungsveiðar í Eldvatni í Meðallandi vel á fjórða áratug. Á án- ingarstöðum í og úr veiði bar það oft við, að einhver ferðamaður kom aðvíf- andi og fagnaði honum og þakkaði vel heppnaða aðgerð eða meðferð. Þess- ar ferðir okkar í Eldvatnið voru lengst af fjölskylduferðir. Börnin hlökkuðu mikið til þeirra ferða. Hannes leiddi þau fyrstu sporin við fljótið, kenndi þeim að bera sig að og lagði þeim lífsreglurnar um að aldrei væri of varlega farið. Það sem hann sagði var virt sem lög og aldrei kom til þess að tugta þyrfti neinn fyrir óhlýðni. Tilsögninni búa þau að enn. Oft var kátt í veiðihúsinu á kvöldin. Bændurnir í nágrenninu komu ávallt í heimsókn einhverntíma veiðitímans og sagðar voru sögur yfir mat og drykk. Vilhjálmur hreppstjóri á Hnausum sagði svo magnaðar sögur að synir okkar ungir sáu sér ekki ann- að fært en að ganga til hvílu með lurka til að mæta hugsanlegum ógn- um. Til þess kom þó aldrei að til þeirra þyrfti að grípa, en dæmi eru um að draumfarir manna gengu til með þeim hætti að vísaði til löngu lið- inna atburða þar í sveit. Sjálfur var Hannes slyngur veiðimaður, las í vatn og veður og umgengni hans við nátt- úruna mótaðist af viðkvæmni og virð- ingu. Hann var sannur útivistarmað- ur, stundaði hestamennsku um árabil og var einlægur áhugamaður um fugla. Á vetrum fóðraði hann smá- fuglana ekki einungis þegar hart var í ári, heldur stöðugt. Fyrir framan eld- húsgluggann sinn kom hann fyrir syllu þar sem gefið var á garðann, fóður sem hann blandaði þeim sjálfur. Skyldmenni leituðu mikið til hans sem læknis og hann brást þeim ekki. Hann var ávallt boðinn og búinn að greina hvern vanda og leiða menn áfram til betri heilsu. Ungur gekk Hannes að eiga Helgu Gróu Lárus- dóttur, hina mætustu konu. Þau hafa búið í farsælu hjónabandi í meira en hálfa öld. Hún var honum styrk stoð í umfangsmiklum og vandasömum störfum hans og við uppeldi barnanna tveggja Finnboga og Birnu. Nú þegar Hannes er allur er sökn- uður skyldfólks og vina mikill og sár, en minningarnar um öðlingsmanninn geymum við í huga okkar. Hann lifði með reisn og kvaddi með reisn. Við Margrét og fjölskyldur okkar vottum Helgu og börnunum dýpstu samúð okkar. Hannes Þ. Sigurðsson. Í fáum orðum langar okkur syst- urnar að kveðja Hannes Finnboga- son. Hannes var fjölskyldu okkar að góðu kunnur, enda giftur Gógó afa- systur okkar. Hlýlegri og elskulegri hjón er vart hægt að hugsa sér. Það var alltaf svo gaman að hitta Hannes og Gógó. Hannes var sérlega áhugasamur og hvetjandi varðandi skólagöngu og starfsval okkar systra. Það var alveg sama hversu langur tími leið á milli funda okkar, Hannes var alltaf með á hreinu við hvað við vorum að fást hverju sinni og alltaf já- kvæður í okkar garð. Þar sem við systur höfum allar starfað innan heil- brigðisgeirans var sérstaklega gef- andi og skemmtilegt að spjalla við lækninn Hannes. En við þekktum Hannes líklega fyrst og fremst sem hestamanninn Hannes. Hannes átti hesthús með afa okkar og ófá voru þau skipti sem við systur fengum að fara með í hesthúsið og á bak. Þessar stundir og þær minningar sem við eigum af þessum ferðum eru ómet- anlegar. Af þeim stundum sem við áttum með Hannesi, afa Jóa og Birni í hesthúsinu, eru líklega kaffitímarnir í Svítunni þær stundir sem standa upp úr, að öllu öðru ólöstuðu. Þeir karl- arnir dekruðu við okkur á alla kanta, gáfu okkur mjólk með kaffitári út í og kex, síðan var spjallað um heima og geima, þetta voru einstaklega nota- legar stundir. Þrátt fyrir að við vær- um bara börn, skynjuðum við að á milli þessara þriggja manna ríkti sönn og traust vinátta og samheldni. Við erum þakklátar yfir því að hafa verið svo lánsamar að fá tækifæri til að kynnast jafn frábærum einstak- lingi og Hannes var. Vandaðri maður er vandfundinn. Elsku Gógó frænka og fjölskylda, megi algóður Guð styðja ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Við sem eftir stöndum erum ríkari yfir að hafa fengið að vera samferðamenn Hannesar hluta af lífinu. Kristín, Brynja og Þóra. Enn einn úr stúdentaárgangnum 1943 er fallinn fyrir „Elli kellingu“. Skurðlæknirinn, útskurðarmeistar- inn, hestamaðurinn og síldveiðimað- urinn, hefur tekið pokann sinn og gengið inn á ókunnar lendur eilífðar- innar. Í þeim árgangi spyrjum við ekki lengur hvort heldur hver verður næstur, þó held ég, að miðað við al- menn ellimörk hafi færri ætlað að það yrði hann Hannes. Ásamt fleiri góðum mönnum og konum kom Hannes í MR eftir gagn- fræðapróf úr Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, sem almennt var þá kennd- ur við skólastjórann Ingimar Jónsson. Féll hann vel í hópinn og strax kom í ljós að hér var á ferðinni einstaklega traust valmenni og þeim eðlisþáttum hélt hann í lífi og starfi til æviloka. Þótt allnokkrir úr stúdenta- hópnum kysu læknisfræði sem ævi- starf held ég að ekki sé á neinn hallað þó Hannes sé nefndur „læknir ár- gangsins“ einkum á síðari árum þeg- ar ellin hefur náð á okkur fastari tök- um, en oftar en ekki mun hann hafa komið fyrstur í hugann, þegar hún fór að gera einhverjum úr hópnum skrá- veifur. Hann var ólatur við að skjótast heim til hins hrjáða eða hringja í apó- tek ef á þurfti að halda. Það er ekki ætlunin að rekja hér starfsferil Hannesar, aðeins drepa á nokkra þætti. Að loknu starfsnámi, lengst af í Svíþjóð, gerðist hann hér- aðslæknir á Patreksfirði, sem þá var harla einangrað pláss og á vetrum oft ekki aðrar samgöngur en á sjó. Hér- aðslæknirinn þurfti því að glíma við verkefni, sem óhugsandi þætti að glíma þar við nú, svo sem að bjarga við erfiðar fæðingar, skera upp við bráðri botnlangabólgu og takast á við erfið slys, sem oft bárust af erlendum togurum. Hvern þann vanda er að höndum bar leysti hann af þekkingu og dómgreind en ætlaði sér ekki um of. Reynsla hans úr héraði átti eftir að verða honum notadrjúg þegar hann sumarið 1968 tókst á við það erfiða verkefni ásamt próf. Snorra Hall- grímssyni að fylgja íslenska síldar- flotanum norður í Barentshaf og hef- ur sú saga verið skráð annars staðar. Eftir Patreksfjarðar-vistina gegndi hann um skeið starfi héraðslæknis í Blönduósi en árið 1962 réðst hann að handlækningadeild Landspítalans, fyrst sem aðstoðarlæknir og síðan sem sérfræðingur til starfsloka. Á þeim tíma sótti hann ýmis námskeið í skurðlækningum en áhugi hans beindist sérstaklega að handarskurð- lækningum við iktsýki, en þær nam hann fyrst í Edinborg og síðar í Hein- ola í Finnlandi sem þá var þar Mekka slíkra skurðlækninga undir stjórn hins heimsþekkta dr. Kauko Veinio. Það var gott að vinna með Hannesi hvort heldur var við læknis- eða fé- lagsstörf. Hann var réttsýnn og orð- var en þó fastur fyrir og öll verkefni sem honum voru fengin í hendur leysti hann með sína góðu dómgreind, þekkingu og samviskusemi að leiðar- ljósi. Hann var skemmtilegur starfs- félagi, sem kunni ógrynni af sögum, sérstakega tengdar störfum hans í héraði, af skrýtnum körlum og kerl- ingum og tengslum hans við það skemmtilega, skondna fólk, en hann var orðfár um afrek sín. Með honum er fallinn einn mætasti fulltrúi þess hóps íslenskrar læknastéttar, sem ólst upp við þá siðfræði að sjúkling- urinn skuli alltaf vera í fyrirrúmi án tillits til tíma og efna. Ég þakka Hannesi fyrir langt og gott samstarf og henni Helgu og hon- um fyrir að hýsa börnin okkar nætur- langt vor og haust á leiðinni úr og í sumardvöl í Trostansfirði sem þá var einn afskekktasti staður á Íslandi vestanverðu. Helgu og fjölskyldunni vottum við okkar innilegustu samúð. Guðný, Árni Björnsson og fjölskylda. Við skyndilegt fráfall vinar míns og starfsbróður Hannesar, leitar hugur- inn langt aftur í tímann. Við Hannes vorum samferða 11 ár á okkar skóla- árum. Fyrst í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) svo í læknadeild Há- skóla Íslands, þar til við útskrifuð- umst saman árið 1950. Allar minning- ar frá þeim tíma eru góðar. Því aldrei féll neitt annað en gott til, sem styrkti vináttu okkar. Margar glaðar stundir áttum við síðan saman í hópi stúdent- anna frá 1943, en þá voru stúdentar frá allri Reykjavík tæplega 50 talsins. Síðan skildust leiðir, en hófst aftur 1970 með samstarfi við hinn mikils- virta og hæfa skurðlækni sem sinnti öllu af alkunnri hæfni og samvisku- semi sem aldrei brást, hverju sem á gekk. Það var ánægjulegt og traustvekj- andi að vinna með Hannesi á skurð- deildinni þar til við hættum störfum vegna aldurs. Þá nutum við þess að hittast mánaðarlega með samstúd- entum frá 1943. Mér var Hannes kunnur áður en við byrjuðum í menntaskólanum, því að svo vildi til að faðir minn var heimilislæknir þeirra Hannesar, Jóhönnu og Finn- boga. Á þeim tíma var náið samband milli heimilislækna og „sjúklinga“ hans svo að fjölskylda heimilislæknis kannaðist vel við flesta sem „voru í sjúkrasamlagi“ hjá pabba. Þar skap- aðist vinátta. Til dæmis sendi Jó- hanna sem var mikilsvirt dugnaðar- kona, alltaf með rjóma og annað góðgæti til okkar fyrir jólin. Stærstan þátt í lífi Hannesar hefur átt hin trygga kona hans Helga sem hefur stutt og staðið við hlið hans í meira en hálfa öld. Þessu höfum við kynnst sem vorum nær þeim alla þessa tíð. Það er bjart yfir minningum Hann- esar og svo mun áfram verða. Við Soffía færum okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Helgu og allra aðstand- enda. Páll Gíslason. Vinur minn og samstarfsmaður í yfir tvo áratugi, Hannes Finnboga- son, skurðlæknir, er allur. Ég kynntist honum fyrst árið 1962, þegar ég kom til starfa sem náms- kandidat við handlæknisdeild Land- spítalans. Hannes var þá aðstoðar- læknir undir forystu hins mæta manns Snorra Hallgrímssonar pró- fessors. Hugði ég gott til samstarfs við Hannes en hann hafði þegar getið sér gott orð meðal unglækna sem góður læknir og skemmtilegur félagi. Mér var þá ekki ljóst að ég mundi njóta samstarfs við hann meginhluta starfsævi minnar. Þau ár sem ég var við sérnám erlendis hafði ég að vísu ekki mikil samskipti við Hannes en örlögin höguðu því þannig að tveir af þeim læknum sem ég hafði mikið með að gera erlendis voru fyrrum sam- starfsmenn Hannesar og báru þeir honum hina bestu sögu, eins og reyndar allir aðrir. Eftir heimkomu mína hóf ég fljót- lega störf við handlæknisdeild Land- spítalans og var mér ætlað að reka þar þvagfæraskurðdeild. Fékk ég til þess umráð yfir hálfri deild 13D. Hinn helmingur deildarinnar var ætlaður til almennra skurðlækninga og var Hannes þar yfirlæknir og lágu okkar leiðir þar saman að nýju og var svo um næstu tvo áratugi. Samstarfið við Hannes var alltaf mjög gott og ánægjulegt og tókst þá með okkur sú vinátta sem hefur haldið jafnan síðan. Árið 1982 þótti okkur flestum skurðlæknum Landspítalans erfið- leikum bundið að sinna sjúklingum sem þurftu minni skurðaðgerða við án þess að þörf væri til innlagnar. Stofnuðum við því með okkur samtök til þessarar starfsemi og nefndum „Læknahúsið“. Fyrsti yfirlæknir þessara samtaka varð Hannes Finn- bogason. Tókst vel til með þetta og er þessi læknastöð enn í fullu gildi og var Hannes starfandi þar, þar til hann lauk starfsævi sinni. Ég hafði talsvert samband við Hannes eftir að hann hætti störfum. Við höfðum báðir mikla ánægju af skák og gaf það okkur tilefni til að hittast. Sýndist mér hann vel hress þessi ár eftir að hann varð eftirlaunamaður og það kom því á óvart þegar fréttist um andlát hans. Við Katrín sendum Helgu, börnum þeirra og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hannesar Finnbogasonar. Egill Á. Jacobsen.  Fleiri minningargreinar um Hannes Finnbogason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 31 Einstakir legsteinar Úrval af útistyttum á leiði Englasteinar Legs teinar og englastyttur Helluhrauni 10 - 220 Hf. - Sími 565 2566 Okkar ástkæri HANNES GUÐLAUGSSON, Gnoðarvogi 74, Reykjavík, lést mánudaginn 23. september. Steinunn Kristófersdóttir, Guðlaugur Hannesson, Ásta Huld Eiríksdóttir, Kristófer Hannesson, Ingunn Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Bjarnason, Catherine Bjarnason og fjölskyldur. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA G. JÓNSDÓTTIR, (STELLA), lést mánudaginn 23. september. Elínborg Guðmundsdóttir, Jón S. Hilmarsson, Elínborg I. Traustadóttir, Elvar B. Hjálmtýsson, Ragnhildur B. Traustadóttir, Stefán A. Þórisson, Guðmundur E. Traustason, Þeba B. Karlsdóttir, Elísabet A. Traustadóttir, Sigfús S. Sigurðsson, Hanna E. Halldórsdóttir, Jón E. Sveinbjörnsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÓA ALEXANDERSDÓTTIR, Álfheimum 5, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á minningarsjóð Karítas, hjúkrunarþjónustu, eða minningarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Gunnar Hilmar Gíslason, Gyða Traustadóttir, Alexander Björn Gíslason og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ELÍSSON, Þórustíg 9, Ytri-Njarðvík, lést á dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, mánudaginn 23. september. Kristín Þórðardóttir, Óskar Guðmundsson, Vilborg Þórðardóttir, Jón Þórðarson, Guðríður Vilmundsdóttir, Steinþór Þórðarson, Lilja Guðsteinsdóttir, Margrét Þ. Þórðardóttir, Gunnar Oddur Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.