Morgunblaðið - 25.09.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.09.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrólfur Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 10. des- ember árið 1922. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. september síðastliðinn. For- eldrar Hrólfs voru Sigurður Sigurðs- son, sýslumaður Skagfirðinga, f. 19.9. 1887 í Vigur í Ísa- fjarðardjúpi, d. 20.6. 1963 á Sólvangi í Hafnarfirði, og kona hans Guðríður Stef- anía Arnórsdóttir, f. 15.4. 1889 á Felli í Kollafirði í Strandasýslu, d. 14.6. 1948 í Kaupmannahöfn. Systkini Hrólfs eru: 1) Margrét Þórunn, hjúkrunarkona og borg- arfulltrúi í Helsingborg í Svíþjóð, f. 4.5. 1915, d. 23.5. 1994. Maður hennar var Olle Hermannsson lög- fræðingur, f. 21.12. 1911. 2) Sig- urður Sigurðsson, listmálari, f. 29.10. 1916. Kona hans var Anna Kristín Jónsdóttir, saumakona, f. 6.2. 1916. 3) Stefanía Guðríður, skrifstofumaður, f. 5.1. 1918, d. 12.7. 1993. Ógift. 4) Arnór, verð- lagseftirlitsmaður á Sauðárkróki, f. 1.3. 1919, d. 14.11. 1998. Kona hans var Guðrún Sveinsdóttir, af- greiðslukona, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. 5) Stefán, héraðsdómslög- maður á Akranesi, f. 5.10. 1920, d. 8.2. 1993. Eiginkona hans var Erla Elísabet Gísladóttir, f. 12.6. 1933. 6) Guðrún Ragnheiður, listmálari í bjó þar fram undir tvítugt. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri en fluttist síðan til Reykjavíkur og sótti námskeið í Handíða- og myndlistarskólanum. Árið 1946 fluttist hann til Kaup- mannahafnar þar sem hann nam fyrst við teikniskóla Eriks Clem- mensens og síðan við Konunglegu listaakademíuna þaðan sem hann lauk námi árið 1950. Á þessum ár- um sínum ytra sótti hann einnig námskeið í Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og á Grikklandi. Hann kom heim til Íslands að námi loknu og hóf strax vinnu við list sína en kenndi jafnframt í nokkur ár við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík og Iðnskólann í Hafn- arfirði og í Reykjavík. Þá vann hann einnig, samhliða listsköpun, við garðhönnun eða landslagsarki- tektúr fram til ársins 1980. Eftir það sneri hann sér heilshugar að málverkinu. Hrólfur var einn þeirra listamanna sem héldu tryggð við landslagsmálverkið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar flestir sneru sér að af- straktmálverkinu. Hrólfur var í sýningarnefnd Félags íslenskra myndlistarmanna í nokkur ár og í safnráði Listasafns Íslands 1973– 1980. Hrólfur hélt þrjár einkasýning- ar á verkum sínum. Þá fyrstu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1962, aðra á Kjarvalsstöðum 1992 í boði Menningarmálanefndar Reykjavíkur og þá síðustu í Gerð- arsafni í Kópavogi 1996 í boði Listasafns Kópavogs. Þá tók hann þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Útför Hrólfs fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Danmörku, f. 25.7. 1925. Maður hennar er Jens Christian Urup, listmálari, f. 25.9. 1920. 7) Árni, sóknarprestur á Blönduósi, f. 13.11. 1927. Kona hans var Eyrún Gísladóttir, hjúkrunarkona, f. 17.1. 1931, d. 2.12. 1997. 8) Snorri, skóg- fræðingur, f. 15.4. 1929. Eiginkona hans er Sigurlaug Sveins- dóttir Bjarman, leið- beinandi, f. 27.12. 1929. Árið 1948 kvæntist Hrólfur Mar- gréti Árnadóttur, deildarstjóra og myndlistarmanni, en hún er fædd 12.12. 1926. Foreldrar hennar voru Árni Pétursson, skipasmiður, f. 30.6. 1894, d. 9.9. 1972, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 3.4. 1895, d. 16.7. 1973. Hrólfur og Margrét eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Nína, hjúkrunarfræðingur, f. 19.3. 1951, gift Stígi Steingrímssyni, starfsmanni Brimborgar, f. 19.4. 1953. Fyrri maður hennar var Ira Martin Cela, trésmiður, f. 21.12. 1948, d. 13.12. 1988. Börn þeirra eru: Margrét, f. 30.9. 1973, og Hrólfur Karl, f. 28.6. 1979. 2) Stef- anía, kennari, f. 10.2. 1955, gift Ív- ari Gissurarsyni, bókaútgefanda, f. 23.4. 1953. Þau eiga eina dóttur, Eddu, f. 24.11. 1979. Hrólfur fluttist barnungur frá höfuðborginni til Sauðárkróks og Í lífi hvers manns er það mikil gæfa að eiga sér góða vini. Nú er fallinn í valinn einn minna allra bestu vina, tengdafaðir minn Hrólf- ur Sigurðsson. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir um fjórðungi ald- ar er Stebba dóttir hans bauð mér heim með sér í Fögrubrekkuna skömmu eftir að við fórum að draga okkur saman. Eins og gjarnan er með unga menn þá var ekki laust við lítilsháttar kvíða er ég sté inn í hús tengdaforeldra minna fyrsta sinni en það verður að segjast eins og er að innan fárra mínútna leið mér nánast eins og blómi í eggi. Tengdamóðir mín reiddi fram dýr- indis máltíð eins og henni er einni lagið og samræður hófust um allt á milli himins og jarðar. Eftir ör- stutta yfirferð um ætt mína og upp- runa var snúið sér að því sem máli skipti, menningunni sjálfri, pólitík, listum, bókmenntum, sagnfræði og íslenskri náttúru. Og í slíkri um- ræðu var tengdapabbi í essinu sínu, fjölfróður með ákveðnar og róttæk- ar skoðanir á öllu en umfram allt al- veg stórskemmtilegur. Hann hafði einstakt skopskyn sem bæði þrosk- aði og kætti. Þrátt fyrir að sjaldan liði langur tími á milli heimsókna í Fögrubrekkuna var hver einasta samverustund lærdómur út af fyrir sig. Umræðuefni skorti okkur aldr- ei og tengdafaðir minn var sífrjór til hinstu stundar. Við sem eftir lif- um þökkum heilshugar fyrir að hafa fengið að njóta visku hans og ógleymanlegra sögu- og gleði- stunda. Hrólfur fæddist í Reykjavík en flutti barnungur til Sauðárkróks með foreldrum sínum er faðir hans varð sýslumaður Skagfirðinga. Þar ólst hann upp fram um tvítugt í stórum og fjörmiklum systkinahópi. Og snemma beygðist krókurinn á Króknum því þegar á unga aldri vaknaði áhugi hans fyrir að draga upp mynd og í gömlu blaðaviðtali er haft eftir honum að faðir hans hafi líklega verið fyrstur til að kenna honum að teikna. Þar segir hann alla krakkana á heimilinu hafa verið haldna þessari ástríðu og pabbi hans hafi verið potturinn og pannan í öllu. Segist í sama viðtali best geta trúað því að pabbi hans hafi verið fyrsti abstraktmálari á Íslandi en hafi þó bara málað fyrir sjálfan sig og börnin. Að loknu hefðbundnu skyldunámi á Króknum stundaði Hrólfur nám við Menntaskólann á Akureyri og fór síðan til Reykjavík- ur þar sem hann nam við Mynd- lista- og handíðaskólann. Þaðan lá svo leiðin til Kaupmannahafnar og þar lauk hann námi í málaralist frá Konunglegu listaakademíunni árið 1950. En Hrólfur sótti ekki aðeins þekkingu á málaralist til listaaka- demíunnar í Höfn því þar kynntist hann einnig eiginkonu sinni, Mar- gréti Árnadóttur, sem þar var þá einnig við nám. Þau afréðu að flytja heim til Íslands árið 1950 og við tók dæmigert brauðstrit ungra lista- manna. Í fyrstu bjuggu þau á Urð- um í Laugardal í Reykjavík en leigðu svo í Vonarstræti. Magga hóf fljótlega að vinna hjá Landsíma Ís- lands og var þar síðan allan sinn starfsaldur, í fyrstu á langlínudeild- inni en færði sig fljótlega yfir á teiknistofuna. Hrólfur fékkst við málverkið en hafði framfæri sitt að mestu af kennslu við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík og við Iðnskólann í Hafnarfirði í nokk- ur ár eftir 1950. Þá vann hann einn- ig, samhliða listsköpun, sem lands- lagsarkitekt árin 1950 til 1980. Húsið í Vonarstræti varð fljótlega of lítið því það fjölgaði í fjölskyld- unni. Ári eftir heimkomuna fæddist eldri dóttir þeirra, Nína, og árið 1955 leit svo yngri dóttirin, Stef- anía, dagsins ljós. Þar sem leigu- húsnæði var af skornum skammti og enga lóð var að fá í Reykjavík á þeim tíma þá afréðu þau að byggja yfir fjölskylduna á lóð sem þau fengu úthlutað við Fögrubrekku, í landi Digraness í Kópavogi. Árið 1960 fluttu þau svo inn í hálfkarað húsið sem síðan var fullklárað á næstu árum. Garðinn gerðu þau svo smám saman að sannkölluðum un- aðsreit. Í Fögrubrekku fékk Hrólfur loks vinnuaðstöðu við hæfi og verkin létu ekki á sér standa. Árið 1962 hélt hann einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins og þrátt fyrir að þrjátíu ár hafi liðið þar til hann hélt sína næstu einkasýningu þá tók hann þátt í fjölda samsýninga með góðum árangri. Hann hélt alla tíð tryggð við landslagsmálverkið en til þess þurfti sterk bein uppúr 1950 þegar ungir málarar sneru sér flestir að afstraktmálverkinu. Hann mótaði sinn eigin stíl og var eins og hann orðaði það sjálfur, ófeiminn við að breyta fjalli eða hreinlega sleppa því. Myndir hans, auðugar að litum, eru eru jafnan marg- slungnar og vitna um djúpa tilfinn- ingu til íslenskrar náttúru. Enda þótt hann kysi að fara hljótt og hugnaðist ekki framapot þá kynntu málverk hans sig með tímanum sjálf og fyrir þolinmæði sína átti hann síðar eftir að uppskera ríku- lega. Sífellt fleiri fóru að veita verk- um hins hægláta listamanns at- hygli. Nú er verk hans víða að finna, bæði í einkaeign og á op- inberum stöðum. Tengdafaðir minn verður seint talinn til afkastamestu listmálara. Kemur þar tvennt til. Hann var af- ar vandfýsinn og ekkert verk lét hann frá sér nema að vera viss um að allt væri í fullkomnu lagi. Einnig drógu veikindi sem hrjáðu hann frá unga aldri mjög úr afköstum, eink- um þó er þau tóku að ágerast með aldrinum. Hin síðari ár var svo komið að hann hélt að mestu til heima í Fögrubrekku, las mikið eins og jafnan áður og naut tíðra heim- sókna sinna nánustu og fjölmargra vina. Minningin lifir um sögufróðan skagfirskan listamann. Ég kveð þig með söknuði, minn kæri. Ívar Gissurarson. Það var í kringum 1950, trúlega um vor, að við vorum þrír upprenn- andi málarar og ungir menn, ný- komnir úr námi frá Kaupmanna- höfn staddir á Þingvöllum með tvö tjöld, þ.e.a.s. ég var kominn á und- an þeim og hafði tjaldað norður á völlunum. Þeir læddust aftan að mér þar sem ég stóð við trönurnar og öskruðu „Málari, ertu að mála?“ Ég hrökk auðvitað í kút og það var hlegið mikið. Blessaður taktu niður tjaldið og komdu til okkar upp í Hestagjá. Jón Brúsi, (þ.e.a.s. Jón frá Brúsa- stöðum) hótelstjóri á Valhöll, hefur fylgst með þér og bað okkur að sækja þig. Hann segist allt vilja gera fyrir málara og að þeir megi tjalda hvar sem er á Þingvöllum og gætu komið í Valhöll og keypt mjólk og brauð og annað sem kynni að vanta. Hestagjá var afgirt flöt milli tveggja kletta út frá Al- mannagjá, grasi gróin og hlaðið fyr- ir með grjóti og hlið á. Eflaust verið notuð fyrir hross frá í fornöld. Stað- sett í gjábakkanum suðvestur af Valhöll. Þeir höfðu fimm manna tjald með himni sem Pétur átti, Pétur Friðrik, sem var einn af okk- ur, ég með 2–3 manna tjald, sem var notað sem skemma undir blaut málverk. Það kom fljótt í ljós að ólíkur var afrakstur daganna hjá okkur. Pétur kom heim með eina til tvær full- unnar myndir allstórar á hverju kvöldi, ég með einhverja vitleysu á lérefti en Hrólfur með nokkuð stóra mynd sem hann fór með út oftar og vann við, mest klettaveggi. Hún var öll í brúnum tón, miðað við að við Pétur máluðum þá liti sem allir sjá í íslensku landslagi. Hrólfur gaf þá skýringu að þetta væri allt í þessum lit sem hann kallaði „sepía“ og væri HRÓLFUR SIGURÐSSON ✝ Guðbjörg Jóns-dóttir fæddist í Hólkoti í Unadal í Skagafirði 25. nóv. 1922. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík 12. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Tómasson, f. 25. okt. 1895, d. 19. okt. 1960, og Guðfinna Stein- unn Guðmundsdóttir, f. 29. sept. 1891, d. 13. júlí 1973. Þau eignuð- ust fimm börn og var Guðbjörg elst þeirra þriggja systkina sem komust á full- orðinsár. Bræður hennar eru Tóm- as, f. 5. febr. 1925, d. 10. mars 1988, ókvæntur og barnlaus, og Guð- mundur Þorsteinn, f. 13. júlí 1930, kvæntur Aðalbjörgu Rósu Jóns- dóttur, f. 25. jan. 1940. Þau eiga þrjú börn, Kristínu Jónu, f. 24. nóv. 1960, gift Gunnari Ævari Jónssyni, f. 7. sept. 1960, og eiga þau fjögur börn, Guðmund Þorstein, f. 1980, Júlíu Guðrúnu, f. 1985, Kristján Ævar, f. 1989, og Jóhann Steinar, f. 1989. Sigrún María, f. 10. júlí 1962, gift Kristjáni Tryggvasyni, f. 14. Kristján Jón, f. 14. apr. 1971, og Magnús Tómas, f. 4. júlí 1976, í sambúð með Margréti Berglindi Einarsdóttur, f. 18. feb. 1976. El- ínborg, f. 3. júlí 1948, gift Páli Jón- assyni, f. 21. nóv. 1947, og eiga þau einn son, Jónas Helga, f. 28. ágúst 1973, í sambúð í Noregi með Janne Strommen og eiga þau tvö börn, Karinu Elínborgu, f. 10. júní 1998, og Pal Andre, f. 16. ágúst 2002. Áð- ur átti hún Þórhall Kristjánsson, f. 20. sept. 1967, kvæntur Zeynep Özcan, f. 1. jan. 1968, og eiga þau tvær dætur, Selmu Nihal, f. 19. mars 1997, og Telmu Dilay, f. 17. janúar 2001. Síðan var Guðbjörg í sambúð með Svani Guðmundssyni frá Bílduhóli, Breiðabólstaðarsókn, Snæfellsnesi, f. 14. júlí 1927, d. 24. júní 1982. Leiðir þeirra skildu. Syn- ir þeirra eru: Hermundur Svans- son, f. 24. okt. 1952, kvæntur Sig- urborgu Rúnarsdóttur, f. 7. sept. 1967, og eiga þau þrjú börn, Her- dísi Evu, f. 9. des. 1988, Sævar Falk, f. 7. sept. 1990, og Elísu Rún, f. 24. ágúst 1994. Jón Tómas Svansson, f. 13. okt. 1958, í sambúð með Öllu Sigurbjörgu Guðnadóttur, f. 18. sept. 1960, og eiga þau fjögur börn, Guðbjörgu Lilju, f. 7. mars. 1986, Guðna Þór, f. 8. jan. 1988, Sindri, f. 18. jan. 1995, og Mikael, f. 29. des. 2001. Útför Guðbjargar var gerð frá Húsavíkurkirkju 21. september. sept. 1954, og eiga þau eitt barn saman, Krist- ján Rúnar, f. 2000, en fyrir á Sigrún dæturn- ar Aðalbjörgu Rósu, f. 1983, og Sunnu Krist- ínu, f. 1985. Aðalbjörg Rósa á dótturina Sig- rúnu Maríu, f. 2001, með sambýlismanni sínum Engilbert Ingv- arssyni, f. 1981. Tómas Finnur, f. 30. maí 1966, í sambúð með Bjarn- heiði Hallsdóttur, f. 11. maí 1967, og á hún synina Jökul Bjarna- son, f. 1991, og Hall Bjarnason, f. 1999. Guðbjörg eignaðist fimm börn. Hún giftist Yngva í Brekku, Aðaldal, f. 16. mars 1920, d. 2. maí. 1998. Þau skildu. Hún eignaðist með honum þrjár dætur, Margréti Ingu, f. 16. apríl 1944, d. 11. des. 1944, Steinunni, f. 1. nóv. 1945, gift Kristjáni Gísla Kristjánssyni, f. 13. júní 1941, og eiga þau þrjú börn, Kristbjörgu Steinunni, f. 11. okt. 1963, gift Bjarna Ragnarssyni, f. 11. jan. 1954, og eiga þau tvo syni, Gísla Ragnar, f. 23. feb. 1987, og Sverri Tómas, f. 16. sept. 1991. Ég kynntist Guðbjörgu, tengda- móður minni, árið 1986, eða fyrir tæpum 16 árum þegar ég og Her- mundur eiginmaður minn vorum hjá henni um jólin. Ég sá strax að hún var stórfengleg kona. Hún vann all- an daginn, hugsaði um blómin og rósirnar í garðinum eldsnemma á hverjum degi, eldaði góðan mat og bakaði kökur eða var með handa- vinnu eða tók bók í hönd. Árið 1988 fluttum við norður á Húsavík og bjó hún hjá okkur í nokkur ár, áður en hún flutti í Hvamm í febrúar 1994. Hún kenndi mér margt, t.d. að búa til sultu og kæfu, búa til slátur, gera hamsa og tólg, að baka kleinur og laufabrauð og nöfn á blómum og jurtum. Guðbjörg var mjög ánægð að hafa okkur á Húsavík, hin börnin hennar bjuggu öll annars staðar á landinu. Ekki minnkaði gleðin þegar börnin okkar Hemma komu í heim- inn, Herdís Eva er elst, síðan Sævar Falk og síðan Elísa Rún en þá var Guðbjörg nýflutt í Hvamm. Alla tíð voru þau mjög hænd að ömmu sinni, hún hafði alltaf tíma fyrir þau, hún las fyrir þau, hlustaði á þau, söng með þeim, kenndi þeim að prjóna og sauma út. Alltaf hafði hún tíma og gaman af að passa ömmubörnin sín, þau færðu henni mikla gleði. Eftir að hún flutti í Hvamm heimsóttu þau hana mikið og var hún líka dugleg að koma í heimsókn. Guðbjörg missti mikið þegar við fluttum suður í Hafn- arfjörð 1999, þá jókst samband henn- ar við Stínu frænku hennar á Akur- eyri og var Guðbjörg dugleg að koma með henni suður að heimsækja okk- ur. Við reyndum líka að heimsækja hana eins oft og við gátum á Húsavík. Í mars 2002 greindist Guðbjörg með krabbamein og fór strax í mikla aðgerð. Mánuði seinna kom hún svo suður með Stínu frænku sinni til að vera við fermingu Herdísar Evu. Hún ætlaði ekki að missa af því. Hún var mikil kraftakona, hún Guðbjörg. Í júlí fór hún í þriggja daga rútuferð um landið. Um miðjan ágúst veiktist hún svo og hlaut hún líknarumönnun þar til yfir lauk. Og vil ég færa starfs- fólkinu í Hvammi og sjúkrahúsinu sem annaðist hana kærar þakkir fyr- ir góða umönnun. Fyrir hönd okkar hjóna vil ég færa þakkir til Stínu, bróðurdóttur Guðbjargar á Akur- eyri, fyrir sérstaka umhyggju hennar og góðan vinskap þeirra frænkna. Elsku Guðbjörg mín, þín verður sárt saknað, en ég veit að nú líður þér vel. Blessuð sé minning þín. Sigurborg. Elsku amma. Þú varst okkur svo kær, þú kenndir okkur svo mikið. Það var gaman að hlusta á þig tala um gamla daga þegar þú varst barn að vinna sveitaverkin með pabba þínum. Þú hafðir svo gaman af að syngja með okkur, þú varst svo mikill vinur okk- ar. Við elskum þig svo mikið. Það verður erfitt að venjast því að eiga nú enga ömmu á Húsavík. Við söknum þín svo mikið, elsku amma, en við vitum að nú líður þér vel. Guð blessi þig, elsku amma. Herdís Eva, Sævar Falk og Elísa Rún. GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.