Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 1
TVÆR indverskar herflugvélar rákust saman er þær voru í fylking- arflugi yfir Goa á Vestur-Indlandi í gær og er talið að allir tólf er voru um borð í vélunum hafi farist, auk þriggja á jörðu niðri. Önnur vélin lenti á íbúðabyggð, eins og sjá má á myndinni til hliðar, en hin kom nið- ur á akri skammt frá, að sögn Karnals Singhs, rannsóknarlög- reglumanns í Goa-héraði. Vélarnar voru af gerðinni Iljús- ín-38, fjögurra hreyfla flutninga- vélar sem smíðaðar voru í Sov- étríkjunum sálugu til kafbáta- eftirlits. Indversku vélarnar tvær sem fórust voru á æfingu fyrir há- tíðahöld vegna 25 ára afmælis flotaflugdeildarinnar í Goa. Reuters 15 fórust í árekstri herflugvéla Mesic fór hörðum orðum um Milosevic STIPE Mesic, forseti Króatíu, lýsti Slobodan Milosevic, fyrrverandi for- seta Júgóslavíu, í gær sem kaldlynd- um stríðsæsinga- manni er bæri ábyrgð á því að Júgóslavía liðaðist í sundur á síðasta áratug síðustu ald- ar. Mesic er fyrsti þjóðhöfðinginn sem ber vitni í réttarhöldunum yfir Milosevic, sem nú fara fram í Haag í Hollandi, en Mil- osevic er ákærður fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Mesic var síðastur til að gegna embætti forseta Júgóslavíu áður en landið tók að liðast í sundur 1991 en fulltrúar sambandslýðvelda Júgóslav- íu skiptust þá á um að gegna embætt- inu. Hélt Milosevic því fram áður en Mesic hóf framburð sinn í gær að ekk- ert væri að marka Króatann, enda hefði hann með glæpsamlegum hætti stuðlað að því að Júgóslavía leystist upp í frumeindir sínar. Richard May dómari vísaði mótmælum Milosevic hins vegar frá. Milosevic gagnspyr Mesic í dag Lagaspekingar sögðu í gær að Mesic hefði gefið greinargóða mynd af því hvernig Milosevic sölsaði undir sig öll völd í júgóslavneska sam- bandshernum og forsætisnefnd landsins. Gaf Mesic í skyn að mark- mið Milosevic hefði verið að stofna Stór-Serbíu þar sem aðeins Serbar byggju, land þar sem búið væri að „hreinsa“ í burtu önnur þjóðarbrot. „Milosevic losaði sig við alla þá sem ekki vildu skrifa upp á stefnu hans,“ sagði Mesic í gær. Gert er ráð fyrir stormasömum vitnaleiðslum í dag en þá fær Milosev- ic tækifæri til að gagnspyrja Mesic. Stipe Mesic Haag. AFP, AP. 230. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. OKTÓBER 2002 þó rætt um átta forsetahallir Sadd- ams Hussein á fundi Blix og El-Sadi, sem haldinn var í Vín, en Írakar hafa reynst tregir til þess að heimila vopnaeftirlit í höllunum og í ná- grenni þeirra. Haft var eftir háttsettum fulltrúa í bandaríska utanríkisráðuneytinu að Bandaríkin myndu koma í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn SÞ færu aftur til Íraks, ef ekki yrði samþykkt ný ályktun fyrst. Gaf embættismaður- inn í skyn að Bandaríkin myndu beita neitunarvaldi sínu í öryggis- ráðinu í þessu skyni. Þá sagði Jack Straw, utanríkisráð- SAMKOMULAG náðist í gær milli erindreka Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda í Írak um að vopnaeft- irlitsmenn SÞ fari aftur til Íraks til að kanna hvort þar sé að finna ólög- legan vopnabúnað. Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti hins vegar óánægju sinni og sagði að vopnaeftirlitsmenn SÞ ættu ekki að halda til Bagdad fyrr en ör- yggisráð SÞ hefði samþykkt ályktun þar sem hert væri mjög á fyrri skil- málum um afvopnun Íraka. Eftir að samkomulagið náðist í gær sagðist Amir El-Sadi, fulltrúi íraskra stjórnvalda, gera ráð fyrir að eftirlitsmenn SÞ yrðu komnir til Bagdad innan tveggja vikna. Sagði Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits- nefndarinnar, að samkomulagið fæli í sér fullt athafnafrelsi til handa vopnaeftirlitsmönnunum. Ekki var herra Bretlands, að þó að það væru góð tíðindi, að tekist hefði samkomu- lag um vopnaeftirlitið, gæti það ekki komið í staðinn fyrir nýja og harð- orða ályktun öryggisráðsins. Áhrifavald SÞ í veði Fyrr í gær hafði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, varað við því að hætta væri á að SÞ glötuðu áhrifavaldi sínu ef þeim tækist ekki að þvinga Saddam til að hætta til- raunum til að koma sér upp gereyð- ingarvopnum. Blair sagði í ræðu, sem hann flutti á ársþingi breska Verkamanna- flokksins, að aðeins með því að gera Írökum ljóst með skýrum hætti að þeir gætu átt von á hernaðarárás væri líklegt að SÞ tækist að fá Íraka til að hlíta tilmælum um vopnaeftirlit og eyðingu gereyðingarvopna. „Setjum Saddam úrslitakosti. Lát- um Saddam fara að vilja Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Blair. „Ef hann gerir það ekki hugleiðið þá þetta: Ef við höfum sameiginlega komið auga á hættuna [sem af Saddam stafar] en búum hins vegar ekki yfir viljanum til að bregðast við þeirri hættu, þá höfum við ekki aðeins eyðilagt áhrifavald Bandaríkjanna og Bret- lands, heldur sjálfra Sameinuðu þjóðanna.“ „Stundum er það þannig – einkum þegar eiga þarf við einræðisherra – að eina vonin um frið felst í því að vera tilbúinn í stríð,“ sagði Blair. Bandaríkjastjórn ósátt við samkomulag Íraka og SÞ Vín, Washington, Blackpool. AFP. Vill ekki að vopnaeftirlitsmenn fari til Bagdad fyrr en öryggisráð SÞ hefur samþykkt ný og hert skilyrði ♦ ♦ ♦ GENGI hlutabréfa tók kipp upp á við í gær eftir mikið verðfall á mörk- uðum í fyrradag. Á Wall Street hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísi- talan um 4,51% og Nasdaq-vísitala tæknifyrirtækja um 3,5%. Allnokkur hækkun varð einnig í Evrópu. Fréttaskýrendur töldu líklegt að hækkunin skýrðist af miklum um- svifum verðbréfasjóða á fyrsta degi síðasta ársfjórðungs, sem og fréttum af því að samkomulag hefði náðst milli Sameinuðu þjóðanna og Íraka um vopnaeftirlit í Írak. Markaðir tóku kipp New York, London. AFP. FORYSTA Græningja í Svíþjóð samþykkti í gærkvöldi að halda áfram stuðningi sínum við minni- hlutastjórn jafnaðarmanna, undir forystu Görans Perssons. Öruggt má því telja að stjórn Perssons falli ekki í atkvæðagreiðslu um van- trauststillögu sem boðuð hafði ver- ið á sænska þinginu í dag. Um nokkurra daga skeið höfðu Græningjar, sem fengu 4,6% at- kvæða í þingkosningum í landinu 15. september, þrefað við jafnaðar- menn um stuðning við minnihluta- stjórn Perssons. Forsætisráð- herrann neitaði hins vegar statt og stöðugt að veita flokkunum beina aðild að stjórn sinni. Vinstriflokkurinn hafði fyrir sitt leyti lýst því yfir að þingmenn hans myndu ekki greiða atkvæði með vantrauststillögu en Græningjar höfðu hins vegar ýjað að því að þeir myndu styðja vantraust, ef ekki næðist samkomulag. Samkomulagið sem náðist í gær felur ekki í sér að Græningjar fái ráðherra í stjórninni, eins og þeir vildu, en Persson hefur samþykkt að setja umhverfismál mjög í for- grunn. Felur samkomulagið m.a. í sér að Svíar hætti öllum þorskveið- um í Eystrasalti frá og með 1. jan- úar nk. Þá verður bensínstöðvum í Svíþjóð gert skylt að bjóða upp á umhverfisvænt eldsneyti frá og með árinu 2005. Persson hafði boðað „græna vel- ferðarstefnu“ í ræðu sem hann hélt fyrr í gær. „Grundvallarmarkmið stjórnarinnar í umhverfismálum er að búa svo um hnútana í Svíþjóð að næsta kynslóð taki við landi þar sem búið er að leysa öll meiriháttar umhverfisvandamál,“ sagði hann. Persson áfram við völd Stokkhólmi. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.