Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isUnited, AC Milan og Barcelona með fullt hús/B2 Sigurði sagt upp hjá FH-ingum/B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag ÁKVEÐIÐ hefur verið að tak- marka lengd aðsendra greina vegna mikilla þrengsla í blaðinu og sívaxandi fjölda þeirra. Mun fleiri greinar berast daglega en unnt er að birta og því óhjá- kvæmilegt að bregðast við því. Framvegis verður hámarks- lengd aðsendra greina 5.000 tölvu- slög með orðabilum. Lengd svo- nefndra raðgreina, þar sem félagasamtök og stofnanir kynna ákveðin málefni og starfsemi, verður framvegis 2.500 tölvuslög með orðabilum og greinafjöldinn takmarkaður við 2–3. Prófkjör Framundan eru prófkjör stjórnmálaflokka og í því sam- bandi er rétt að benda á að há- markslengd greina frambjóðenda verður 2.500 tölvuslög með orða- bilum og greinar stuðningsmanna 1.000 tölvuslög með orðabilum eins og áður. Morgunblaðið býður þeim höf- undum, sem dugar ekki fyrr- greind lengd greina og takmörk- un á fjölda, að birta lengri greinar á mbl.is og á þetta jafnt við um venjulegar aðsendar greinar sem prófkjörsgreinar. Greinar á mbl.is Þá vill blaðið vekja athygli á þeim kosti, sem höfundum býðst, að birta greinar eingöngu á mbl.is án lengdartakmörkunar. Hér er um góðan valkost fyrir höfunda að ræða því aðsókn les- enda að mbl.is er mjög mikil. Nú bíða um 90 frágengnar greinar birtingar í blaðinu og næstu daga munu lesendur því sjá lengri greinar í blaðinu en nýjar reglur segja til um. Tölvupóstur Greinar er unnt að senda með tölvupósti, svo og myndir af greinarhöfundum, á netfangið rit- stj@mbl.is, einnig að koma grein- um til ritstjórnar á tölvudiskum ásamt útskrift. Starfsheiti, kenni- tala og heimilisfang höfunda þarf að fylgja með. Breytt fyrirkomulag aðsendra greina UMRÆÐAN æði náðist í Herjólfs- nýtt var til hagsbóta, nn, með fjölgun ferða urnar gegna lykilhlut- komandi byggðir auk mikilvægur þáttur í erlenda og innlenda m nýta sér þær. Í kjöl- fjölgaði ferðum Herj- l og með 2002 um 24% fyrir 12% aukningu á rþegum, sem ferðast hefur einnig fjölgað Mikilvægt er að huga þeirri þjónustu sem ætlað að sinna. Í ljósi ég, fyrr á þessu ári, em vinna nú að því að ðarhlutverk ferjanna um á landi. Meginbreyting laganna snýr að fólksflutningunum og er nú skýlaus heimild veitt fyrir því að hertar þannig að þessi þjónu farið að bera sig saman við þ gerist annars staðar. 4. Gert er ráð fyrir því að fram til 2005 muni sérleyfish nota til þess að endurskip starfsemina enn frekar þan þegar að útboðum kemur, þ það kraftmikil grein sem taki nýja tíma, en ekki atvinnug undanhaldi eins og þróunin vel verður á haldið af sérleyfi ættu þeir að geta bætt þjónu góðum bílum og lækkað ver ungis við þær aðstæður mun um fjölga. Flug til jaðarbyggða Miklar breytingar hafa o ber að bættum ingssamgöngum „Nú er búið að tryggja til langframa samfellt grunnkerfi almenningssamgangna á Íslandi, hvort sem er með ferjum, flugi eða sérleyfisbifreiðum.“ LÖGREGLAN skýtur skjólshúsi yfir einstaklinga sem eru á vergangi en hafa ekki brotið af sér og ættu frekar heima á stofnunum. Ef þeim er neitað um gistingu í fangageymslum kemur fyrir að þeir brjóti af sér og bíði þess að verða handteknir. Lögreglan hef- ur nær daglega afskipti af um 20 ein- staklingum sem glíma við geðræn vandamál og oft einnig áfengis- og vímuefnavanda. Sumir þeirra eru hættulegir. Þetta segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík. „Það er ákveðinn hópur einstak- linga sem hefur ekki fast húsaskjól. Sumir þeirra eru með brotaferil, aðr- ir glíma við geðræn vandamál eða önnur vandamál,“ segir Karl Steinar. „Þeir eiga í sumum tilvikum ekki greiða leið að þeim úrræðum sem þó eru í boði í kerfinu. Við rekum fanga- geymslur, sem samkvæmt okkar reglum eiga eingöngu að vera fyrir þá sem svipta þarf frelsi tímabundið af ýmsum ástæðum. Stundum skjótum við þó skjólshúsi yfir þessa einstak- linga, þrátt fyrir að við teljum það alls ekki vera okkar hlutverk og þetta fólk eigi alls ekki erindi í fanga- geymslur. En í sumum tilvikum kjósum við að sveigja reglurnar svo að viðkomandi fái þó húsaskjól. Við höfum líka dæmi um það að ef við neitum þeim þá fara þeir og brjóta af sér, brjóta rúður eða vinna önnur skemmdarverk, og bíða svo þess að lögreglan komi og færi þá til vistunar.“ Keyra menn landshluta á milli Karl Steinar segir að á hverjum morgni sé farið yfir mál þeirra sem eru í haldi lögreglunnar. „Við reynum að grípa inn í atburðarásina og leið- beina mönnum, koma þeim í meðferð. Við eigum í samstarfi við þá aðila sem bjóða upp á slíkt svo og heilbrigðis- kerfið. Við keyrum menn á geðdeildir og reynum að koma þeim undir lækn- ishendur. Við erum að okkar mati að teygja okkur mjög langt. Við keyrum menn landshluta á milli til að koma þeim í húsaskjól, til þess að þeir séu ekki á götunni og fái þá aðstoð sem þeir þurfa.“ Karl Steinar segir að ekki sé jafn- auðvelt að fá húsaskjól fyrir þá sem glími við geðræn vandamál og þá sem eigi við áfengis- eða fíkniefnavanda að etja. „Við eigum í mjög góðu sam- starfi við SÁÁ og aðra sem standa að meðferðarúrræðum vegna áfengis- sýki eða fíkniefnavandamála. En verst er þegar geðsjúkdómar eru samhliða þessu. Þetta er hrikaleg blanda og þessir einstaklingar eru sér jafnvel ekki meðvitandi um hvað þeir eru að gera. Það virðast ekki vera næg úrræði fyrir hendi. Oft gengur þetta fólk líka út af stofnunum og lendir beint í sömu vandamálunum aftur.“ Allur gangur er á því hvort þetta fólk sæk- ist eftir varanlegri lausn á sínum mál- um. „En allir þessir einstaklingar þurfa á því að halda. Við erum með lista yfir þá sem við teljum að eigi í þessum vandamálum. Við höfum komið honum á framfæri við bæði landlækni og heilbrigðisráðuneytið.“ Úrræði fyrir hvern og einn Að sögn Karls Steinars hefur ástandið verið svipað undanfarið ár. „Þetta er í kringum 20 manna hópur, flestir karlmenn, sem við fáumst við næstum á hverjum degi. Við teljum að það þurfi sérsniðin úrræði fyrir hvern og einn.“ Hann segir suma þessara einstaklinga hættulega. „Það er kannski ein ástæðan fyrir því að við sveigjum okkar reglur, þeir hafa jafnvel ekkert brotið af sér en koma til okkar. Við erum kannski þessi endastöð, við getum ekki vísað þeim neitt annað. En á meðal þessara manna eru einstaklingar sem hafa brotið af sér, með hryllilegum afleið- ingum eins og dæmi nú sýna.“ Karl Steinar segir lögregluna gera sér grein fyrir að vandamálið sé flókið og að auðvelda lausn sé ekki að finna. „Þetta er ekki vandamál sem verður leyst í eitt skipti fyrir öll og við þurf- um svo ekki að hafa áhyggjur af meir. Þetta er nokkuð sem mun alltaf hanga yfir okkur.“ Fangageymslur endastöð um 20 geðsjúkra einstaklinga Brjóta af sér til að fá húsaskjól ÞEGAR talað er um gluggaveður eiga flestir við að veðrið sé fallegt á að horfa, en ekki jafn fýsilegt við að eiga. Í gær var þó varla þetta dæmi- gerða gluggaveður, því úti var veð- ur vott, rigning og rok í borginni en þó óvenjuhlýtt. Kannski hafa ein- hverjir „útivinnandi“ öfundað hina sem inni unnu í gær. En verkin inn- andyra eru margvísleg og til að sjá sem best til veðurs þarf að þrífa glugga hátt sem lágt. Sennilega hefur þessi kona þó verið að hugsa um hag viðskiptavinanna er hún pússaði rúðuna í kaffihúsi einu við Austurstræti skínandi hreina. Morgunblaðið/Sverrir Ekkert gluggaveður BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Leikfélagi Reykjavíkur (LR) 25 milljóna króna aukafjárveitingu vegna yfirstandandi rekstrarárs. Mikið tap hefur verið á rekstri félags- ins og segir í greinargerð að að óbreyttu stefni reksturinn í þrot. Borgarráð samþykkti einnig að fela fulltrúum borgarstjóra í samráðs- nefnd Reykjavíkurborgar og LR og fjármálastjóra Reykjavíkurborgar að undirbúa tillögu um hugsanlegar breytingar á samkomulagi borgarinn- ar og LR um rekstur Borgarleikhúss- ins sem gert var í byrjun árs 2001. Verður þar sérstaklega skoðuð sú grein samkomulagsins þar sem fjallað er um árlegan rekstrarstyrk borgar- innar til LR og Borgarleikhússins. Að sögn Örnólfs Thorssonar, sem sæti á í samstarfsnefndinni, er það engin launung að forsvarsmenn LR hafa lengi talið rekstrarstyrkinn frá borginni of lágan. Hann segir að í samkomulaginu frá í fyrra hafi í fyrsta skipti verið kveðið á um að borgin styrkti LR með árlegum styrk til leikstarfsemi og þessi styrkur hafi raunar verið hækkaður verulega. „Nú er meiningin að fara ofan í saumana á þessu máli og finna lausn sem er lík- legri til að endast. Við munum reyna að skilgreina þann vanda sem er í húsinu og reyna að koma með tillögur til úrbóta og skapa félaginu traustari rekstrargrundvöll.“ Launahækkanir leikara LR þungar í skauti Bókfært tap af rekstri LR nam um 21 milljón króna fyrstu sjö mánuði ársins en rekstrartapið í fyrra nam um 54 milljónum króna. Þá segir að fjármunir þeir sem LR fékk fyrir eignarhluta sinn í Borgar- leikhúsinu hafi fyrst og fremst gengið til að reka félagið og fjármagna tap- rekstur. Leikfélagið hafi þó gripið til aðgerða til þess að mæta tapinu, s.s. uppsagna og starfslokasamninga, en hagræði þeirra aðgerða hafi enn ekki skilað sér að fullu. Þá er bent á að grunnlaun leikara hafi hækkað um 65% við undirritun nýrra kjarasamn- inga í fyrra og sú hækkun hafi reynst félaginu þung í skauti. Ljóst sé að rekstrarvandi LR er mikill og að reksturinn stefni að óbreyttu í þrot. LR fær 25 milljóna aukafjárveitingu Reksturinn stefnir í þrot að óbreyttu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.