Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 11
Allt bendir til þess að veru-
legur samdráttur hafi orðið í
sölu tóbaks á yfirstandandi ári
og í fjárlagafrumvarpinu fyrir
árið 2003 er gert ráð fyrir að
samdráttur í tóbakssölu verði um
3%.
Rekstrartekjur ÁTVR eru
áætlaðar 14 milljarðar á næsta
ári, sem er 596 milljóna króna
aukning frá gildandi fjárlögum.
Gert er ráð fyrir 30 milljóna
tímabundnu framlagi til að mæta
útgjöldum við biðlaun alþingis-
manna í kjölfar alþingiskosninga
á næsta ári.
2.250 milljónir fara til æðstu
stjórnar ríkisins á næsta ári. 124
milljónir fara til forsetaembætt-
isins, 1.887 milljónir til Alþingis
og stofnana þess, 153 milljónir til
ríkisstjórnar og 86 milljónir til
Hæstaréttar. Útgjöld aukast milli
ára til allra æðstu embætta rík-
isins nema embættis forseta Ís-
lands.
Verja á 45 milljónum til und-
irbúnings fyrir byggingu tónlist-
arhúss og ráðstefnumiðstöðvar í
Reykjavík.
Verja á 492 milljónum til
stofnkostnaðar við framhalds-
skóla sem er hækkun um 196
milljónir milli ára. 20
210 milljónum verður varið til
endurbóta á húsi Þjóðminjasafns-
ins og 55 milljónir fara til end-
urbóta á gömlum húsum í vörslu
safnsins.
468 milljónir fara til Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands
samkvæmt frumvarpinu sem er
óbreytt upphæð frá þessu ári.
Framlög til Landhelgisgæsl-
unnar lækka um 20 milljónir að
raungildi m.a. vegna þess að
varðskipinu Óðni hefur verið
lagt.
Framlög til embættis ríkislög-
reglustjóra aukast um 36 millj-
ónir. Fyrirhugað er að fjölga
mönnum við efnahagsbrotadeild
um tvo.
20 milljónir sparast við að Al-
mannavarnir ríkisins verða lagð-
ar niður og þau verkefni sem þar
voru unnin færist til ríkislög-
reglustjóra.
Gert er ráð fyrir að 215 millj-
óna króna halli verði á reglulegri
starfsemi Ríkisútvarpsins á
næsta ári en hann var 337 millj-
ónir á síðasta ári og um 147
milljónir á yfirstandandi ári. Í
fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið
2002 verður sótt um 140 milljóna
króna aukafjárveitingu til að
bæta fyrirtækinu það tekjutap
sem það varð fyrir þegar afnota-
gjaldshækkun sem búið var að
samþykkja var frestað vegna
verðlagsáhrifa.
Lagt er til að 40 milljónum
króna verði varið á næsta ári til
að efla rannsóknir í efnahags–
og atvinnumálum. Þar af fær ASÍ
30 milljónir og 10 milljónum
verður varið til að kaupa hag-
rænar athuganir og hag-
fræðilegar rannsóknir. Þessar
breytingar koma í kjölfar þess að
Þjóðhagsstofnun var lögð niður
um mitt þetta ár en þá var gert
ráð fyrir að möguleikar óháðra
stofnana og samtaka til að
stunda efnahagsrannsóknir yrðu
auknir.
Gert er ráð fyrir að fjár-
málaráðherra fái heimild til að
leigja með kauprétti sérhannað
fangelsishúsnæði á lóð við Hafra-
vatnsveg.
Framlög til þjóðkirkjunnar
verða 1.060 milljónir sem er
aukning um 169 milljónir milli
ára. Ástæða hækkunarinnar er
aðallega hækkun á launum
presta.
35 milljónir eru ætlaðar til
byggingar fjóss við landbún-
aðarháskólann á Hvanneyri, en
heildarkostnaður við bygginguna
er áætlaður 100 milljónir.
FRUMVARP til fjárlaga fyrir árið
2003 gerir ráð fyrir því að tekjur
ríkissjóðs á næsta ári verið 264
milljarðar og útgjöld 253,3 millj-
arðar. Samkvæmt þessu er reiknað
með 10,7 milljarða tekjuafgangi.
Horfur eru á að tekjuafgangur á
þessu ári verði 17,2 milljarðar, en
að teknu tilliti til óreglulegra liða
eru horfur á að hann verði nánast
sá sami og reiknað er með að hann
verði á næsta ári.
Óbreyttar tekjur þrátt
fyrir skattalækkanir
Um næstu áramót taka gildi
margs konar skattalagabreytingar
sem voru samþykktar á Alþingi
fyrir tæpu ári. Tekjuskattur fyr-
irtækja hefur verið lækkaður úr
30% í 18% en það þýðir að tekjur
ríkissjóðs af tekjuskatti lögaðila
lækka úr 7,5 milljörðum fyrir yf-
irstandandi ár í 5,3 milljarða á
næsta ári. Á móti kemur að trygg-
ingagjald verður hækkað úr 4,34% í
4,84% sem þýðir 3,8 milljarða
hækkun milli ára. Eignarskattar
voru lækkaðir úr 1,2% af eignar-
skattsstofni í 0,6%, sem þýðir að
tekjur ríkissjóðs af eignarskatti
lækka um 4,4 milljarða árið 2003
frá áætlun yfirstandandi árs. Áætl-
að er að eignarskattar á árinu 2003
nemi 6,9 milljörðum. Auk þess var
sérstakur eignarskattur afnuminn
en hann nam 960 milljónum á síð-
asta ári. Þá lækka stimpilgjöld um
900 milljónir.
Þrátt fyrir þessar skattalækkan-
ir er gert ráð fyrir að skatttekjur
ríkissjóðs verði óbreyttar að raun-
gildi milli ára. Gert er ráð fyrir að
tekjuskattur einstaklinga skili rík-
issjóði rúmlega 70 milljörðum, en
áætlun fyrir yfirstandandi ár gerir
ráð fyrir 65 milljarða tekjum.
Gert er ráð fyrir að óbeinir
skattar skili ríkissjóði 118,7 millj-
örðum á næsta ári, en áætlun fyrir
þetta ár kveður á um 115,5 millj-
arða tekjur. Mest munar um virð-
isaukaskatt sem skilar 79,7 millj-
örðum. Reiknað er með að tekjur af
vörugjöldum á ökutækjum aukist
um 200 milljónir milli ára. Ástæðan
er sú að gert er ráð fyrir að inn-
flutningur á fólksbílum aukist um
500 á árinu og verði 7.500.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir að ríkið selji eignir fyrir 8,5
milljarða á næsta ári, en áætlað er
að sala eigna á þessu ári nemi 14,4
milljörðum. Á næsta ári er reiknað
með að tekjurnar komi aðallega af
sölu á eignarhlut ríkisins í ríkis-
bönkunum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
ríkissjóður greiði 15,9 milljarða í
vexti á næsta ári, en áætlað er að
vaxtakostnaðurinn í ár verði rúm-
lega 16,6 milljarðar. Árið 2001
greiddi ríkissjóður rúmlega 17,9
milljarða í vexti.
Heildarútgjöld ríkissjóðs nema
samkvæmt frumvarpinu 253,3
milljörðum. Útgjöldin standa nokk-
urn veginn í stað að raungildi mið-
að við endurskoðaða áætlun fyrir
yfirstandandi ár. Miðað við fjárlög
fyrir árið 2002 er um 14 milljarða
aukningu að ræða.
Í forsendum fyrir frumvarpinu
kemur fram að við fjárlagagerðina
hafi rammar ráðuneytanna til
rekstrarverkefna verið lækkaðir al-
mennt um 2% til að skapa svigrúm
fyrir ný verkefni.
Launaútgjöld ríkisins eru áætluð
71.852 milljónir á næsta ári, en um
65% af rekstrarútgjöldum ríkis-
sjóðs eru laun. Launaútgjöld
hækka um 2.620 milljónir milli ára.
Neyslu- og rekstrartilfærslur nema
103,2 milljörðum og hækka um 7%
frá fjárlögum. Ástæðan fyrir þess-
um hækkunum er m.a. að karlar fá
einn mánuð til viðbótar í fæðing-
arorlof og aukast útgjöld Fæðing-
arorlofssjóðs um 700 milljónir á
næsta ári. Barnabætur hækka um
500 milljónir í samræmi við stefnu-
mörkun ríkisstjórnarinnar. Fram-
lög til grænmetisbænda aukast um
280 milljónir. Framlög til markaðs-
sóknar í ferðaþjónustu aukast úr
150 milljónum í 270 milljónir. Þá
hækka framlög til Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna um tæplega
350 milljónir frá fjárlögum þrátt
fyrir styrkingu á gengi krónunnar
þar sem námsmönnum fjölgar og
lán til skólagjalda aukast.
Vegagerðin fær rúmar 4,3 millj-
ónir til viðhalds á næsta ári sem er
aukning um tæpar 100 milljónir. Þá
aukast útgjöld til nýframkvæmda í
vegagerð um 21%. Mest munar um
1,5 milljarða sem verja á til jarð-
gangagerðar á næsta ári. 1,2 millj-
arður af þessari upphæð kemur af
sölu ríkiseigna og 300 milljónir eru
af fjárveitingu síðasta árs.
Heildarútgjöld ríkissjóðs til
stofnkostnaðar eru áætluð tæplega
17 milljarðar sem er óbreytt miðað
við raunkostnað.
Aukin framlög til háskóla
Framlag ríkissjóðs til Háskóla
Íslands verður um 6,3 milljarðar á
næsta ári sem er hækkun um 788
milljónir. Framlög til annarra há-
skóla, þ.e. Háskólans á Akureyri,
Tækniháskóla Íslands, Kennarahá-
skólans, Viðskiptaháskólans á Bif-
röst, Háskólans í Reykjavík og
Listaháskóla Íslands aukast um
samtals 312 milljónir og nema rúm-
lega 2,9 milljörðum. Framlag til
allra skólanna aukast nema til
Kennaraháskólans.
Framlög til málefna fatlaðra
nema rúmlega 5,2 milljörðum og
aukast um 393 milljónir frá gild-
andi fjárlögum þegar frá eru taldar
almennar launa- og verðlagsbreyt-
ingar. 100 milljónum verður varið
til nýrra heimila fyrir fatlaða í
Reykjavík og á Reykjanesi.
Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa
hækka talsvert. Útgjöldin námu
350 milljónum árið 2001 og stefnir í
meiri útgjöld á þessu ári. Í frum-
varpinu er farið fram á að framlag
til sjóðsins verði aukið um 100
milljónir. Spáð er meira atvinnu-
leysi á næsta ári en í ár. Í samræmi
við það er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að framlög til Atvinnuleys-
istryggingasjóðs aukist um 548
milljónir.
Lyfjaútgjöld hækka
mikið í ár
Frumvarpið gerir ráð fyrir að út-
gjöld heilbrigðisráðuneytisins verði
tæplega 96,8 milljarðar, en þá eru
ótaldar 2,4 milljarðar í sértekjur.
Útgjöld ríkissjóðs til ráðuneytisins
námu 90,4 milljarðar í gildandi
fjárlögum. Framlög til almanna-
trygginga aukast um 1.845 millj-
ónir þegar allt er talið. Útgjöld til
lífeyristrygginga hækka um 640
milljónir vegna fjölgunar bótaþega
og 747 milljónir vegna launa- og
verðlagsbreytinga. Útgjöld til
sjúkratrygginga eru áætluð 12.961
milljón í frumvarpinu en eru 11.878
milljónir í fjárlögum. Lækniskostn-
aður hækkar um 465 milljónir.
Lyfjakostnaður er áætlaður rétt
um 5 milljarðar. Horfur eru á að
útgjöld vegna lyfja nemi 5.500–
5.650 milljónum í ár sem er 14–17%
hækkun milli ára. Forsenda fyrir
áætlun um lyfjaútgjöld á næsta ári
er að áhrif gengisbreytinga og
verðbreytinga þessa árs gangi að
nokkru leyti til baka. Gert er ráð
fyrir að framlag ríkissjóðs til Land-
spítala nemi 22.669 milljónum á
næsta ári, en það nam 21.045 millj-
ónum í fjárlögum.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að rauntekjur og raunútgjöld verði óbreytt
Sala eigna á að skila
8,5 milljörðum
! "
#
!
!
!
"
"
!!
"
!
!
"
"
"""
!!
!
""
!
"
"
"
"
"
#$
%
$
! "
%
#
!
"
#$
%
&'(
)$%
* % +,-%./
0
1
1"
1
1
1
, #$
$
Fjárlagafrumvarpið
fyrir næsta ár gerir ráð
fyrir 10,7 milljarða
tekjuafgangi. Stefnt er
að því að selja eignir
fyrir 8,5 milljarða sem
er nokkuð minna en á
þessu ári. 1,5 millj-
örðum verður varið til
jarðgangagerðar.