Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 12

Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FLUGMÁLASTJÓRI, Þorgeir Páls- son, segist í samtali við Morgunblaðið fagna því að skýrsla bresku sérfræð- inganna Franks Taylors og Bernies Forwards um flugslysið í Skerjafirði sé komin fram og hún sé að mörgu leyti faglega unnin. Hann segist hins vegar ekki vera sammála öllu því sem fram kemur í skýrslunni og vísar því t.d. á bug að Flugmálastjórn hafi beitt Rannsóknarnefnd flugslysa, RNF, einhverjum þrýstingi við rann- sókn slyssins. Þorgeir segir að starfsmenn Flug- málastjórnar séu að fara gaumgæfi- lega yfir skýrsluna og muni að því loknu skila umsögn til samgönguráð- herra. Á meðan geti hann ekki tjáð sig um ýmsa tæknilega þætti skýrsl- unnar. Verið sé að kanna hvaða atriði betur megi fara í starfi Flugmála- stjórnar, til viðbótar því sem gert hafi verið eftir að RNF setti fram sínar til- lögur til úrbóta eftir flugslysið. Meðal tillagna Taylors og For- wards í öryggisátt er að frumskýrsla vegna flugslysarannsókna verði send öllum sem við sögu koma en ekki að- eins einum aðila, sé slík skýrsla á ann- að borð gefin út. Eðlilegt hafi verið að senda Flugmálastjórn frumskýrslu en einnig hafi átt að senda hana til að- standenda fórnarlamba slyssins, flug- rekandans, viðhaldsverkstæðisins og jafnvel viðkomandi flugumferðar- stjóra. Spurður um viðbrögð við þess- ari tillögu segir Þorgeir að það sé skil- greint í lögum um flugslysa- rannsóknir hverjir eigi að fá frumskýrslur. Það sé RNF sem taki ákvörðun um hvort fleiri fái slíkar skýrslur. Það sé hins vegar ekki rétt að ein- göngu Flugmálastjórn hafi fengið frumskýrsluna til umsagnar. Flug- rekandinn og viðhaldsverkstæðið muni einnig hafa fengið hana. Óþarfa tortryggni Bretarnir segja að ýmsar spurn- ingar hafi vaknað varðandi samband RNF og Flugmálastjórnar. Þó að það hafi verið viðeigandi að gefa Flug- málastjórn kost á um- sögn um frumskýrsluna verði RNF að vera mjög vakandi fyrir því að láta ekki undan óviðeigandi þrýstingi við lokaútgáfu skýrslu. Telja Bretarnir að Flugmálastjórn hafi tekist að sannfæra RNF um að breyta staðhæf- ingum í skýrslunni um atriði sem Flugmála- stjórn væri veikust fyrir gagnrýni á. Þorgeir vísar því alfarið á bug að Flug- málastjórn hafi beitt nefndina einhverjum þrýstingi. Telur hann Bretana gefa þarna í skyn óþarfa tortryggni. „Hið eina sem við lögðum fram voru rökstuddar athugasemdir og ábendingar en við beittum engum þrýstingi. Við myndum aldrei beita slíkum vinnubrögðum. Við stöndum við þessar athugasemdir í einu og öllu. Tilgangurinn með því að senda frumdrög skýrslu út til umsagnar er einmitt að fá fram slíkar athugasemd- ir þannig að nefndin geti skoðað öll sjónarmið þegar gengið er frá loka- skýrslu,“ segir Þorgeir. Flugmálastjóri segir að eftir að RNF hafi skilað af sér lokaskýrslu um flugslysið hafi Flugmálastjórn brugðist við þeim til- mælum sem þar hafi komið fram og breytt ýmsu sem ekki hafi verið beðið um af nefndinni. Sem dæmi nefnir Þorgeir að sam- gönguráðherra hafi flýtt gildistöku evr- ópskra reglna um rekstur minni flug- félaga, verklagsreglur varðandi skráningu loftfara hafi verið end- urskoðaðar, eftirlit með viðhaldi og skrán- ingu véla og uppfærslu flughandbóka hafi ver- ið hert, efnt hafi verið til námskeiða um öryggismál og rekstur lítilla flugvéla og þannig mætti áfram telja. Flugheimurinn einnig lítill í öðrum löndum Aðspurður hvort skýrsla Bretanna gefi ástæðu til að endurskoða fyrir- komulag á rannsóknum flugslysa hér á landi, m.a. með að láta rannsókn í hendur óháðra og erlendra aðila, seg- ir Þorgeir að með því sé verið að gera lítið úr getu Íslendinga til að vera sjálfstæð þjóð. Flugheimurinn hér á landi sé vissulega lítill en þannig sé það í flestum öðrum löndum, jafnvel hjá þeim stærstu. Þar þekkist menn vel innan flugheimsins. „Ég bendi á að við njótum stuðn- ings starfsbræðra okkar á Norður- löndum og annars staðar, hvort sem það er við rannsókn flugslysa eða skipulag og stjórnun flugmála. Það er mjög jákvætt að efla slíkt alþjóðlegt samstarf en við eigum ekki að þurfa að selja rannsóknir í hendur annarra ríkja,“ segir Þorgeir. Hvort þurfi að slíta meira í sundur Rannsóknarnefnd flugslysa og Flug- málastjórn bendir Þorgeir á að það hafi verið gert með nýjum lögum árið 1996. RNF sé sjálfstæð stofnun sem heyri undir samgönguráðuneytið. Flugmálastjórn sé einnig sérstök stofnun sem heyri undir sama ráðu- neytið. Þorgeir telur það örðugt að hafa aðskilnaðinn meiri, nema þá að setja þessar stofnanir undir mismun- andi ráðuneyti. „Rannsóknarnefnd flugslysa er mjög sjálfstæð í sínum störfum og samskipti við Flugmálastjórn eru á mjög formlegum nótum. Auðvitað þekkjast menn í þessum störfum en það er ekkert öðruvísi í Bretlandi eða annars staðar í heiminum,“ segir Þor- geir. Ágætt samstarf við Bretana Hann segir að Flugmálastjórn hafi átt ágætt samstarf við Bretana við gerð þeirra skýrslu og engu hafi verið haldið frá þeim. Í raun komi fátt á óvart í skýrslunni, flest hafi komið fram í umræðunni eftir slysið en ákveðin atriði séu þó sett í brennidep- il. „Aðalniðurstaða Bretanna er sú til- gáta að hreyfill flugvélarinnar hafi hugsanlega stöðvast af öðrum ástæð- um en eldsneytisþurrð, að hann hafi nánast brætt úr sér. Þetta mun flug- slysanefndin væntanlega skoða sér- staklega. Bretarnir útiloka hins vegar ekki að flugvélin hafi orðið eldsneyt- islaus,“ segir Þorgeir. Bresku sérfræðingarnir víkja sér- staklega að eftirlitsstarfi Flugmála- stjórnar í Vestmannaeyjum í skýrslu sinni og gefa í skyn að því hafi verið ábótavant. Þannig hafi starfsmönn- um Flugmálastjórnar yfirsést að flugmaður vélarinnar hafi farið fram úr leyfðum flugtíma. Spurður um viðbrögð við þessu segir Þorgeir að ljóst sé að starfs- menn Flugmálastjórnar á flugvellin- um hafi ekki haft það hlutverk að fylgjast með flugtíma flugmanna, það sé alfarið á ábyrgð flugmanns og flug- rekanda. Von á viðbrögðum ráðherra í dag Þormóður Þormóðsson, formaður og rannsóknarstjóri Rannsóknar- nefndar flugslysa, segist hafa fengið skýrslu bresku sérfræðinganna í hendur en nefndin muni að svo stöddu ekki tjá sig um innihald henn- ar eða þau gagnrýnisatriði sem bein- ist að rannsókn flugslyssins í Skerja- firði og störfum flugslysanefndar. Þormóður segir að umsögn verði skil- að til samgönguráðherra um skýrsl- una að lokinni ítarlegri yfirferð. Hjá samgönguráðuneytinu fengust þau svör í gær að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra myndi væntan- lega tjá sig um efni skýrslunnar í dag, miðvikudag. Frá því að skýrslan var afhent á mánudag hefur hún verið til skoðunar í ráðuneytinu af ráðherra og hans embættismönnum. Flugmálastjóri fagnar skýrslu Bretanna um flugslysið í Skerjafirði og segir hana faglega unna Segir Flugmálastjórn ekki hafa beitt flugslysa- nefnd þrýstingi Rannsóknarnefnd flugslysa og Flugmálastjórn skila um- sögnum til samgönguráðherra um skýrsluna Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. UM 300 manns voru á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær og mót- mæltu áformum um virkjun við Kárahnjúka. Lögreglan í Reykjavík var með talsverðan viðbúnað og girti af hluta af Austurvelli og lok- aði fyrir umferð umhverfis Alþing- ishúsið. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Á meðan þingmenn, forseti og biskup gengu á milli Dómkirkju og Alþingishúss söng fólkið Íslendinga- ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum sem hefst á orðunum „Land míns föður, landið mitt“. Margir höfðu útbúið sér höfuðfat úr álpappír en aðrir héldu uppi mótmælaspjöldum. Ör- yggissvæði lögreglu á Austurvelli var nokkuð stærra en venja er. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn sagði að stærð svæðisins hefði verið ákveðið eftir að for- svarsmenn mótmælanna létu vita af fyrirætlunum sínum á hádegi. Mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun þegar Alþingi var sett Morgunblaðið/Júlíus Mótmælendur sungu ættjarðarljóð og héldu uppi mótmælaspjöldum. Margir voru með höfuðföt úr álpappír og nokkrir höfðu tekið skyrdollur með. „Land míns föður, landið mitt“ ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í svartapétri fer fram sunnudaginn 6. október á Sólheimum í Grímsnesi í þrettánda sinn. Keppt verður um Íslandsmeistara- titilinn í svartapétri 2002. Mótið hefst kl. 14 og lýkur kl. 17. Stjórnandi móts- ins er Edda Björgvinsdóttir leikkona. Keppt er um veglegan farandbikar og eignarbikar, auk þess sem allir fá verðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Meistaramót í svartapétri FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ, menntamálaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið halda sameiginlegan kynningarfund á Grand hóteli, Hvammi, um nýskipan vísinda- og tæknimála á Íslandi, fimmtudaginn 3. október kl. 16. Þar mun forsætisráðuneytið kynna frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. Menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið kynna frum- vörp til laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu at- vinnulífsins. Sérstaklega verður fjallað um endurskoðun frumvarp- anna á síðustu mánuðum. Erindi halda: Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Hafliði P. Gíslason, prófessor við HÍ, Valgerð- ur Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, Sveinn Þorgrímsson, skrifstofu- stjóri. Fundarstjóri verður Guð- mundur Árnason, ráðuneytisstjóri. Fundur um nýskipan vísinda- og tæknimála BRESKU sérfræðingarnir, Frank Taylor og Bernie For- ward, sem skilað hafa af sér skýrslu um flugslysið í Skerjafirði í ágúst 2000, eru taldir mjög virtir á sviði flugrannsókna í heiminum. Frank Taylor er fyrrverandi forstöðumaður og stofnandi Cranfield Aviation Safety Centre við háskólann í Cranfield í Bret- landi. Hann hefur m.a. tekið þátt í rannsókn á flugslysinu yfir Lock- erbie í Skotlandi. Bernie Forward er kennari við háskólann í Cranfield og fyrrver- andi meðlimur bresku flugslysa- nefndarinnar, AAIB. Þeir starfa nú báðir sem sjálfstæðir ráðgjaf- ar á sviði flugslysarannsókna og flugöryggis. Bretarnir virtir á sviði flugrannsókna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.