Morgunblaðið - 02.10.2002, Page 15
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 15
VATNSVIRKINN ehf
Ármúla 21 · Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
ÞAKRENNUR
Frábærar Plastmo
þakrennur með 20 ára
reynslu á Íslandi.
Til í gráu, brúnu, hvítu
og svörtu.
Heildsala - Smásala
SUÐURNES
„ÞAÐ er mjög gott að búa hér,
fallegt og nóg af fersku lofti í
rokinu,“ segir Uffe Balslev,
blómaskreytingamaður sem býr í
Hvassahrauni í Vatnsleysustrand-
arhreppi. Þar heldur hann nám-
skeið í blómaskreytingum og vin-
kona hans gerir myndverk.
Í Hvassahrauni eru nokkrir
sumarbústaðir en Uffe býr þar
allt árið í heilsárshúsi. Það gerir
einnig Sæunn Ragnarsdóttir lista-
maður. Þau hafa vinnuaðstöðu í
gömlum útihúsum sem blasa við
af Reykjanesbrautinni enda orðið
„sýning“ málað með stórum stöf-
um á húsin. Uffe segir að þótt
húsin séu skammt frá Reykjanes-
brautinni sé friðsælt að búa í
Hvassahrauni, stutt sé að sjónum
og út í náttúruna og nóg af efni í
blómaskreytingar. Aðeins er um
20 kílómetra akstur í miðborg
Reykjavíkur.
Alltaf hægt að fá nýtt efni
Uffe vinnur við blómaskreyt-
ingar í þremur blómabúðum í
Reykjavík og hefur auk þess
lengi haldið námskeið í blóma-
skreytingum, núna í vinnustof-
unni í Hvassahrauni, enda er
hann lærður blómaskreytinga-
kennari. Í sumar var hann með
fimm daga náskeið og síðustu
sunnudaga hefur hann verið með
eins dags haustnámskeið. Hann
segir jólanámskeiðin nálgast og
þannig taki eitt við af öðru.
Nemendurnir voru að gera
skreytingar úr náttúrlegum hrá-
efnum þegar blaðamaður kom við
hjá Uffe á haustnámskeiðinu síð-
astliðinn sunnudag. Hringur er
gerður úr sinu og fyrsta stigið er
að festa á hann blöð af hófblöðku
sem er illgresi og við það unnu
nemendurnir. Blöðin voru sett öf-
ug á kransinn til þess að fá gráa
litinn fram. Uffe segir að nóg
hráefni sé í hrauninu auk hóf-
blöðkunnar, njóli, mismunandi
mosategundir, strá, berjalyng,
greinar og spýtur. Allt er þetta
notað við gerð skreytinganna.
Segir Uffe að kransinn þorni
og lifi vel fram á veturinn. Jafn-
vel sé hægt að setja á hann kerti
og nota sem aðventukrans. Hann
segir að svo komi vorið og þá
hendi fólkið gamla kransinum og
geri nýjan úr því hráefni sem þá
sé á boðstólum. „Það er hægt að
gera svona kransa allt árið, alltaf
er eitthvert áhugavert efni að
fá,“ segir Uffe Balslev.
Kennir blómaskreytingar í hrauninu
Nóg af
fersku
lofti
í rokinu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Blómaskreytinganámskeiðin eru haldin í vinnustofunni í Hvassahrauni.
Uffe Balslev festir hófblöðku-
blöðin öfug á kransinn.
Hvassahraun
Á KYNNINGARFUNDI sem Iðn-
tæknistofnun og Staðardagskrá 21 í
Snæfellsbæ boðuðu til á dögunum
voru kynntar lokaniðurstöður úr
tveggja ára samnorrænu rann-
sóknar- og samvinnuverkefni um
ferðaþjónustu á norðurslóð. Hildur
Bæringsdóttir frá Iðntæknistofnun
kynnti niðurstöðurnar en bæj-
arfélögin sem komið hafa að þessu
verkefni eru þrjú, eitt á Íslandi,
Grænlandi og á Svalbarða.
Í ár voru lagðar fram átta spurn-
ingar og þrjár bakgrunnsspurn-
ingar á fjórum tungumálum og lágu
spurningablöðin frammi á níu gisti-
stöðum.
Náttúran heillar
Sem fyrr er það náttúran í Snæ-
fellsbæ sem laðar til sín flesta ferða-
menn, enda sögðust 92% ferða-
manna koma þangað vegna hennar.
Fjörutíu og sex prósent ferðamanna
komu til að upplifa nálægðina við
Snæfellsjökul og 37% höfðu mestan
áhuga á fuglaskoðun, enda er gíf-
urlega fjölbreytt aðstaða til hennar í
Snæfellsbæ. Þrjátíu prósent ferða-
manna komu í Snæfellsbæ vegna
Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og 26%
vildu kynnast lífinu í sveitinni. Dul-
magn svæðisins undir Jökli dró til
sín 26% ferðamenn sem er einu pró-
senti fleiri en í fyrra og 24% komu
vegna áhuga á hvalaskoðun.
Lífið í sjávarplássum heillaði 22%
ferðamanna, 21% sóttust í ferðir á
Snæfellsjökul og 19% komu í Snæ-
fellsbæ vegna umhverfisvænnar
ferðaþjónustu.
Spurningarnar voru lagðar fyrir
næturgesti á gististöðum í Snæ-
fellsbæ í júní og júlí í sumar, en
könnunin í fyrra stóð yfir í júlí og
ágúst. Níutíu og fjögur prósent þátt-
takenda töldu að ástand náttúrunn-
ar í Snæfellsbæ væri mjög gott eða
gott og eru þær tölur samsvarandi
niðurstöðunum í fyrra. Í ár svöruðu
510 ferðamenn könnunni en í fyrra
260.
Áttatíu og átta prósent ferða-
manna vildu koma aftur til Snæfells-
bæjar sem ferðamenn og 96% sögð-
ust vilja ráðleggja öðrum að koma.
Hvers vegna
Snæfellsbær?
Mikilvægt er að vita hvers vegna
ferðamenn velja að koma á ákveðin
svæði landsins frekar en önnur og
gáfu niðurstöður könnunarinnar
mjög skýra mynd af því. Tuttugu og
átta prósent völdu Snæfellsbæ
vegna meðmæla frá vinum. Jafnhá
prósenta ferðamanna skráði val sitt
undir „annað“ og við nánari athug-
un kom í ljós að það var vegna lest-
urs á bók Jules Verne um Leynd-
ardóma Snæfellsjökuls og eins
höfðu bækur Halldórs Laxness haft
áhrif á val fólks. Tuttugu og sex pró-
sent komu til Snæfellsbæjar í gegn-
um ferðaskrifstofur og 13% þeirra
sem svöruðu könnuninni komu í
Snæfellsbæ vegna auglýsingar í
blaði, bæklingi eða tímariti.
Þegar kom að búsetu ferðamann-
anna voru tilgreind fjórtán lönd í
könnuninni, auk þess sem einn lið-
urinn flokkaðist undir önnur lönd.
Flestir ferðamannanna eða 24%
voru frá Þýskalandi en fast á eftir
fylgdu Íslendingar, 21%. Bretar
voru 9% ferðamannanna og 8% voru
bæði frá Sviss og Bandaríkjunum.
Frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi
voru samtals 10% ferðamannanna,
5% frá Frakklandi og 2–3% frá Belg-
íu, Spáni, Ítalíu, Austurríki og Hol-
landi og svo 4% frá öðrum löndum.
Þau Hildur Bæringsdóttir sem
séð hefur um verkefnið fyrir hönd
Iðntæknistofnunar og Guðlaugur
Bergmann, verkefnisstjóri Stað-
ardagskrár 21 sem séð hefur um
verkefnið fyrir hönd Snæfellsbæjar,
voru mjög ánægð með niðurstöður
verkefnisins og töldu að vinna að því
hefði þjappað ferðaþjónustuaðilum í
Snæfellsbæ betur saman.
Tveggja ára rannsókn
í ferðamálum lokið
Hellnar
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Hildur Bæringsdóttir kynnti
niðurstöður samnorrænu rann-
sóknarinnar á fundinum.
DAGSKRÁ verður í Eldborg í
Svartsengi á degi vatnsins, 7. októ-
ber næstkomandi. Félag heilbrigðis-
og umhverfisfulltrúa (FHU) stendur
fyrir athöfninni.
Á meðal framsögumanna verða
sérfræðingar frá Hollustuvernd rík-
isins, heilbrigðiseftirliti sveitarfé-
laga, Orkustofnun, Landvernd og
umhverfisráðuneytinu. Umhverfis-
ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, mun
setja fundinn og Árni Sigfússon,
bæjarstjóri, stýra honum. Fjallað
verður um vatn bæði sem náttúru-
auðlind og neysluvöru.
Fyrir hádegi verður sjónum beint
að umhverfi sjávar en eftir hádegi
verður ferskvatn og neysluvatn í
brennidepli. Dagskrá og upplýsingar
um skráningu er að finna á heima-
síðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja,
www.hes.is. Ásamt FHU standa
Hitaveita Suðurnesja, umhverfis-
ráðuneytið og Samorka að fundinum.
Dagskrá
á degi
vatnsins
Svartsengi
STJÓRNENDUR Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suður-
nesja ræða saman um möguleika á
því að ráðast sameiginlega í rann-
sóknir á jarðhitasvæðinu í Brenni-
steinsfjöllum en iðnaðarráðuneytið
veitti báðum fyrirtækjunum leyfi til
rannsókna þar.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, segir útilokað að fyrir-
tækin fari í jafn dýrar rannsóknir
hvort fyrir sig, engin skynsemi sé í
því. Ef ekki náist samkomulag um að
þau vinni saman að málinu geti þau
slegist áfram um leyfið eða jafnvel að
ekkert verði gert.
Hann segir að huga þurfi að ýms-
um atriðum. Nefnir hann sérstak-
lega skuldbindingu aðila til fram-
kvæmda ef rannsóknir leiði til
jákvæðrar niðurstöðu. Vonast Júlíus
til að niðurstaða fáist í viðræðurnar
við Orkuveituna á allra næstu dög-
um.
Þreifingar um
sameiginlegar
rannsóknir
Brennisteinsfjöll
EIGENDUR jarðarinnar Eyvindar-
tungu í Laugardal í Bláskógabyggð
vinna þessa dagana að fjórðu kyn-
slóð raforkuvirkjunar í Sandá sem
rennur frá uppsprettum sem koma
upp á 500 til 1.000 m kafla undan
Kolhól á landamerkjum jarðanna
Eyvindartungu og Laugarvatns.
Ráðgert er að virkjunin muni fram-
leiða 230 kw af rafmagni inn á net
RARIK auk þess að nýtast til heima-
notkunar að Eyvindartungu.
Vegfarendur um Laugarvatnsveg-
inn hafa í sumar tekið eftir jarðraski
við Sandá neðan Laugarvatns við
bæinn Eyvindartungu. Nú á haust-
dögum hefur síðan risið hús niðri við
ána og ljós timburstokkur tekið að
teygja sig frá þessu húsi upp eftir
skurði meðfram ánni.
Það eru eigendur Eyvindartungu,
þau Sigurður Jónsson og hjónin
Helga Jónsdóttir og Snæbjörn Þor-
kelsson, sem standa í þessum fram-
kvæmdum með það að markmiði að
framleiða 230 kw af rafmagni til sölu
inná dreifikerfi RARIK. Býlið hefur
ekki verið tengt opinberu dreifikerfi
fram til þessa. Allt frá árinu 1928
hefur Sandá verið virkjuð til heima-
notkunar, fyrst af Teiti Eyjólfssyni
bónda í Eyvindartungu og síðar í
kringum 1950 af Héraðsskólanum á
Laugarvatni.
Ábúendur Evindartungu keyptu
síðar alla virkjunina af skólanum. Sú
virkjun var í upphafi 75 kw og mun
áfram verða í notkun meðan hún
endist.
Áin hefur mjög jafnt og gott
rennsli og hefur lágmarksrennsli
verið mælt um 1,5 rúmmetrar á sek-
úndu. Vatnið mun leitt um 110 sm
víðan stokk frá stíflu, 370 m leið nið-
ur í stöðvarhúsið gegnum kross-
rennslistúrbínu sem knýr rafal.
Stokkurinn er smíðaður úr timbri
sem kemur tilsniðið úr verksmiðju
BYKÓ í Lettlandi. Ástæða þess að
notað er timbur en ekki plast í stokk-
inn er einungis af fjárhagslegum
toga, enda um 5 milljóna króna mun-
ur á því og plasti. „Svo er líka þekk-
ing og reynsla af byggingu og við-
haldi á slíkum stokk fyrir hendi hér á
bænum,“ sagði Sigurður Jónsson,
einn eigendanna.
Uppistöðulón virkjunarinnar
verður á sama stað og verið hefur frá
upphafi, en ætlunin er að hækka
stífluna nokkuð. Við þessa hækkun
stækkar lónið að flatarmáli en vegna
aðstæðna í landslaginu er það óveru-
legt.
Áætlaður byggingarkostnaður
virkjunarinnar er á bilinu 25–30
milljónir. Samið hefur verið við RA-
RIK um kaup á orkunni. Fyrir-
greiðsla opinberra stofnana og sjóða
hefur verið góð að sögn fram-
kvæmdaraðila, sem vilja þakka já-
kvæðar og góðar undirtektir RA-
RIK, Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands sem aðstoðaði við áætl-
anagerð, Lánasjóðs landbúnaðarins
sem hefur veitt lánsloforð fyrir 12,5
milljónum, Byggðastofnunar sem
hefur veitt lánsloforð fyrir 5 millj-
ónum og Búnaðarbankans sem veitir
framkvæmdalán meðan á fram-
kvæmdum stendur. Sótt var um
styrk hjá Framleiðnisjóði landbún-
aðarins en sjóðurinn hefur hins veg-
ar ekki gefið svar þrátt fyrir nokkra
eftirgangsmuni.
Árni Sigurðsson hjá Verkfræði-
stofu Norðurlands á Akureyri sá um
teikningar og hönnun nýju virkjun-
arinnar. Meistari og yfirsmiður er
einn eigendanna, Snæbjörn Þorkels-
son húsasmíðameistari og bóndi í
Austurey.
Ljósmynd/Kári Jónsson
Séð yfir virkjunarsvæði Sandár við Eyvindartungu. Stöðvarhúsið er
næst á myndinni en sjá má eldra stöðvarhúsið ofar til vinstri.
Raforkubændur í Laugardal
Laugarvatn